Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 C 11 MYNDBAND VIKUNNAR Hvín í Búdapest - eða öllu réttara Queen / Búdapest I Myndbönd Sæbjöm Valdimarsson QUEEN í BÚDAPEST ★ ★ ★ Leikstjóri Zsombolyai Janos. Stereo-hljómsetning Trip Khalaf og John Brough. Queen er skipuð Freddie Merc- ury, John Deacon, Brian May og Roger Taylor. Ungversk. Queen Films Ltd., Mafilm, Dialog Studio 1987. A Picture Music Inc. Re- lease. 90 mín. Break Every Rule ☆ ☆ Leikstjóri David Mallet. Framleið andi Jaqui Byford, Tina Turner ásamt hljómsveit. Gestur Robert Cray. Tina Turner er á samningi við Capitol, Robert Cray kemur fram með leyfi Mercury Records. HiFi Stereo. Zenith Production/A Picture Mucic Release 1987. 60 mín. Tina Turner lætur ekki deigan síga með árunum. Þvert á móti sækir hún í sig veðrið og er vinsælli í dag en nokkru sinni fyrr. Enda fara saman hrífandi söngkraftur, rámur og seiðandi, lífleg sviðs- framkoma, svo ekki sé meira sagt, kynæsandi útlit og eggjandi hreyfingar . . . Svo er hún bless- unin ekkert feimin við að bera íturvaxin lær sín, okkur Kalla til ómældrar ánægju! Og Tina og ágætir hljómlistarmenn hennar svíkja engan aðdáanda í hverju laginu á fætur öðru; Break Every Rule, Overnight Sensation, Addicted to Love, Land of 1000 Dancers, Girls. Hápunkturinn, gamla, góða lagið hans Sam Cooke, A Change is Gonna Come. En þar nýtur hún stórkostlegrar aðstoðar Roberts Cray, sem vísir menn telja mestan blúsara í dag. Sviðið er hins vegar þröngt og áheyrendur meira og minna svið- sett himpigimpi, á skjön við músíkina. En Tina er og verður veisla fyrir augu og eyru. glænýtt myndband frá hljómleik- um Queen í Búdapest á síðast- liðnu sumri. Hér flytur þessi heimsfræga súperhljómsveit — sem á ólíklegustu tímum sendir frá sér smelli sem komast á topp- inn — mörg af sínum frægustu lögum gegnum tiðina og nokkur ný. það er dúndurstuð á íþrótta- vellinum í Búdapest — á fjöl- mennustu hljómleikum sem haldnir hafa verið austantjalds — og unverska æskufólkið bersýni- lega vel með á nótunum. Freddie Mercury er í fylkingarbrjósti og keyrir hljómsveitina áfram af vel- kunnum krafti og eldmóði. Hápunktarnir Tutti Frutti og að sjálfsögðu We Are The Champi- ons . . . Ungverjar eru rómaðir kvik- myndagerðarmenn og það er unun að sjá hversu léttilega þeir fanga súpergrúppuna úr vestri. Hér mætast tvö menningarsviö í faðmlögum. Formið, hljóðupp- takan og kvikmyndunin er vönduð og listræn. Áhorfand- inn er af og til hvíldur frá dynjandi rokkinu í örstutt- um skoðunarferðum um þessa gullfallegu borg. Queen Live in Budapest er sérlega vel heppnuð hljómleikamynd í alla staði og skiparsérá bekk með þeim bestu, eins og Stop Making Sense, The Last Waltz og örfáum öðrum. Ungverjar, sú listhneigða og lífsglaða þjóð, róa að því öllum árum að auka sitt olnbogarúm og mjaka Kremlbóndanum í átt til síns heima. Baráttan hefur farið fram hljóðlega en ákveðið og nú er svo komiö að Ungverjaland er oðið langopnast „austantjalds- landa", bæði hvað snertir stjórn- málaumræðu, menningarmál og listir, vöruval, persónufrelsi. Mað- ur vonar að úr þessu verði ekki til baka snúið né frelsið fótum troðið með fulltingi stríðsvéla. Meðal þess sem aukið lýðræði hefur flutt með sér eru heimsókn- ir erlendra popplistamanna og fyrir örskömmu kom á leigurnar THE TENANT Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson THE TENANT ★ ★ Leikstjóri Roman Pofanski. Handrit Polanski, Gerard Brach. Kvikmyndataka Sven Nykvist. Biggles Myndbönd Sæbjöm Valdimarsson BIGGLES ★ 'h Leikstjóri John Hough. Handrit John Groves og Kent Walwin, byggt á per- sónum úr Benna-bókunum. Aðalhlutverk Neil Dickson, Alex Hyde-White, Fiona Hutchinson, Peter Cushing. Bresk Compact Yellowbill 1986. 