Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
MARGT BÝR í ÞOKUNNI — Leynast fleiri lík í mýrinni?
„Mýrarmorðin“ eru
aftur orðin fréttamatur
Fá sakamál í Bretlandi hafa
vakið jafn mikla athylgi og
vionjóð og „mýrarmorðin" svo-
kölluðu árið 1965. Þá voru grafin
upp úr mýri í Lancashire lík
tveggja barna, sem hafði verið
misþyrmt á hroðalegan hátt áður
en þau voru myrt. Morðingjarnir,
karl og kona, eru enn í fangelsi
en nú hefur annað þeirra rofið
þögnina og sent lögregluna í ieit
að fleiri líkum.
Myra Hindiey, sem var dæmd í
lífstíðarfangelsi árið 1965 fyrir að
hafa aðstoðað ástmann sinn, Ian
Brady, við að myrða tvö börn, hef-
■ MORO-MORÐIÐ ■
Kvikmynd um
ódæði veldur
úlfaþyt
Arið 1978 rændu og myrtu
skæruliðar Rauðu herdeiid-
anna Aldo Moro, _ þáverandi
forsætisráðherra á Ítalíu. Um
þennan atburð hefur nú verið
gerð heimiidarmynd og hefur
hún orðið til að endurvekja deil-
urnar um það hvort allt var gert
sem hægt var til að bjarga lífi
Moros.
Umræðumar, sem orðið hafa um
myndina „Moro-málið“ rúmlega
átta ámm eftir að glæpurinn var
framinn, sýna það vel hve mikil
áhrif hann hafði á ítölsku þjóðina.
Moro, sem þá var formaður Kristi-
lega demókrataflokksins og forsæt-
isráðherra í fímmta sinn, var rænt
16. mars 1978 á götu í Róm og
lögreglumennimir fímm, sem gættu
hans, skotnir til bana. Aldrei áður
höfðu Rauðu herdeildimar ráðist til
atlögu við jafn háttsettan mann.
Dagarnir 55, sem liðu þar til
sundurskotinn líkami hans fannst í
bíl í Róm, voru mikill þrengingatími
fyrir ítölsku þjóðina. Sú spuming,
sem brann á allra vömm og er
meginstefið í myndinni, var hvort
semja ætti við skæmliðana um líf
Aldo Moros og hvort yfírvöldin
hefðu gert ailt sem unnt var, til að
finna hann og ræningja hans.
Kristilegir demókratar, sem vom
við völd á þessum tíma, hafa bmgð-
ur nú vakið þetta sársaukafulla mál
upp aftur, sem var á síðum allra
bresku blaðanna á sjöunda áratugn-
um. Hindley, sem er 43 ára gömul
og lýsir sjálfri sér sem „sanntrúuð-
um kaþólikka", segist nú tilbúin til
að hjálpa lögreglunni við að finna
lík fleiri bama í mýrinni í Lancas-
hire í Norður-Englandi, þar sem
hún og Brady grófu hin tvö, Lesley
Anne Downey, sem var 10 ára göm-
ul, og John Kilbride, sem var 12 ára.
Bretar minnast enn með hryllingi
lýsinga á glæpaverkum skötuhjú-
anna, hvernig þau ljósmynduðu
Downey og tóku upp á seguiband
skelfíngarópin í henni þegar þau
FANGI — Moro í höndum morð-
ingjanna. Létu sumir valda-
manna sér fátt um finnast?
ist ókvæða við myndinni og Flam-
inio Piccoli, núverandi formaður
flokksins, hefur fordæmt hana sem
„óhróður ... þar sem lygin lekur
úr hverri setningu". Ekki minnkuðu
svo deilumar þegar Gian Maria
Volonte, sem leikur Moro í mynd-
inni, var skyndilega tilkynnt að
ráðgerðri þátttöku hans í vinsælum
sunnudagsþætti í ítalska ríkissjón-
varpinu hefði verið aflýst. Framleið-
endur þáttarins neituðu þó fréttum
um, að þeir hefðu látið undan þrýst-
ingi kristilegra demókrata.
