Morgunblaðið - 14.09.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1986_______ C 11 SIGURÐUR NORDAL ALDARMINNING Wolff. Kvæðið var prentað aftan við Svoldar rímur 1833. Það varð fljótt vinsæit og mikið sungið. Upphafið er svo: Hvað fögur er mín feðrajörð, Qallkonan gamla, kennd við ísa, hvar tindar hátt úr hafi rísa, hvítfölduð teygja jökla börð. Undir þessum hætti og lagi orti Jónas Veizlukvæði sitt til Gaimard: Þú stóðst á tindi Heklu hám. Og þegar hann yrkir Dalvísur bergmálar kvæði Sigurðar í þeim: Þau geislum hellir sólin á - (Breiðíjörð) Sólin á þig geislum helli - (Jónas) Fleira og óvissara mætti nefna. Og þetta var nærri óhjákvæmilegt. Hin ljóðræna gáfa þeirra Jónasar og Sigurðar var svo náskyld, að Jónas gat ekki lesið vísur og kvæði Sigurð- ar án þess að verða stundum snortinn, svo þvert sem honum mundi hafa verið um geð að játa það. Þannig fóru leikar með þessum fjórum höfuðskáldum íslendinga á fyrri hluta 19. aldar. Bjarni gaf Sig- urði engan gaum, en horfði köldum augum á hinn sakborna kotbónda í Bólu. Jónas vissi varla, að Hjálmar væri til, en særði Breiðfjörð djúpu sári. Sigurður dó sárreiður við Jónas; Hjálmar bar alla ævi síðan þungan hug til Bjarna. Við tölum um Bjarna og Jónas, Hjálmar og Breiðfjörð, tvo og tvo saman. En reyndar ætti betur við að nefna þá í sömu andránni, Bjarna og Hjálmar annars vegar og Sigurð og Jónas hins vegar, ef hugs- að er um skylt gáfnafar og hvetjir þess vegna hefðu átt að verða mestir vinir og fóstbræður, ef allt hefði far- ið að sköpum. Um þá Bjarna og Hjálmar mætti geta um margt, smátt og stórt, sem var líkt og ólíkt í senn, en hefði orðið til þess að gera þá samrýnda, hefðu þeir kynnzt með jöfnuði. Báðir þessir hagsmiðir skáld- legra líkinga voru t.d. þjóðhagar í höndum; Bjarni var gullsmiður og leturgrafari, Hjálmar skurðhagur með óvenjulegum hætti. Þó að Sig- urður stundaði beykisiðn, fara engar sögúr af hagleik hans, og teikningar Jónasar sýna, að honum var ekki nærri því eins sýnt um dráttlist og Bjarna. Þeir Bjarni og Hjálmar vom miklu meiri þrekmenn og skapmenn en Sigurður og Jónas. Þar sem Bjami lýsir mönnum, sem vom honum mest að skapi og hann vildi helzt líkjast, ódælum og ósveigjanlegum uppreisn- armönnum í kröppum kjörum, gæti hvert orð átt við Hjálmar. Sumir kveðlingar Bjarna um óvini sína em svo naprir, að þeir gætu alveg eins verið eftir Hjálmar, t.d. þessi sem Bjarni kvað, þegar þeir Magnús Step- hensen horfðust í augu í yfírréttinum: Þinna hvarmljósa týrur tvennar tindra af eldi guðdóms sízt, úr þeim helvítis hrælog brenna harðla ófríð, og það er víst, að djöfullinn fyrir innan er. Ekki eru fagrir gluggarner. En grimmar nornir vildu hafa þetta á annan veg. Bjarna kól á jökultindi hefðarinnar. Hjálmar var krepptur í forsæludal örbirgðarinnar, þótt sein- legt reyndist að buga hann. Bæði Jónas og Sigurður, hinir viðkvæmari stofnar, sem þurftu skjól og aðhlynn- ingu, dóu fyrir aldur fram af illum aðbúnaði og harðrétti. íslendingar áttuðu sig ekki á því fyrr en langt um seinan, hvað þeir höfðu átt, hvað þessir mcnn höfðu gefið þeim, hvað þeir hefðu getað afrekað niiklu meira, ef að þeim hefði verið hlúð