Morgunblaðið - 14.12.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1986
C 17
Rjúpan í yfir
200 krónur
Engin skortur fyrirsjáanlegur - góð veiði
Þessa dagana og næstu vik-
umar eiga ijúpur landsins
ekki sjö dagana sæla, flokk-
ur skotveiðimanna eltir þær á
röndum um fjöll og fimindi, enda
em jólin í nánd og varla hægt að
tala um jól á mörgum heimilum ef
ijúpur em þar ekki á boðstólnum.
Það er fátt heilnæmt við þetta veið-
itímabil fi*á sjónarhóli ijúpnanna,
en margur höfuðborgarbúinn og
margir sveitamenn sækja sér líkam-
lega endumæringu frá hversdags-
leikanum með því að ganga
rösklega til fjalla, streða og erfíða
töluvert, kannski meira en til stóð,
og hafa kannski nokkrar ijúpur í
matinn út úr því. En ijúpan er kynd-
ugur fugl og ekki alls kostar einhlítt
það sem margir segja um ijúpna-
skytterí að það sé ekkert sport að
drepa ijúpur, þær séu svo sauð-
heimskar og gæfar, að menn gangi
bara upp að þeim og skjóti þær
sitjandi úr dauðafæri. Fyrir kemur
að aðstæður bjóða upp á slíkt, en
því fer fjarri að þannig sé það allt-
af. Það er eins og í laxveiðinni,
stundum tekur laxinn eins og koli,
ef menn hitta þannig á hann, en
þess á milli er nokk sama hvað
menn rembast, laxinn fúlsar við
öllu og menn halda til síns heima
með stál í afturendanum (öngulinn
í rassinum). Svo segja menn: Hvað
meinar maðurinn? Sport að drepa
ijúpur? Því er til að svara, að dráp-
ið er sjaldnast það sem höfðar til
sportveiðimanna. Hjá stangveiði-
mönnum er það veiðiaðferðin, takan
sjálf og glíman. Augnablikið þegar
laxinn eða silungurinn er drepinn
gefur enga ánægju, en slagur er
þó látinn standa, því menn nýta
afla sinn. í ijúpnaveiðinni er það
ekki síst glíman við náttúruöflin,
útsjónarsemi að fínna út hvar ijúp-
an kann að halda sig hveiju sinni,
eftirvæntingin hvort eitthvað fínn-
ist, óttinn við rysjótt veður og svo
þegar á hólminn er komið: Að þurfa
að skjóta ijúpuna á flugi sem er
erfítt.
Allir þekkja íslendingar ijúpuna,
„ein er upp til íjalla...“ o.s.frv.
Margir vita, að þjóðsagan segir að
hún sé systir fálkans, en samkvæmt
því sé vandsvarað hvers vegna fálk-
inn lifir helst á ijúpu. En því er til
að svara að hann þekkir ekki systur
sína fyrr en hann er búinn að holrífa
hana og er kominn að hjartanu.
Þá þekkir hann hana og rekur upp
mikið spangól. Ef þetta væri rétt
væri rökrétt að fálkinn væri fljótur
að gleyma, því næst þegar hungrið
sverfur að, þá er hann snöggur að
drepa næstu ijúpu.
Hér er ekki hugmyndin að rita
vísindalega grein um ijúpuna,
vangaveltur um breytilega stofna-
stærð og hugsanlegar ástæður fyrir
þeim undarlegu sveiflum sem
stundum eru hraðar og tíðar, en
hægari þess á milli. Nei, í tilefni
af því að nú stendur yfír ijúpnaveið-
itími, ætlum við að koma víða við
í sérkennilegum og skemmtilegum
sögum, sönnum, ýktum og e.t.v
lognum, því slíkar sögur fyrir-
fínnast f ijúpnaveiði eins og öllum
öðrum veiðiskap.
