Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 B 5 þetta svona eins árs vinna með nokkuð eðlilegri vinnu. Ég var bók- staflega á kafi í tuskum og naut mín vel. Það vill til að ég á góða að heima og þarf ekki að hafa áhyggjur þó ég ílendist á vinnu- stofunni minni fram á kvöld eða jafnvel fram á nótt." Hún segir að sniðin í bókinni séu mörg hver frá því hún átti sitt fyrsta barn fyrir sextán árum. „Þetta eru snið sem ég er búin að nota síðan þá, mörg- um hef ég breytt fram og til baka í gegnum tíðina. Þetta eru snið sem ég gjörþekki og veit hvernig eru best." „Ég legg mikla áherslu á að hafa fötin ekki tískubundin. Þetta eru venjuleg föt sem hægt er að breyta til og frá eins og hverjum passar. Það er líka mikið atriði í barnafatnaði að nota efni sem eru praktísk. Sjálf reyni ég að nota mikið afganga og efni sem ég hef fengið héðan og þaðan. Ég er mik- ill efnasafnari og hef verið það lengi," segir Sigrún og kveðst hafa mjög gaman af því að nota mjög stórmynstruð efni og eins að setja saman efni. „Það eru allir litir fal- legir ef þeir eru á réttum stöðum; eftir að hafa unnið svona mikið með liti í gegnum árin verð ég að segja að sá litur er ekki til sem mér þykir ekki fallegur. Það er bara mikið atriði að raða litum rétt saman. Það er leiðinlegt að fylgj- ast með því hvað fólk er hrætt við að nota liti, það lætur stjórna sér alltof mikið í þessum efnum. Hér eru ekki í gangi nema þrír til fimm litir í einu og svo er alveg skipt yfir í eitthvað annað þegar tískan krefst þess,“ segir Sigrún að end- ingu. EJ Bílalakk á bílinn þinn! Rispur og skemmdir á lakki er auðvelt að lagfæra með úðabrúsa, ef liturinn er réttur. Við höfum tekið upp nýja þjónustu og getum nú blandað 9000 liti á alla evrópska og japanska bíla. Síðan er rétta lakk- inu dælt á úða- brúsa. Gott að eiga í bílskúrnum og þægilegt í notkun. Brúsarnir geta sparað þér tals- verða fjármuni. Við höfum sömuleiðis á lager allar vörur til bíla- og vinnuvéla- málningar frá heimsþekktum fyr- irtækjum. Bílalakk hf., Stórhöfða 26, simi 685029. Allar helstu teg- undir af lakki. Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta ■Q LÆKKAÐ VERÐ Afsl. Málning .. 15% Penslar, bakkar, rúllusett .. 20% Veggfóður og veggdúkur.... .. 40% Veggkorkur .. 40% Veggdúkur somvyl .. 50% LÆKKAÐVERÐ til hagræðis fyrir þá sem eru að BYGGJA - BREYTA EÐA BÆTA Líttu við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig. Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta Halldór Laxdal Radíóbúðin „Fólk gengurút frá því að það fái takkasíma" „Við erum með takkasíma með tón- vali enda orðið bannað að flytja inn skífusíma. Fólk virðist ganga út frá því að það fái takkasíma. Hjá okkur er hægt að velja um marga liti en hvítt er alltaf sígilt þó fleiri litir gangi einnig vel. Þá vill fólk að símarnir séu með vali á síðasta númeri sem hringt var þ.e. ef það er á tali, þá er nóg að ýta á takka og hann hringir í númerið aft- ur. Borðliggjandi símar með lausu tóli njóta vinsælda en einnig höfum við síma sem við köllum „allt í tólinu". Salan hefur verið töluverð í farsímum að und- anförnu og eykst frá degi til dags. Þá erum við með símstöðvar fyrir fyrirtæki og í því hefur einnig verið töluvert að gera." Morgunblaðið/Bjarni Lárus Jóhannsson Heimilistæki „ Mjög mikið að gera í farsímasölu“ „Það hefur verið mjög mikið að gera í farsímasölu hjá okkur að undanförnu. Farsímana höfum við veriö að selja allt frá árinu 1983 þegar handvirk afgreiðsla fyrir farsíma hófst og sjálfvirku farsímana frá því sú þjónusta opnaði fyrr á þessu ári. Sjálfvirki farsíminn sem við bjóðum upp á er búinn ýmsum tæknieiginleik- um eins og hundrað númera minni, endurvali, gjaldmæli og fleiru. Með tilkomu farsímans varð bylting í síma og fjarskiptamálum. Áður var siminn eingöngu stað- bundið tæki en þróaðist í að verða færanlegur og gefa aukna möguleika hvað varðar öryggi og hagkvæmni í rekstri og þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Við erum með á boðstólum eina tegund af almennum heimilissimum. Þetta eru takkasímar og salan hefur gengið vel. Þá höfum við verið að selja símstöðvar til fyrirtækja." — Veltir fólk fyrir sér hvaða tæknieiginleikum sími er búinn? „Já tvimælalaust. Það veltir fyrir sér hvaða eiginleika tækin hafa upp á að bjóða og ég held að það notfæri sér þessa möguleika í reynd enda mikill tímasparnaöur fólginn í því."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.