Morgunblaðið - 14.09.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986 C 5 SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING sem þá var forsætisráðherra og for- maður íhaldsflokksins, skerða hag Háskólans svo ákaflega að jafna mátti við að skólinn væri lagður nið- ur. Árið 1933 bar Jónas Jónsson frá Hriflu fram sambærilegar tillögur. Þá hafði hann látið af embætti kennslumálaráðherra, en átti eftir að verða formaður Framsóknarflokksins ári síðar. Hvorugur þeirra flokks- foringja minntist þess í baráttunni gegn þessari aumu stofnun sem há- skólarektorinn hafði sagt í ræðu árið 1922 um stúdentalíf, óþarfa og ævin- týri. Annars er ekki að vita nema öðrum hvorum hefði tekizt að fá stofnunina afnumda að meira eða minna leyti. Þeir voru mestir valda- menn á Islandi á þeirri tíð. Samt er það satt og næstum því sjálfsagður hlutur sem ráða mátti af ræðu Sigurðar: háskóli er fyrst og síðast stúdentalíf. Hitt er svo öldung- is sjálfsagður hlutur að stúdentalíf er fyrst og síðast skemmtanalíf. Sannleikurinn er nefnilega sá að há- skóli er, og á að vera, til gamans. Og ef nú einhver rýkur upp og æpir: háskóli er menntastofnun, stúdentar eiga að læra en ekki að skemmta sér, þá er sama hvað hann hefur hátt: hann gleymir því, ef hann hefur þá nokkurn tíma vitað það, að það er ekki hægt að læra neitt af viti nema að hafa gríðarlega gaman af því. Háskóli er til gamans með viti. III Það voru Grikkir sem fundu upp á háskólum í fornöld til að iðka þar vísindi. Áður höfðu þeir fundið upp vísindin, og á þeirra máli hétu þau filósófía: það er ástarspekt eins og orðið er þýtt í Hauksbók, það er að segja vit eða þekking af ást. Af hvaða ást? Af ást á öllu sem verður vitað í þessum heimi. Við þekkjum það bezt sem við elskum mest, og elskum það mest sem við þekkjum bezt: maður konu og kona mann og bæði tvö börn sín. Þetta er engin tilviljun heldur lögmál. Kannski við ættum að segja að á endanum séu ást og þekking eitt. Að minnsta kosti verður engin ást djúp og sönn nema þekking- in sé það líka, og engin þekking traust og virk nema ástin sé það líka. Svona náin eru vitið og gleðin; svo er guði eða náttúrunni fyrir að þakka. En hér er kominn hængur. Þekking getur ekki orðið sönn og djúp, ekki traust og virk nema allir sem vilja hana leggi sig alla fram. Það er ekki hægt að hafa gaman af nema góðum háskóla. Það verður að stunda vísindi af hug og hjarta: lesa bækur og grein- ar í tímaritum tugum og hundruðum saman, gera kannanir, mælingar og tilraunir, rökræða af kappi, hugsa fast og skrifa vel. Það verður að vilja skilja, það verður að vilja skilja til fulls. Við getum notað tölvu, útvarj) og bíl og hvers konar furðuverk nú- tímans án þess að hafa hundsvit á þeim. En þekking er ekki vél, og við getum engri þekkingu beitt í hugsun og starfi, til gagns eða gamans, nema við skiljum hana: alla innviði hennar, rökin með henni og rökin móti vitleys- unni sem hún ryður úr vegi. Og ef það skyldi ekki vera hægt að skilja neitt til fulls verður samt að reyna. Það er afskaplega gaman. En það tekur tíma. Þar með er það dýrt. Það er erfitt líka, því að vísindin eru ekki þægileg leit að nýrri vitn- eskju um eitt og annað sem gaman væri að vita. Þau eru barátta fyrir þekkingu og skilningi og gegn hleypi- dómum og hindurvitnum. Þar skipt- ast á sigrar og ósigrar, og úrslitin eru ævinlega óvís. Sigurður spurði Reykvíkinga í ræðunni: Vitið þér, hvað það or að vera stúd- ent? Hann svaraði þessu sjálfur: Að vinna dag eftir dag, án sýnilegs árangurs, að eiga fjölda afhugsjón- um, en vera lokaður úti frá öllum framkvæmdum. Það þarf mikla þolinmæði, mikla trúmennsku, mikla trú á, að hver ærleg vinnu- stund beri sinn ávöxt, og mikla trú á lífið, kosti þess og fjarlægustu mörk. Stúdentum líður ekkert vel. En þá er að minnast þess sem Aristóteles