Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPrMIVrNNULÍF FTMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 B 7 Fólk í atvinnulífinu Jens Pétur Hjaltested framkvæmdastjóri Pennans NÝLEGA tók Jens Pétur Hjalt- ested við starfi framkvæmda- stjóra hjá Pennanum. Jens Pétur er fæddur 22. febrúar 1949. Hann varð stúdent frá Versl- unarskóla íslands 1973 og viðskipt- fræðingur frá Háskóla íslands 1977. Framhaldsnám stundaði hann í Kaupmannahöfn í markaðs- fræðum 1977-1980. Við heimkom- una réðst hann til Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins og starfaði þar til ársloka 1985. Þá varð hann skólastjóri Útflutnings- og mark- aðsskóla íslands við stofnun skólans og starfaði þar til nú í febrúar að hann réðst til Pennans. Jens Pétur er kvæntur Maríönnu Haraldsdótt- ur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau eina dóttur. Umfagnsmiklar breytingar eru í vændum hjá Pennanum. Verslun Pennans í miðbænum verður á næstunni flutt úr Hafnarstrætinu í Austurstræti 10, þar sem Torgið var áður til húsa og í ágúst á þessu ári verður opnuð ný verslun í nýju Jens Pétur Hjaltested verslunarsamstæðunni Kringlunni í nýja miðbænum. Verslun verður síðan rekin eftir sem áður í Hall- armúla. Alls starfa nú 55 manns hjá Pennanum. Bjami VERÐBREFASJOÐUR — Verðbréfasjóður Fjárfestingarfélagsins er kominn yfir 1.000 milljón- irlcróna. Á myndinni eru Gunnar Óskarsson, forstöðumaður sjóðsins, Ásgeir Jónsson og Guðríður Jónsdóttir sem keyptu bréf er komu sjóðnum yfír 1.000 milljónimar og Kolbnin Kolbeinsdóttir sölufulltrúi. VerðbréfasjóðurFjárfestingarfélagsins kominn yfir 1.000 milljónir króna Verðbréfasjóður Fjárfest- ingarfélags íslands er í örum vexti og í gær komst hann yfir 1.000 milljónir króna. Frá ára- mótum hefur hefur hann stækkað um nálægt 25%. Verðbréfasjóðurinn gefur út svokölluð Kjarabréf og í gær voru seld_ bréfin sem komu sjóðnum yfir 1.000 milljónir. Það voru Ásgeir Jónsson og Guðríður Jóns- dóttir sem keyptu. Gunnar Óskarsson, forstöðu- maður sjóðsins, sagði að ávöxtun Kjarabréfanna umfram verðbólgu væri 13-15%. Hann sagði að mik- il eftirspum væri eftir bréfunum og að ástæður þess væm einkum lágir vextir á spariskírteinum ríkissjóðs og aukið traust almenn- ings á verðbréfasjóðum. Við lok liðins árs voru um 800 milljónir króna í sjóðnum, en í byijun 1986 voru 277 milljónir króna. Hækkunin var því 191%. Mannabreytingar hjá Jóhanni Ólafssyni & Co. PÉTUR Ólafsson, sem verið hef- ur aðstoðarframk væmdastj óri Jóhanns Ólafssonar & Co. hf., tók við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins um mánaðamótin. Ástráður Karl Guðmundsson, hefur verið ráðinn aðstoðar- framkvæmdasijóri. Pétur er stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1970. Hann var við nám og störf í Karlsruhe í Vestur-Þýskalandi 1971-1974. Pét- ur lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1981. Pétur var enduskoðandi í al- Pétur Ólafsson menningsdeild Skattstofunnar í Reykjavík 1975, í atvinnurekstrar- deild 1976 til 1981, er hann var ráðst sem fjármálastjóri til Jóhanns Ólafssonar & Co. hf. Eiginkona Péturs er Margrét Hilmarsdóttir, bankaritari, og eiga þau fjögur böm. Ástráður Karl lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1979. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1984 og sama ár hélt hann til frekara náms við Verslunar- háskólann í Kaupmannahöfn. Ástráður Karl Guðmundsso'n Nýr framkvæmdastjóri hjá Samverk hf. GUNNAR Bragason, viðskipta- fræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Glerverk- smiðjunni Samverk hf. á Hellu. Gunnar er 25 ára að aldri. Hann er stúdent frá Samvinnuskólanum og útskrifaðist úr viðskiptadeild Háskóla íslands 1986. Gunnar hóf störf hjá Samverki árið 1982. Gunnar Bragason Handbókin ÍSLENSK FYRIRTÆKI 1987 er komin út hjá Frjálsu framtaki Hún hefur aí> geyma eftirfarandi: 2. Vöru-ogþjónustuskrá. 1. Fyrirtækjaskrámeörúmlcga 9.500 starfandi fyrirtækjum, félögum, samtökum og opinberum stofnunum á öllu landinu. Oll skráö meö nafnnúmer. 3. Umboöaskrá. 4. Skrá yfir íslenska útflytjendur. 5. Skrá yfir öll íslensk skip. Bókírv er seld í lausasölu hjá FRJÁLSU FRAMTARI í ÁRMÚLA18. Eitvivig er haegt aÖ paata haiva í síma og f á hana servda um hael. Frjálst framtak Ármúla 18, sími: 82300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.