Morgunblaðið - 14.12.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
C 7
ekki átt fyrir leigunni og ákveðið
að leigja Anthony Blunt og ein-
hverjum öðrum hluta af leiguhús-
næðinu. Blunt, sem var í MI5 og
virtist hafinn yfir grun, hafí stung-
ið upp á Burgess og það hafi orðið
úr að þeir leigðu saman.
Rothschild var ekki í London
þegar þetta gerðist. Um Burgess
sagði hann síðar: „Hann var alltaf
fullur og skítugur, en þó góður fé-
lagi.“ Hann gaf Blunt 100 pund til
að kaupa verk eftir málarann Po-
ussin, sem hann varð sérfróður um.
Þegar Burgess og Maclean flýðu
til Moskvu 1951 voru ýmsir, sem
grunur féll á, settir undir eftirlit,
en Rotschild var ekki í þeim hópi.
Eftir stríðið færði hann stjórn Clem-
ent Attlees þau skilaboð frá Lewis
Strauss, formanni Kjarnorkunefnd-
ar Bandaríkjanna, að Bretar fengju
ekki aðgang að kjarnorkuleyndar-
málum meðan John Strachey væri
hermálaráðherra, þar sem hann
væri hálfgerður kommúnisti.
Tengsl Rothschilds við leyniþjón-
ustuna héldu áfram eftir stríðið og
hann hefur verið handgenginn ýms-
um yfírmönnum MI6, þeirra á
meðal Sir Dick White og Sir Arthur
Franks, yfírmönnum MI5 og göml-
um starfsmönnum þar. Oft var
leitað eftir aðstoð hans og ráðlegg-
ingum, einkum eftir að Peter
Wright gekk í MI5 1955.
Rothschild starfaði í tvo mánuði
í banka ættarinnar, en honum leidd-
ist svo að hann hætti og ákvað
fyrstur manna af sinni ætt að helga
sig ekki bankastarfsemi eingöngu.
Hann hefur alltaf kunnað illa við
að vera kallaður bankastjóri, þrátt
fyrir náin tengsl við fjölskyldufyrir-
tækið. Hins vegar var hann í 20
ár framkvæmdastjóri hjá Shell, þar
sem hann hafði það verk með hönd-
um að ráðstafa fé til vísindarann-
sókna og honum líkaði það vel.
Virtur visindamaður
Rothschild lávarður helgaði sig
fyrst og fremst fræðistörfum. Hann
varð virtur vísindamaður, gat sér
gott orð sem líffræðingur og vann
brautryðjendastarf í rannsóknum á
atferli skordýra. Hann er einnig
ágætur rithöfundur og góður
“stílisti". Á yngri árum var hann
fyrsta flokks krikkett-leikari. Hann
var líka ágætur píanóleikari og jafn-
vígur á Bach og jazz. Hann byijaði
snemma að safna frumútgáfum
enskra bóka frá 18 öld og kom sér
upp glæsilegu bókasafni. Hann er
félagi í brezka vísindafélaginu og
heiðursdoktor frá háskólanum í Tel
Aviv.
Þótt Rothschild væri margt til
lista lagt hafði hann aldrei áhuga
á að gerast stjómmálamaður. Að
mörgu leyti hefur hann orðið að
gjalda Rothschild-nafnsins og mætt
öfund. Dyr, sem hafa staðið öðmm
opnar, hafa verið honum lokaðar.
Fjölhæfni hans hefur ekki síður
vakið öfund en ríkidærrrið. Honum
hefur verið líkt við hæfíleikamenn
Endurreisnartímans og hann hefur
jafnvel verið kallaður „mikilmenni".
Hann er sanntrúaður Gyðingur og
telur sig góðan, enskan ættjarðar-
vin.
