Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 1
í'ti -u í>i: IT jji 1 ifvj I tn JIC j ffi íUí m íslandsmótið 1. deild: Guðmundur jafnaði markamet Péturs Sjá bls./6b og 7b PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 BLAÐ Morgunblaðiö/Júlíus Allir mættir og til í slaginn! ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu var á æfingu í gær á Laugar- dalsvellinum og þar voru allir 15 leikmenn liðsins mættir. Góður andi virtist í liðinu og sagöi Sigi Held að allt væri eins og það ætti að vera, góður andi, gott veður og vonandi góður leikur framund- an. Allir leikmenn tóku á af miklum krafti f gær og það var greinilega mikill hugur í mönnum. „Mér líst vel á þennan leik og við erum ekkert hræddir við Frakk- ana þó svo þeir séu Evrópumeistarar. Þeir eru jafn margir og við og því er ekkert að óttast,“ sagði Bjarni Sigurðsson markvörður liðsins eftir æfinguna. Byrjunarliðiö viröist verða þannig að Bjarni mun standa í markinu. Ágúst Már, Gunnar Gíslason og Sævar Jónsson verða í vörninni og þar verður Ágúst trúlega aftastur. Sigurður Jónsson verður hægra megin á miðjunni og Atli Eðvaldsson vinstra megin og munu þeir trúlega leika aftarlega og aðstoða vörnina eins og kostur er. Ásgeir og Guðmundur Þorbjörnsson verða síðan á miðjunni og Ragnar Margeirsson fyrir framan þá en í fremstu víglínu verða þeir Arnór og Pétur. Það var sem áður segir létt yfir strákunum á æfingunni í gær og þá sáust margar fallegar sendingar og glæsileg skot. Sérstaklega átti Ásgeir fallegt skot af um 20 metra færi. Boltinn small í þver- slánni og inn án þess að Bjarni ætti möguleika á að verja enda skotið firnafast. Vonandi að Ásgeir og félagar verði óhræddir við að skjóta í leiknum á miðvikudaginn því mörkin koma víst ekki nema skotið sé að marki. Barnsley vill fá Sigurð BARNSLEY tapaði fimmta leikn- um í röð í 2. deild á laugardaginn og er útlitið slæmt hjá félaginu. Alan Clarke, framkvæmdastjóri Barnsley, er á höttunum eftir nýj- um leikmönnum, sem geta styrkt liðið og hefur hann sérstaklega áhuga á að fá Sigurð Jónsson, en hann var lánaður hjá Barnsley í fyrra. Getraunir: Enginn með tólf ENGINN hafði 12 rétta og aðeins einn seðill kom fram með 11 rétt- um í síðustu leikviku íslenskra getrauria. 11 réttir gáfu kr. 665.615. Sautján voru með 10 rétta og fékk hver röð kr. 16.780 í sinn hlut. Alls voru seldar 950 þúsund raðir og er það mikil aukning frá síðustu leikviku. Fram var söluhæsti aðil- inn þessa vikuna. 11 réttir kom á miða frá Hellu og voru sjö aðilar sem fylltu út leikkerfi og fékk eina stúlkan í hópnum að ráða föstu leikjunum. Rétt röð var þessi: X22-2X2-222-21X Heimsmet JORDANKA Donkova, Búlgariu, setti heimsmet í 100 metra grindahiaupi kvenna á Balkan- leikum f Júgóslavíu á sunnudag- inn. Tími hennar var 12,26 sekúndur. Piltalandsliðið í handknattleik: Strákarnir stóðu sig vel í ÍSLENSKA piltalandsliðið í hand- knattleik tók þátt í alþjóðlegu móti í Noregi um helgina. Þrjú lið urðu efst og jöfn með 4 stig, en íslenska liðið hafði lakasta markahlutfallið og hafnaði því í 3. sæti. ísland vann Noreg 19:18 í fyrsta leiknum, tapaði síðan fyrir Vestur- Þýskalandi 21:22 og vann loks Frakkland 25:24. Áður hefur verið greint frá leikn- um við Noreg, en á móti Þýska- landi léku strákarnir mjög vel í fyrri hálfleik og höfðu yfir 12:10 í hálf- leik. Á tímabili var forystan fjögur mörk, en strákarnir gáfu eftir í lok- in og töpuðu með einu marki. Héðinn Gilsson skoraði 5 mörk i leiknum, Konráð Ólafsson, Sigurð- ur Sveinsson og Halldór Ingólfs- son 4 mörk hver, Árni Friðleifsson 3 og Þorsteinn Guðjónsson eitt mark. Leikurinn við Frakka var mjög harður. Frakkarnir voru grimmir og ætluðu sér greiniiega að vinna, Noregi en íslenska liðið gaf ekkert eftir og var alltaf eitt til þrjú mörk yfir i leiknum. Halldór Ingólfsson skor- aði 7 mörk, Héðinn Gilsson 5, Sigurður Sveinsson 4, Árni Frið- leifsson 3, Konráð Ólafsson og GuðmundurGuðmundsson 2 hvor, og Guðmundur Pálmason og Þor- steinn Guðjónsson sitt markið hvor. Noregur, Þýskaland og ísland fengu öll 4 stig, en markatala Norðmanna var best. Að sögn Friðriks Guðmundssonar, farar- stjóra, tókst ferðin mjög vel sem æfingaferð, en aðbúnaöur var slæmur og meiðsli settu strik í reikninginn. Allir í hópnum fengu að spila og komu markverðirnir mjög vel út og Sigurður Sveinsson átti jafnbestu leikina. Æfingar halda áfram hjá liðinu einu sinni í viku í vetur, en líklegt er að þýska liðið komi til íslands í febrúar og Norðurlandamótið verður haldið hér á landi næsta vor. 9 Þegar frönsku landsliðsmennirnir komu á hótel Sögu í gær beið eftir þeim ungur drengur, Gú- staf Teitsson að nafni. Gústaf sem er 13 ára safnar eiginhandaráritunum og á meðal annars eiginhandaráritanir allra leikmanna Liverpool, Aberdeen, skoska landsliðsins, Monaco og nú franska landsliðsins. Eiginhandaráritunum heldur hann til haga í fallegri bók og hér sést hann með einni skærustu stjörnu Frakka, Jean Tigana. Morgunblaðiö/Július

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.