kenndi um ánægju: að líða vel er engin ánægja hjá því að starfa vel. Það er engin ánægja sönn nema sú sem maður hefur af því að gera það sem rétt er. Gleði stúdentalífsins er starfsgleði. Hún er baráttugleði. IV Háskóli íslands má ekki keppa nema að einu marki: það er að verða sem allra beztur háskóli á alþjóðlega vísu, hvað sem það kostar. Verkurinn er að þetta fær hann ekki almenni- lega. Til þess vantar hann meðal annars bækur og fólk. í Háskóla íslands er naumast hægt að skrifa fræðilega ritgerð nema með höppum og glöppum. Til þess þarf oftar en ekki að fá fjölmargar bækur frá útlöndum til millisafnaláns sem svo er nefnt. Þessum bókum þarf svo auðvitað að skila, með þeim afleiðing- um meðal annarra að ef einhver starfssystkin viðkomandi höfundar, eða einhvetjir nemendur hans, vilja líta í heimildir hans verður að fá heila góssið aftur til landsins. Það verður að fá ótal ljósrita af tímarits- greinum, til að mynda fyrir milli- göngu tölvustöðvar í Amsterdam. Það mundi sjiara mikinn tíma að senda starfandi fólk hér í stofnuninni til Glasgow eða Edínborgar til að vera þar á almennilegu bókasafni þijá daga á mánuði eða svo. Hér er samanburðardæmi um bókakost. Háskólinn í Tromsö í Nor- egi tók til starfa 1972; hann er nyrsti háskóli í heimi. Þar eru nú rúmlega 2000 nemendur og yfir 300 fastir kennarar (sambærilegar tölur um Háskóla íslands eru meira en 4000 stúdentar en ekki nema 230 fast>r kennarar, enda er helmingur allrar kennslu hér á hendi íhlaupakennara, óhjákvæmilega með misjöfnum ár- angri). Lítum nú við í háskólabóka- safninu í Tromsö. Það er til húsa í 9400 fermetra byggingu; þjóðarbók- hlaðan í Reykjavík verður 12700 fermetrar ef hún verður einhverntíma fullbyggð. Í safninu eru 400.000 bindi, hér eru þau 237.000. Á árinu 1985 keypti Háskólinn í Tromsö bækur fyrir 6 milljónir norskra króna sem eru meira en 30 milljónir íslcnzkra króna. Hér fékk háskóta- safnið á sama tíma nýjar bækur fyrir 4 — ijórar — milljónir króna. V Það er gaman að bókum, einkan- lega að mörgum bókum. Það er ennþá meira gaman að ungu fólki, þar á meðal ungu lærdómsfólki. Og unga lærdómsmenn og konur vantar færi á því að rækja köllun sína. Á hvetjum tíma eru hundruð ungra íslendinga í öðrum löndum að stunda þar hvers konar vísindi, oftast með ágætum árangri við mikinn orðstír. Það er enginn endir á verkum sem þetta unga fólk gæti unnið hér heima hjá sér. Það er aðeins eitt sem tii þarf: við verðum að láta það hafa dálítið mikið af peningum, og leyfa því svo að ráða sér sjálft. Og hver veit svo nema þetta eigi ekki bara við um vísindin heldur um iðnaðinn, land- búnaðinn og sjávarútveginn líka? Hver veit nema þjóðina vanti framar öllu öðru svigrúm handa ungu fólki, fólki sem trúir á eitthvað, fólki sem vill berjast, vita og skilja, elska og njóta sín og kann þetta allt í bak og fyrir? Nú er hætt við að mörgum verði hugsað til stjórnmálamanna, hvort heldur þeirra Jóns Þorlákssonar og Jónasar frá Hriflu eða eftirbáta þeirra á okkar dögum. Fólki finnst þeir þvælast fyrir framförum. Hvetj- um nema stjórnmálamönnum hefði dottið það í hug að gefa þjóðinni Þjóðarbókhlöðu og láta svo vera að byggja hana? Hvetjum öðrum hefði hugkvæmzt að gefa þjóðinni grænt og gróið land i leiðinni, og etja svo sauðkindinni upp um öll fjöll nema kjötfjöll að rífa þar allt upp með rót- um? Um stjórnmálamenn er margt sagt, og ekki allt jafn sanngjarnt. Margir sjá það ekki hvað þeir eru ágætir til margra þarfra verka. Til dæmis er tæplega hugsanleg önnur stétt sem væri jafn vel til þess fallin að skattleggja fólk. En þar á móti verður að vísu að kannast við að þeim láti ekki eins vel að eyða öllu því fé. Svo mættu þeir kannski tala minna en þeir gera. Það er einkum af því sem þeir segja linnulaust hver um annan sem þeir hafa illt orð á sér; það kynni