Morgunblaðið - 09.09.1986, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Wimbledon á toppnum
Dalglish skoraði tvö og United fékk stig
Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins á Englandi.
WIMBLEDON heldur áfram að
koma á óvart og er liðið nú með
tveggja stiga forystu í 1. deild.
Dave Bassett var valinn fram-
kvœmdastjóri ágústmánaðar og
úrklippur úr blöðum um gott
gengi liðsins prýða veggi bikar-
herbergis félagsins. Wimbledon
á toppnum var innanfélagsbrand-
ari, en er staðreynd eftir fimm
umferðir. Stjörnulið Manchester
United fékk sitt fyrsta stig á laug-
ardaginn og Liverpool sýndi
meistaratakta. Everton og Nor-
wich eru einu liðin i 1. deild sem
ekki hafa tapað leik.
Wimbledon vann Watford á úti-
velli 1:0 og skoraði Glyn Hodges
sigurmarkið á síðustu mínútu leiks-
ins. Bassett, framkvæmdastjóri
Wimbledon, sagði eftir leikinn að
þetta væri ótrúlegt og þegar hann
var spurður um framhaldið svaraði
hann: „Annað hvort föllum við eða
tryggjum okkur þátttökurétt í Evr-
ópukeppni, en við njótum þess svo
sannarlega að vera á toppnum,
því það er nokkuð sem enginn
bjóst við.“ Liðið byggir mikið á
langsendingum fram völlinn og er
haft á orði að völlurinn þeirra sé
sá besti í Englandi vegna þess að
knötturinn sé aldrei á jörðinni!
Liverpool gefur
ekkert eftir
Kenny Dalglish kom inn á sem
varamaður og kórónaði stórleik
með tveimur mörkum gegn West
Ham í London. Whelan skoraði af
um 20 metra færi, Johnston gerði
eitt og Rush skoraði fallegasta
mark leiksins. Ray Stewart og
Tony Cottee skoruðu fyrir heima-
menn. „Jafnvel eftir að hafa unnið
tvöfalt hungrar leikmenn Liverpool
í meira," sagði Dalglish eftir leikinn
og gerði lítið úr eigin leik, en Rush
sagði að West Ham hefði átt skilið
að vera 2 til 3 mörkum yfir í hálf-
leik, en þá var staðan 1:1.
Everton og QPR gerðu marka-
laust jafntefli í Liverpool. QPR átti
meira í leiknum, en Sharp átti
hættulegasta marktækifærið þeg-
ar hann skallaði að marki gest-
anna, sem björguðu á línu. Everton
er enn taplaust, hefur unnið tvo
leiki og gert þrjú jafntefli.
Manchester Utd.
fékk stig
Robert Kelly skoraði fyrir Leic-
ester á 31. mínútu og fór þá um
stuðningsmenn United. En Nor-
man Whiteside bjargaði andliti
Manchesterliðsins með marki 20
mínútum síðar. John Sivebæk átti
allan heiður af markinu og var
besti maður liðsins. Atkinson,
framkvæmdastjóri United, vildi
ekki tala við fréttamenn að leik
loknum, en Whiteside sagði að lið-
ið væri að smella saman.
Aston Villa fékk Oxford í heim-
sókn og mátti þola fjórða tapið.
Stainrod skoraði fyrir Villa úr víta-
spyrnu, og Aldridge skoraði sitt
fyrsta mark á tímabilinu. í lið Aston
Villa vantaði fjóra af fastamönnun-
urn og Jeremy Charles var borinn
meiddur af velli.
Sheffield vann
Sheffield Wed. vann 3:2 í New-
castle í hörðum leik, þar sem 4
menn voru bókaðir. Shutt skoraöi
tvívegis fyrir gestina og Sterland
skoraði eitt. Newcastle náði að
jafna 2:2 með mörkum frá Allon
og Scott, en Shutt skoraði sigur-
markið á 89. mínútu. Beardsley
og Roeder léku ekki með New-
castle. Beardsley verður líklega frá
næstu vikurnar og getur svo farið
að hann fari frá félaginu. Staða
Newcastle er slæm í deildinni, lið-
ið er í næstneðsta sæti og hefur
enn ekki unnið leik.
