Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1987 C 3 I til að styrkja hjónabandið. Áður en langt um leið bárust hjónahelg- arnartil Latnesku Ameríku, og árið 1966 til spænsku mælandi kaþó- likka í Bandaríkjunum. Skömmu eftir að prógrammið hafði borist þangað fóru aðrar kirkjudeildir að fá áhuga, kynna sér málin og biðja um leyfi til að nota aðferðina." ið farið þess á leit við okkur að við leiðbeinum þeim. Fyrsta helgin sem haldin var hórna á vegum lúterskra var í apríl árið 1985. Komu þá erlendir leið- beinendur hingað til lands og viö hjónin vorum meðal þátttakanda á þessari fyrstu helgi." — Hvernig gengur helgin fyrir Þekkist innan flestra kirkjudeilda Séra Örn og Bjarnfríður segja að á þessum þrjátíu árum hafi hjónahelgarnar vissulega tekið breytingum en þær séu ekki gerð- ar eftir geðþótta hverrar kirkju- deildar fyrir sig heldur sé starfandi sameiginlegt ráð sem kemur sam- an og ræðir um hugsanlegar breytingar hverju sinni. „í dag er 'svo komið að flestar kirkjudeildir hafa þetta innan sinna vébanda, til að mynda aðventistar, babtistar, hvítasunnufólk, pres- byterar, kaþólskir og lúterstrúar." Ein og hálf milljón hjóna hafa verið þátttakendur „Liðlega ein og hálf milljón hjóna hafa tekið þátt í námskeiðunum í að minnsta kosti fimmtíu og sex þjóðiöndum og útbreiðslan eykst stöðugt. Síðan þetta barst til Bandaríkjanna hefur lúterska út- gáfan verið tekin upp í Noregi, á Islandi, Brasilíu og Finnar hafa far- sig? „Lögð er megináhersla á að um helgina geti hjónin einbeitt sér að hvort öðru. Ef farið er að útskýra nákvæmlega fyrir fólki fyrirfram, hvernig helgin eigi eftir að reyn- ast, geta væntanlegir þáttakendur farið að gera sér væntingar sem eiga kannski aldrei eftir að rætast, því engin hjón eru nákvæmlega eins. Hjónin valda sjálf miklu um hver árangurinn verður. Þrjátíu hjón eru þátttakendur í hvert skipti hér á landi og eru slíkar helgar haldnar tvisvar á ári. Komið er á Hótel Loftleiði á föstudags- ‘Veislu - og fundarþjónusta Vegna forfalla eru 27. og 28. mars lausir. Einnig nokkrir dagar í apríl cg maí. Nemendamót, stúdentaveislur, árshátíðir, afmæli, vorfagnaðir, brúðkaup, ráðstefnuro.fl. HVERFISGÖTU105 PéturSturluson veitingamQður simi 29670 V^terkur og k»/ hagkvæmur auglýsingamiðill! ÁSKRIFENDUR AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareiknmg manaðarlega vtsa Vilhelmsdóttir, formaður, Sigrún Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Birna Pálsdóttir, ritari, Þórdís Kristleifs- dóttir, meðstj. og Hulda Kristín Magnúsdóttir, meðstj. Fataiðnaðurinn er ekki ný iðn- grein, hvorki hér á landi né erlend- is. Hlutur hönnuða, hvort sem um ræðir fata- eða textílhönnuði, hlýt- ur að vega þungt. Þó hefur mikil- vægi þeirra ekki alltaf verið metið rótt og sjónarmið þeirra oft lítils- virt þegar komið er að ákvarðana- töku varðandi framleiðslu og sölu á hugarafkvæmum þeirra. Góð fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í því að ráða hönnuði sem eru skapandi á sínu sviði og góður hönnuður setur metnað sinn í að uppfylla kröfur fyrirtækisins og þarfir markaðarins auk þess að setja sinn persónulega stíl á það. FAT er ætlað að vera hags- munafólag og standa við bak starfandi hönnuða og því er líka ætlað að vera stuðningur við hönn- uði sem eru að stíga fyrstu skrefin innan fataiðnaðarins. Núna í haust ætlar félagið að standa fyrir allsherjar tískusýn- ingu, þar sem meðlimum félagsins gefst kostur á að kynna almenn- ingi og atvinnurekendum hæfileika sína og verður sjálfsagt spennandi að sjá hvað þeir hafa fram að færa. Á undanförnum árum hefur ásókn í fata- og textílhönnunarnám aukist og má búast við fjölda út- lærðra hönnuða á markaðinn. Þessu fólki verður að skapa at- vinnu og von er til að öllu þessu hæfileikafólki takist að glæða íslenskan iönað lífi. Ekki væri úr vegi að hagsmuna- samtök hönnuða ættu frumkvæðið að nýsköpun í íslenskum fataiðn- aði. Ýmsar hugmyndir eru á lofti, s.s. að koma upp ákveðnu „design center" eða hönnunarmiðstöð, þar sem hönnuðir og verk þeirra væru öllum aðgengileg. Starfandi hönnuði er að finna víða í fataiðnaðinum. Flestir eru þó starfandi í ullariðnaðinum, ein- staka starfa sjálfstætt. Hið ný- stofnaða FAT kemur vonandi til með að virka hvetjandi og þá ekki bara á hönnuðina, heldur á fataiðn- aðinn allan. Gaman væri að fleiri aðilar tækju sig saman með félaginu að upp- byggingu þessarar vaxandi at- vinnugreinar — tækifærið er núna, skilyrðin eru fyrir hendi, áhugi al- mennings hefur aldrei verið meiri en einmitt nú á tísku og á að klæð- ast vel gerðum og vönduðum fatnaöi. Hönnuðir hafa nú, með stofnun síns félagsskapar, stigið fyrsta skrefið og spennandi verður að fylgjast með því hverjir verða fyrstir að grípa tækifærið og opna dyrnar að blómlegri og kraftmikilli framtíð íslensks fataiðnaðar. Veljum íslenskt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.