Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1987 „LÆTEFNIÐ RÁÐA FERÐINNr Fyrst er gengifi inn í port bak við verslanir við Laugaveginn, svo liggur leiðin inn í hrörlegan stigagang, og þaðan upp á efstu hæðina þar sem Grétar Reynisson er með vinnustofu sína. Út um litla þakgluggana er fal- legt útsýni yfir Laugaveginn og nálæg hús, og í fjar- lægð hvítklædd Esjan. Herberginu þarna á efstu hæðinni er skipt eftir endilöngu í tvær vinnu- stofur, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir er öðru megin og Grétar hinu- megin. Meðfram vinnu- stofunni eru litlar hvítmálaðar svalir sem Grétar segir þau nota á sumrin á góðviðrisdög- um. Það er líkt og að skreppa til útlanda að príla upp stigana og fara inn á þessa vinnustofu, svo fjarri virðist hún Laugaveginum og þeirri kaupmennsku sem þar ríkir. Grétar stendur á miðju gólfi er inn er kom- ið. Meðfram veggjunum eru málverk, litir og penslar út um allt eins og menn kannast við sem stigið hafa fótum sínum inn á slíkar stofur. Tvær myndanna skera sig greinilega frá hinum, og hafa fengið varanlega uppáfestingu á veggjun- um, „þær eru eftir son minn, Dag“. Myndir Grétars eru málaðar með svörtu, hvítu, bláu og brúnu, og við spyrjum hvort hann hafi eitthvað á móti rauða og græna litnum. „Nei, þær myndir eru á sýningunni" og á þar við þriðju einkasýningu sína sem nú er í Galleríi Svörtu á hvítu. Grétar sest niður við vinnuborð undir þakglugganum og á bak við hann er skissa máluð á hvítan pappír límd með límbandi á rúðuna. Ekki vitum við hvers vegna hún hangir þarna, en skýringuna á því hvað hún táknar fáum við síðar. Grétar hefur bundið dökkt hárið aftur í tagl, hárið er örlítið farið að grána í vöng- um, og hann minnir jafnt á heimspeking sem málara. Erfitt að selja málverk? „Heldur þú að einhver vilji kaupa svona mynd, og setja hana upp í stofunni hjá sér?" segir hann og bendir á mjög stórt málverk sem stendur upp á end- ann við vegginn. Talið hefur borist að list sem söluvöru og hvernig tilfinning það sé fyrir listamann að selja verk sín. Grétar segir að salan komi í framhaldi af sýningunni, þegar menn hafi ákveðið að sýna eru þeir jafnframt tilbúnir að selja. „Þetta var erfiðara fyrst, þegar ég var að selja fyrstu myndirnar mínar, þá lagði maður venjulega svo mikið af sér í þær, svo er auðvitað enn, en ég er fljótari að vinna og þetta gengur því hraðar fyrir sig. Auk þess þarf ég meira á peningum að halda en áður, en það fylgir því enn nokkur söknuður og gleði að setja rauða miðann við verk á sýningu, því oft myndast samband milli þeirra sem kaupa listaverkin og listamannsins, og eitthvað er fólk andlega skylt manni fyrst það kærir sig um verkin. - Hvernig verður svona málverk eins og þessi hér á gólfinu til? Ertu með eitthvað ákveðið í huga þegar þú byrjar að mála á strig- ann? „Nei, það er ekkert ákveðið, ég læt efnið dálítið ráða ferðinni. “ - Hvað með liti, ertu búinn að ákveða hvaða liti þú notar? „Nei, ég gríp venju- lega einhvern lit, byrja oft með svörtu, skipti fletinum niður og svo verður eitthvað úr þessu af sjálfu sér. Vinn oft með sömu hugmyndina aftur og aftur, sjáðu hér“, hann tekur fram þrjú smærri málverk og hengir á nagla á veggina, „hér er ég með sömu hugmynd og í stóru myndinni hér á gólfinu, ég held áfram með myndirnar, mála aftur og aftur, sest niður, virði fyrir mér verkið og bæti einhverju við. Svona gengur þetta, stór hluti vinnutímans fer í það að glápa á málverkin og sjá hvað ég get gert betur og hverju ég get breytt. Ef ég get ekki breytt nægilega miklu á einni mynd, þá tek ég fram annan striga og byrja upp á nýtt, mála mynd eins og hin sem ég málaði á undan hefði getað orðið. Það má því segja að hver ný mynd sé nokkurs konar framhald á þeirri sem kom á undan, já, líkt og blaðsíð- ur í bók. En maður verður líka að kunna að hætta, Ijúka myndunum, en það er góð tilfinning að horfa á málaðan strigann og geta sagt við sjálfan sig; „þetta er mynd.“ „Var alltaf með einhvern kjaft“ • - Þú hefur gert margar leikmyndir fyrir leikhús á undanförnum árum. Hvort finnst þér skemmtilegra að vinna í leikhúsinu eða mála? „Skemmtilegt, ég veit nú ekki hvort það sé rétta orðið. Við getum sagt að ég væri ekki í leikhúsinu ef ég væri ekki myndlistarmaður, og ég væri ekki í leik- húsinu ef ég gæti lifað á þessu. Eg datt inn í leikhúsið af hreinni tilviljun. Konan mín, Margrét Ólafsdóttir er leikkona, og ég var alltaf með einhvern kjaft í sam- bandi við lélegar leikmyndir. Það endaði með því að fingurinn var rekinn í mig og sagt; „okey, nú gerir þú leikmyndina". Síðan hef ég gert að meðaltali tvær leikmyndir á ári og það er ekki enn búið að draga mig af slysstað. En leikhúsið er stórkostlegur miðill, þarna er allt í senn, risastórt hús, lifandi fólk og dramatík." „Færðu einhverjar hugmyndir í leikhúsinu? „Gæti hugsað mér að vera bara hugsuður húsinu.“ leik- „ EKKERT HJÓNABAND ER SVO FULLKOMIÐ AÐÞAÐ GETIEKKIBA TNAГ kvöldi og þar er helginni eytt. Reynt er að skapa þannig and- rúmsloft fyrir fólk að það geti átt saman áhyggjulausa dvöl. Fern hjón deila reynslu sinni með hópnum og eru um leið leið- beinendur, þar af ætíð ein prests- hjón. Þau hjón sem eru þátttak- endur vinna svo úr því í einrúmi sem í hópnum var rætt. Fyrir helgarnar eru haldnir kynn- ingarfundir. Fyrir hjón sem elska hvort annað — Er þetta sérstaklega ætlað fyrir hjón sem eiga í erfiðleikum? „Nei reyndar ekki. Það má segja að um sé að ræða viðhald en ekki stórviðgerðir á hjónaböndum, enda engir sérfræðingar sem eru að gefa ráðleggingar heldur fólk að deila reynslu sinni. Þetta er fyrir jákvæðar mann- eskjur sem elska hvor aðra og vilja bæta tjáskipti sín, takast á við vandamálin og lifa heilbrigðu lífi. Þetta er ekki ætlað fyrir hjón sem virkilega þurfa á slikri helgi að halda vegna þess að sambandið er á heljarþröm, heldur fyrir hjón sem vilja rækta með sér ástina í hjónabandinu. Ekkert hjónaband er svo fullkomið að það geti ekki batnað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.