Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 B 3 ráölegt að hafa of marga síma á einni línu og ef þeir eru orðnir fleiri en fimm til sex þá getur orð- ið erfitt að fá hringingu í þeim. Það gefur líka augaleið að því flóknari sem lagnirnar eru því algengara er að bilanir geri vart við sig.“ Þráðlausir símar Og talið berst að þráðlausum símum. „Þeir þráðlausu símar sem hafa verið á markaðnum hingað til hafa ekki uppfyllt þau skilyrði sem við höfum fylgt og við ekki fengið tæki í prófun frá innflytjendum, sem þykja nógu góð. Það gildir jafnt með þráðlausa síma og annan notendabúnað að innflutningur er frjáls ef sett skilyrði eru uppfyllt. Þráðlausu símarnir frá Banda- ríkjunum eru með aðra tíðnina um eitt.sjö megarið og hina tíðnina fjörtíu og níu megarið. Báðar þess- ar radíótíðnir virka truflandi við aðra umferð . Önnur er á tíðni fyr- ir bátaradíó og hin áttin er i sjónvarpstíðni. Þessir símar virka truflandi á umhverfið. Símtöl frá þeim eru auðhleruð með venjuleg- um heimilistækjum og kerfið býður upp á misnotkun þannig að menn geti talað á kostnað annarra. Því miður hefur verið nokkuð um það að fólk hafi tekið slíka síma með sér utanlands frá. Við erum hins- vegar að fá þráðlausa síma til landsins og þeir reyndar þegar komnir á lager hjá okkur.“ Farsímar — Hvað með farsímana? „Notkun þeirra hefur vaxið miklu örar en við gerðum ráð fyrir. Þegar við opnuðum þetta símakerfi í byrj- un júlí reiknuðum við með að notendur færu í fimm hundruð á þessu ári, en daginn sem við opn- uðum var sú tala strax sprungin. Þetta hefur svo vaxið jafnt og þétt og síðast þegar ég vissi voru þeir um 1750 notendurnir og þar af yfir tvö hundruö bátasímar." Þegar Þorvarður er spurður hvernig þeir hjá Pósti og síma hyggist bregðast við þessari öru þróun segir hann að það sem gert hafi verið á þessu ári sé aðeins byrjunaráfanginn. „Við munum halda áfram uppbyggingu farsíma- kerfisins á næsta ári og í árslok 1987 er stefnt að því að fullklára kerfið." — Hvað felst í því? „Eins og mál standa í dag eru 30 radíóstöðvar í notkun en við hyggjumst tvöfalda þá tölu og fjölga línum á þeim stöðvum sem eru i gangi. Þá munum við stækka sjrfvirku símstöðina sem annast þessa umferðarnotkun." Sveitasíminn úr sögunni — Nú hefur þróun í símamálum tekið gífurlegan kipp undanfarin ár og sveitasíminn tilheyrir til dæmis fortíðinni til. „Já. Alþingi setti lög 1981 um að breyta öllum handvirkum símum í sjálfvirka á fimm árum og það var framkvæmt á árunum 1982 til 86. Þessu verkefni lukum símar verði í boði fyrir almenning í bráð. Hinsvegar opnast mögu- leikar með Ijósleiðurunum og ekki ósennilegt að þeir verði notaðir við sjónvarpsráðstefnur og ef til vill er ekki langt í sjónvarpsfjar- kennslu." Grænir símar eru alveg vonlausir Komið var við í verslun Pósts og síma að forvitnast hvað fólk athugaði helst þegar það væri að leita símtækis. „Það er nokkuð spurt um skífusíma en þeir eru semsagt ekki fáanlegir lengur og munu ekki verða á boðsfolum í framtíðinni, þó að þeir muni nýtast áfram nú- verandi eigendum," sagði Þorgeir Jónsson sölustjóri. „Tónvalssímar eru þeir einu sem við höfum. Þetta virðist þó ekki íþyngja fólki að ráði og það er kannski helst að það geti ekki sætt sig við elektróníska hringingu í stað bjölluhljómsins." — Eru einhverjir litir vinsælli en aðrir? „Það er mjög sveiflukennt, hvítt stendur ailtaf fyrir sínu og sá grái virðist einnig gilda. Svart er frekar tekið á skrifstofur, fólki þykir eitt- hvað virðulegt við svörtu tækin. Nokkra skæra liti höfum við reynt að vera með en þeir hafa ekki gefið góða reynslu. Grænir símar eru alveg vonlausir og seljast yfir höfuð ekki.