Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1987 HVAÐ ERAD GERAST UM ígina ? Þá veröur opnaö aftur með sýn- ingu um íslenska árabátinn og byggir sú sýning á bókum Lúðvíks Kristjánssonar „fslenskum sjávar- háttum". Til sýnis verða kort og myndir úr bókinni auk ve iðarfæra, líkana o.fl.. Listasafn Einars Jónssonar: Þetta er þriðja samsýning feðgin- anna hér á landi og stendur hún til 5. apríl. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20, en laugardaga og sunnu- dagakl. 14-22. FÉLAGSLÍF Kvennalistinn, Reykjanesi: Opið hús og flóamarkaður Kvennalistinn í Reykjaneskjör- dæmi er með opið hús og flóamark- að í nýja kosningahúsnæðinu að Réykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, á laugardaginn kl. 15. Hittumst allar ívöflukaffi. Allirvelkomnir. MÍR: Mimino Ásunnudaginn kl. 16verður sovéska kvikmyndin „Mimino" sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. Mynd þessi vargerð 1977 og er leikstjór- inn Georgí Danelía einn kunnasti kvikmyndaleikstjóri Sovétríkjanna nú á dögum og einkum kunnurfyrir myndir í léttum dúr. Aðgangur að kvikmyndasýningum MIR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyf- ir. Kvennalistinn: Laugardagskaffí á Víkinni Hvernig skilgreina norrænir karl- menn sig? Ingibjörg Hafstað svarar þessari áleitnu og spennandi spurn- ingu í laugardagskaffi Kvennalistans á Hótel Vík laugardaginn 28. mars kl. 14. Kaffi og með því að hætti Kvennalistans. Allir velkomnir. Ámagarður: Námsstefna um sifjaspell Á laugardaginn kl. 14 halda nemar í félagsráðgjöf við Háskóla íslands námsstefnu um sifjaspell í stofu 301 íÁrnagaröi. Markmiöið með þess- ari námsstefnu er að halda áfram þeirri umræðu sem hafin er um mál þetta og miðla upplýsingum og fræðslu um það. Til liðs við sig hafa þau fengið Ingu Huld Hákonardóttursem fjallar um sifjaspell á fyrri öldum. Séra Ólaf Odd Jónsson en erindi hans nefnist „Siðfræði kynlífsins", Högna Óskarsson, geðlækni, með erindi sem hann nefnir „Sifjaspell, hvers vegna ekki?" og Guðrúnu Jónsdótt- ur, félagsráðgjafa.sem nefnir erindi sitt „Sifjaspell, goðsögn eða veru- leiki". Hótel Örk: Hlaðborð, sund og sauna „Brunch" að amerískum sið á Hótel Örk á sunnudögum milli kl. 12 og 15. Orðið „Brunch" samanst- endur af ensku orðunum breakfast og lunch sem þýða morgunverður og hádegisverður. Hér er um að ræða hlaðborð með köldum og heitum réttum, s.s. stórsteikum, síld, eggjum.beikoni og ávöxtum. Matargestirfá frítt í sundlaug og sauna. Helmings afslátturerfyrir börnundir 12 ára aldri. Fastar áætlunarferðir eru farnar frá Umferðamiðstöðinni til Hvera- gerðis. SÖFN Ásgrímssafn: Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga Ásgrímssafn er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13.30 og 16. Póst- og síma- minjasafnið: Opið á sunnudögum og þriðjudögum Póst- og símamálastofnunin hef- ur opnað safn, Póst- og símaminja- safnið, í gömlu símstöðinni að Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Þar getur að líta safn fjölbreytilegra muna og tækja er tengjast póst- og símaþjónustu á Islandi. Fyrst um sinn verður safnið opið á sunnudög- um og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur er ókeypis. Þeir sem vilja skoða safnið utan opnunartíma hafi samband við safnvörð í síma 54321. Þjóðminjasafn íslands: Opið fjóra daga vikunnar Þjóðminjasafn íslands er opið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomuiagi Enginn fastur opnunartími er yf ir veturinn en safnið er opið