Við getum byijað á því að segja
frá þremur ijúpnaskyttum, tveimur
semveiddu saman og þeirri þriðju
sem var harður keppinautur á frek-
ar takmörkuðu veiðisvæði. Kærleik-
ar voru litlir, enda gerðu þeir hvetjir
öðrum skráveifur þegar færi gafst
og þeir sem veiddu saman höfðu
hugvit til þess að hafa oftar betur.
Nú var það þannig, að ijúpnaskytt-
an eina, bjó við jaðar veiðisvæðisins
og eitt sinn er félagamir fóru um
svæðið í hinu versta veðri, brá svo
við að þeir sáu ekkert kvikt. And-
stæðingur þeirra lét ekkert á sér
kræla. Þá fóru vinimir að bralla.
Söfnuðu snjó og klakabútum,
stungu göt á þá og þræddu á kipp-
ur. Tóku þeir síðan á rás fram og
til baka, skutu eins og óðir menn
og bættu alltaf snjókögglum á kipp-
umar jafnt og þétt. Fljótlega sáu
þeir hreyfíngu heima hjá andstæð-
ingnum. Nálgaðist hann óðum og
sáu félagamir að hann hljóp sem
mest hann mátti og var byssan
ekki á öxlinni, heldur í greipinni.
Hlupu vinimir þá í átt til heiða
og skutu sem óðast eftir sem áður,
bættu ískögglum jafnt og þétt á
kippur sínar. Nú vissu þeir að „vin-
ur“ þeirra var ekki maður til að
hlaupa mikið og undruðust þeir
stórlega hvert úthald hann sýndi
og töldu þeir því réttilega, að hann
væri óður af bræði. Er kjarrbelti
eitt nálgaðist, lögðu þeir kippur
sínar og „feng“ á áberandi stað og
földu sig í skóginum. Sáu þeir síðan
er andstæðingurin kom að kippun-
um og sá sem var. Tvísteig hann
um stund, en orgaði síðan eins og
naut, sendi síðan nokkrar hleðslur
að birkiskóginum. Færið var hins
vegar slíkt að það var ekki líklegt
til að skaða nokkum mann.
Sögð er saga af afburða skyttu
einni, að þegar hún hafði son sinn
með sér, lét hún hann ganga á
undan sér með bakpokann opinn.
Skaut hann síðan aðeins á þær ijúp-
ur sem flugu þannig að þær duttu
beint ofan í bakpokann. Svo lagin
var skytta þessi að flæma og smala
ijúpum, að bakpokinn var jafnan
fullur fyrir kvöldið.
Kristófer er maður nefndur sem
gat sér orð fyrir hrikalegar kynjá-
sögur í Borgarfjarðarhéraði á fyrri
hluta þessarar aldar. Hann var m.a.
ijúpnaskytta góð og sagði svo frá
því, að eitt sinn hefði hann komið
skyndilega í þann stærsta ijúpna-
hóp sem hann hefði á ævi sinni
séð, tvö- til þijúhundruð fuglar að
minnsta kosti. Þetta var í Snjófjöll-
um. „Gaman væri að ná þeim
öllum,“ hugsaði Kristófer með sér,
en sá enga von til þess þar sem
hann átti aðeins eitt skot eftir.
Ekki dó Kristófer ráðalaus frekar
en fyrri daginn, hann kom sér var-
lega fyrir inni í ijúpnaskaranum og
um leið og hann hleypti af, veifaði
hann byssunni í allar átti. „Ég drap
þær allar," sagði hann svo.
lMMWM.
U
ix_UUoj£j Lu>jUjJ a.' UJUuuaiu.
wL.m JUJjUC. JoUU.
við gerum jóldkoi
þín f nýjum og fullkomnum vélum frá FUJI
WJ ÍA.IJ.lJU.1’ UUJJÍII
Ný tækni - þess vegna getum við boðið lægra verð
en aðrir.
* minnsta pöntun er 10 stk.
aiiaiinnaaiQ^
Skipholti 31, sími 25177
Eiðistorgi 13, sími 611788