Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, VEDSKDTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
r
B
Eimskip í innhverfri íhugun
Skilgreinir hlutverk sitt og meginmarkmið, gerir
markmiðsáætlanir fyrir einstakar rekstrareiningar og býr sér til upplýsingakerfi
EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur
verið í sviðsljósinu í framhaldi
af aðalfundi félagsins í síðustu
viku, þar sem sýndi sig að félag-
inu hefur vegnað vel á síðustu
misserum og að umtalsverður
hagnaður varð af rekstri þess á
liðnu ár. En innan fyrirtækisins
hafa einnig verið og eru að eiga
sér stað ýmsar stjómunar- og
skipulagsbreytingar, sem ætla
má að stjórnendum íslenskra fyr-
irtækja þyki ekki síður forvitni-
legar, því að með aðstoð erlendra
ráðgjafa er félagið að tileinka
sér sitthvað af því sem nú ber
hæst í alþjóðlegum stjómunar-
fræðum. Þannig hefur fyrirtæk-
ið tekið upp stefnumarkandi
áætlunargerð, stjórnskipulag
hefur verið endurskipulagt, eins
og reyndar hefur verið greint
hér frá, og nú er unnið að því
innan fyrirtækisins að útbúa
kerfi fyrir stjórnun upplýsinga-
flæðis þar innra. „Það má því
segja að við höfum verið að
ástunda hér eins konar innhverfa
íhugun að undanförnu,“ segir
forstjórinn, Hörður Sigurgests-
son.
Hluverkið og höfuð-
markmið
Upphafið var að talin var orðin
þörf á því að endurskipuleggja
stjómskipulag félagsins og það
leiddi síðan til þess að athyglin
beindist samfara að því að taka upp
ný vinnubrögð við áætlunargerð
fyrirtækisins — stefnumarkandi
áætlunargerð eða „strategic plann-
ing“, eins og það er kallað. „Það
má segja að við höfum nálgst þetta
verkefni með því að skipta því í
þijá þætti,“ segja þeir Hörður Sig-
urgestsson, forstjóri Eimskips, og
Þorkell Sigurlaugsson, fram-
kvæmdastjóri þróunardeildar, í
samtali við Morgunblaðið. „í fyrsta
lagi ákváðum við að setjast niður
og spyija okkur: Hvert er hlutverk
Eimskips og hver em höfuðmark-
mið þess? Næsta stig var síðan að
við bjuggum til það sem kalla má
markmiðsáætlanir fyrir einstakar
rekstrareiningar fyrirtækisins cg í
þriðja lagi ákváðum við að ráðast
í framhaldi af þessu í að endurbæta
hina hefðbundu íj'árhagsáætlangerð
félagsins. Það má því að sumu leyti
líkja þessu við ísjaka. Þar stendur
upp úr skilgreining okkar á hlut-
verki og höfuðviðfangsefnum
félagsins en síðan dýpkum við þess-
ar hugmyndir okkar um hlutverkið,
fyrst með markmiðsáætlununum og
síðan með fjárhagsáætlununum."
Það má líta á skilgreininguna á
hlutverki og höfuðmarkmiðum Eim-
skips sem langtímaáætlun félags-
ins. Þar er horft nokkur ár fram í
tímann, 3 til 8 ára og jafnvel leng-
ur allt eftir því hversu traust land
menn telja sig hafa undir fótum.
Markmiðsáætlanimar eru hins veg-
ar hugsaðar til skemmri tíma eða
2-3 ára í einu fyrir höfuðdeildir
félagsins. Þá er komið að hinni
hefðbundnu áætlanagerð og þeir
Hörður og Þorkell segja að með
þessari forvinnu eigi hún að geta
verið meira og minna handa- og
reiknivinna á grundvelli mark-
miðsáætlana þessara höfuðdeilda
félagsins. Sem sagt ekki einfaldur
framreikningur á ástandinu eins og
það er í dag með verðbólguspá.,,
Með höfuðdeildum eigum við við
þær deildir sem skapa félaginu tekj-
ur og það eru fyrst og fremst
flutningsdeildirnar fjórar, Ameríku-
deild, meginlandsdeild, Norður-
landadeild og stórflutningadeild.