“ — Hvernig síma vill fólk kaupa varðandi tæknilegan búnað? „Það má eiginlega skipta fólki í tvo hópa. Notendur sem eru að fá sér númer og línu í fyrsta skipti og þeir sem eru að huga að við- bótarsímum eða skila inn þeim gömlu og endurnýja. Fyrri hópur- inn velur í flestum tilfellum ódýrari gerðir af símum sem við bjóðum en hinn hópurinn hefur víðara áhugasvið Það er mikið spurt um síma með valminni og endurvali en slíkir símar eru í flestum tilfell- um helmingi dýrari. Það er hægt að fá síma til dæmis með fjörutíu númera valminni, Ijósaborði þar sem hægt er að sjá númerið sem valið er og svo framvegis. Það eru fyrir því dæmi að einstaklingar kaupi slíka síma, en afar sjald- gæft. Það eru helst þeir sem hafa not af símtækinu við vinnu, sem hagnýta sér þá valmöguleika." Texti/Guðbjörg R. Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Júlíus Matthías G. Pétursson „Mikið öryggisatriði" Matthías G. Pétursson var með þeim fyrstu sem fékk sér bílasíma eftir að farsímakerfið komst í gang. „Ég tel þetta mikið öryggisatriði en því miður er ókosturinn, að kerfið er ekki orðið nógu gott. Ég hef farið hringveginn með símann og lent í því að ná ekki sambandi þegar ég þurfti á því að halda. Þetta kom til dæmis fyrir þegar ég var á ferðalagi við rætur Vatnajökuls og villtist. Þegar á reyndi stóð ég uppi sam- bandslaus. Ég er jákvæður gagnvart bílasímum og vildi gjarnan fá mér þann búnað sem þarf til að hægt sé að taka símann með í sumarbú- staðinn eða tjaldvagninn. Töluvert hef ég notað talstöðvar en far- símarnir eiga að draga lengri vega- lengdir. — Finnst þér það ekkert óþægi- legt að vera aldrei í friði fyrir símanum? „Ef ég vil fá ró þá er ósköp einf- alt að slökkva bara á símanum." — Nú er að koma nýtt tæki á markaðinn innan skamms, svokallað boðtæki sem hægt er að bera á sér og pípir ef einhver vill koma upplýs- ingum áleiðis til viðkomandi. Held- urðu að þú myndir fá þér slíkt tæki? „Ég veit það ekki. Ég er kannski ekki það mikill dellumaður að ég geti ekki sleppt því að vera „í sam- bandi" úti á víðavangi." við fyrir fyrsta september síðastlið- inn. Þetta tel ég stórmerkan áfanga. Það er ýmislegt annað sem vert er að minnast á í þessu sambandi. Það er búið að leggja Ijósleiðara milli allra helstu símstöðva á höfuðborgarsvæðinu og einnig frá Reykjavík til Selfoss og áfram á Hvolsvöll. Á áætlun er að leggja Ijósleiðara frá Reykjavík og til Akureyrar fljótlega. Um Ijós- leiðara er hægt að senda bæði mikinn fjölda talrása og einnig sjónvarpssendingar. Opnun far- símakerfisins var áfangi, opnun almenna gagnanetsins í ársbyrjun og tengingin við útlönd á miðju ári. Þar höfum við þegar um sextíu fasttengda notendur og um 200 hringinnötendur þ.e. notendur tengda sjálfvirkum síma sem geta valið sig í þjónustu við gagna- netið." Þorvarður Jónsson Þorgeir Jónsson Friðþjófur Og sem áfram er rætt um síma- mál er ekki úr vegi að heyra hvað er á döfinni. „Næsta stórverkefnið eru Ijósleiðararnir sem ég minntist á hér áðan. Þeir opna ótal mögu- leika fyrir stafræn sambönd. Þá er á fjárhagsáætlun að koma upp boðkerfum. Þau tæki sem hér um ræðir eru mjög fyrirferðarlítil, kom- ast í vasa einstaklinga og pípa þegar koma á skilaboðum til við- komandi. Þessu tæki hefur nú þegar verið fundið nafn og gengur það undir heitinu Friðþjófur! Sumir vilja halda því fram að þetta geti að einhverju leyti komið í stað far- símans. Með því að líta á tækið þegar pípir í því er hægt að sjá í hvaða númer á að hringja og önn- ur skilaboð. Það er ekki hægt að segja til um að svo stöddu hvenær þetta tæki kemur til landsins. Ver- ið er að ákveöa nánar frá hverjum þau verða keypt og svo framvegis. Um tvó grundvallarmöguleika er einnig að ræða , þ.e. að hafa sér- stakar radíóstöðvar fyrir boðtækið eða senda skilaboðin með FM radíó útsendingum. Ómögulegt er að segja fyrir um verð, en tækin fara óðum lækkandi," Myndsímar — Hvað með myndsíma? „Það er ekki iíklegt að mynd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.