að lagast ef þeir segðu færra. Og cf þeir þegðu lengi er ekki að vita nema þeir færu að heyra til venjulegs fólks. Þeir mundu þá kom- ast að raun um mikinníog merkilegan hlut: íslenzkur almenningur trúir á ævintýrin; annars væri hann farinn til Ástralíu eða í olíuna á Norðursjó. Ævintýrin eru mörg sem hann trúir á: eitt er æskan í landinu. Til að mynda eru margir ungir stúdentar í hverri íslenzkri fjölskyldu, og allir venjulegir íslendingar vilja þeim, ekki síður en öðru ungu fólki til lands og sjávar, aðeins hið bezta svo að þeir njóti sín: það eitt er nógu gott. Hver venjulegur íslendingur veit jað líka að allt þetta unga fólk á eftir að fara um alla landsbyggðina og bera með sér ávextina af upplýs- ingu sinni og ánægjuna af iðkun hennar. Sumt af því byggir brýr, annað hjúkrar sjúkum, enn annað segir fólki til um fiskgöngur, tölvur og rekstur íshúsa. Svo vill svo undar- lega til að það þjónar í leiðinni þvi markmiði vísindanna, og tækninnar sem á þeim er reist, að létta okkur lífsbaráttuna. Auðvitað á að létta fólki lífsbarátt- una eftir föngum. En það er margt annað og miklu meira sem vísindin breyta um veröldina. Það er eðli þeirra að vera til gamans en ekki til gagns eins og fram er komið. Þess vegna er það eðlileg hugsjón þeirra að öll störf, gagnleg sem gagnslaus, eigi að vera til gamans; hitt er auka- geta að það er oft gagn af þeim líka. Og úr því þau eru til gamans er tæknin frá þeirra sjónarmiði til þess öllu öðru fremur að létta af fólki leið- inlegum störfum og skapa því skemmtileg störf, það er að segja störf með viti. Það ætti líka að vera frumkrafa hvers vinnandi manns að verk hans séu honum samboðin: að þau séu erfíð og fijó, með viti og til gleði. Þegar það er orðið lifir öll þjóð- in stúdentalífi. VI Á þessu ári er Háskóli íslands sjötíu og fimm ára. Hann hefur vax- ið og batnað, en hann er ekki enn orðinn góður háskóli. Allt um það hygg ég hann hafi sýnt að hann get- ur orðið góður háskóli og þjóðin stolt af honum. Til þess þarf hún, af ör- læti sínu og trú sinni á æsku landsins, að gefa honum meira en hún hefur þegar gefið. Hún þarf meðal annars að gefa honum meira af bókum, og meira af ungu og dugandi fólki og tækifærum handa því. Sigurður Nordal lauk rektorsræðu sinni á þessa leið: Þér vitið, hvað Islendingar hafa mátt þola. Þeir hafa oft haft lítið að borða og borið forn klæði. Og samt hefði þcim gert miklu minna til, þó að maturinn hefði verið svo- lítið verri, fötin svolítið skjólminni, en ef trúin á ævintýrin hefði verið tekin frá þeim. Og enn ríður oss á að eiga alltaf nóg af mönnum, sem neita sér heldur um eitthvað af því nauðsynlegasta, til þess að veita sér það, sem þá hefir djarfast dreymt. Hvað haldið þér, að framtíðin muni þakka oss mest? Ekki malbik- un Laugavegarins, ekki fiskreitina, ekki nauðsynlegustu framkvæmd- irnar, allt þetta verður talið sjálf- sagt og mun úreldast og gleymast. Nei, nútíðinni verður þakkað mest allt, sem hún telur óþarfast: hús Einars Jónssonar, sýningarskálann, lúðrasveitarbyrgið, það sem vér leggjum til bókmennta og visinda, allt sem er í ætt við hið eina, sem er enn nauðsynlegra en áhyggjur og umsvif Mörtu. Það er á yðar valdi, hvort trú stúdentanna á þjóð sína og framtíð- ina verður sterkari að kvöldi en að morgni. Þegar stúdentaheimUið rís upp, verður það miklu meira en venjulegt stórhýsi: það verður varði, sem vísar brattari leiðir, varði hinn- ar skapandi trúar, sem er sterkasta aflið í heiminum. Nú á þessari stundu hefst smíð hallarinnar. Nú gnýr Aladin lampann og andarnir hcfja starf sitt. Það er á okkar valdi hvort trú Sig- urðar Nordal á þjóð sína og framtíð- inai..nær að rætast. Sigurður Nordal þegar hanu var sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót í Leeds 1947.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.