89 mín. Benni, Áki og Kalli, eða hvað þær nú aftur hétu, flug- kepmurnar í Benna-bókun- um, voru óvefengjanlega nokkrar bernskuhetjanna. Enda afburðamenn, hver á sínu sviði, fyndnir og raun- góðir á þrautastund! Mestur allra er að sjálfsögðu Benni karlinn, sem aldrei gafst upp í sinni hábresku þvermóösku. Og Kalli álíka nauðsynlegur með sinni ómissandi ganta- skap. Ein af vinsælustu „undir- borðsmyndunum" í dag er einmitt Benni, eða Biggles eins og hann nefnist á frum- málinu. En talsvert er hann fjarri góðu gamni Spílbergs- lausra bernskuáranna. Að þessu sinni sveiflast nefni- lega Benni, ásamt auglýs- ingamanni bandarískum, milli nútímans og flugbar- daga fyrri heimsstyrjaldar- innar, umvafðir þriðja flokks brellum. Hafa Þjóðverjar fundið upp ógurlegt gereyð- ingarvopn sem jafnvel Benni og félagar fá ekki grandaö — nema með því að sækja að- stoð kanans fram í tímann. Heldur er þetta klént gam- an og ódýrt og ábyggilega eldri sem yngri Benna-aðdá- endum til lítillar ánægju. Slappar brellurnar veikja söguþráðinn sem má ekki við miklu. Sjálfsagt þolanleg skemmtun fyrir krakka sem ekki þekkja til söguflokksins. Tónlist Philippe Sarde. Aðal- hlutverk Polanski, Isabelle Adjani, Jo Van Fleet, Melvyn Douglas, Shelley Winters. Frönsk. Paramount 1976. 125 mín. Polanski hefur greinilega ekki verið í sem bestu, andlegu jafn- vægi er hann gerði The Tenant, 1976. Skyldi engan undra, búinn að þola slíkar hörmungar í einka- lífinu, ægilegri en nokkuð sem hann hefur ort um á tjaldinu. The Tenant er sálfræðilegur „þriller" þar sem Polanski fer með hlut- verk Pólverja, Trelkovsky að nafni. Hann tekur á leigu nið- urnídda íbúð í heldur skuggaleg- um leiguhjalla í París, leigjandinn á undan honum haföi fyrirfariö sér. Það líður ekki á löngu uns hann fær á tilfinninguna að aðrir leigj- endur hússins vilji láta hann fara sömu leiðina. Jafnframt því sem ofsóknaræðið eykst telur hann sig vera hin látna stúlka, endur- fædd. Það hefur greinilega verið ráð- villtur og fagnaðarlaus Polanski sem hér sagði fyrir verkum. Myndin er mörgum gæðaflokkum slakari en hinar meistaralegu hrollvekjur hans, Repulsion og Rosemarys Baby. Að auki er hún einsog dauft bergmál þeirrar fyrr- nefndu. Það er á huldu hvort atburðimir eru að gerast í raun- veruleikanum eða í þjáðri sál Trelkovsky. Og það er ekki fyrr en undir lokin að Polanski fer að hressast og spennan að aukast. Ekki bætir úr skák að sjálfur fer leikstjórinn með aðalhlutverkið og ferst það, vægast sagt, óhönduglega, einkum þegar hann þarf á samúð áhorfandans að halda. Hópur valinkunnra leikara fer með aukahlutverk og eru þeir meira og minna úti á þekju; Shelley Winters, Jo Van Fleet og ekki hvað síst Isabelle Adjani. Það er helst skörungurinn Melvyn Douglas sem tekst að kreista eitt- hvað úr rullunni. Lýsing Nykvists er drungaleg og ógnvekjandi og myndin tekin í líflausum sepíulitum. En þeir einir duga ekki til að halda uppi hryllingsstemmningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.