Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 7 & að hætta að taka tillit til annarra og hugsa bara um sjálfan sig. Það felur það einfaldlega í sér að skilja að þarfir manns, réttur og hagsmunir eru hvorki létt- vægari né mikilvægari en þarfir, réttur og hagsmunir náungans, heldur er nákvæmlega jafnt á komið. Þetta er afstaða Anne Mc- Quade og fjölda annarra, bæði karla og kvenna, en Anne hefur þá sérstöðu að hún hefur skilið þetta frá blautu barnsbeini og hefur þess vegna ekki þurft að tileinka sér það sérstaklega. En hún hefur líka skilning á vanda- málum annarra í þessu efni og heldur því fram að í flestum til- vikum verði óheppileg áhrif úr uppeldi fjötur um fót. Þetta á ekki síður við um karla en kon- ur. Þeir lenda bara oftast „hinum megin við borðið" enn sem komið er, og það er mann- legt að reyna að nota aðstöðu sína til að treysta sig í sessi þótt ekki sé það affarasælt þeg- ar til lengri tíma er litiö í víðtæku samhengi. Anne McQuade aflaði sér framhaldsmenntunar og þjálfun- ar að mestu leyti vestan hafs og nú vinnur hún hjá ráðgjafar- fyrirtæki í Lundúnum. Einn liður í starfseminni er þjálfunarnám- skeið eins og það sem Stjórnun- arfélagið efndi til á dögunum en slík námskeið hefur Anne séð um í mörgum löndum. „Ég veitti því sérstaka athygli hér í Reykjavík að langflestar þessara kvenna greiddu sjálfar fyrir þátttökuna. Þær komu úr öllum áttum en venjulega eru það fyrirtæki sem efna til þess- ara námskeiða fyrir konur sem eru starfandi hjá þeim. Þegar svo stendur á skiptist sú þjálfun sem ég annast í tvennt. Fyrst er þetta tveggja daga námskeið sem hér var haldið. Þegar því er lokið fá konurnar verkefni til að vinna úr áður en komið er að síðari lotunni. Hún fer venju- lega fram eftir nokkrar vikur eða fáeina mánuði. Enn liggur ekki fyrir hvort af því verður hér en svo sannarlega væri þörf á því. Persónulega er ég líka á þeirri skoðun að það sé hagur fyrir- tækja, ekki síður en kvennanna, að standa straum af þátttöku starfsmanna sinna í svona nám- skeiðum, að minnsta kosti að verulegu leyti," segir Anne McQuade. Qrain: Áslaug Ragnars 0PlB laogM®*3 TtL KL. 16. Meiriháttar úrval af sófasettum, sófaborðum, glerhillum, gler og marmaravögnum o.fl. Metsölublad á hvetjum degi! Morgunblaðið/Bjami WiMiOk Brynja Gunnarsdóttir Eimskip „Fljótari að velja númerið med takkasíma44 „Það eru bara þrjár vikur síöan ég fékk takkasíma hérna", sagði Brynja þegar blaðamann bar að garði hjá Eimskip.„ Heima er ég með takkasíma og mér finnst ég vera fljótari að velja númerið í þannig síma". Þegar hún er spurð hvort endurvalstakki komi henni að notum segir hún að sinn sími hafi ekki upp á slíkt að bjóða. „Ég er samt viss um að það væri gott að hafa endurval á símanum". Þegar hún var að lokum innt eftir því hvort litur símans skipti hana einhverju máli kvað hun nei viö. Morgunblaöiö/Bjarni Ólafur Auðunsson versluninniTýli „Skífusímar leiðinlegir og óhentugir „Við erum með skífusima hérna í búð- inni, en mér finnst þeir annars leiðinleg- ir og mjög óhentugir. Það tekur óratíma að slá inn númerið og með takkasíma er maður mun fljótari". Spurður hvort hann myndi velja sér sérstakan lit ef hann væri að íhuga símakaup svarar hann á þessa leið:„ Ég myndi kaupa hvítan lit og auðvitað takkasíma."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.