eftir sam- komulagi. Sfminn er84412. Þjóðminjasafn íslands: Vaxmyndasýning- unni í Bogasal lýkur 31.mars Laugardaginn 31.jan. varopnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýning á 32 vaxmyndum af þekktum mönn- um, íslenskum og erlendum. Vaxmyndasafn þetta gáfu Óskar Halldórsson útgerðarmaðurog börn hans íslenska ríkinu til minningar um ungan son og bróður, Óskar Theodór, sem fórst með línuveiðar- anumJarlinumárið 1941. Vaxmyndirnar verða til sýnis á venjulegum opnunartíma Þjóð- minjasafnsins, aðgangseyrir er kr. 50, en ókeypis fyrir börn og ellilífeyr- isþega. Sýningunni lýkur 31. mars. Sjóminjasafnið: Lokað vegna breytinga Sjóminjasafn íslands verður lok- að vegna breytinga þangað til í byrjunjúní. Safn og garður Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16. Höggmyndagarður- inneropinndaglegafrákl. 11 til 17. LJÓSM YNDUN Norræna húsið: MYNDLLST Sjálfsmyndir sæn- skra Ijósmyndara Nú hefur verið sett upp í anddyri Norræna hússins Ijósmyndasýning sem beryfirskriftina „Sjálfsmyndir 22 sænskra Ijósmyndara". Að sýningu þessari stendur fyrir- tækið DOG i Stokkhólmi, en þaö er í eigu sex Ijósmyndara og hafa þeir að markmiði að dreifa þekkingu á Ijósmyndalist í háum gæðaflokki með því að gefa út Ijósmyndabækur og gangast fyrir Ijósmyndasýning- um ásamt fleiru í þeim dúr. Að þessu sinni leituðu þeir til 24 Ijósmyndara og svöruðu 22 af þeim og sendu myndir eftir að hafa feng- ið árs frest til þess að vinna þær. Myndirnareru mjög fjölbreytilegar en sameiginlegt þema þeirra allra er, að þetta eru allt sjálfsmyndir. Sýningin stendurtil 21. apríl og er opin á venjulegum opnunartima Norræna hússins kl. 9-19 á virkum dögumog 12-19ásunnudögun. Aðgangurerókeypis. MYNDLIST Ásmundarsalur: Teikningarog skúlptúr Kristján Guðmundsson hefur opnað sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu. Að þessu sinni sýnir Kristján teikningar og skúlptúr sem hann hefur unnið að á síðasta ári og fram á þennan dag. Ekkert þess- ara verka hefur áður verið á sýningu að einu undanskildu í Finnlandi sl. vor. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18.30 og stendur til 29. mars. Gallerí Borg: Seinni sýningarhelgi Daða Guðbjörns- sonar Nú stenduryfirsýning Daða Guð- björnssonar í Gallerí Borg við Austurvöll. Á sýningunni eru olíu- málverk, vatnslita- og pastelmyndir og einnig grafíkverk unnin á síðast- liðnumtveimurárum. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, nema mánudaga kl. 12-18. Um helgareropið kl. 14-18. Sýning- in stendurtil 31. mars. Listasafn íslands: Yfirlrtssýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar Nú stenduryfiryfirlitssýning á verkum Sigurðar Sigurðssonar í Listasafnilslands. Sýningin spannar allan listferil Sigurðar allt frá skólaá- rum og þartil á þessu ári. Á sýningunni eru alls 98 verk, olíu- myndirog pastelmyndir. I tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá með fjölda mynda. Einnig hefurverið gefiö út plakat í lit. Sýninginstendurtil 20. apríl og eropinvirkadagakl. 13.30-16 en 13.30-19 um helgar. Gallerí Svart á hvítu: Olíumálverk Grétars Reynissonar í Gallerí Svart á hvítu við Óðin- storg hefur verið opnuð sýning á olíumálverkum Grétars Reynisson- ar. Þetta er þriðja einkasýning Grét- ars en hann sýndi í Nýlistasafninu 1981 og 1986. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og má þar á meðal nefna Gull- ströndin andar 1983, HAM 1983 og Listasafn íslands 100 ára 1984. