Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 11

Morgunblaðið - 14.12.1986, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986 C 11 „Við verðum að hefja einarða og skilyrðislausa baráttu gegn hverskyns trúarbrögðum“ ■ TÍMANNA TÁKN? | Róm er orðin höfuðborg flækinganna Fyrir rúmum áratug hafði Rómaborg sérstöðu meðal annarra höfuðborga í Vestur- Evrópu að því leyti að það sáust engir flækingar og útigangsfólk á götum úti. Nú hefur borgin eilífa jafnað metin við aðrar borgir svo að um munar. Þar er svo mikið af útigangsfólki, að félagsráðgjafar eru ráðþrota og sjá engin úrræði til þess að ráða fram úr vandamálum þessa fólks sem á hvergi höfði sínu að halla. A fornum söguslóðum Rómaborgar getur að líta eymd mannlífsins í margs kyns tilbrigðum, allt frá skringilegum og kátlegum sérvitring- um, sem hafa kosið að leggjast út, til blásnauðra atvinnuleysingja. Talið er að flækingar í Rómaborg séu 2000 talsins, en fjöldi hinna sígildu umrenninga, sem fara stöðugt á svig við lög og reglur samfélags- Fagurt yfirbragð var vísað á dyr Geðsjúkum ins, hefur haldizt lítið breyttur um langa hríð. Aftur á móti hefur því fólki fjölgað stöðugt, sem hrekst út á stræti borgarinnar sakir sárrar neyðar og örvæntingar. Meðalaldur flækinga lækkar og heimilislausum konum fjölgar. Rannsóknarstofnunin Labos hefur skýrt frá því að flækingar sem leita á náðir kaþólsku hjálparstofnunar- innar Caritas og annarra slíkra stofnana, séu flestir innan við 45 ára og 34% séu innan við þrítugt. DROTTINN MINN DÝRI Gorbachev varar við trúrækninni Mikhail Gorbachev hefur ekki verið margorður um af- stöðu sína til trúarbragða frá því hann tók við embætti aðalritara Kommúnistaflokksins. Nú fyrir skömmu brá hann út af venjunni og hvatti til „skilyrðislausrar bar- áttu gegn trúarbrögðum" í sunnanverðum Sovétrikjunum þar sem múhameðstrú á sterk ítök í fólki frá fornu fari. Þessi orð aðalritarans komu fram í ræðu sem hann flutti fyrir háttsetta flokksmenn og embættismenn í Tash- kent, sem er höfuðborg Sovétlýðveld- isins Uzbekstan, en þar hafði hann skamma viðdvöl á leið sinni til Ind- lands. A þessum slóðum er múham- eðstrú mjög útbreidd. Helztu blöðin í Sovétríkjunum gátu ekki um þessa ræðu, en mjög sjaldgæft er að þau blöð láti undir höfuð leggjast að birta ræður leiðtogans. Á hinn bóginn var skýrt frá ræð- unni í stuttu máli í blaðinu Pravda Vostoka en það er opinbert málgagn Kommúnistaflokksins í Uzbekistan. Gorbachev fór ekki einungis hörð- um orðum um trúarbrögð heldur einnig um spillingu og bágborið efna- hagslíf í héraðinu. Hann sakaði starfsmenn Kommúnistaflokksins um að taka þátt í helgiathöfnum og sagði meðal annars: „Umfram allt verðum við að taka hart á kommúnistum og háttsettum embættismönnum sem þykjast standa vörð um hugsjónir og siðgæði kommúnismans, en styðja og styrkja afturhaldssöm sjónarmið og taka sjálfir þátt í trúarathöfnum.“ Leiðtoginn sagði ennfremur: „Við verðum að hefja einarða og skilyrðis- lausa baráttu gegn hvers kyns trúarbrögðum. Jafnframt verðum við að efla pólitískt starf og áróður fyrir trúleysi." Aðalritarinn hefur áður gagnrýnt spillingu og bágborið efnahagslíf í Uzbekistan en hann hefur aldrei fyrr vikið einu orði að múhameðstrú og menningu hennar sem er í stöðugri sókn. Hins vegar hefur hann talað um „helzta vandamálið" og trúlega er þar átt við múhameðstrú, þótt ekki hafi hann tekið það fram. Um SJÁ: Drottinn minn dýri Flestir umrenningar, sem leita ásjár hjá hjálparstofnunum, eru ít- alskir en fjöldi útlendinga vex jafnt og þétt. Þeir eru nú 12,5% af heildar- fjöldanum. Kunnugur maður sagði fréttastofu Reuters að ástæður fyrir hinni vax- andi örbirgð væru fjórar að minnsta kosti. Hjá ungu fólki væri algengt að það sliti sambandi við fjölskyldur sínar og væri það oft í kjölfar vímu- efnaneyzlu. Margir