Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 6
 6 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 Fram með tveggja stiga forystu fyrir síðustu umferðina — Guðmundur Torfason jafnaði markamet Péturs Péturssonar Fram — Víðir 4:1 LAUGARDALSVÖLLUR, 1. deild: Fram-Víðir 4:1 (1:1) Mörk Fram: Guömundur Torfason á 28. og 63. mínútu, og Guömundur Steinsson á 67. og 89. mínútu. Mark Víöis: Daníel Einarsson á 44. mínútu. Gult spjald: Steinn Guöjónsson, Fram, og Vilhjálmur Einarsson, Daníel Einarsson og Guömundur Knútsson, allir úr Víöi. Dómari: Guömundur Haraldsson haföi góö tök á leiknum, en dæmdi tvær vitaspyrnur, sem var strangur dómur. Áhorfendur: 1256. EINKUNNAGJÖFIN: Fram: Friörik Friöriksson 3, Þorsteinn Þor- steinsson 2, Ormarr örlygsson 4, Jón Sveins- son 1, Viöar Þorkelsson 3, Kristinn Jónsson 2, Gauti Laxdai 3, Steinn Guöjónsson 2, Jónas Björnsson vm. á 79. mínútu lék of stutt, Pótur Ormslev 2, Amljótur Davíösson vm. á 90. mfnútu lék of stutt, Guömundur Steinsson 4, Guömundur Torfason 4. Samtals: 30. VÍAir. Jón örvar Arason 2, Klemens Sæ- mundsson 1, Bjöm Vilhelmsson 2, Vilhjálmur Einarsson 2, Ólafur Róbertsson 1, Daníel Ein- arsson 3, Guöjón Guömundsson 3, Vilberg Þorvaldsson 1, Þóröur Þorkelsson vm. á 74. mínútu 1, GuÖmundur J. Knútsson 2, Gísli Eyjólfsson vm. á 83. mfnútu lók of stutt, Grót- ar Einarsson 2, Mark Duffield 2. Samtals: 21 „Þetta var móralskur sigur, sem kom á mjög góðum tíma. Vissu álagi er af mér létt nú þegar ég hef jafnað markametið, en við eig- um einn leik eftir og þá kemur í Ijós, hvort ég slæ metið og við verðum meistarar," sagði marka- skorarinn Guðmundur Torfason eftir stórsigur Fram á Víði. Framarar endurheimtu efsta sæti deildarinnar og eiga nú mikla möguleika á að hljóta íslands- meistaratitilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur á sunnudaginn, en Víðismenn stóðu engu að síður í þeim fyrsta klukkutímann. Fram- arar réðu gangi leiksins allan tímann, voru mikið meira með knöttinn, en gekk erfiðlega upp við mark Víðis til að byrja með. Guðmundur J. Knútsson fékk fyrsta almennilega marktækifærið f leiknum á 26. mínútu, en skaut framhjá Frammarkinu úr dauða- færi. Framarar hófu sókn og tveimur mínútum síðar var brotið á Kristni Jónssyni innan vítateigs Víöis og dæmd vítaspyrna. Jón Örvar Arason varði vítaspyrnu Guðmundar Torfasonar, en hélt ekki knettinum, sem barst aftur til Guðmundar og hann skoraði ör- ugglega af stuttu færi. Skömmu síðar varði Jón hörku- Staðan í 1. deild STAÐAN í 1. deild þegar ein umferð er eftir: Fram 17 11 4 2 39:13 37 Valur 17 11 2 4 28:9 35 ÍA 17 9 3 5 31:19 30 KR 17 7 7 3 21:10 28 ÍBK 17 9 1 5 21:24 28 Víðir 17 5 4 8 20:24 19 Þór 17 5 4 8 18:29 19 FH 17 5 3 9 22:34 18 UBK 17 4 3 10 16:33 15 ÍBV 17 2 3 12 18:39 9 Markahæstir: GuðmundurTorfason, Fram 19 Guðmundur Steinsson, Fram 10 Sigurjón Kristjánsson, Val 9 Valgeir Barðason, (A 9 •Guðmundur Torfason skorar hér fyrra mark sitt f leiknum