Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 C 9 — Það var mjög skemmt.ileg reynsla. í upphafí átti ég að spila á þremur stöðum, en ég varð veður- teppt í Kiev svo það varð að aflýsa einum tónleikum. En í staðinn lenti ég í ógleyman- legri lestarferð og kynntist fólki í lestinni sem ég mun aldrei gleyma. Rússar eru ekki ólíkir okkur íslend- ingum. Vegalengdir eru miklar og fólk kemur vel útbúið í lestamar með matarkörfur fullar af góðgæti. Það sem mér fannst svo stórkost- legt var að öllu var deilt á miHi aHra, ég og túlkurinn minn vorum orðnar eins og hluti af fjölskyldu þama í þessari löngu lestarferð, en úti beljaði veðrið. Hvað tónleikunum viðkemur var það dálítið einkennilegt að á efnis- skránni var ég með verk eftir Alban Berg og Amold Schoenberg, meðal annarra, og vom þessi verk áheyr- endum með öllu ókunn. Ég varð hissa á hvað almenningur vissi lítið um 20. aldar tónlist. Það er alltaf gaman að víkka sjóndeildarhringinn með því að spila á hinum ýmsu stöðum og var þetta sannarlega skemmtileg reynsla. — Svo fórstu til Banda- ríkjanna, var mikill munur á því? — Já, þeir era mjög ólíkt fólk á allan máta. Þeir era svo ótrúlega opnir og einlægir að maður fer hálfpartinn hjá sér. Það var mjög skemmtilegt að spila þar. Þangað fer ég trúlega aftur bráðlega, því einn af stjórn- endum Aspen-sumarskólans í Colorado heyrði mig spila og bauð mér að koma þangað næsta sumar. Svo nú bíð ég bara eftir skriflegri staðfestingu frá þeim. Það getur orðið mjög spennandi. — Ertu kennari líka? — Já, ég kenni 14 tíma á viku í Tónlistaháskólanum í Lyon. Þessi skóli var stofnaður fyrir fimm áram, en áður hafði Parísarskólinn sem er 200 ára gamall, verið eini skólinn sinnar tegundar í Frakklandi. Skólinn í Lyon var stofnaður fyr- ir nemendur sem búa í Suður- Frakklandi, en þeir höfðu haft um langan veg að fara áður. Þessi skóli er mjög góður og skemmtilegur, hann er nýr og ekki alveg eins fast- ur í formi og skólinn í París. — Var ekki erfitt fyrir þig sem Verksmiðjan er enn til, en framleið- ir nú díselvélar. — Hvaða hljóðfæri smíðar þú? — Ég smíða mest fiðlur, en auk þess hef ég smíðað gömbur, tenor- víolur og nikkel-hörpur, svo eitt- hvað sé nefnt. Nú er ég með mjög skemmtilegt verkefni á pijónunum, því í samvinnu við harmonikkuverk- smiðju í Suður-Frakklandi er ég að smíða bandoneon. Ákveðið hefur verið að smíða 20 hljóðfæri og mun ég smíða spilverkið inn í þær. Þetta er mikið verk, því ég verð að byrja á að smíða mér verkfæri, en þetta er mjög skemmtilegt fyrir mig. — Hvernig er bandoneon kom- ið inn í tangósöguna? — Um síðustu aldamót komu þýskir sjómenn og innflytjendur með bandoneon til Argentínu og fljótlega náði það miklum vinsæld- um í tangóhljómsveitum ásamt gítar og bassa. Tangó gekk yfir Buenos Aires einsog eldur í sinu, alþýðufólki til mikillar ánægju, en átti sér líka svarna óvini. Forráða- menn kaþólsku kirkjunnar hættu ekki fyrr en tónlistin og dansinn var bannaður með lögum. Argentískir listamenn, sem komu með tangó til Parísar, náðu mikilli hylli Parísarbúa og urðu tónlistin og dansinn fljótlega móðins. Sendiherra Argentínu í París skrifaði yfirvöldum bréf, þar sem hann varar við slæmum áhrifum þessa siðlausa dans og tónlistar sem heyra megi á knæpum og jafnvel á götum úti. Frakkar létu þessa við- vörun sem vind um eyram þjóta, sem betur fer, segir Olivier og hlær dátt. — Á Argentínskur tangó eitt- hvað sameiginlegt með þeim tangó sem varð vinsæll í Norður- Ameríku og í Evrópu? — Sá tangó sem varð hvað vin- sælastur á Vesturlöndum var í. ..