Árið 1962 átti Rothschild þátt í
afhjúpun Philbys. Hann hafði heyrt
enska konu, Floru Solomon, segja
í ísrael að hún hefði lengi vitað að
Philby væri kommúnisti og sovézk-
ur erindreki. Þegar þau komu til
Lundúna fór hann með hana á fund
yfirmanns MI6 og framburður
hennar varð til þess að Philby var
yfirheyrður í Beirút. Hann játaði,
en komst undan 1963, e.t.v. með
hjálp háttsetts svikara í MI5
(„fimmta mannsins"?!)
Rothschild taldi það mikinn
hnekki þegar Blunt viðurkenndi í
leynilegum yfírheyrslum 1964 að
hann hefði verið sovézkur njósnari.
„Ég býst við að margir verði fyrir
áföllum, sem virðast ógnþrungin,
óbærileg og ótrúleg,“ sagði hann
síðar. „Ég hef orðið fyrir þremur
slíkum áföllum, síðast þegar „yfir-
völdin" sögðu mér að Anthony
Blunt, sem hafði verið góður vinur
minn, hefði játað að hann hefði
verið sovézkur erindreki um árabil.
Guy Burgess: leigði hjá Roth-
schild
Chapman Pincher: Rothschild
kynnti hann fyrir Wright
Mér fannst næstum ómögulegt að
trúa því og var svo bamalegur að
ég ætlaði að hringja í hann og
spyija hann hvort þessar hræðilegu
fréttir væru réttar."
MI5 yfirheyrði Rothschild og alla
aðra vini Blunts og þeir sögðu að
allir hefðu vitað að Blunt og Burg-
ess væru kommúnistar og kynvill-
ingar. Rothschild kvaðst hafa spurt:
„Hvernig gat mér dottið í hug að
þeir hefðu gerzt sovézkir njósnar-
ar?“ Hann sagðist hafa kunnað vel
við Blunt og þótt Burgess skemmti-
legur, en vantreyst honum. Hann
kvaðst ekki hafa heyrt þá tala um
starf sitt fyrir Rússa. „Ég er mjög
slæmur lygari," sagði hann. „Ég
nenni ekki að ljúga." Sér væri það
„ánægja“ að fullvissa fólk um að
hann væri ekki „fímmti maðurinn".
Síðan benti Rothschild MI5 á að
kanna feril Alister Watsons, kom-
múnista sem hafði verið vinur
Blunts og stundað vísindarannsókn-
ir fyrir flotamálaráðuneytið. Hann
var færður í annað starf.
„Hreinsaður"
Engar sannanir gegn Rothschild
fundust og hann var hreinsaður af
sök. Pincher hefur eftir Wright að
allar upplýsingar um hann í skjölum
MI5 séu jákvæðar og ásakanir gegn
honum runnar frá fáfróðu og öfund-
sjúku fólki. En þar sem hann þekkti
Blunt og Burgess hurfu grunsemdir
MI5 ekki með öllu og hann hefur
oft verið yfirheyrður síðan.
Þegar Rothschild settist í helgan
stein um sextugt sýndi Edward
Heath, forsætisráðherra íhalds-
flokksins, honum það traust að
skipa hann yfirmann eins konar
stefnumótunarnefndar, eða „hug-
myndabanka" („Thimyndabanka"
(þvi starfi gegndi hann 1971-1974.
Þessi staða var ein af mörgum þver-
stæðum í lífi auðmannsins, sem
fylgir Verkamannaflokknum að
málum í Lávarðadeildinni. Þegar
hann tók við henni litu embættis-
menn hann hornauga, því að hann
hefði beinan aðgang að forsætisráð-
herranum. Þeir töldu undirmenn
hans unga oflátunga, sem þættust
vita allt en vissu ekkert, og kölluðu
fundi þeirra „morgunbænir".