ofurlítið betur. Annars er skemmtilegt að hugsa til þess, hvílíka rækt yngri skáld og hin bezt menntuðu hafa lagt við minningu þessara tveggja alþýðu- skálda. Hannes Hafstein gerði útgáfu af kvæðum Bólu-Hjálmars og ritaði um hann af miklum skilningi. Einar Kvaran orti um hann merkilegt minn- ingarkvæði. Hróður skáldsins í Bólu hefur farið sívaxandi, bæði á íslandi og hjá þeim erlendu mönnum, sem lesa íslenzkt mál. Eg skal segja ykk- ur dæmi þess, sem mér fannst mikið til um. Einu sinni vorið 1918 sat eg hjá prófessor W.P. Ker í London, og talið barst sem oftar að fornum og nýjum íslenzkum bókmenntum. Ker var á sinni tíð líklega mesti bók- menntafræðingur Breta, maður sem las margt, en skrifaði fátt, fræðimað- ur sem kunni að skilja fræði sín andlegum skilningi þrátt fyrir Iær- dóminn. Margir Islendingar héldu, að hann væri einkum norrænufræð- ingur, af því að hann skrifaði meira uin íslenzkar bókmenntir en aðrar. En í raun og veru var hann jafnvei heima í bókmenntum flestra annarra Norðurálfuþjóða, fornum og nýjum. Hann sdgði í þetta sinn m.a. við mig: „Haustið 1914, þegar lærisveinar mínir, vinir og frændur voru að fara yfir til Frakklands í stytjöldina, hefur mér verið daprast í huga á ævinni. Og þá var mér ekki eins mikil fró að neinu og hafa yfir þessa vísu Bólu-Hjálmars: Minir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Eg kem eftir, kannski í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld." Eg held, að þetta sé háfnark frægðar Bólu-Hjálmars, að einn fjöl- kunnasti ' og skilningsnæmasti bókmenntafraiðingur heimsins finnur á erfiðustu stundum ævinnar hvergi betra athvarf en í vísu eftir hann, manninum sem synjað var um „sveitastyrk þann, sem aumir l)ÍKgja“. Einar Benediktsson tók að sér að gera úrval rita Sigurðar Breiðfjörðs. Er það vel valið, en ritgerð Einars um Sigurð varla eins góð og Hannes- ar um Hjálmar. En ekki er vafi á því, að sýsl Einars við skáldskap Sig- urðar hefur orðið til þess, að hann orti sjálfur Ólafs rímu Grænlendings síðar. En sá maður, sem mest dálæti hefur haft á Sigurði og á honum mest að þakka, er Þorsteinn Erlings- son. Þorsteinn lyfti ferskeytlunni til nýs vegs og sóma, og hann fór aldr- ei dult með, að Sigurður væri meistari sinn og síðasta athvarf, þegar hann fyndi hvorki yl í Njálu eða Byron. í Eden hefur Þorsteinn með hóglæti sínu kveðið upp naprasta dóminn um S JÁ BLS. 12.C Ur einlyndi og marglyndi „Einlyndi og marglyndi“ eru fyr- irlestrar sem Sig- urður Nordal flutti i Bárubúð í Reykjavik veturinn 1918—19 fyrirall- an almenning. Þá var hann nýkominn heim eftir tólf ára d völ erlendis og voru þessir fyrir- lestrar afrakstur heimspekináms sem hann stundaði árin á undan í Berlín og Oxford, sem styrk- þegi úr sjóði Hann- esar Arnasonar. Þessi brot sem á eft- ir fara eru aðeins valin sem sýnishorn úr lestrunum, en þeir koma i fyrsta sinn út á vegum Hins íslenzka bók- menntafélags í þessum mánuði i til- efni aldarafmœlis Nordals. Morgun- blaðið þakkar aðstandendum út- gáfunnar góðfús- legt leyfi til birtingarinnar. Erfingi hallarinnar Vér elskum bömin af því að þau eiga ónotaða alla möguleika sína. Fullorðinn maður, þó hann sé ekki