Neil Webb skoraði tvö mörk fyr-
ir Notthinghan forest í 3:1-sigri á
Southampton. Colin Clarke skor-
aði eitt fyrir heimaliðið, hans sjötta
mark á tímabilinu. Með sigrinum
skaust Notthingham upp í 2. til
3. sætið.
Ardiles góður
Þegar 10 mínútur voru til leiks-
loka í 99. innbyrðis deildarleik
Arsenal og Tottenham, kom Ardil-
es inn á hjá Spurs og lífgaði heldur
AP/Símamynd
• Graham Roberts, Tottenham, til vinstri og Tony Adams, Arsenai,
til hægri berjast um knöttinn á laugardaginn en Ray Clemence, mark-
vörður Tottenham, er á réttum staö og grípur knöttinn.
betur upp á leikinn. Ardiles hefur
verið í 8 ár hjá Spurs og er þetta
hans síðasta tímabil. Hann gerir
samning við félagið til eins mánað-
ar í einu, en víst er að margir vildu
sjá hann áfram hjá Spurs. Þetta
var í þriðja skiptið sem félögin
skildu jöfn í deildarkeppninni.
Ceryl Regis skoraði sigurmark
Coventry gegn Manchester City
og Norwich hefur ekki enn tapað
leik.
Þyska knattspyrnan:
Asgeir atti
stjörnuleik
ÁSGEIR Sigurvinsson átti stórleik
með Stuttgart á iaugardaginn,
þegar liðið vann Schalke 4:0.
Ásgeir skoraði annað mark leiks-
ins, en Stuttgart er nú í 5. sæti
í Bundesligunni.
Atli Eðvaldsson og félagar í
Uerdingen töpuðu óvænt heima
fyrir Dortmund og Mannheim vann
Köln 2:0, sem nú er í neðsta sæti
og má muna fífil sinn fegri.
Annars urðu úrslit leikja þessi:
Homburg — Dusseldorf 3:1
• Allgöwer og félagar hans hjá
Stuttgart unnu góðan sigur á
Schalke um helgina og þar átti
Ásgeir Sigurvinsson stórleik. Hér
sést Allgöwer skora í leiknum
gegn Homburg fyrr í haust.
Morgunblaðiö/Skapti Hallgrímsson
Mannheim — Köln 2:0
Frankfurt — Kaiserslautern 2:2
Uerdingen — Dortmund 2:4
Leverkusen — Nurnberg 2:0
B. Munchen —Hamburg 3:1
Bochum — Mönchengladbach 1:1
Stuttgart — Schalke 4:0
Berlin —Werder Bremen 1:4
Staðan er nú þessi:
Leverkusen 5 4 1 0 15:3 9
Munchen 5 4 1 0 13:4 9
Werder Bremen 5 4 0 1 12:8 8
Hamburg 5 3 1 1 10:4 7
Stuttgart 5 2 2 1 13:6 6
Kaiserslautern 5 2 2 1 11:6 6
Dortmund 5 2 2 1 10:6 6
Frankfurt 5 2 2 1 8:4 6
Mannheim 5 3 0 2 8:8 6
Uerdingen 5 2 1 2 9:9 5
Bochum 5 1 3 1 9:10 5
Schalke 5 2 1 2 8:11 5
Berlin 5 1 1 3 7:13 3
Homburg 5 1 1 3 4:11 3
Gladbach 5 0 2 3 5:10 2
Dusseldorf 5 1 0 4 3:16 2
Nurnberg 5 0 1 4 7:13 1
Köln 5 0 1 4 2:12 1
Úrslit
1. deild:
Arsenal — Tottenham 0:0
Aston Villa — Oxford 1:2
Chartton — Norwich 1:2
Chelsea — Luton 1:3
Everton — QPR 0:0
Leicester — Man. Utd. 1:1
Man. Clty — Coventry 0:1
Newcastle — Sheff. Wed. 2:3