Rothschild hefur þótt erfiður í
samstarfi og eiga örðugt með að
umbera heimsku, en honum hefur
gengið vel að vinna með snjöllum
skjólstæðingum. Hann er stoltur og
hlédrægur og á til að fyllast þung-
lyndi. Hann hefur þótt skapstyggur
Sir Roger Hollis: ásakanir frá
Wright
og sýna ólund og ofríki. Greind
hans og sterkur persónuleik hafa
mikil áhrif á fólk og sumum stend-
ur ógn af honum. Hann er sagður
viðfelldinn og skemmtilegur félagi,
þegar hann vilji það við hafa og
eigi von á skemmtilegum samræð-
um.
Dylgjur um „fimmta manninn“
hófust aftur þegar frú Thatcher
afhjúpaði Blunt í nóvember 1979
og síðan hefur Rothschild ekki get-
að um fijálst höfuð strokið vegna
stöðugra njósnabóka með „upp-
ljóstrunum“ um MI5. Peter Wright
fullyrðir að Rothschild hafi haft
milligöngu um að hann greindi
Chapman Pincher nákvæmlega frá
meintum svikum Sir Roger Hollis.
Wright sagði í réttarhöldunum í
Sydney:
Haustið 1980 bauð Rothschild
lávarður mér til Englands. Hann
sendi mér flugmiða á fyrsta farrými
... Ég var dauðhræddur um að lenda
í vandræðum. Victor fullvissaði mig
um að allt yrði í lagi. Hann sagði
mér að hann mundi láta banka sinn
í Sviss greiða mér helming höfund-
arlaunanna.“
Að sögn Wrights sagði Roth-
schild að tilgangslaust væri að
senda Thatcher skýrslu: hann hefði
talað við hana í íbúð sinni og „hún
botnaði ekkerti í leyniþjónustumál-
um.“ Rothschild vissi að Wright var
í kröggum og Wright taldi að tillög-
ur hans nytu „óopinbers samþykkis
yfírvalda."
Fýrst skildi Pincher ekki hvers
vegna Rothschild kynnti hann fyrir
Wright. Sumir telja að Rothschild
hafí séð sér hag í að sagan um
Hollis yrði skjalfest og viljað dreifa
athyglinni frá ærumeiðandi sögu-
sögnum um sig. Nú kveðst Pincher
telja að Rothschild hafi boðið
Wright til Lundúna til þess að fá
„gamlan vin“ til að „hjálpa sér að
leggja hlutlægt mat á starf sitt í
MI5.“ Pincher segir að Rothschild
hafi undir höndum yfirlýsingu frá
Wright og sé reiðubúinn að nota
hana, ef hann neyðist til að fara í
mál vegna allra sögusagnanna.
Hann telur að Rothschild hafi viljað
takmarka þann skaða, sem Wright
geti valdið.
Rothschild hefur ekkert viljað
segja um staðhæfíngar Wrights.
Einn þingmanna Verkamanna-
flokksins, Dale Campbell-Savours,
hefur hvatt til þess að Rothschild
verði lögsóttur fyrir að fá Wright
til að skýra Pincher frá leyndarmál-
um.
Síðan Blunt var afhjúpaður hafa
lögfræðingar Rothschilds margoft
hótað blaðamönnum málaferlum
fyrir meiðyrði, þegar þeir hafa reynt
að taka hann tali. En á þessum tíma
hefur hann viðurkennt að hafa ver-
ið yfirheyrður, lýst því yfir að hann
hafi ekki verið sovézkur njósnari
og bent á að þeir sem yfírheyrðu
hann hljóti að hafa látið sannfær-
ast, þar sem hann var skipaður
yfirmaður „hugmyndabanka"
Heaths. Þótt það sé sagt ólíkt Roth-
schild að svara svona spurningum
hafa ekki allir látið sannfærast.
Uppnám á þingi
Heath var vinur Rothschilds og
studdi hann, en þegar þingið fjall-
aði um bréfið til „Daily Telegraph
á dögunum þagði hann þunnu
hljóði. Rothschild hefur átt litla
samleið með frú Thatcher og núver-
andi ráðamönnum íhaldsflokksins
og ýmsir telja að hann hafi verið
vísvitandi „sendur út í kuldann“.
