Alþýðublaðið - 05.03.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.03.1932, Blaðsíða 3
AfcR$ÐUB&iAÐTÐ 3 Mate slasast. Síðast liðinn miðvikudag um 4 leytið vildi pað slys til að maður ,sem var að vinna í at- vinnubótavinnu i Eiríksgötu, skamt frá Landsspítalanum, slas- s.Iasaðist mjög. Vildi það til með þeim hætti, að bifreið var að fara af vinnustaðnum með fullfermi á. en komst ekk iaf stað, gengu þá 12 verkamenn að og ýttu henni. Loksins fór hún af stað, en þá fór hún ofan á annan fót verka- mannsins og mölbraut hann svo «m öklann, að skera varð fótinn upp til að hægt væri að gera við brotið. Var það gert í Landsspít- alanum og liggur maðurinn þar. Verkamaður þessi er Grímur Ás- grímsson og á heima að Berg- þórugötu 17. Hann er 51 árs að aldri. Svo einkennilega vildi tiil, að 2. marz í fyrra var hann skorinn upp í Landsspítalanum, en það var og 2. marz, er hann slasaðist nú. Sailfflskveiðar. Á togarann Hannes ráðherra var lögskráð í gær til saltfisk- veiða og er hann farinn út Lög- skráð var upp á sömu kjör og í fyrra. Span&kur togari hefir tekið hér íslenzkan fiskiskipstjóra og nokk- um hluta af áhöfn, alls 15 ís- lendinga. Iðnaðarinál. (Nl.) Til þess að vekja enn betur en hér verður gert athygli á þessum staðreyndum og fleiri atriðum, er iðnaðarmál vor snerta, er til sýn- ingarinnar stofnað á komanda sumri Auk þess að þar verður sýnis- horn af allri framleiðslu vorri og iðnaði, sem er fjölþættari en margan grunar, verður þar dreg- ið fram á einfaldan en skýran hátt, hver aðstaða iðnaði vorurn er veitt af þjóð og þingi. Verður með línuritum sýnt, að svo miklu leyti sem unt er, hve mikið vér flytjum inn af vörum, sem vinna mætti hér á landi, hverjar er- lendar vörur þjóðin notar fremur en sambærilegar innlendar, hvern- ig ýmsum iðnaði vorum er íþyngt með tollum umfram erlenda framleiðslu o. s. frv. Takmark sýningarinnar verður (því í höfuÖdráttum þetta: 1. Ad vekja athygli á öllum innlendum iðnaði og framleiðslu, í stórum og smáum stíl, með því að safna öllum sýnishornum sam- an á einn stað og komá þeim svo fyrir, að eftir þeim sé tekið. 2. Ad sýna, að svo miklu leyti sem unt er, hve mikið þjóðin greiðir árlega að þarflausu er- lendum þjóðum í vinnulaun, með- an hún sjálf stynur undir oki at- vinnuleysisins. 3. Að opna augu almennings til sýnis og sölu ýmis konar fyrir því menningarlega og fjárr hagslega gildi, sem það hefir, að nota framar öðru framleiðslu sinnar eigin þjóðar, og 4. Ao brjóta skörð í þær stíflur, sem hefta eðlilega þróun iðnaðar- ins, og veita fram þeim lífs- straumi þjóðarinnar, sem fólginn er í ljósri meðvitund um að „sjálfs er höndin hollust“ og „holt er heima hvat“. En til þess að þessu takmárki verði náð, er það mikilsvert at- riði, aö allir íslenzkir framleid- endur, stórir og smúiir, taki pátt í sýningunni! 1 ráði er, að í sambandi við sýninguna verði sérstök söludeild, og verða þá jafnframt teknir þar heimilisiðnaðarmunir, er nefnd- inni kunna að berast Þá er og þess að geta, að í sambandi við sýninguna verða væntanlega flutt útvarpserindi um iðnað þann og iðngreinar, sem á sýningunni verða, og ým- is konar auglýsingastarfsemi not- uð, auk alls annars, sem gert verður í sambandi við hana. Auk þess mun nefndin af fremsta megni leitast við að gera alt, sem má verða iðnaðarmálum vorum til fremdar. íslenzkir iðnaðarmenn! Það er víst, að enginn yðar hefir efni á því að taka ekki þátt í sýning- unni. Minnisí þess, að framtíð yðar er ef til vill aö miklu leyti komin undir árangri þeim, sem af sýn- ingunni næst, en árangurinn af henni er aö öllu leyti kominn undir þátttöku yðar. F. h. sýningarnefndarinnar. Gudbj. Gudmundsson. Jafnaðarmannafélagið á Norðfirði Nesi, Norðfirði, 9/2. í gær héldum við aðalfund í Jafnaðarmannafélaginu, og þar var kosin stjórn. Jónas Guð- mundsson skoraðist undan því að vera formaður vegna þess, að það er hiaðið svo miklum störfum á hann annars staðar, að hann ekki geti beitt sér eins og hann hefði viljað sem for- maður þessa félags. Ég