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Egilsbúð, Neskaupstað: Alda Sveins- dóttir sýnir Um þessar mundir heldur Alda Sveinsdóttir sýningu á Olíukrítar- og akvarellmyndum í Egilsbúð, Nes- kaupstað. Sýninginunni lýkur á sunnudag og fer síðan hluti mynd- anna, sem alls eru 25, á samsýn- ingu fjögurra kvenna frá Norðfirði til vinabæja á Norðurlöndum. Gallerí Gangskör: Kristjana Samper sýnir Kristjana Samper hefur opnað sýningu á teikningu og skúlptúr í Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1. Á sýninguni eru 19 verk sem flest eru unnin á þessu ári. þetta er önn- ur einkasýning Kristjönu en hún sýndi skúlptúrað Kjarvalsstöðum fyrirtveimurárum. Sýningin stendurtil 3. apríl og eropin virkadaga kl. 12-18ogum helgar 14-18. Listasafn ASÍ: Steinþór Gunnars- son og Sigrún Steinþórsdóttir Egg- ensýna Steinþór Marínó Gunnarsson og Sigrún Steinþórsdóttir Eggen hafa opnaö myndlistarsýningu í Lista- safni ASÍ, Grensásvegi 16. Steinþór sýnir vatnslitamyndir, einþrykk og pastelmyndiren Sigrún myndvefn- að. Nýlistasafnið: Guðbergur Auðuns- son sýnir 8. einkasýning Guðbergs Auð- unssonar stendur nú yfir í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b. Á sýningunni verða um tuttugu málverk unnin á síðstliðnum fjórum árum. Meginuppistaöa sýningarinn- ar eru verk byggð á íslendingasög- unum. Sýningin er opin frá kl. 14-22 um helgar en 16-20 virka daga. Gallerí Grjót: Sverrir Ólafsson sýnir Sverrir Ólafsson heldur einkasýn- ingu í Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4a. Hann sýnir skúlptúra og andlits- grímur unnar í málma. Sýningin er opin alla virka daga kl 12-18 og kl. 14-18 um helgar. Sýningin stendur út mánuðinn. Kjarvalsstaðir: Síðasta sýningar- helgi á Tvíæringi FÍM Samsýning Félags íslenskra myndlistarmanna er nú haldin í austursal Kjarvalsstaða en henni lýkur á sunnudag. Sýningin verður opin daglega kl. 14-22. Sú nýbreytni hefur átt sér stað á sýningarhaldi FÍM að nú verður sýnt að vorlagi í stað hinna árlegu Haust- sýninga og er ætlunin að sýna annað hvert ár. Hefur sýningin hlo- tiðnafniðTvíæringurFIMogmun ' væntanlega ganga undir þessu heiti í náinni framtíð. Málverka- og skúlpt- úrasýning í vestursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir málverkasýning Guðrúnar T ryggvadóttur og í vesturforsal er verið að sýna skúlptúra eftir Hansínu Jensdóttur. Gallerí Skip: Sigurrós Baldvins- dóttir sýnir Sigurrós Baldvinsdóttirsýnir 38 olíumálverk í Gallerí Skip, Skipholti 50c (sama húsi og Pítan). Þetta er fyrsta einkasýning Sigurrósar. Sýn- ingin er opin frá 13-17 virka daga enfrá 15-18 um helgar. Sýningin stendurtil 1. april. Norræna húsið: Sjávarlandslag Nú stendur yfir í Norræna húsinu sýning sem ber yfirskriftina Sjávar- landslag. Hér eru á ferðinni málverk eftir tvo norska málara, Olav Stremme og Björn Tufta og skúlptúrar eftir Sigurð Guðmundsson. Olav Stromme (1909-78) er af þeirri kynslóð norskra listamanna sem varð fyrir áhrifum af alþjóðleg- um straumum í málaralist um 1935, einkum súrrealisma. Hann er nú viðurkenndur brautryðjandi nútíma- málaralistar þar í landi. Björn Tufta er aftur á móti af yngstu kynslóð norskra listamanna. Hann kom fyrst fram á sýningu 1979 með stóra landslagsmynd. Björn Tufta hefurað mestu haldið sig við slíkar myndir en túlkað yrkis- efnið á sinn eigin hátt. Myndir hans þykja minna á myndir Olav Stromme frá fimmta áratugnum og erfróðlegt að bera saman myndir þeirra á sýn- ingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.