—.... útlending að fá þessa vinnu? — Jú, það er frekar erfitt fyrir þá sem ekki era franskir ríkis- borgarar að fá slík störf, en ég fékk vinnuna mér til mikillar ánægju. — Það er langt fyrir þig í vinn- una, því frá París tii Lyon eru 500 km, hvernig ferðu? — Ég fer með lest sem fer að jafnaði um 250 km á klukkustund og ferðin frá heimili mínu tekur um 3 tíma. Ég fer á miðvikudags- morgni og kem til baka á fímmtu- dagskvöldi. Þegar ég kom inn á heimili Eddu var hún að hlusta á National Radio France Musique, en það er tónlistar- útvarpið franska. Þessa viku vora þeir einmitt að senda út tónlist eft- ir íslensk tónskáld flutt af Islend- ingum. Edda hefur spilað töluvert fyrir France Musique og var að fara næsta dag til þess að vera með- stjómandi eins af þáttum þeirra um íslenskt efni. Ég hef fyrir satt' að þetta hafí verið mikill heiður fyrir Eddu, en það er mjög erfítt að fá hana til að grobba sig, svo ég hjálpa svolítið til og held áfram að spyija: — Þú hefur spilað í Skand- inavíu, er það ekki? — Jú, ég fór í tónleikaferð til Svíþjóðar og spilaði meðal annars í Konserthuset í Stokkhólmi. Mér hefur verið boðið að koma þangað aftur í vetur eða snemma vors, og þigg ég það boð með glöðu geði. Það var mjög ánægjulegt að spila í Svíþjóð. Ég legg nú ekki neitt sérstaklega upp úr blaðagagnrýni yfírleitt, en þama í Svíþjóð fékk ég mjög já- kvæðar undirtektir. — Hvað hefur haft mest áhrif á þig og þina tónlist? — Edda svarar strax: Fjölskylda mín öll. Olivier er mjög góður ráð- gjafi og fylgist vel með öllu sem ég æfi. Hann gefur mér góð ráð og það er mér mjög mikils virði. Eins hafa foreldrar og fjölskylda heima ávallt treyst mér til þess að ákveða sjálf hvað ég vil og staðið við hliðina á mér, án þess nokkum tíma að vilja ráða eða stjórna mínu námi eða gerðum. Ég held að þetta sé það besta sem nokkrir foreldrar geta gert fyrir mann. Fyrir mig er það gagn- Hollywood-túlkun gerð fyrir róm- antískar kvikmyndir sem Rudolf Valentino lék í, sú tónlist á lítið sameiginlegt með uppranalega tangóinum. Eftir að tangó varð móðins í París, leið ekki á löngu þar til kaþ- ólska yfirvaldið í Argentínu varð að lúta lægra haldi fyrir því snobbi sem alltaf hefur skapast í kringum það sem móðins er í París og af- létta banninu, sem þá hafði verið um árabil á tangó. Tangó hefur verið notaður til þess að þjóna hinum ýmsu hlutverk- um og því miður hefur tónlistin sjálf ekki ailtaf verið aðalatriðið. Menn geta misnotað tónlist og farið illa með hana, en um leið gert hana fræga. í dag koma margir á þá staði þar sem tangó er spilaður, og klæða sig þá gjaman í tískuföt frá áranum um 1930, hvort þetta fólk kemur vegna tónlistarinnar sjálfrar er ekki gott að segja, en væntanlega era einhveijir sem fá áhuga fyrir tón- listinni þó að upphaflega hafí „showið" verið það sem mestu máli skipti. — Finnst þér vera snobb í kringum tónlist? — Já, því miður. Ég veit ekki um neitt sem hefur eyðilagt jafn mikið fyrir klassískri tónlist til dæmis eins og snobb. Sannleikurinn er sá að fólk hefur allt frá áranum milli stríða og jafn- vel fyrir þann tíma, farið á tónleika jafn mikið til þess að sýna sig og sjá aðra eins og að hlusta. Það sem er sorglegast er, að margt fólk, sem hefur áhuga, hörf- aði frá vegna þess að því fannst það ekki eiga heima innan um það forréttindafólk sem sótti tónleika. Þegar ég var strákur gátum við, ég og bróðir minn, fengið ódýra miða í óperuna í gegnum mann sem kvæma traust sem ríkir innan Ijölskyldu minnar eitt af því sem ég met mest í lífínu. — Hefur þú heimþrá? Nei, eiginlega ekki. Auðvitað hafði ég hana fyrst eftir að ég kom hingað. Heima var allt svo öðra- vísi, hreint loft og ekki þessar fjarlægðir. Stórborgarlíf er bara á allan hátt svo ólíkt því sem við Reykvíkingar eram alin upp við. Núna er það þannig að ég er alveg ómöguleg ef ég fer ekki heim um jól. Frakkar halda jól með góðum mat og huggulegheitum en jóla- stemmning eins og heima er ekki til hér. Nú, og ég fer oftast líka heim á sumrin í frí, svo það líður aldrei svo mjög langt á milli ferða heim hjá mér. Ég fer til íslands um næstu jól, og í janúar spila ég heima með Kammermúsíkklúbbnum