gegn Víði. Hann tók vrtaspyrnu sem Jón Örvar Arason markvörður varði en Guðmundur fylgdi vel á eftir og náði frákastinu og skoraði þá yfir Jón Örvar. Guðmundur bætti síðan öðru marki við og jafnaði þar með markamet Péturs Póturssonar f 1. deild eða 19 mörk. skot frá Pétri Ormslev, knötturinn fór í slá og Víðismenn náðu að hreinsa. Daníel Einarsson jafnaði úr víta- spyrnu á 44. mínútu. Guðjón Guðmundsson gaf fyrir inn í víta- teig Fram, knötturinn fór í varnar- mann Fram og Guðmundur Haraldsson dómari dæmdi hendi og víti. Víðir var nálægt að skora aftur á 51. mínútu, en eftir mikinn darraöardans í vítateig Fram tókst Frömurum að hreinsa frá á síðustu stundu. Steinn Guðjónsson, Fram, fél síðan tvö ágæt færi, og á 6 mínútu komst Guðmundur inn sendingu Jóns Sveinssonar ætla^ Friðrik Friðrikssyni, markver Fram, en Friðrik bjargaði vel. Á 63. mínútu tókst betur til h Jóni, þegar hann gaf stungusent ingu á Guðmund Torfason og han skoraði sitt 19. mark í 1. deild sumar og jafnaði þar með átta ái gamalt met Péturs Péturssona IA. Guðmundur Steinsson skoraði þriðja mark Fram á 67. mínútu eftir slæm mistök Vilbergs Þor- valdssonar. Vilberg ætlaði að gefa aftur á markvörðinn, en sendi beint á Guömund, sem þakkaði fyrir sig með góðu marki. Guðmundur Steinsson skoraði sitt annað mark í leiknum á 89. mínútu. Jónas Björnsson, sem var nýkominn inn á sem varamaður, gaf snilldarsendingu á Guðmund, sem skoraöi með því að lyfta yfir markvörðinn. Með sigrinum náðu Framarar tveggja stiga forystu í 1. deild, og víst er að þeir láta hana ekki auð- veldlega af hendi. ÍBV sýndi sitt rétta andlit — en of seint þar sem þeir eru nú þegar fallnir HÁSTEINSVÖLLUR 1. DEILD: ÍBV-FH 3-1 (2-0). Mörk ÍBV: Ómar Jóhannsson 2, Jóhann Ge- orgsson. Mark FH: Guömundur Hilmarsson. Gul spjöld: Ingi Sigurösson ÍBV, Kristján Gísla- son FH, Pálmi Jónsson FH, örn Ragnarsson FH. Dómari: Eyjólfur Ólafsson dæmdi þennan leik mjög vel. Áhorfendur: 300. EINKUNNAGJÖFIN: ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson 3, Þóröur Hallgrímsson 2, Viðar Elíasson 2, Elías Friö- riksson 2, Ólafur Árnason 2, Leifur G. Haf- steinsson 2, Jón Atli Gunnarsson 2, Heimir Hallgrímsson (vm) 2, Jóhann Georgsson 3, Tómas I. Tómasson 2, Ingi Sigurösson (vm) 2, Ómar Jóhannsson 3, Lúövík Bergvinsson 3. Samtals: 26. FH: Halldór Halldórsson 2, Ólafur Kristjánsson 2, Leifur Garöarsson 2, Ólafur Jóhannesson 3, Höröur Magnússon 1, Ólafur Hafsteinsson (vm) 1, Guömundur Hilmarsson 2, Viöar Hall- dórsson 1, Ólafur Danivalsson 2, Kristján Gíslason 2, Magnús Pálsson 2, örn Ragnars- son (vm) lék of stutt, Pálmi Jónsson 1. Samtals: 20. Eyjamenn höfðu ótrúlega yfir- burði í þessum leik allt frá fyrstu mín. til þeirrar síðustu. Þeir léku frjálslega, án nokkurs álags og náðu upp góðum leik, hreinlega yfirspiluðu ákaflega slakt lið FH. FH vantaði enn eitt stig í safnið til þess að gulltryggja sæti sitt í 1. deildinni, en það var ekki hægt að merkja hinn