segi þér þetta af því það kæmi mér ekld á óvart þó við fengjum að sjá það í kommúnista-blöðunum, að Jónas hafi fallið við stjórnarkosn- irigu í þessu félagi og hafi ekki fengið neitt atkvæði, því á þann veg eru allar fréttir kommúnista, sem við fáum úr þeim. Fyrirlestur heldur Þorsteinn frá Hrafnatóftum næstkom. sunnudag í Nýja Bíó kl. 3 e. m. Þorsteinn hefir áður haldið hér nokkra fyrirlestra, og er hann góður fyr- irlesari. E. Íþrófttamál. Sundráö Reykjavíkur (S. R. R.) var stofnað 1. marz af í. S. í. og þessir menn skipaðir í það: Erlingur Pálsson formaður, Ei- ríkur Magnússon, Jón Jóhanns- son, Torfi Þórðarson og Þórar- inn Magnússon. — Sundráðið er skipað til 1. jan. 1933. (I. S. I. FB.) Ipróttavöllurinn. í stjórn í- þróttavallarins hafa verið endur- kosnir: Erlendur Pétursson og Jens Guðbjörnsson. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir kjörið Guð- mund Ásbjörnsson bæjarfulltrúa í stjórn vallarins af sinni hálfu. (í. S. í. — FB.) Ipróttarád Reykjavíkur (1. R. R. ) var stofnað 1. marz af í. S. í., og hafa þessir menn verið skipaðir í það: Jón J. Kaldal formaður, Garðar S. Gíslason, Reidar Söretisen, Stefán Bjama- son og Þorsteinn Einarsson. — iþróttaráðið er skipað til 1. jan. 1935. (í. S. í. FB.) ípróttarád Ausfurlands (1. R. A.). Það var stofnað í gær af í. S. i. í það voru skipaðir til 1. jan. 1935: Séra Jakob Kristinsson formaöur, Arnfinnur Jónsson skólastjóri, Eskifirði, Ingólfur Kristjánsson, fimleikakennari við Eiðaskóla, Theódór Blöndal bankaritari, Seyðisfirðái, og Þór- arinn Sveinsson, Norðfirði. Að- seturstaður ráðsins er á Eiðum. — Það hefir verið áhugamál stjórnar f. S. f. að skipuleggja íþróttamál vor á sem heppilegast- an og beztan hátt, og með stofn- un íþróttaráða, bæði hér í Reykja- vik og eins úti um land, þykir vera fundin bezta leiðin . til út- breiðslu líkamsíþrótta i okkar stóra og strjálbygða landi. — Með stofnun f. R. A. hefir í. S. í. tekist að koma á fót íþrótta- ráðum í öllum landsfjórðungum, landsmönnum til gagns og gleði. (I. S. f. — FB.) EfafmarfJðrðBBBPa Félag ungra jafnaÖarmanna í Hafnarfirði. heldur fund á morgun (sunnudaginn) kl. '3V2 í Bæjarþingssalnum. Fundarefni: FLOKKSMÁL: a. kjördæmaskip- unin, b. fátækralöggjöfin, c. at- vinnumálin, BÆJARMÁL: a. hafnarmábð, b. fjármál bæjarins, c. verzlunarmál verkamanna, d. verkamannabústaðirnir. Á fund- inn hefir verið boðið Jafnaðar- mannafélagi Hafnarfjarðar, Full- trúaráði verklýðsfélaganna og bæjargjaldkera. Félagar í jafn- aðarmannafélögunum eru ámint- ir um að mæta vel og stundvis- lega, þvi búast má við miklu fjölmenni. Höfum ávalt fyrirliggjandi beztu tegund steamnkola. „Gnllfo8si( fer á mánudegskvöld kl. 8 beint til Kaupmannahafnar. „®piíarf©ss“ fer á þriðjudagskvöld kl. 8 austur og norður um land, til Reykja- víkur, Fer svo héðan til London og Kaupmannahafnar. „ro©í«t©ss“ fer á þriðjudagskvöld kl. 11 í hraðferð vestur og norður. (ísa- fjörð, Siglufjörð, Akureyri). Fer héðan 16. marz til Hull og Hamborgar. Ðm daginn og veginn ’/.-'k { A SVAVA nr. 23. Enginn fundur á morgun. Sunnud. 13. marz myndasýning, söngur o. fl. Bandalagi íslenzkra skáfa hefir borist boðsbréf um þátt- töku í skátamóti, sem haldið verður í Genf dagana 27. júlí til 5. ágúst. Þeir íslenzkir skátar, sem hefði í hyggju að taka þátt í rnóti þessu, skulu tilkynna það ritara B. I. S. fyrir 1. apríl næst-i komandi. (FB.) Fregn í gær, sem reyndist ósönn, um að Shiosawa hefði verið drepinn í Liuho, vakti mikinn fögnuð Kín- (verja í Shanghai. Létu þeir fögn- uð sinn í ljós með því að skjóta flugeldum. Mikil ólæti voru á götunum fram undir miðnætti, m. a á forréttindasvæði Frakka. En eftir miðnætti komst kyrð á aít- ur. K. R. R. Starfstími fyrverandi stjórnar var út runninn um síðustu ára- mót, en vegna endurskoðunár á ýmsum reglugerðum og lögum var starfstíminn framíengdtír til 1. marz. Þann dag var ný stjóm skipuð í K. R. R. af stjórn 1. S. 1. Þessir menn eiga nú sæti í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.