og það er mér mjög mikilvægt, því þá spila ég með öðram, það er bæði skemmtilegt og afslappandi til- breyting frá einleik, sem er svo ótrúlega kreíjandi. — Er takmark þitt að vera allt- af á ferðinni að spila? — Nei, langt því frá. Ég hef haft mikið að gera og það er mjög nauðsynlegt að spila og halda kon- serta þó það sé heilmikil eldskím í hvert sinn. En ekki minni partur af mínu lffí er að vera heima með Tomma syni mínum, elda góðan mat og baka köku. Ég vil spila en ég vil líka lifa lífínu með fjölskyldu minni. Svo hef ég líka alveg mátu- lega mikið að gera þó það komi auðvitað fyrir að allt virðist vera að gerast á sama tíma. Þegar ég byijaði fyrst að spila vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í, en eftir fyrsta konsertinn á íslandi fékk ég svo mikla uppörvun frá fólki að það beinlínis fleytti mér áfram. Ég var ekkert viss um að ég hefði neitt í þetta. Reyndar var ég búin að undirbúa mig vel, og þetta var eitthvað sem ég varð að gera og ég sé ekkert eftir því. Edda virðir fyrir sér blómin sín sem þekja loftið undir glerþakinu í eldhúsinu hjá henni, og ég verð fyrir miklum áhrifum af þeim styrk og þeirri hörku sem þessi annars blíðlynda og svipfagra kona býr yfír. við þekktum og vann við hana. Við hlökkuðum óskaplega til þessa æv- intýris, en þegar stundin var rannin upp, þá var okkur vísað frá af því að við voram ekki með hálstau. Þetta gerist sem betur fer ekki leng- ur og ekki er tekið tillit til hvemig fólk er klætt hvorki í óperar eða á tónleika enda hefur öll aðsókn auk- ist til muna, alla vega hér í París. Það er líka snobb að meta ekki listamenn eins og Jimi Hendrix að jöfnu við Isaac Stern þó að þeir spili ólíka tónlist. Báðir era frábær- ir listamenn og gefa allt sem þeir eiga áheyrendum. Þeir sem af alhug elska tónlist skiptir ekki mestu máli hvaða tón- list er flutt, heldur hitt hvort hún sé góð. Margir halda jafnvel að ákveðin tónlist sé sköpuð fyrir einhveija sérstaka hópa fólks, þetta er auðvit- að tóm vitleysa, því að tónlistin sjálf fer ekki í manngreinarálit. — Er auðvelt að lifa af því að vera tónlistarmaður í París? — Það fer eftir því á hvaða hljóð- færi fólk spilar. Það er erfítt að vera píanisti, þeir hafa ekki sömu möguleika og til dæmis fiðluleikar- ar, en það þarf svo marga af þeim í hljómsveitir. Gítarleikarar era líka í erfiðri aðstöðu, því þeir era svo margir góðir. Það er ekki mjög erf- itt að vera bandoneonspilari, því þeir era svo fáir, segir Olivier bros- andi. Um leið og við ljúkum þessu spjalli, þakka ég þeim Eddu og Olivier kærlega fyrir^ að hafa boðið mér heim til sín. Ég er búin að taka mikinn tíma frá þeim hjónum, því að yngsti meðlimur fjölskyld- unnar hefur ekki fengið þá athygli sem honum ber á meðan, en hann hefur verið mjög þolinmóður. Tommi er að læra á sello, og segir hann mér að það sé voða gaman. Jólapakkakvöld Jólapakkakvöldin okkar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Nú endurtökum við þau laugardagskvöld og sunnudagskvöld. Matseðill Reyksoðin rjúpubringa með jólasalati Nautakjötseyði Julienne með ostastöngum Heilsteiktar nautalundir með Cognacsósu skornar á silfurvagni. Heimalagaður kiwiis í sykurkörfu Kaffi og konfektkökur Matseðillinn gildir sem happdrættismiði, aðalvinningur er flugfarseðill til London Víkingaskipið er sérstaklega skreytt. Ingveldur Hjaltested syngur jólasálma við undirleik Jónínu Gísladóttur Sigurður Guðmundsson leikur jólalög á píanó. Stjórnandi kvöldsins er Hermann Ragnar Stefánsson. Model samtökin kynna jólafatnað á alla fjölskylduna, börn, unglinga og fullorðna. Borðapantanir í síma 22322 — 22321 Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUCLEIOA S HÓTEL NÝ nyHSL0V AF L0FTRÆSTI- VIFTUM * % FALKINN , JÉ^ Þekking Reynsla Þjónusta æ yijy SUPURLANDSBRAUT 8. SÍMI 84<"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.