Hins vegar hafa ýmsir þingmenn
íhaldsflokksins stutt hann dyggi-
lega og gagnrýnt þingmenn úr
Verkamannaflokknum fyrir að
skýla sig á bak við þinghelgi til að
gera á hann ærumeiðandi og rætn-
ar árásir.
Beiðni Rothschilds í bréfinu um
opinbera „hreinsun“ og staðfest-
ingu á því að MI5 hafí „óvefengjan-
legar sannanir" um að hann hafi
ekki verið sovézkur njósnari setti
stjóm Thatchers í vanda, því að
samkvæmt hefð gefa yfirmenn
leyniþjónustunnar aldrei opinberar
yfírlýsingar. Hins vegar gat hún
sjálf gefið yfirlýsingu og hún neydd-
ist til þess, en hálfvelgja hennar
vakti reiði þingmanna úr Ihalds-
flokknum jafnt sem Verkamanna-
flokknum. Skýringarnar kunna að
m. svera þær að hann skrifaði blað-
inu en ekki henni, að hann fjallaði
um atburði fyrir hennar stjórnartíð
og að hún vilji bíða þess að réttar-
höldunum í Ástralíu ljúki.
Staðhæfing Rothschilds lávarðar
um að MI5 hafi undir höndum „óve-
fengjanlegar sannanir" um að hann
sé ekki „fímmtl maðurinn" hefur
vakið undrun og jafnvel ugg. Sum-
ir telja að hann eigi við nafn hins
raunverulega „fímmta manns".
Kannski átti hann við rannsóknina
fyrir tæpum 20 árum þegar hann
var hreinsaður af sök, en þau gögn
geta ekki talizt „óvefengjanleg“.
Yfírlýsing frú Thatchers um sak-
leysi Hollis 1981 og rannsóknir á
máli hans kváðu ekki niður kviksög-
ur um að hann hefði verið svikari.
Bréf Rothschilds til „Daily
Telegraph" var óvenjulegt vegna
þess hve lítið hann vill láta fara
fyrir sér. Síðan hefur hann ekki
Sézt og enginn svarar í síma á heim-
ili hans og sveitasetri. Vinur hans,
sagnfræðingurinn Dacre lávarður
(áður Hugh Trevor-Roper), sagði
að hann væri „viðkvæmur maður"
og hefði miklar áhyggjur af „að-
dróttunum í sinn garð“. „Þetta mál
hefur gert almenning móttækilegan
fyrir gömlum rógburði og ég held
að hann sé búinn að fá sig fullsadd-
an á honum," sagði hann.
Víst má telja að ekkert lát verði
á bollaleggingum um „fimmta
manninn“ og jafnvel þann sjötta,
sjöunda o.sv.frv., eins og örlað hef-
ur á. Nargir eru fullir grunsemda
og óvissan eykst. Vera má að of
mikil leynd sé í opinberu lífi í Bret-
landi og það hefur stundum hefnt
sín.
GH
Hugljúfar þakkir til allra þeirra sem glöddu
mig á 90 ára afmœli mínu 19. nóv. sl. með
heimsóknum, skeytum góðum gjöfum, bréfum
og símtölum.
GuÖ gefi ykkur öllum gleÖiríka jólahátíÖ og
góöar allar stundir.
Helga S. Þorgilsdóttir.
I^LEROY
ÍZSOMER
Furuvöllum 13, 600 Akureyri,
símar 96-25400 og 25401.
Eigum til L.S. rafala á lager eða
með stuttum afgreiðsiufresti frá
Frakklandi. Ljósasamstæður fyrir
land og skip.
Varahluta- og viðgerðarþjón-
usta.
mauRuasiif
RAFVERKTAKAR