Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 RÆTT VIÐAÐSTANDANDA EYÐNISJÚKLINGS Ljósmynd/RAX Adgát skal í höfð nærveru sálar Systirin. sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að bróðir hennar sé búinn að gera sér fulla grein fyrir hvað sé í vændum og sætti sig við það sem hann fái ekki breytt. Komið sé jafnvægi á hugann og hann ræði sín mál mikið við fjöl- skylduna. Hann sé jafnframt mjög ábyrgur gagnvart umhverfinu og fari í hvívetna eftir þvi sem lækn- ar hafa ráðlagt honum um smitvarnir. Eyðnisjúkdómurinn í íjósi mannúðar Það vita allir, sem reynt hafa, hve ólýsanlega sárt það er að horfa upp á þann, sem manni þykir vænt um, heyja erfitt sjúk- dómsstríð. Þá leggjast allir á eitt að létta til með sjúklingnum og aðstandendum hans. En gildir það sama fyrir eyðnisjúklinga og hans nánustu? „Þar er mörgu ábótavant," seg- ir systirin. „Umræðan í samfélag- inu um þessi mál hefur verið slík að í raun er mannlegi þátturinn fótum troðinn." Sem dæmi nefnir hún fyrst þá tölfræðilegu úttekt sem læknar Borgarspítala og Landspítala hafa gert í fjölmiðlum að undanfömu. „Þar tíunda þeir meðal annars kostnað hins opinbera við hvem eyðnisjúkling á ári. Þarna er ákveðnum upplýsingum hampað í því augnamiði einu að ná athygli fjárveitingavaldsins. Þessar upp- lýsingar em notaðar alveg án nokkurs samanburðar við aðrar tegundir sjúklinga svo sem eins og hvað umferðarslysasjúklingur kostar ríkið á ári. Þær hafa því lítið upplýsingagildi fyrir almenn- ing sem slíkar og eru særandi í svo viðkvæmu máli sem þessu. Ég tel að læknar ættu að fara aðrar Ieiðir til að ná athygli fjár- veitingavaldsins en í gegnum fjölmiðla," segir hún og bætir við: „Það sem verra er, að þarna eru að verki læknar, sem sjálfir ann- ast eyðnisjúklinga. Mig undrar mjög, að þeir skuli grípa til slíkra aðferða, þar sem það gerist aug- ljóslega á kostnað sambands þeirra við núverandi sjúklinga og aðstandendur og jafnframt þá sem hugsanlega eru smitaðir, en einmitt þar hlýtur þungamiðja aðgerða heilbrigðisþjónustunnar að liggja bæði með tilliti til umönnunar og forvamarstarfs. Ég tel, að umfjöllun af þessu tagi sé síst til þess fallin að draga úr þeirri fordæmingu og andúð sem eyðnisjúklingar verða fyrir í samfélaginu, né að hvetja áhættu- hópa og aðra til mótefnamælingar svo unnt verði að kortleggja dreif- ingu og stunda hnitmiðaða ráð- gjöf til þeirra sem hafa smitast og aðstandenda þeirra." Fræðslan nær ekki til fólksins vegna hræðslu „Vegna tengsla við heilbrigðis- stéttimar hef ég kynnst svolítið viðhorfum þeirra, sem þar starfa. Ég verð að segja eins og er, að mér finnst eins og ákveðinn hluti fræðslunnar nái ekki til þeirra vegna þess að starfsfólkið er sjálft svo hrætt og undir miklu álagi. Ég hef heyrt fólk úr þessari stétt segja eitthvað á þá leið: „Það skal enginn fá mig til þess að annast eyðnisjúklinga." Það á að vera hægt að gera þá kröfu til hjúkrunarfólks að það sinni sínu starfi, þegar þessir sjúklingar eiga í hlut sem og aðrir. Ég tel því æskilegt að færa umflöllunina af tölfræðistiginu, þ.e. ekki leggja ofuráherslu á kostnað, rúmafjölda og framtíðarspár um sjúklinga- fjölda, yfir á mannlega þáttinn. Með því móti höfðum við frekar til ábyrgðar hvers og eins, en ekki til hræðslu. Ég er ekki að ásaka neinn, þó ég bendi á það sem ég tel að megi betur fara. Með þessu er ég aðeins að segja, að innan heil- brigðisstéttanna er að finna fólk, sem þarf að vinna betur með per- sónuleg viðhorf sín.