Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ Í987 DRAP FORVTTIMIN KÖTTINIM? LEYNDARDÓMAR LISTAVERKS ÞÚ ERT staddurá pappaskúlptúrsýningu og með- al listaverkanna er kassi sem bundið er vandlega utan um. Þú horfirá kassann og eftirskamma stund fer þig að langa til að taka böndin utan af kassanum og sjá hvað er innan í honum. Þessi tilfinning verður æ óþægilegri ekki síst er þú lítur ísýningarskrána og sérð nafngiftverksins, nefni- lega „curiosity killed the cat“ sem þýðir á sæmilega góðu íslensku máli, „forvitnin varð kett- inum að bana." í huganum réttlætir þú þessa hvöt, forvitnina, blóðlangar til að taka böndin utan af kassanum og kíkja í hann. í staðinn sérðu lista- manninn skjótast hjá og til að tæta ekki listaverkið ísundurá staðnum, gerirþú hið næstbesta og spyrð hvað sé í kass- anum, „erþað kannski dauður köttur, ha?“. Listamaðurinn verður óræðurá svipinn, gátan erenn ekki leyst, hann svarar með glettnis- glampa íaugum,, og virðist bara nokkuð sátt- urvið spurninguna, „þaðerleyndarmál.11 Það er New Yorkbúinn J. Edward Sydow sem leggur þessa gildru fyrir sýningargesti í Menningarstofnun Bandaríkjanna þessa dagana. Sydow er borinn og barnfaeddur í Texas og hefur lagt margt fyrir sig á lífsleiðinni. Hann hafði vak- ið forvitni okkar, ekki eingöngu vegna verkanna sem eru þar til sýnis, heldur virtist lífshlaup hans fremur óvenjulegt, ef marka má þær upplýsingar sem gefnar eru út á blöðum samhliða sýningarskránni. Því mæltum við okkur mót við hann, en hann hefur búið hér á landi undan- farna mánuði og búið til flesta pappaskúlptúrana sem eru á sýningunni. „Mikill sveita- maður í mér“ „Ég hef unnið fyrir mér við allt milli himins og jarðar" segir hann og býður upp á sérlagað heilsukaffi, sem of langt mál er að lýsa nánar. Hann segist hafa alist upp í litlu þorpi rétt utan við Houston „er mikill sveita- maður í mér“. Snemma hafi hann farið að búa til sín eigin leikföng, „bjó einu sinni til ná- kvæma eftirlíkingu af spönsku virki sem var á stærð við borðið hérna“, og hann sýnir stærð virkisins með því breiða út faðm- inn mót sófaborðinu sem við sitjum við í íbúðinni á Seltjarnar- nesi sem hefur verið heimili hans og vinnustaður undan- farna mánuði. „Ég varð snemma fyrir mikl- um áhrifum frá Andy Warhol og er ég var 11-12 ára gamall fannst mér sem það ætti fyrir mór að liggja að fara til New York og kanna það sem væri að gerast þar í popplistinni." Hann lagði þó lykkju á leið sína og lagði stund á dans eftir að hafa lokið B.A. prófi í erlendum tungumálum. Þá bauðst honum staða sólódansara við dansflokk í Ohio, og dansaði þar í tvö ár. Að því loknu bauðst honum tækifæri til að láta langþráðan draum rætast og halda áfram Og hér má sjá hluta af vinnu Sydows undanfarna mánuði, pappafiska og önnur furðudýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.