Sotuhampton — Nott. Forest 1:3
Watford — Wimbledon 0:1
West Ham — Liverpool 2:5
2. deild:
Bamsley — Portsmouth 0:2
Blackburn — Sundorland 6:1
Bradford — Oldham 0:3
Brighton — Grimsby 0:1
Derby — C. Palace 1:0
Huddersfield — Leeds 1:1
Hull City — Plymouth 0:3
Ipswich — Shrewsbury 1:0
Reading — WBA 1:1
Sheff. Utd. — Birmingham 1:1
Stoke — Millwall 2:0
3. deild:
Blackpool — Carlisle Utd. 1:2
Bolton — Darlington 4:3
Brentford — Port Vale 0:2
Bristol — Wigan 2:1
Chester — Fulham 2:2
Middlesbrough — Bury 3:1
Newport — Swindon 2:2
Notts County — Bournemouth 1:1
Rotherham — Gillingham 1:1
Walsall — Doncaster 1:3
York — Bristol Rovers 1:0
4. deild:
Exeter City — Stockport 4:0
Hartlepool — Cambridge 2:2
Hereford — Burnley 2:0
Lincoln — Preston 1:1
Peterborough — Aldershot 1:1
Rochdale — Northampton 1:2
Swansea — Orient 4:0
Staðan I
1. deild:
Wimbledon 5 4 0 1 7 5 12
Liverpool 5 3 11 10 5 10
Nott. For. 5 3 11 10 5 10
QPR 5311 7 7 10
Everton 5 2 3 0 8 4 9
Norwich 4 2 2 0 8 6 8
Luton 5 2 2 1 7 5 8
Tottenham 5 2 2 1 5 3 8
Sheff. Wed. 5 2 2 1 8 7 8
Coventry 5 2 2 1 4 3 8
Arsenal 5 2 12 5 4 7
West Ham 5 2 12 7 9 7
Southampton 5 2 0 3 12 ' I0 6
Man. City 5 12 2 5 5 5
Leicester 4 12 1 4 4 5
Oxford 5 12 2 4 8 5
Watford 4 112 6 5 4
Chartton 5 113 3 8 4
Chelsea 5 0 3 2 2 6 3
Aston Villa 5 10 4 5 ■ I0 3
Newcastle 5 0 2 3 3 8 2
Man. Utd. 4 0 13 3 6 1
2. deild:
Oldham 5 4 1 0 7 0 13
Blackburn 3 3 0 0 9 2 9
C.Palace 4 3 0 1 6 4 9
Portsmouth 4 2 2 0 5 1 8
Birmingham 5 2 2 1 6 5 8
Millwall 5 2 0 3 3 5 6
Brighton 4 12 1 3 2 5
Grimsby 3 12 0 2 1 5
Ipswich 4 12 1 3 3 5
Derby 3 11 1 2 2 4
Stoke 511 3 4 6 4
Sunderland 3 11 1 4 7 4
Bradford 5 0 2 3 4 9 2
Reading 3 0 1 2 1 3 1
Shrewsbury 3 0 1 2 1 3 1
Huddersfield 3 0 1 2 1 4 1
Barnsley 5 0 0 5 2 9 0
Skotlandl
Úrvalsdeildin:
Celtic — Hamilton 4:1
Dundee — Dundee United 0:2
Falkirk — Hibernian 1:1
Hearts — Clydebank 2:1
Motherwell — Rangers 0:2
St. Mirren — Aberdeen 1:1
1. deild:
Airdrie — Partick Thistle 1:0
Clyde — Montrose 1:1
Dumbarton — Brechin City 3:1
East Fife — Morton 1:0
Forfar — Berwich Rangers 2:4
East Stirling — Stranraer 0:0
Meadowbank — Queen’s Park 0:0
Raith Rovers — Stirling 0:0
I St. Johnstone — Cowdenbeath 1:0
Úrvalsdeildin:
Dundee Utd. 6510 11 3 11
Celtic 6 4 11 11 3 9
Hearts 6 4 11 7 3 9
Aberdeen 6 3 2 1 11 4 8
Rangers 6 4 0 2 9 6 8
Dundee 6303 6 6 6
Clydebank 6 2 13 4 5 5
Motherwell 6 13 2 5 8 5
Falkirk 6 12 3 4 6 4
Hibernian 6 12 3 4 12 4
St. Mirren 6 0 3 3 3 8 3
Hamilton 6 0 0 6 2 13 0