I myndinni, sem ávallt hefur ver-
ið sýnd fyrir fullu húsi, er undan-
tekningarlítið gefin sú lýsing af
leiðtogum kristilegra demókrata,
að þeir hafí verið ákveðnir í að
voru að meiða hana og myrða. Lög-
reglunni tókst þó aldrei að upplýsa
þetta mál til fulls því að Pauline
Reade, 16 ára, og Keith Bennett,
12 ára, sem voru nágrannar Hind-
ley og Brady, hurfu einnig um þetta
sama leyti en hafa aldrei fundist.
Hindley segir, að ástæðan fyrir
því að hún vilji nú fara með lögregl-
unni út í mýrina, þar sem þau Brady
stunduðu áður myrkraverkin, sé
átakanlegt bréf, sem hún hafi feng-
ið frá móður annars barnanna, sem
er saknað, og hafi valdið henni
„miklu hugarangri". Michael Topp-
ing, lögreglumaðurinn sem fer með
rannsókn málsins, ræddi við Hindl-
ey og sagði á eftir, að bréfið frá
móður Keith Bennett hefði augljós-
lega fengið mikið á hana og að oft
hefði sett að henni mikinn grát.
„Mér er næst að halda að hún vilji
í raun og veru hjálpa til við að
upplýsa málið,“ sagði hann. Lög-
reglumenn með hunda, sem þjálfað-
ir eru til að leita að líkum, hafa
farið um afskekktar og víðlendar
mýrarnar en ekki hefur enn verið
ákveðið hvort reynt verður að láta
Hindley sjálfa benda á grafirnar.
Þótt tveir áratugir séu liðnir frá
því morðin voru framin hefur Myra
Hindley aldrei orðið gleymskunni
að bráð. Til þess hefur hún séð með
því að vera stöðugt að sækja um
náðun. I hvert sinn sem hún hefur
sent slíka umsókn til náðunarnefnd-
arinnar hefur almenningur brugðist
ókvæða við og mæður barnanna
krafist þess, að hún verði í fangelsi
til æviloka. Hindley segist gera sér
grein fyrir því, að með því að bjóð-
ast til að hjálpa lögreglunni við að
finna fleiri lík sé hún líklega að
gera að engu vonir sínar um náð-
un. I yfirlýsingu, sem lögfræðingar
hennar hafa komið á framfæri, seg-
ist hún tilbúin til að „vekja upp
aftur hatur fólks á mér og svipta
sjálfa mig voninni um náðun í þeirri
von, að upplýsa megi málið“.
- ADRIAN WARNER
semja ekki við mannræningja hvað
sem liði örvæntingarfullum bréfum
frá Moro þar sem hann bað þá um
að skipta á sér og nokkrum liðs-
mönnum Rauðu herdeildanna.
ítalska lögreglan og leyniþjón-
ustan eru heldur ekki sýnd í allt
of fallegu ljósi og gefið { skyn, að
miklu meira hefði mátt gera til að
hafa uppi á Moro og að örlög hans
hafi ekki valdið sumum valdamönn-
um í kerfinu miklum andvökum.
Þá er látið að því liggja, að þeg-
ar Moro var rænt hafí sumir
yfirmanna leyniþjónustunnar verið
félagar í hinni leynilegu og ólöglegu
„P-2“-frímúrarareglu en uppljóstr-
unin um hana varð stjórninni að
falli tveimur árum síðar.
I myndinni kemur það tvisvar
sinnum fyrir, að lögreglan kemur
að íbúðum, sem Rauðu herdeildim-
ar réðu yfír, en hverfur frá aftur
þegar enginn kemur tili dyra. í
annarri íbúðinni var Moro fangi.
