Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 1987 C 13 — •wTTff • \ •' . ' ! VIÐKVÆM HÚÐ ER VIÐKVÆMT MÁL Alltof oft er alhæft um áferð hörundsins og flestar tegundir fegrunarlyfja flokkast í þrennt — fyrir eðli- lega húð, fyrir feita húð og fyrir þurra húð. Þeir sem hafa atvinnu sína af fegrun og snyrtingu leiða oftast hjá sér viðkvæma húð, en það er einmitt þessi húð- gerð sem krefst mestrar aðgæzlu og umönnunar. Viðkvæmri húð hættir til að flagna og hlaupa upp í rauða flekki, auk þess sem fjöldi snyrtiefna veldur ertingu. Eftir því sem litaraftið er Ijósara aukast líkur á því að viðkom- andi sé með viðkvæma húð. Rauðhært fólk er þar á fremsta bekk. Viðkvæmni húðarinnar er því yfirleitt arfgeng. Þó er það athugunar- vert að sumt fólk getur baðað sig í lútsterkum hreinsiefnum, andlitsvötnum og rakakremum án þess að húðin láti á sjá, á sama tíma og fjöldi fólks getur ekki einu sinni leyft sér tilraunir með slík efni. Skýringin er sú að uppbygging húðarinar er afar mismunandi. Viðkvæm húð er langtum þynnri en öll önnur húð og því er hún fljótari að taka til sín öll virk efni sem eru í snyrtiefnunum. Þegar viðkvæm húð er annars vegar verða áhrif efnanna líka mun hastar- legri en ella. í viðkvæmri húð eru líka fleiri mastfrumur en í annarri húð, en mastfrumur teljast til frumutegundar í bandvefnum sem myndar „histamín" við skemmdir á húðinni. Þegar mastfrumur verða fyrir árás sterkra efna, s.s. ilmefna eða andlitsvatn, sem herpir saman húðina, framkalla þær „histamín" úr bandvefnum. Auk þess á viðkvæm húð bágt með að halda í sér raka, sem viðheldur frísklegri áferð húðarinar. í gegnum þunna húð sjást sprungnar háræðar líka betur en í gegnum þykka og sterka húð. Utanaðkomandi áhrif hafa því miður líka skaðleg áhrif á við- kvæma húð. Má þar telja sólarljósið, miðstöðvarhita, breytingar á hitastigi og loftslagi, áfengi og streitu. Sé húðin yfirmáta viðkvæm kann að vera á ferðinni sjúkdómur sem kallaður er „rosacea" og birtist í því að húðin á andlitinu þýtur upp og roðnar mjög mikið, háræðar springa og bólga og bólgublettir undir húðinni koma í Ijós. „Rosacea" er dæmigert merki um mikla viðkvæmni húðarinar og getur orsakazt af hverju því sem stuðlar að útvíkkun æða í andlit- inu, s.s. mikið af krydduðum mat, heitum drykkjum og hitabreyting- um. Augljóslega þarf umönnun viðkvæmrar húðar allan sólarhringinn að hafa forgang. Eingöngu skal nota mild snyrtiefni sem eru laus við ilm. Hreinsun slíkrar húðar gegnir tvíþættu hlutverki: Að halda henni hreinni og að viðhalda réttu sýrustigi hennar án þess að svipta hana náttúrlegum efnum sem græða hana og næra. einstaklingur af hverjum tuttugu er með ofnæmi gegn efnum eða fæðutegundum. Sem dæmi má nefna súkkulaði sem er algengur ofnærnisvaldur. Það getur haft áhrif á miðtaugakerfið og orsakað mígreni og hegðunarvandamál. Slík ofnæmisviðbrögð eru ýmist væg eða mjög hastarleg, og stund- um koma þau í Ijós á nokkrum mínútum. ' Leiki grunur á því að ákveðin fæðutegund orsaki vægt ofnæmi er auðvelt að ganga úr skugga um það með því að útiloka hana algjör- lega um tíma. Ráðlegt er líka að skrásetja nákvæmlega allt sem maður lætur ofan í sig — hvert einasta snifsi — og bókfæra jafn- framt öll sérstök viðbrögð líka- mans, hvort sem um er að ræða þreytu, svima, deyfð, kláða eða verki hvers konar. Brýnt er að leita síðan álits læknis og næsta skrefið er yfirleitt það að fara á strangan matarkúr þar sem einskis er neytt af því sem oft vill orsaka ofnæmi. Venja er að útiloka egg, fisk, kjöt mjólkurmat og alla unna matvöru og síðan er fylgst nákvæmlega með líðan og viðbrögðum sjúkl- ingsins. HEYSOTT Langalgengasti og jafnframt hættuminnsti ofnæmissjúkqlómur- inn er heysótt, þar sem einkennin eru nefrennsli, sárindi í augum og hnerri. Þetta alþekkta fyrirbæri hefur löngum verið talið stafa af viðkvæmni gagnvart frjókornum úr grasi eða blómum, enda verður þess helst vart yfir hásumarið. I Bretlandi fara nú fram rannsóknir á því hvort ekki megi halda þessu ofnæmi í skefjum með því ótíklega móti að eta frjókorn. Tilraunir fara þannig fram að sjálfboðaliðar, sem haldnir eru heysótt, hafa verið fengnir til að taka inn blómafrjó- kornatöflur í umsjá Dennis Stanworth hjá Rheumatology and Allergy Research Unit, en læknir- inn er þeirrar skoðunar