Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 12
NIG W~D 12 C T8ei SHAM .OS HUOAQUT8OT .aiQAJHMUDHOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 - AÐAL- FUNDUR Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1987 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 3. april 1987 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörfskv.ákvæðum36.gr,samþykkta bankans. 2. Tillagabankaráðsumútgáfujöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga bankaráðs um breytingar á samþykktum bankans. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 27. mars n.k. Reikningar bankans fyrir árið 1986 ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 26. mars n.k. Reykjavík, 27. febrúar 1987 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. 0 Iðnaðarbankinn SlN □ □ O // Förðunin á að vera sem eðlilegust u Með hækkandi sól og hlýj- indum fara ýmsir að gefa gaum að nýjungum í sumarfatatísk- unni, ekki síður í litum og línum förðunar og snyrtingar. Og ekki er um að villast að vor og sum- arsvipur er að komast á glugga verslana og dökkir vetrarlitir að víkja úr hillum og skúffum fyrir björtum og léttari litbrigð- um. Kristín Stefánsdóttir snyrti- og förðunarfræðingur á snyrti- stofunni NN, féllst fúslega á að leiða lesendur í allan sannleik- ann um það sem kemur til með að bera hæst í andlitsförðun á komandi sumri. Hún sagði að það sem ein- kenndi andlitsförðunina væri að hún ætti að vera sem náttúru- legust, litirnir væru mildir og bjartir og yfir andlitinu ætti að vera sem eðlilegastur blær. Þá vildi Kristín meina að und- irstaða andlitsförðunar væri að eiga vönduð og góð áhöld. Þeg- ar þeirra nyti við væri mun auðveldara að mála sig og fá förðunina til að virka sem eðli- legasta. Andlitsfarði „Farði sumarsins á að vera samkvæmt húðlit, gefa andlitinu létta og eðlilega áferð og húð- inni fallegan og fersklegan blæ. í flestum tilfellum gerir farði húðinni bara gott og er vörn við kulda og hitabreytingum. Til þess að fá jafna og eölilega áferð á förðunina er gott að nota rakan svamp. Svampurinn kemur einnig í veg fyrir þurrk- bletti sem margir hafa átt í vandræðum með og minna verður um skil sem sjást oft hjá fólki. Púður á alltaf að vera litlaust, það á bara að nota til að gera áferðina matta. Svo er um að gera að bera púðrið á með til- gerðum púðurkvasta og nota púðurbursta til að bursta með eftirá.“ Kinnalitir „Kinnalitir sumarsins. eru brúnleitir, ferskjulitaðir og Ijós appelsínugulir. Þessi skilgrein- ing á litum á þó frekar við um dagsnyrtingu og þegar kvölda tekur má nota sterkari liti, fara út í rauðbrúnt og dökkbleikt." Annars taldi Kristín ráðlegt fyrir fólk að fá sér kinnalit sem gengur með öllum litum og fá til liðs við sig fagfólk til að leið- beina við val, því slíkan lit verður líka að velja eftir húðlit viðkom- andi. Augnskuggar Augnskuggar sumarsins eru að hennar sögn mildir en bjart- ir. Einna mest áberandi eru jurtalitir, mildur appelsínugulur, melónu og ferskjulitir auk þess sem nokkuð ber á gulum, Ijós bleikum, laxableikum og græn- um litum. „Allir þessir skæru, sterku litir sem voru allsráðandi í vetur, eins og fjólublár, dökk bleikir og skær appelsínugulur eru að hverfa, rauði liturinn er á undanhaldi svo og þessir dökku brúnu litir. Einkennandi er fyrir augnmálningu að hún er mild og eðlileg eins og ég gat um áður að einkenndi raunar alla andlitsförðun í sumar." Maskarar og litaðir augnblýjantar „Grænn litur, svartur og jafn- framt mildir brúnir tónar njóta vinsælda hvað varðar maskara og augnblýjanta." Þá taldi Kristín nauðsynlegt að nota svo- kallaðan maskarabursta eftirá, það er að segja eftir að maskar- inn hefur verið settur á er greitt úr hárunum með burstanum sem kemur þá í veg fyrir að hárin klessist saman. Það gildir hérna það sama og um hina þætti andlitsförðunarinnar að málningin á ekki að vera áber- andi og yfirgnæfandi. Hinsvegar má gjarnan bæta aðeins við þegar rökkva tekur. Augabrúnir eiga að vera óplokkaðar og náttúrulegar. „Einnar nýjungar gætir núna í The Times í Lund- únum 19. júlí 1798 gaf aö lesa spurningu sem áhyggjufull móöir hafði lagt fyrir hinn annálaöa gáfumann dr. Thomas Warren sem þá var reyndar nýlátinn. „í hvaða há- skóla á ég að senda son rninn?" spurði hún. „Frú mín,“ var svarið, „ég held að það só drukkið jafn- mikiö af púrtvíni í öllum háskólun- um.