hefðu glatað sambandi við átthaga sína vegna flutninga til borgarinnar og loks væri um að ræða atvinnuleysi og húsnæðisleysi. Don Luigi Liegro, presturinn sem rekur hjálparstofnunina Caritas, seg- ir að ennfremur leiti þangað mikið af geðsjúklingum. Þeim hafi bókstaf- lega verið fleygt út á götuna þegar gerðar voru lagabreytingar á starf- semi ríkisrekinna geðsjúkrahúsa árið 1978, sem hafði í för með sér brott- rekstur fjölda sjúklinga. Ef geðsjúkl- ingar eiga ekki ættingja, sem eru fúsir til að annast þá eða greiða fyr- ir þá vist á einkasjúkrahúsi, eru þeim öll sund lokið nema gatan. - BARRY MOODY það bil 50 milljónir sovézkra borgara aðhyllast múhameðstrú eða tengjast henni á einhvern átt og er það tiltölu- lega lítill hluti sovézkra borgara sem eru alls um 280 milljónir talsins. Á hitt ber að líta að fólksfjölgun er miklu meiri hjá þeim sem eru múham- eðstrúar en öðrum borgurum Sov- étríkjanna og dæmið lítur því þannig út að árið 2000 verði einn af hveijum þremur hermönnum í Rauða hernum úr fjölskyldu sem aðhyllist múha- meðstrú. I Uzbekistan er meirihluti íbúanna múhameðstrúar eða rúmlega 18 millj- ónir. En þetta sovétlýðveldi hefur haft slæmt orð á sér á undanförnum árum af öðrum ástæðum. Þar þreifst meiri spilling en annars staðar í Sov- étríkjunum undir stjórn Sharf Rash- idov flokksmformanns en hann lézt í embætti árið 1983. Opinberar fram- kvæmdir drógust mjög úr hömlu í stjórnartíð hans því að byggingarefni sem ætlað var fyrir barnaheimili og spítala var notað til að reisa glæsihús fyrir helztu flokksgæðingana. Þá voru lagðar veðhlaupabrautir fyrir forréttindafólkið og opinberu fé varið til þess að reisa kynbótastöðvar fyrir hross í einkaeign. - MARIN WALKER ■ „MISS MARY“ Hróður Hemingways var henni að lokum allt Mary Welsh Heming- way, sem lést fyrir skömmu, var fjórða eigin- kona Ernest Hemingway og ekkja hans og átti ekki alltaf sjö dagana sæla í sambúð- inni við rithöfundinn. Þegar fór að halla undan fæti fyr- ir honum og geðheilsan að bresta kom það í hennar hlut að ala önn fyrir honum og hún gerði hvað hún gat til að breiða yfir, að hann svipti sig lífi. „Miss Mary“, eins og Hem- ingway kallaði hana oft í bréfum sínum, fæddist í Min- nesota og var 36 ára gömul þegar bandaríski rithöfundur- inn Irwin Shaw kynnti hana fyrir Hemingway í London árið 1944. Hemingway var níu árum eldri en Mary og þá þeg- ar farinn að hafa áhyggjur af að þunnt hárið væri farið að slá dálitlum fölskva á karl- mennskuímyndina. Mary, sem starfaði hjá Time—Life-útgáf- unni, var gift Noel Monks, áströlskum blaðamanni hjá Daily Mail, en þriðja eiginkona Hemingways, rithöfundurinn Martha Geíhorn, hafði þá þeg- ar farið fram á skilnað. Hemingway varð strax hrifinn af Mary, eins og sýndi sig best í því að hann varð sér úti um mynd af manni hennar, stillti henni upp við klósettið og skaut á hana með skamm- byssu. Að sjálfsögðu fór klósettið líka í þúsund mola og varð af heilmikið vatnsflóð. Hjónaband þeirra Mary og Hemingway var oft mjög stormasamt og á sjálfan brúð- kaupsdaginn í Havanna árið 1946 rifust þau svo heiftar- lega, að Mary tók saman foggur sínar og ætlaði að fara burt. Þá braut Hemingway odd af oflæti sínu og bað hana afsökunar, en það var nokkuð, sem hann átti ekki auðvelt með síðar á ævinni. Miss Mary, sem var ýmsu vön úr fréttamennskunni, stundaði veiðar ásamt manni sínum undan Kúbu, var með MARY WELSH - Storma- samt hjónaband honum á andaskytteríi í Idaho og á Ítalíu og hún fór með honum á nautaat á Spáni og í veiðiferðir til Afríku. Hún varð ófrísk árið 1946 en misstri fóstrið og var nærri farin sjálf. Þakkaði hún Hem- ingway, að hún skyldi öðlast lífsviljann aftur en hann vék varla frá rúmi hennar í veik- indum hennar. Um langan aldur átti Hem- ingway vingott við ýmsar konur á Kúbu og Mary umbar það með mestu