Stjórnandi myndarinnar, hand-
ritshöfundarnir og leikarinn Vol-
onte segjast vera mjög hissa á
uppistandinu út af henni. Segjast
þeir hafa byggt myndina á gögnum
frá þingnefndunum, sem rannsök-
uðu Moro-málið og „P-2“-frí-
múrararegluna, bréfum sem Moro
skrifaði í fangavistinni, og á réttar-
höldunum yfír morðingjunum.
Á síðasta ári staðfesti áfrýjunar-
réttur i Róm dóma, sem tveimur
árum áður höfðu verið kveðnir upp
í málinu yfír 32 liðsmönnum Rauðu
herdeildanna. Þar af voru 22 dæmd-
ir í lífstíðarfangelsi.
- PHILIP PULLELLA
■ ÞRAUTAGANGAN
Húsnæðis-
skorturinn
er orðinn
veraldarplága
eir sem eru í húsnæðis-
hraki í London eru farnir
að leggja í vana sinn að lesa
dánartiikynningar í von um að
komast á snoðir um laust hús-
næði og í París er ástandið
ekki betra, að sögn Chislaine
Karsenthy, sem vinnur hjá
leigumiðlun. Hún segir að fólk
í leit að húsnæði komizt strax
að raun um að framboðið sé
ekkert en eftirspurnin gríðar-
leg.
Verð á húsnæði í Lundúnum
hefur þrefaldast á þessum áratug.
Það er svo hátt að atvinnuleys-
ingjar í Norður-Englandi láta ekki
freistast af atvinnutilboðum í
London og grennd heldur húka
áfram í biðröðum eftir atvinnu-
leysisbótunum sínum.
I tengslum við rannsókn á hús-
næðismálum í stórborgum heims
féll það í hlut fréttamanna Reut-
ers í Frankfurt, Tokyo, Hong
Kong og Kaíró að gera skýra
grein fyrir þeim möguleikum sem
ungt fólk í millistétt í þessum stór-
borgum hefur til að koma sér upp
fjölskyldu.
Joseph Wong sem er 29 ára
gamall sölufulltrúi í Hong Kong
skýrði frá sinni reynslu sem á
ýmislegt sammerkt með mörgum
öðrum: „Við ákváðum loks að
kaupa íbúð þar sem brúðkaups-
dagurinn nálgaðist óðfluga. Og
þegar við höfðum verið fastagest-
ir hjá fasteignasölum í um það
bil sex mánuði keyptum við með
veðláni litla einstaklingsíbúð, 65
fermetra að stærð.“
Hún kostaði 2,3 milljónir. Wang
greiddi 20% út í hönd og mánaðar-
legar afborganir af íbúðinni eru
20 þúsund krónur, en hann hefur
48 þúsund krónur í mánaðarlaun.
„Eins og sakir standa höfum við
jafnvel ekki ráð á að hugleiða
barneignir," segir hann.
Verð á íbúðum í New York
hefur þrefaldast á síðustu sjö til
átta árum. Bruce Nader keypti
tveggja herbergja íbúð á Man-
hattan af byggingasamvinnufé-
lagi. Kostnaður vegna íbúðarinnar
er 110 þúsund krónur á mánuði.
„Allt okkar fé rennur til hennar,“
segir Bruce. „Við erum raun-
verulega fangar í okkar eigin
íbúð.“
Hann hugleiddi að kaupa sér
íbúð í úthverfí New York. Verð á
húsnæði á þessum slóðum fer að
nokkru leyti eftir því hversu lang-
an tíma tekur að komast þaðan
til miðborgarinnar. Til dæmis er
ódýrara að kaupa íbúð í hverfum
sem eru í tveggja stunda fjarlægð
frá miðborginni en húsnæði sem
er nær. Bruce tók þetta með í
reikninginn en hafnaði því. „Ef
maður tekur þann kostinn eyðir
maður alltof löngum tíma í yfir-
fullum strætisvagni. Ég vildi
heldur leggja fram meira fé til
að geta varið sama tíma í nota-
legri íbúð.‘‘
I Tokyo er algengt að menn séu
tvær klukkustundir á leið til vinnu
sinnar og heim aftur. Að sögn
Masaso Ariyama fasteignasala er
algerlega útilokað fyrir millistétt-
arfólk að kaupa hús í borginni
sjálfri. Hús í góðu hverfi myndi
kosta 25 milljónir.
