Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986
BOKUNAR
VORUR
Ljóma smjörlíki 38,90
Strásykur, 1 kg 16,30
Qolden síróp, 500 g ... 55,90
Finax hveiti, 2 kg 37,50
Hagvers kókosmjöl, 250 g . .áli 1
Jarðarberjasulta, 454 g 38,90
15 90 Dansukker flórsykur, 500 g .. Jk j M 19 90 Dansukker púðursykur, 500 g* / j /
Odense hrámarsipan, 200 g .... 114,00
Odense konfektmarsipan, 200 g 99,90
Konsum suðusúkkulaði, 200 g .. 97,90
Mónu súkkulaðispænir . 41,60
Klijnoot döðlur án steina, 250 g 57,30 * £
Dökkar rúsínur, 400 g . 52,80
HAGKAUP REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK
Hugleiðingar um athugun
á rekstri Borgarspítalans
eftirSigrúnu
Knútsdóttur
Töluvert hefur verið rætt um
rekstur Borgarspítalans að undan-
fomu og skýrslu Bjöms Friðfinns-
sonar og Eggerts Jónssonar um
athugun á rekstri spítalans. Niður-
stöður skýrslunnar birtust í
Morgunblaðinu 6. nóvember sl.
Slík athugun er þarft verk, ekki
síst nú, þegar við blasir mikill
rekstrarhalli á Borgarspítalanum.
Það urðu því mikil vonbrigði að lesa
skýrslu þeirra félaga. Hvergi var
þar að finna skýringar á rekstrar-
halla spítalans, en það verk var
þeim faiið. Ég velti fyrir mér hvem-
ig skýrslan var unnin og út frá
hvaða forsendum var gengið, til að
fá fram niðurstöður og tillögur til
úrbóta.
í inngangi skýrslunnar er m.a.
rætt um, að starfsemin sé að mestu
fullmótuð, en að þreytumerkja verði
vart. Ef hér er átt við starfsmenn,
er það þá nokkur furða, þótt þreytu-
merkja verði vart? Undanfarin ár
hafa starfsmenn spítalans varla
heyrt um annað talað en að nú
þurfi að spara — og spara meira.
Við starfsmenn höfúm reynt að
koma til móts við þessi sparnaðar-
sjónarmið eftir föngum, en það
breytir greinilega engu. Það fæst
engin umbun fýrir spamað. Það em
takmörk fyrir því, hve langt við
komumst á spamaðarbrautinni án
þess að draga úr þjónustu við sjúkl-
ingana og það viljum við reyna að
forðast í lengstu lög. I skýrslunni
er vitnað í greinargerð fram-
kvæmdastjóra Borgarspítalans frá
10. janúar sl., þar sem segir m.a.:
„Meginskýringin á mun verri
rekstrarafkomu Borgarspítalans
árið 1985 en áður er sú, að vísitala
sjúkrahússkostnaðar og þar með
daggjöid hefur ekki hækkað í neinu
samræmi við almennar verðlags-
hækkanir í landinu." í þeirri grein-
argerð kemur einnig fram, að þrátt
fyrir færri notuð rúm hafi umsvifin
á spítalanum ekki minnkað heldur
jafnvel aukist. Þar segir: „Slíkt
ástand veldur hinsvegar því, að
sjúklingar em útskrifaðir fyrr en
ella, sem aftur þýðir, að á spítalan-
um liggja veikari sjúklingar en
áður. Veikari sjúklingum fylgir
meiri kostnaður vegna m.a. meiri
hjúkmnar- og lyfjanotkunar, dýrari
hjúkmnargagna, meiri þvotta á líni
og fleiri rannsókna."
Skýring framkvæmdastjóra á
rekstrarhallanum virðist svo augljós
og skýrist enn betur á línuriti, sem
Smári Kristjánsson, tæknifræðing-
ur, hefur gert um samanburð á
rekstrarkostnaði, launum og dag-
gjöldum á spítalanum undanfarin
ár.
í erindi, sem Amgrímur Her-
mannsson, röntgentæknir, flutti á
almennum fundi starfsmanna
spítalans 14. nóvember sl., kom
fram
Sigrún Knútsdóttir
að vald stjórnar spítalans væri
lítið
að utanaðkomandi áhrif ráða
mestu um rekstrargjöld og
að utanaðkomandi aðilar ráða
öllu um tekjur sjúkrahúsa.
Hann benti á, að laun em um
60% af rekstrargjöldum spítalans
og em ákveðin í kjarasamningum.
Stjóm spítalans hefur þar engin
áhrif. Hann benti einnig á, að önn-
ur rekstrargjöld fylgja öðm verðlagi
í landinu. Stjóm spítalans hefúr þar
engin áhrif.
Tekjur spítalans em ákveðnar
af daggjaldanefnd og stjóm spítal-
ans_ hefur þar engin áhrif.
Ég tek heils hugar undir þessi
atriði.
Hins vegar skil ég ekki, hvemig
niðurstöður skýrsluhöfunda geta
skýrt rekstrarhalla spítalans árið
1985.