nema rúmlega tvítugur, er þegar eins og kvistað tré, sem ekki á eftir nema fáa af kostum lífsins. En ungur sveinn, sem liggur í vöggu og opnar stór og undrandi augu við heiminum, getur enn þá unnið alt, af því hann á ekkert. Manni finst hann koma til þess að erfa alla fjölbreytni heimsins og lífsins, allan auð mannssálarinnar. Hann er eins og erfmgi dýrðlegrar hallar, með útsýni úr háum turnum yfir skóga og garða, fjöll og haf, með málverkasöfn og bókasafn, féhirzlum og leynigöngum. Ekkert getur gert mann bölsýnan, ef það er ekki að sjá þennan erfingja 30 árum síðar. Hann hefur þá sezt að í eldhúsinu og situr þar hnipraður saman í einu hominu við hlýjuna og matarlyktina. En í lokuðum sölum hallarinnar spinna húskrabbar vefi sína. Og ef þú spyrð hann um þá, neitar hann, að þeir séu til, eða segir, að það sé hégómi að hugsa um slíkt og hlýjan sé fyrir öllu. Madur og amaba Hugsum oss kaffihús í stórum bæ. Við borð, sem hefur gott útsýni yfir báða arma salsins og til tveggja dyra, situr maður og virðist ekki vera að hugsa um neitt. Fyrir framan hann á borðinu er glas af öli og eitt af kvöldblöðunum, en hann horfir svo annars hugar á blaðið og dreypir svo kæruleysislega á ölinu, að það er auðsjáanlega ekki til þess að njóta þessara hluta, sem hann situr þama. Við og við rennir hann augunum yfir hina gestina, en lygnir þeim á milli. Situr hann þama að láta sér leiðast, til einskis? Þvert á móti. Undir þess- um kæmleysisham býr vakandi og sterk athygli. Ekkert af því, sem fram fer, og sízt þegar dymar em opnað- ar, sleppur hjá sjón hans eða heym. Hann er allur alsjáandi og alheyr- andi. Þessvegna getur athygli hans ekki beinst að blaðinu eða víninu. Hann hefur allar skotlappir sínar úti, en þær em fullkomnari en þreifí- færi amöbunnar, því hann skynjar hluti í fjarlægð, án þess að koma við þá. Sjón, heym og hreifing er fram- lenging þenslunnar. Alt í einu verður breyting á honum. Inn um aðrar dyrnar hefur komið miðaldra maður í loðfrakka, auðsjáanlega kaupsýslu- maður, og sezt við borð alllangt burtu. Maðurinn með ölglasið virðist nú miklu órórri en fyr, en í raun og vem hefur hann hætt að athuga eins í kringum sig. Svo stendur hann upp, gengur að borði nýkomna mannsins og tekur hann tali. Hann er að reyna að slá hann um 500 krónur. Lestir og afbrot Siðferðið er í eðli sínu neikvætt. Engum manni getur dottið í hug að gefa siðareglur um það, sem öllum er ljúft og eðlilegt, jafnvel þó það sé rétt. Siðferðið er eins og garðyrkju- maður, sem klippir tré og gefur því með því móti þá lögun, sem honum þóknast. Hann getur með því látið vissa hluta trésins vaxa meira en þeir mundu hafa gert án hans til- komu, en það er alltaf á kostnað annara parta. Garðyrkjuskærin gefa trénu ekki neinn nýjan lífsþrótt eða vaxtarefni. Á sama hátt getur sið- ferðið lagað manninn til og veitt orku hans í nýja farvegi, en það skapar ekki orkuna. Þvert á móti. Með því að halda manninum of vant getur það þurkað upp jarðveg eðlis hans, þar sem orkan á upptök sín. Auðvitað SJÁBLS. 12.C Sigurður Nordal í spegil- mynda- töku sem var vin- sæltá námsár- umhansi Höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.