“ Síðustu þrjár aldir hefur púrtvin fyrst og fremst verið drukkið af Bret- um. Það voru Englendingar sem „uppgötvuðu" púrtvínið og þessi drykkur var reyndar alltof sterkur og höfugur fyrir fólkið á þeim breidd- argráöum þar sem vínberin í hann voru ræktuð. Hins vegar hæfði púrt- vín Englendingum ágætlega. Þeim var alltaf kalt og er það reyndar enn þann dag í dag. Þeir hafa enn ekki lært að hita upp hús sín svo sem hæfir á norðlægum breiddargráö- um. Það er saga að segja frá því hvern- ig púrtvíniö rambaði á sinn stað, í enska herraklúbba. Upphafið var það aö Portúgalir vildu losna undan spönskum áhrifum. Þeir sneru sór að Englendingum i því skyni aö fá nógu öfluga vernd fyrir nábúunum á Íberíu-skaga. Englendingar not- færðu sér ástandið og urðu sér úti um hin ýmsu forréttindi, ekki sízt á sviði verzlunar. Faktorar, þ.e. þeir sem aöild áttu að Factory House, sem var eins konar brezkt viðskipta- ráðuneyti á þessum tíma, urðu sér úti um einokun á vínum frá Portúgal að meira eða minna leyti, og fluttu þau til Englands. Fáeinum áratugum síðar gekk í gildi Mathuen-sáttmál- inn, sem fólst í því að ensk efni og ull voru seld í vöruskiptum fyrir portúgölsk vín. Þau voru mjög lágt tolluð á Englandi. Þrátt fyrir lágt verð urðu portú- gölsku vínin ekkert sérlega vinsæl meðal Englendinga. Þau þóttu beizk og margir álitu þau ekki hæf til drykkjar. Nokkrir Englendingar sem voru á ferð í Douro-dalnum komust þó að því að með því að blanda koníaki í vín mátti búa svo um hnút- ana að vínið þoldi flutninginn til Englands þokkalega. Tilviljunin hag- aði því sem sé svo að fundin var aðferð til að stöðva gerjunina og gera víniö að þeim drykk sem enn þann dag í dag nýtur mikilla vin- sælda. Þrúgur þær sem púrtvín er gert úr eru enn meðhöndlaðar „á ná- kvæmlega sama hátt og þær sem gáfu frá sór mjöðinn hans Nóa,“ svo notuð séu orð ferðabókarhöfundar eins, hvort sem það þykir trúlegt eða ekki. Síðla í september flykkist fólk úr öðrum landshlutum í Duoro-dal- inn til að taka þátt í vínuppskerunni. Heilu fjölskyldurnar eru þá saman í för og sama fólkið kemur ár eftir ár. ( bæjum og þorpum er líf og fjör á hverju strái og tónlistarmenn sem leika listir sínar, sjálfum sér og öðr- um til skemmtunar. Karlar og konur skipta með sér verkum. Konurnar lesa berjaklasana af trjánum og leggja þá í körfur sem karlarnir sækja síðan og fara með í kjallara víngerð- arhússins. Kerrur eða vagnar koma ekki að gagni við þennan flutning því að í flestum tilvikum eru þrúgurnar rækt- aðar á stöllum brattra hliða. Sjálf víngerðin fer þannig fram að karlarnir troða berfættir á þrúg- unum og sprengja þær án þess að kjarnarnir brotni. Skal tekið fram að hreinlætis er vandlega gætt, en ástæðan fyrir því að kjarnarnir mega ekki fara í sundur er sú að þá bæt- ist hið beizka bragð þeirra út í þrúgusafann og eyðileggur vínið. Það er sjón að sjá karlana stappa berfætta í stuttbuxum í víngerðar- kerjunum og vaða þar safann í mið læri. Þessi aðferö hefur tíðkazt við víngerð frá örófi alda og enn er það hún sem gildir í dreifbýlinu, en stóru vingerðarhúsin eru sem óðast að . taka tæknina í þjónustu sína. Þeir sem telja sig hafa vit á púrtvíni halda því að sjálfsögðu fram að regin- munur sé á því víni sem til verður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.