þolinmæði. Eftir því sem tímar liðu átti hún hins vegar æ erfiðara með að þola hve hann saknaði liðins tíma, æsku- og manndómsár- anna, sem voru löngu liðin. Mary stóð við hlið hans þrátt fyrir allan drykkjuskap- inn, sem átti mikinn þátt í að eyðileggja hann, en síðasta árið þeirra saman var ein sam- felld martröð. Þá var Heming- way alltaf með annan fótinn á Mayo-sjúkrahúsinu þar sem reynt var að hjálpa honum með rafmagnslækningum, en árla morguns dag einn batt hann loks enda á líf sitt með því að skjóta sig í höfuðið. Mary náði sér aldrei almenni- lega eftir áfallið, sem hún varð fyrir þegar hún fann mann sinn með hálft höfuðið skotið af. Fyrst í stað reyndi hún að láta líta út fyrir, að um slys hefði verið að ræða, en síðan vildi hún, að manns síns yrði minnst sem gallalauss mikil- mennis og skáldjöfurs. Sjálfsævisaga Miss Mary er í þessum dúr. í henni reynir hún að breiða yfir misfellurnar í sambúð þeirra og geðveikina, sem gerði lífið með honum oft og tíðum óbærilegt. - W.J. WEATHERBY hún af því bæði vinsæl og umdeild því að hún vildi ekki láta yfirvof- andi ógæfuna taka öll völd í lífi sínu. „Eg starfa og lifi með því hugar- fari, að lífið hafi tilgang," skrifaði hún í júlí 1942 en þá óttaðist hún, að hún yrði brátt flutt í burt. Karl Smelik, útgefandi dagbókarinnar, segir að stöðug viðleitni hennar til að verða að betri og heilli mann- eskju valdi því, að skrif hennar eigi erindi við alla menn á öllum tímum. Heildarútgáfa á verkum Hilles- um, dagbókinni og bréfunum, kemur út í kjölfar endurútgáfu á hinni frægu dagbók Önnu Frank en frásagnir hennar af lífinu í felum fyrir nasistum hafa lengi verið táknrænar fyrir þjáningar gyðinga. Dagbók Önnu Frank var fyrst gefin út á sjötta áratugnum en þá leist útgefendum ekkert á dagbók Hilles- um þar sem þeim þótti of mikið vera um heimspekilegar vangavelt- ur. Frá 1981 hefur Dagbók Etty Hillesum verið gefin út í 170.000 eintökum og er það risavaxið upp- lag í landi þar sem fæstar bækur seljast í meira en 10.000 eintökum og aðeins metsöluhöfundar komast yfir 100.000. Síðan hefur bókin verið þýdd á flest vestur-evrópu- málanna auk hebresku og japönsku. Hillesum komst hjá því að vera flutt strax í útrýmingarbúðirnar með því að bjóðast sjálf til að vinna að hjálparstörfum í Westerbork- búðunum en vegna veikinda var hún þó lengst af í Amsterdam. Vinir hennar buðust til að fela hana eins og fjölskyldu Önnu Frank en hún hafnaði því, kvaðst vilja deila örlög- um með þjóð sinni. Hillesum fór í Westerbork-búð- irnar sem sjálfboðaliði í júní árið 1943 en mánuði síðar var hún orð- in að venjulegum fanga. í bréfi frá einum vina hennar, sem sá hana stíga upp í lestina til Aushwitz, segir meðal annars: „Þá er Etty líka farin til Pól- lands. Foreldrar hennar og bróðir hafa verið flutt burt en hún fór í vagr.i með ókunnugu fólki af því að hún gat ekki horft upp á örvænt- ingu foreldra sinna.“ - RAYMOND GIJSEN LEIÐARLOK — Vöruflutningavagninn sem flutti Etty til búðanna var „ekki svo slæmur“ að hennar dómi. Myndin hér er af atriði úr sjónvarpsmynd um Auschwitz. Aðeins hálfum mánuði áður hafði hún sent bréf frá hollensku búðun- um, illa lýstum timburkofum í mýrlendinu austast í landinu, þar sem hún sagði frá hlutskipti gyðing- anna, sem áttu að leggja upp daginn eftir í sína hinstu ferð. „Þegar ég segi, að þessa nótt hafi ég verið í helvíti, hvaða merk- ingu skyldirðu þá leggja í það,“ segir Hillesum í bréfinu til vinar síns og lýsir því síðan, sem hún upplifði. Skelfingu ungrar stúlku, konu sem svipti sig lífi, fæðingar- hríðum annarrar konu, barnsgráti og örvæntingu. í skrifum sínum dregur Hillesum upp mynd af lífi gyðinganna í fangabúðunum í Hollandi en sjálf lagði hún mikið starf af mörkum í þágu trúbræðra sinna þar. Varð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.