“ Sjúkdómurinn færist sífellt nær okkur „Umfjöllun undanfarinna vikna hefur sýnt okkur að eyðnisjúk- dómnum verður ekki eingöngu mætt með aðferðum læknisfræð- innar, heldur verða að koma til meiriháttar félagslegar aðgerðir með höfuðáherslu á mannúð og siðferðisstyrk. Við skulum hafa hugfast, að margir eiga um sárt að binda vegna veikinda og lítilla batavona ástvina sinna af völdum eyðnisjúkdómsins og að enn fleiri eiga því miður eftir að bætast í þann hóp. Talað er um, að um þrjátíu manns séu nú þegar smitaðir af eyðni hér á landi og ef við gerum ráð fyrir að tíu manns tengist hveijum þá eru það þijú hundruð manns sem tengjast málinu til- finningalega. Læknar spá því að eftir nokkur ár verði um þijú hundruð manns smitaðir af sjúkdómnum og ef við notum sömu reikningsaðferð og hér að framan munu e.t.v. um þijú þúsund manns tengjast sjúk- dómnum á einn eða annan hátt. Þannig mun þessi sjúkdómur fær- ast sífellt nær okkur, ef ekki finnst lækning við honum á kom- andi árum. Fram til þessa hefur fólki fund- ist þessi sjúkdómur svo fjarlægur og því hefur umræðan verið í þeim dúr, sem raun ber vitni. Ég vil beina þeim orðum til fólks, að það tali varlega um þessi mál, því það veit enginn nema að við hlið- ina á þeim standi aðstandandi eyðnisjúklings, en þeir bera slíkt ekki utan á sér. — Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Við aðstandendurnir höf- um orðið fyrir áreitni „Þó að það séu ekki margir, sem vita að bróðir minn er haldinn eyðnisjúkdómnum, þá vita flestir, sem við þekkjum, að hann til- heyrir ákveðnum áhættuhópi. Við höfum ekki orðið vör við að fólk forðist okkur en við höfum orðið fyrir ákveðinni áreitni. Það hefur verið hringt í okkur og reynt að veiða upp úr okkur hvað sé ná- kvæmlega að bróður okkar. Það virðist aðalatriðið, en ekki það að hann sé alvarlega veikur. Jafn- framt sem það er rætt af miklum ákafa, hve eyðni sé bráðsmitandi. Það liggur við að fólkið sé að benda okkur á að varast nú bróð- ur okkar. Það er eins og fólk átti sig ekki á hvílíkur harmleikur þetta er, hræðslan er öllu yfir- sterkari.“ — Hvernig bregðist þið við hnýsni og tali af þessu tagi? „Við erum ekki tilbúin til að svara endalausum spumingum og vísum þeim því kurteislega á bug. Við höfum reyndar orðið mjög sár og fyrir vonbrigðum með fólk, sem við töldum vini. En þetta sýnir á hvaða stigi samfélagsþroskinn er ennþá hvað varðar þessi mál.“ — Ert þú sjálf laus við alla fordóma? „Ég vil leyfa mér að segja að svo sé. Ég hef meðvitað verið varkár að taka siðferðilega af- stöðu og hef gjaman haldið mig við þá faglegu hvað varðar þetta mál. Kanski er það vegna þess að ég vissi alltaf, að bróðir minn, sem mér þykir ákaflega vænt um, tilheyrir þeim hópi, sem upphaf- lega var talinn sérstakur áhættu- hópur, þ.e. samkynhneigðum, og maður veit aldrei hver verður næstur. En ég finn það núna, að það sem skiptir mestu máli er að hér er um banvænan sjúkdóm að ræða og það eitt er nægilega sárt og óviðráðanalegt." — Hvernig varð þér við, þegar bróðir þinn skýrði frá því að hann væri haldinn eyðni á lokastigi? „Þetta var eins og staðfesting á því, sem ég þóttist vita fyrir. Ég fann til eins konar þreytu, því ég vissi að mikil vinna var fram- undan. Þessi vitneskja snerti mig djúpt og ég vissi að ef hann hafði einhvem tímann þarfnast mín þá var það núna. Ég gerði mér líka grein fyrir, að ég yrði að vera sterk, mjög sterk. Ég er sjálf ekki svo upptekin af því að bróðir minn er með eyðni og í mínum augum skiptir það aðeins máli læknisfræðilega en ekki tilfínningalega. Hins vegar vakna ég oft á nóttunni og