að frjókorn- in komi að góðum notum í viðureign við þessa tegund of- næmis. Um þessar mundir eru tilraunir sumarsins í þann veginn að leiða í Ijós árangur og í fram- haldi af því verður ákveðið hvort þeim verður haldið áfram. Áður en skorið verður úr um gagnsemi frjókorna að þessu leyti, er ástæða til að minna á það að í febrúarmánuði er rétti tíminn fyr- ir þá sem þjást af heysótt til að fá „anti-histamín"-sprautur sem eiga að gagnast næsta sumar. VIÐKVÆMUR HÁRSVÖRÐUR Viðkvæm húð takmarkast ekki við andlitið. Hún breiðir sig út um allan líkamann, einnig hársvörðinn sem sjaldnast fær nægilega góða umönnun. Yzta lag hársvarðarins er þakið dauðum keratínfrumum, rétt eins og önnur húð á líkamanum, og yfirborðið ér dálítið sýrukennt. Þeir sem eiga við sérstök huðvandamal að stríða, s.s. of feita húð eða of þurra, mega bóka að þannig er hársvörðurinn líka. Hvers konar erting, hvort sem hun stafar af tíðum og harkalegum hárþvotti, jafnvel með sterkum alkalískum efnum, örvar húðina til aukinnar fram- leiðslu á keratíni. Þar sem húðin er á þessum stað þakin hári veitist ekki auðvelt að losa sig við þessar dauðu húðfrumur. Smám sam- an fjölgar þeim og þær koma fram í dagsljósið sem litlar hvítar flögur. Þetta er með öðrum orðum hin alræma flasa. Það er ekki aðeins erting sem framkallar flösu. Hún getur líka orsakazt af streitu, veikindum og óhollu mataræði þar sem fjörefni skortir. Vert er þó að taka fram að flasa er ekki smitandi og hún er ekki sönnun þess að hárið sé óhreint. Flasa er aðeins merki þess að endurnýjun húðarinnar sé afbrigðileg. Til þess að halda flösu í skefjum eða útrýma henni skal gæta þess að nota ekki sterk og sótthreinsandi hárþvottaefni, sem ein- ungis orsaka álag á hársvörðinn og þurrka efsta lag húðarinnar. Mild hárþvottaefni og skolefni halda aftur af mikilli fitumyndun um leið og þau hrinda frá sér lausum flögum og halda hárinu hreinu og gljáandi. Til þess að lækna flösu eru einnig til sannkölluð undraefni sem vandasamt er að fara með. Þau eru því einungis notuð á hár- greiðslustofum. Notkun þeirra er tímafrek og krefst þjálfunar. Efnin eru borln í hársvörðinn, sem síðan er nuddaður áður en efnin eru látin virka drjúga stund. Hárþurrkan er svarinn óvinur þeirra sem eru með viðkvæman hársvörð og sama er að segja um krullujárn og heitar rúllur. Ekki þarf að taka fram að öll sterk efni — permanent, litunarefni og aflitunarefni — eru varasöm. Slík efni er yfirleitt alls ekki ráðlegt að nota í heimahúsum og raunar er meðferð þeirra aðeins á færi góðra fagmanna. Ef flasan verður þrálát og ofangreind ráð duga ekki er tímabært að leita til sérfræðings, sem hefur ráð á hinum ýmsu lyfjum og efnum sem of langt væri að telja upp hér. Það er lika til í dæminu að flasa stafi af psoriasis. Þær flögur sem birtast hjá psoriasis- sjúklingum er raunar alls ekki rétt að kalla flösu. Þar sem ekki er vitað um orsakir psoriasis er erfitt að eiga við þennan sjúkdóm og segja má að hann só ólæknandi enn sem komið er. Þó er hægt að halda honum í skefjum með ýmsum ráðum. Þegar hársvörðurinn flagnar getur verið um fleiri orsakir að ræða en að ofan greinir, en um leið og þess verður vart að venju- leg ráð duga ekki til úrbóta er sjálfsagt að leita læknis. VILTU KOMAST I HOP ANÆGÐRA VEISLUHALDARA ? ftp n } sSj. I tSnMim : .............. T-J í : á ertu best settur með fallegu einnota dúkana okkar. Þeir tryggja þér vel dúkað borð og auðveldan eftirleik. Einnota borðdúkarnir ífá DUNI eru fallegir og sterkir og fást í 7 mismunandi litum sem þú velur efitir tilefni veislunnar. Dúkarnir eru í rúllum, 40 m lang- ir og 1.25 m breiðir; þú þarft aðeins, að klippa af rúllunni þá lengd sem hentar þér hverju sinni og allt smellpassar! - Og verðið kemur þér þægilega á óvart. FAIMIMIR HF Bíldshöfða 14, sími 672511 Aðrir söluaðilar: Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, Reykjavík, sími 91-685554 Osta- og smjörsalan sf., Hafsteinn Vilhjálmsson, Þ. Björgúlfsson hf., heildverslun, M. Snædal, heildverslun, Bitruhálsi 2, Reykjavík, sími 91-82511 Hlíöarvegi 28, ísafirði, sími 94-3207 Halnarstræti 19, Akureyri, sími 96-24491. Lagarfelli 4, Egilsstöðum, sími 97-1715 H. Sigurmundsson hfheildverslun, Vestmannaeyjum, símar 98-2344/2345

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.