Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 15
b
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKEPTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987
B 15
Efnahagsmál
eiga marktækar. Niðurstöður gætu
t.d. verið frá landi þar sem eðli
dagblaða- og tímaritaútgáfu er allt
annað en hérlendis og þessi fróð-
leikur gæti því verið ónothæfur hér
á íslandi.
Sú fullyrðing þarf þar að auki
alls ekki að vera rétt að fleiri lesi
hvert eintak af tímariti miðað við
dagblað. Tímarit eru mörg orðin
það sérhæfð að þau eru aðeins les-
in af einum á heimilinu. Hugsum
okkur t.d. heimili sem kaupir eitt
dagblað ásamt þremur tímaritum.
Eitt tímaritið fjallar um verslun og
viðskipti, annað um fatatísku og
það þriðja um rokktónlist. Dæmið
gæti í þessu tilviki litið þannig út
að allir í fjölskyldunni læsu hvert
dagblaðseintak en aðeins einn les-
andi væri um hvert tímaritseintak.
Engu að síður gæti auglýsing í
tímariti reynst árangursríkari fyrir
auglýsanda, sem ieitaði mjög sér-
greinds viðskiptahóps.
Upplag og lesendahópar
Það er því nauðsynlegt fyrir aug-
lýsendur að meta allt í senn, upplag
rits, hve vel það er lesið, og hver
eru einkenni lesendahópsins og
áhugamál. Rit, sem seld eru í
áskrift, eiga að geta gefið allná-
kvæmar upplýsingar um kaupendur
sína. Það er hins vegar markmiðið
með upplagseftirlitinu að stuðla að
réttum upplýsingum um upplag við-
komandi rita.
Skortur á upplýsingum
Því miður er því ekki unnt við
núverandi aðstæður að gefa fyrir-
tækjum fullnægjandi upplýsingar
um hvar best sé að auglýsa. Mark-
vissar rannsóknir hafa ekki verið
gerðar hér á landi á auglýsinga-
mætti einstakra dagblaða eða
tímarita og því erfitt að koma fram
með fullyrðingar varðandi þetta
efni.
Við núverandi aðstæður þurfa
þeir, sem vilja auglýsa, því að reiða
sig á góðar tölur yfir fyölda seldra
eintaka. Þjónustu af þessu tagi er
Verzlunarráðið einmitt að byggja
upp. Auglýsendur hafa nú a.m.k.
örugga vitneskju um útbreiðslu
þeirra rita sem þátttakendur eru í
upplagseftirlitinu.
I framtíðinni verður einnig nauð-
synlegt að miða markvissar að því
að koma auglýsingum í þau blöð
eða tímarit sem hafa lesendahóp
sem helst kaupir vöruna sem aug-
lýst er.
Höfundur sér um útgáfu ogkynn-
ingarmál fyrir Verzlunarráð
íslands.
Slakar hagvaxtar- \
spár fyrir iðnríkin \
ALÞJÓÐA gjaldeyrissjóðurinn
spáir því nú að hagsvöxtur i
iðnrí-
kjum heims verði ekki nema um
2.5% á árinu 1987 og er það tals-
verð breyting frá spá sjóðsins
fyrir hálfu ári. Þá spáði sjóður-
inn að vöxturinn í iðnríkjum
heims yrði ríflega 3% á þessu ári.
Þessi spá sem unnin er af sér-
fræðingum Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins verður lögð til grundvallar á
fundi fulltrúa helstu iðnríkja heims
um efnahagslega samvinnu sem
ráðgerður er í næstu viku.
Heimildir innan sjóðsins herma
að efnahagsvöxtur í Bandaríkjun-
um verði aðeins um 2,5% á árinu
samkvæmt spánni og er það lækkun
um heilt prósent miðað við fyrri
spá. Sömu heimildir segja að sam-
kvæmt spánni sé gert ráð fyrir um
2,5% vexti í V-Þýskalandi og 2,8%
vexti í Japan sem er einnig undir
fyrri spá. Sérfræðingar telja því að
slök útkoma þessara þiggja ríkja í
hagvaxtarspánni sé ekki til þess
fallin að treysta gjaldeyrismarkað
Tork kerfíð. Fyrir þá sem vUja aðeins það besta. Mölnlycke
FERÐALOG
FRÍTÍMI - ÚTIVERA
SÝNING
LAUGARDALSHOuL
23 APRIL-3 MAI1987
Tork kerfíð er ómissandi öllum sem bjóða aðeins
vandaða framleiðslu og góða þjónustu. Tork kerfið saman-
stendur af hylkjum og grindum ásamt einnota vörum til '
notkunar hvar sem hreinlætis er þörf.
í nútíma framleiðslufyrirtækjum skiptir þrifnaður
miklu máli. Þá koma yfirburðir Tork best í ljós. Starfsfólk
þitt kann vel að meta hversu Tork kerfið er einstaklega
þægilegt í notkun. Sannir atvinnumenn biðja
um Tork vegna þess að Tork er hagkvæmara
og gæðin einstök.
Naf'V.
yynrt*^'--
Hcim'V'sfanS'
Starfsgreuv
Sim'-—T^^freka"uppWsin8ar
oVinsanrfcb
"veslurff^V |^U_26733
Reykiavík, b'n' ^,
____1
uni
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins munu
ferma til íslands á nœstunni
sem hór segir:
AARHUS:
Alla þriðjudaga.
SVENDBORG:
Alla miðvikudaga.
KAUPMANNAHÖFN:
Alla fimmtudaga.
GAUTABORG:
Alla föstudaga.
MOSS:
Alla laugardaga.
LARVIK:
Alla laugardaga.
HULL:
Alla mánudaga.
ANTWERPEN:
Alla þriðjudaga.
ROTTERDAM:
Alla þriðjudaga.
HAMBORG:
Alla miðvikudaga.
HELS1NKI/TURKU:
Hvassafell 7. apríl
Hvassafell 10. maí
GLOUCESTER:
Jökulfell 6. apríl
Jökulfell 8. maí
NEW YORK:
Jökulfell 8. apríl
Jökulfell 10. maí
PORTSMOUTH:
Jökulfell 7. apríl
Jökulfell 9. maí
SKIPADE/LD
^&kSAMBANDS/NS
LINDARGATA 9A
PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVlK
SlMI 28200 TELEX 2101
TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA
Tork. Þegar hreinlæti
er nauðsyn.