Við gerðum einnig marksmiðsáætl-
anir fyrir skiparekstrardeildina og
ARANGUR — Þeir Hörður Sigurgestsson, forstóri, (t.h.) og Þorkell Sigurlaugsson framkvæmda-
stjóri þróunardeildar, segja að ný vinnubrögð í áætlanagerð séu þegar farin að bera ávöxt.
tíma örvandi áhrif á þróun íslensks
efnahags- og atvinnulífs. Eimskip
er áfram reiðubúið að stuðla að
framþróun og eflingu íslensks at-
vinnulífs með þátttöku í atvinnu-
rekstri á öðrum sviðum en
flutningastarfsemi, sem miði að því
að styrkja Eimskip og atvinnulíf
hér á landi. Til að sinna hlutverki
sínu gerir félagið sér grein fyrir
nauðsyn stjórnunarþekkingar og
hæfni starfsmanna félagsins og vill
leggja áherslu á framúrskarandi
árangur fyrirtækisins í heild og ein-
stakra starfsmanna þess.
Og um höfuðmarkmiðin segir:
Styrkja og vernda aðalflutnings-
starfsemi félagsins, en vera opnir
fyrir nýjum verkefnum. Leggja
áherslu á vöxt fyrirtækisins bæði
hvað varðar stærð og hagnað, þar
sem megináherslan er lögð á að
auka eigið fé fyrirtækisins. Hafa
markaðinn að leiðarljósi og vera
sveigjanlegir, skjótvirkir og leggja
áherslu á að skila árangri; leita
stöðugt nýrra leiða og möguleika.
Setja sér raunhæf og mælanleg
markmið, meðvitandi um það að
markmið og möguleikar einstakra
deilda eru mismunandi varðandi:
Magn- og markaðshlutdeild, vöxt
og hagnað/framlegð.
Biblían
ísjakinn
Hörður Sigurgestsson tekur
líkinguna með ísjakann ögn lengra
og segir: „ Við erum tilbúnir að segja
hveijum sem er frá því sem upp
úr stendur af ísjakanum, þ.e. hlut-
verki Eimskipafélagsins og höfuð-
markmiðum þess. Nánari skilgrein-
ingar á þessum markmiðum, sem
við getum sagt að séu undir yfír-
borðinu, ætlum við hins vegar fyrir
okkur sjálfa í hinu innra starfí fyrir-
tækisins."
Hvemig skilgreina þá Eimskipa-
félagsmenn sjálfir hlutverk félags-
ins og höfuðmarkmið þess? Með
eftirfarandi hætti:
Hlutverk Eimskips er að reka á
arðbæran hátt flutningaþjónustu
milli íslands og útlanda og hér inn-
„Einhver kann að spyija hvort
okkur hafi ekki verið þetta hlutverk
og höfuðmarkmið Ijós en staðreynd-
in er sú að málin eru flóknari en
svo að þar liggi allt í augum uppi,“
segir Hörður. „Auðvitað eru þetta
allt hlutir sem við höfum haft ein-
hversstaðar baka til í kollinum en
nú höfum við þetta hlutverk og
þessi höfuðmarkmið sem við höfum
sett okkur, hér svart á hvítu. Þetta
er okkar biblía - leiðbeiningar til
okkar um hvernig við eigum að
starfa án þess að missa sjónar af
takmarkinu."
Þeir Hörður og Þorkell segjast
þegar sjá þess merki að ný vinnu-
brögð séu farin setja svip á starf-
semina. „Við gerð markmiðsáætl-
ananna fengu t.d. forstöðuménn
flutningssviðanna fjögurra hver um
sig það verkefni að gera úttekt á
því hver staðan væri á því flutnings-
sviði sem þeir störfuðu á. Þeir
byijuðu á því að átta sig á því á
hvaða markaði þeir væru, hveijir
væru mikilvægustu viðskiptavinim-
ÞJONUSTA — Eimskipafélagsmenn segjast ætla að leggja áherslu á að komast nær viðskiptavinin-
um og að veita alhliða flutningaþjónustu.
Hlutverk og
höf uðmarkmið
Eimskips
Markmið einstakra
rekstrareininga
Stefnumarkandi áætlanagerð Eimskips
landrekstrardeildina og heildará-
ætlun fyrir fjármálasviðið. Á
þennan hátt emm við að freista
þess að horfa skipulega lengra fram
í tímann heldur en við og yfírleitt
fyrirtækin hér á landi hafa verið
að gera til þessa. Stærri fyrirtækj-
um er líkalega nauðsynlegra að
vinna þetta svona skipulega. I litlu
fyrirtæki er þetta oft í kollinum á
eigandanum eða forstjóranum en
smærri fyrirtækjum er þó ekki síður
þörf á að horfa lengra fram í
tímann. “
anlands. Auk þess að stunda
flutningastarfsemi erlendis, þegar
slíkt styrkir aðalstarfsemi félagsins.
Stofnun Eimskips hafði á sínum