minnsta vilja hjá leikmönnun að klára dæmið þarna úti í Eyjum. Þeir létu fallkandidat- ana bókstaflega ganga yfir sig á löngum köflum í þessum leik. Eyjamenn skoruðu fyrsta mark sitt strax á 10. mín. Eftir góða og veluppbyggða sóknarlotu gaf Lúðvík Bergvinsson vel fyrir mark FH og Jóhann Georgsson renndi boltanum fagmannlega í markið. ÍBV sótti mun meira allan fyrri hálfleikinn og það var ekki fyrr en á síðustu mín. sem FH náði að skapa sér umtalsverð marktæki- færi. FH-ingar sluppu með skrekkinn á 19. mín. er Ómar Jóhannsson komst einn í gegn eftir að hafa leikið á Viöar Halldórsson, en þrumuskot Ómars small í stöng- inni. Á 30. mín. varð mark hinsveg- ar ekki umflúið. Ómar fékk þá góða sendingu frá Jóni Atla fram kant- inn. Ómar brunaði' beinustu leið að markinu og skoraði með föstu skoti. FH-ingar fengu tvö mjög góð marktækifæri í lok hálfleiksins en Þorsteinn Gunnarsson varði tvívegis stórglæsilega, fyrst frá Ólafi Hafsteinssyni og síðar Krist- jáni Gíslasyni. Verðskulduð forysta ÍBV i hálfleik 2-0. Hafnfirðingarnir hófu síðari hálf- leikinn með nokkrum krafti og náðu að skora á 51. min. Guð- mundur Hilmarsson skoraði auðveldlega eftir aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Þarna var vörn ÍBV heldur betur sofandi, Guðjón var með öllu óvaldaður vinstra megin í teignum. Sá ótti læddist eflaust að mörgum áfhorfandanum að nú væri ÍBV að gefa eftir og FH myndi koma meira inní leikinn. Ómar Jó- hannsson breytti þessu snarlega þegar hann skoraði þriðja mark ÍBV á 55. mín. Hann fékk snilldar- lega nákvæma sendingu innfyrir vörn FH frá Lúðvík Bergvinssyni og afgreiddi boltann í netið með föstu skoti sem Halldór réði ekki við. Eyjamenn voru nær því að bæta við fjórða markinu en FH-ingar að að minnka muninn. Ómar Jóhanns- son fór illa að ráði sínu tlok leiksins er hann lét verja frá sér á línu þegar auðvelt átti að vera að skora. Nokkur harka hljóp i leikinn í lokin, mótlætið fór þá nokkuð í skapið á FH-ingum, en röggsamur dómari leiksins, Eyjólfur Olafsson, brá þá rétt og skynsamlega við og útdeildi gulum spjöldum. Þetta var síðasti heimaleikur ÍBV í 1. deildinni að sinni og liðiö kvaddi með virktum. Lék sinn besta leik á sumrinu, sýndi virki- lega skemmtilega knattspyrnu á löngum köflum. Þó heldur seint í rassinn gripiö. Þarna kom það fram, að meira býr í þessu liði en fram hefur komið í leikjum þess í sumar. í þessum leik fengu margir ungir strákar að spreyta sig og stóðu sig með sóma. Ef Eyjamenn halda vel á spilunum ættu þeir fljótlega að geta endurheimt sæti sitt í 1. deildinni. Þetta var ekki dagur FH-inga. Liðið var ákafiega slappt og ótrú- lega áhugalaust fyrir verkefninu. Þeir létu Eyjamenn algjörlega ráöa ferðinni. Það var aðeins Ólafur Jóhannesson sem eitthvaö lagði sig fram í leiknum. Þjálfarinn Ingi Björn Albertsson var í leikbanni og er greinilegt að liðið má alls ekki við því að missa hann út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.