Ungt, starfandi fólk í Tokyo
borgar allt að 36 þúsundir á mán-
uði í leigu fyrir litla íbúð í borginni
eða það ver allri starfsævi sinni
í að greiða fyrir íbúð í úthverfi,
sem kostar að öllu jöfn um 12
milljónir króna.
Ungt fólk í París vill fremur
leigja íbúðir en festa kaup á þeim.
Launþegi með 80 þúsund króna
mánaðarlaun borgar að jafnaði
um 16 þúsund fýrir íbúð í góðu
hverfi. „En vandinn er sá að fá
einhvers staðar íbúð,“ segir Letic-
ia Petrie, 25 ára gömul skrifstof-
ustúlka hjá stóru ríkisfyrirtæki.
„Það er mjög erfitt að fá hús-
næði,“ segir hún, „enda þótt ég
sé í náðinni hjá húseigendum af
því ég er opinber starfsmaður með
trausta vinnu. En þegar maður
þarf að vinna og hefur ekki tíma
til þess að vetja mörgum klukku-
stundum á dag til að standa í
biðröðum eftir húsnæði, er ekki
um annað að ræða en að taka á
leigu íbúð sem maður hefur ekki
séð eða fá einhvers staðar inni
fyrir kunningsskap."
Samuel Brittan er virtur dálka-
höfundur, sem skrifar um efna-
hagsmál í brezka ritið Financial
Times. Hann segir að brezkur
maður með meðaltekjur greiði
helming rauntekna sinna til að
standa straum af 90% veðláni til
kaupa á húsnæði sem kostar 2,6
milljónir króna. Það verð er þó
undir meðallagi á húsnæðismark-
aðnum í Lundúnum og nágrenni.
- NICHOLAS MOORE
■ BÓKMENNTIR
Hugrekki og
frábær reisn
Dagbók Etty Hillesum, ungr-
ar, hollenskrar stúlku af
gyðingaættum, sem lést í útrým-
ingarbúðum nasista, er einstæð-
ur vitnisburður um mannlega
reisn. Hefur bókin selst í stórum
upplögum og nú hefur einnig
verið gefið út safnrit með öðrum
skrifum hennar.
Það var fyrst fyrir fimm árum,
að hollenskur útgefandi féllst með
semingi á að gefa út dagbókina
„Líf í rústum" en síðan hefur hún
verið endurútgefín 18 sinnum í
Hollandi og komið út í nærri jafn
mörgum útgáfum erlendis.
Sjöunda september árið 1943 var
Hillesum, sem hafði lokið námi í
lögum og slavneskum tungumálum,
flutt ásamt foreldrum sínum og
bróður, Mischa, til Auschwitz frá
fangabúðum í Westerbork í Hol-
landi. Samkvæmt upplýsingum
Rauða krossins lét hún þar líf sitt
30. nóvember það sama ár. Enginn
ættingja hennar átti afturkvæmt
og af 140.000 gyðingum í Hol-
landi, bæði hollenskum og flótta-
fólki, voru aðeins 20.000 á lífi eftir
stríð.
„Við sungum þegar við fórum frá
búðunum ... vöruflutningavagn-
arnir eru ekki svo slæmir,“ krotaði
Hillesum á spjald, sem hún kastaði
út úr einum vagnanna sem fluttu
hana og rúmlega þúsund aðra gyð-
inga í vinnubúðimar og gasklefana.