ligg vakandi tímunum saman og hver hugsunin rekur aðra án þess að hafa upphaf né endi. Svo kannski allt í einu eru augun full af tár- um. Þetta er sorg og það er ekki minni sorg að missa ástvin úr þessum sjúkdómi en öðrum." Fordæmingin meiri vegna tengsla sjúk- dómsins við homma og eiturlyfjaneytendur Hún segir að bróðir hennar hafi ekkert breyst í sínum augum en hún viti til þess, að erlendis hafi fjölskyldur snúið baki við eyðnisjúklingum meðal annars vegna álags frá samfélaginu og að fólk með þennan sjúkdóm hafi flúið land. „Við skulum gera okkur grein fyrir því, að umræðan um eyðni var ekki hafin hér á landi þegar þetta fólk, sem nú er með sjúk- dóminn, smitaðist," segir hún. „Það prófaði sig áfram í lífínu eins og aðrir í grandvaraleysi þess tíma. Sú fordæming, sem á sér stað á sjúkdómnum má rekja til þess að upphaflega var sjúkdómurinn eingöngu bendlaður við homma og eiturlyfjasjúklinga. Meðan sjúkdómurinn var talinn bundinn við þessa hópa þá virðist ekki hafa þótt ástæða til að skera upp herör gegn sjúkdómnum. Þegar upplýstist, að hver og einn sem hefur kynmök við marga væri ekki síður í smithættu þá var virkilega farið að taka á málunum. Vissulega fagna ég þessu fræðsluátaki, sem nú er að hefj- ast, en tel að það hefði mátt fara fyrr af stað. Sem dæmi um þessa fordóma, sem víða er að finna, þá sagði áhrifamaður einn í þjóð- félaginu við mig þegar við vorum að ræða mannúðarsjónarmiðin: „Nú veit ég ekki hvernig þinn ættingi smitaðist...?“ Mér finnst þessi spurning ekki eiga við, þeg- ar verið er að ræða hinn mannlega þátt." — Nú umgengst þú bróður þinn daglega, hvernig hagar þú þínum smitvörnum, en veiran hef- ur fundist einnig í munnvatni, tárakirtlum og í einhveijum mæli í svita? „Það er búið að upplýsa okkur um smitleiðir og sagt er að smit verði nær eingöngu við blóðblönd- un. Við gerum ákveðnar ráðstaf- anir til að vera alveg örugg, eins og að þvo matarílát upp úr sjóð- andi heitu sápuvatni. En að öðru leyti umgengst ég bróður minn eins og áður. Ég hræðist miklu fremur við- horf samfélagsins, því við vitum að eyðnisjúklingar hafa þurft að þola aðkast og jafnvel útskúfun. Það er þess vegna, sem ég kýs nú nafnleynd. Eg er líka hrædd um að ef ég kem fram undir nafni að þá týnist það sem ég er að segja í athyglinni á persónuna sjálfa. Við lifum í litlu þjóðfélagi þar sem allir þekkja alla og fólk talar mikið hvert um annað. Þetta er bara lögmál hins litla sam- félags og því fylgja bæði kostir og gallar. En með aukinni þekk- ingu og skilningi hljóta þessi andsnúnu viðhorf gagnvart eyðni- sjúklingum að hverfa og fólk fer að skilja að hér er fyrst og fremst um alvarlegan sjúkdóm að ræða, sem dregur flesta til dauða. Ég vil vitna í nýafstaðna ráðstefnu um dauðann. Þar var rætt um aðstoð við dauðvona fólk s.s. krabbameinssjúklinga og að- standendur þeirra. Málið horfir ekki öðruvísi við eyðnisjúklingum og þeirra nánustu. Eyðnisjúkling- ar hafa þörf eins og aðrir að deyja með reisn og virðingu en ekki í einsemd og niðurlægingu. Við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum vega að virðingu manns sem er veikur og þarfnast okkar mest. Með samstilltu átaki höfum við íslendingar mætt skæðum sjúk- dómum með slíkum árangri að vart finnast hliðstæður í heimin- um. Ég nefni berkla, áfengissjúk- dóminn og ýmsar tegundir krabbameina. Eg vona innilega að við berum gæfu til að standa líka saman í viðureigninni við eyðnisjúkdóminn. Látum ekki fá- fræði og hleypidóma hindra það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.