Eða skýrir seta starfsmannaráðs-
fulltrúa í stjóm spítalans rekstrar-
halla upp á 170 milljónir?
Eiða er það sú ásökun, að mann-
eklan sé að einhverju leyti tilbún-
ingur? Eða er það tilgáta um, að
ekki rétt að innlögnum?
Svarið við þessum spumingum
hlýtur að vera neitandi og vísa ég
þessum niðurstöðum á bug.
í skýrslunni er einnig íjallað um
stjómsýslu spítalans. í lögum um
heilbrigðisþjónustu er kveðið á um
samsetningu stjómar sjúkrahúsa.
Fundið er að þessari samsetningu
stjómar á þeim forsendum, að hinir
pólitískt kjömu fulltrúar séu ekki
alltaf sammála vegna mismunandi
viðhorfa og stefnu í málum borgar-
innar. Þetta þýði, að meirihluti í
stjóm borgarinnar hverju sinni nái
ekki vilja sínum fram í stjóminni
og að þetta geti valdið stjómleysi.
Þessi samsetning stjómar er ein-
mitt mjög mikilvæg að mínu mati.
Þar er mikilvægt, að starfsmenn
geti haft áhrif é. ákvarðanir, sem
varða spítalann. Ég tel sety þeirra
í stjóm vera til að gæta hagsmuna
spítalans og starfsmanna hans og
síðast en ekki síst hagsmuna sjúkl-
inganna. Ég teldi það stórt skref
afturábak, ef pólitískar ákvarðanir
frá borgarstjómarmeirihluta réðu
ferðinni alfarið. Ég held, að með
því gætu fagleg sjónarmið um mál-
efni spítalans auðveldlega orðið
undir.
Stjómin er talin lítt virk og kom-
ist sjaldnast yfir að ræða aðkallandi
mál til hlítar og stefnumörkun
hennar sé af skomum skammti, auk
þess sem hana skorti frumkvæði
að ákvörðunum.
Hluta af ásökunum á stjóm get
ég vel tekið á mig sem starfsmanna-
ráðsfulltrúi.
Ráðandi fulltrúar borgarstjómar-
meirihluta í stjóm hafa nefnilega
fengið að ráða ferðinni um of. Mál
eru ekki rædd til hlítar og oft eru
það mörg mál á dagskrá og póli-
tísku fulltrúamir það tímabundnir,
að ekki er hægt að ræða nema hluta
þeirra. Tíma stjómar er stundum
varið í að ræða smámál, sem ætti
að leysa á öðrum vettvangi að mínu
mati, meðan stórmálin sitja á hak-
anum.
Ég vil því enn frekar leggja
áherslu á mikilvægi þess, að fulltrú-
ar starfs'manna sitji áfram í stjórh
eins og lög gera ráð fyrir.
Við verðum að halda vörð um
það atvinnulýðræði, sem við höfum
og sem við gætum nýtt enn betur.
Nokkuð er rætt í skýrslunni um
húsnæðismál Borgarspítalans.
Skipulags- og þróunamefnd spítal-
ans hefur lokið við uppkast að
skýrslu, sem hún hefur unnið að
síðustu ár og hefur nefndin unnið
mjög gott starf. Stjómin hefur svo
til ekkert fjallað um skýrsluna og
niðurstöður hennar ennþá.
ALlir, sem til þekkja, vita að flest
allar deildir búa við allt of lítið
húsiými og mjög brýnt er að leysa
vanda þjónustudeildanna, enda taka
skýrsluhöfundar í tillögum sínum
undir bráðabirgðatillögur skipu-
lags- og þróunamefndar um að
flytja skrifstofur af skurðstofu-
gangi til að leysa vandamál skurð-
stofugangs. Ég skil því ekki hvemig
þeir komast að þeirri niðurstöðu,
að kröfur um aukið húsrými séu
óraunhæfar.
Um tillögur nefndarinnar um
byggingaframkvæmdir aðrar en
þjónustudeildanna er um langtíma
áætlun að ræða. Ég vil leggja
áherslu á nauðsyn heildarþróunar
og langtímamarkmiða og verðum
við því að reikna með einhveijum
kostnaði vegna þróunar- og skipu-
lagsmála.
Ég mótmæli harðlega þeim ásök-
unum, sem fram koma í skýrslunni,
að kröfur starfsfólks um bætt kjör
og aðstöðu skyggi á þarfir sjúkling-
anna og að starfsfólkið sinni ekki
vinnu sinni sem skyldi.
Reyndar skil ég ekki á hverju
skýrsluhöfundar byggja þessar nið-
urstöður sínar.
Ég skil heldur ekki hvemig tillög-
umar, sem skýrsluhöfundar koma
með til úrbóta, geta leyst rekstrar-
halla spítalans.
Vissulega má bæta ýmislegt í
rekstrinum, en tillögur til úrbóta
þurfa að byggjast á þekkingu á
málefnum spítalans og vönduðum
vinnubrögðum.
Reykjavík, í nóvember 1986.
Höfundur er aðstoðaryfirsjúkra-
þjálfari og varaformaður starfs-
mannaráðs BorgarspítaJans.
læknar séu of margir og standi