Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 27. MARZ 1987 C 5 * A vinnustofu Grétars Reynissonar ii MorgunblaðiÖ/Július Grétar á vinnustofunni. Skyssan af leikmyndinni limd á gluggarúðuna og í hœgra horninu má sjá hluta myndarinnar eftir soninn. „Nei, það er frekar að ég fái hugmyndirnar hór og fari með þær í leikhúsið, sjáðu" og nú tekur hann niður blaðið af rúðunni, „þessa hugmynd fékk ég hérna allt í einu í sambandi við svið í Nemendaleik- húsinu í Lindarbæ, það veröur kross, átta sviðsbrúnir, geri aðrir betur, þetta kom allt í einu yfir mig. Ég kem úr nýlistadeild Mynd- lista - og Handíðaskólans og er í eðli mínu skúlþtúristi, en hef alltaf penslað og teiknað eitthvað, og leikmynd er skemmtileg hugmynd utan um sterk form. En þessi vinna í leikhúsinu er ílla launuð, þó svo að leikmyndateiknari sjái að mestu um sjónræna þáttinn, teikni bún- inga, sjái um lýsingu og þesshátt- ar. Níutíu og fimm prósent af vinnu minni í leikhúsinu er hugmynda- vinna, en um áttatíu prósent af vinnutímanum fer í ailskyns redd- ingar. Ég gæti hugsað mér að vera nokkurs konar hugdettufræðingur í leikhúsinu, koma með hugmyndir og uppástungur, en þurfa ekki að sjá um framkvæmdina nema að litlu leyti. Vinna í leikhúsi byggir lika á stöðugum málamiðlunum og því er ekkert yndislegra en að koma hingað eftir vinnu í leikhús- inu og vinna í friði, hér er miklu meira frelsi.“ - En getur það ekki líka verið erfitt? „Jú, jú, það er það. En menn hafa oft svo þröngan ramma til að athafna sig í, oft er ramminn á stærð við frímerki. Sem dæmi má nefna lögin í sönglagakeppninni, lögin eru öll svotil eins, enda ramminn mjög þröngur. Hér hef ég frelsi til að mála það sem ég vil á strigann. En maður verður að hafa tíma til að vinna, og þó svo það komi svotil ekkert á strigann svo dögum og vikum skiptir, þá er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast, maður sofnar á kvöldin með hausinn fullan af hugmynd- um.“ - vj Creda tauþurrkarar Verð 5 kg. 14.900 kr. staðgr. Verð 4,5 kg. 19.000 kr. staðgr. Viðja Rafbúðin Stapafeil Vörumarkaðurinn Blaðburóarfólk óskast! AUSTURBÆR GRAFARVOGUR Þingholtsstræti o.fl. Sóleyjargata Laufásvegur 2-57 Hverfisgata 4-62 o.fl. Gerðhamrar Dverghamrar Krosshamrar Hesthamrar NILFIS GS90 arai LETT, LIPUR OG VANDVIRK Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. STERK OG TRAUST Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. HAGKVÆM OG HEILNÆM 10 litra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós að flestar ryksugur rykmenga loftið, sumar hrikalega. Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. NILFISK HEIMSINS BESTA RYKSUGA Stór orð, sem reynslan réttlætir /Fdnix HÁTÚNI6A SlMI (91)24420 „ Gott veganesti sem við búum aiitafað“ Pálmi Ingólfsson og Christine Buchholz voru meðal þátttak- enda á hjónahelgi sem haldin var í nóvember síðastliðnum. Þau sögðust hafa frétt af þessu hjá kunningjafólki rétt áður en þau giftu sig, verið hvött til þátttöku og litist vel á. „Við vissum ekkert hvað viö vorum að fara út í, en treystum kunningja- fólkinu sem sagði að þetta ætti vel við okkur og við myndum svo sannarlega njóta helgarinnar. Við gerðum það líka þegar til kom. Það er ýmislegt sem kom á óvart en við komum út reynslunni ríkari og með gott veganesti." Það er alveg sama hvaða aöferðum reynt er að beita til að fá nánari vitneskju um innihald helgarinnar, ekkert fæst upp gefið nema að þetta sé ógleymanlegt. — Breytti þetta sambandi ykkar að einhverju leyti? „Samband okkar hefur alltaf veriö opið og gott en líklega hefur það gert okkur enn opnari fyrir hvort öðru. — Búið þið enn að reynslunni sem þið öðluðust þarna? „Þarna var fólk sem hafði verið í hjónbandi í mörg ár og reynslunni ríkara. Það má kannski segja að við höfum verið bólusett rækilega fyrir ýmsu sem ekki má koma fyrir í hjónabandinu. í framhaldi af þessu berst talið að fjármögnuninni til að halda slíkar helgar. Kemur í Ijós að búið er að borga helgarnar fyrirfram og þátttakendum boðið hverju sinni án nokkurra skuldbindinga. Hins- vegar er fólki gefinn kostur á að leggja málinu lið í lokin og láta fé af hendi rakna ef það vill. „Hingað til hefur starfsemin verið fjármögn- uð á þennan hátt og aldrei verið vandamál. Hér á landi hefur varla verið hægt að anna eftirspurn," segja þau Örn Bárður og Bjamfríður og það kemur á daginn að kominn er langur biðlisti á næstu helgi sem er að hefjast og strax er farið að falast eftir þátttökuheimild á seinni helgina sem er í október næstkom- andi. Á annað hundrað hjón hafa nú þegar tekið þátt í þessu starfi hér á landi. „Hingað til hefur verið mest um að hjón milli þrítugs og fertugs séu þátttakendur, en einnig yngri og eldri enda er þetta fyrir hjón á öll- um aldri. Skýringarnar á því eru eflaust margvíslegar, en hinsveaar telja þau hjón það líka vera mjög hentugt, hjónin séu þá tíðast búin að vera gift í nokkurn tíma, þekkj- ast orðið vel og eru vel undir þetta búin. Talið er að hjón gangi í gegn- um erfiðustu tímabil hjónabands- ins á fyrstu fimm árunum og aftur eftir um það bil fjórtán ára sam- búð. Kann þetta að skýra aldurs- dreifinguna að einhverju leyti. „Hjónabandinu er í þessum til- vikum gert mjög hátt undir höfði og lögð á það áhersla hve það sé mikils virði þannig að þessar helg- ar eru ekki hugsaðar fyrir ógifta. Samsvarandi hefur þó verið starf- rækt erlendis fyrir trúlofað fólk, ekkjur og ekkla en til þannig sam- funda hefur ekki verið stofnað til ennþá hér á landi. — Merkið þið sjáanlegan árangur hjá hjónum sem taka þátt í svona námskeiði? Bjarnfríður telur það án efa. „Það voru til dæmis hjón sem höfðu misst barnið sitt. Konunni fannst hún hafa verið eins og í lausu lofti frá þeim degi, en sagði eftir helgina að hún væri að'finna að nýju að hún væri til.“ Þá sögðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.