Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 11

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 11
10 B MORGUNBLAÐIÐ, VJÐSHPTI/ftlVINNULIF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Borgarsjóður á að byija sölu hlutabréfa í Granda hf. á þessu ári Brynjólfur minnir á að tilgangurinn með stofnun Granda hafi m.a. verið sá að koma á ákveðinni hagræð- ingu. Hann telur reyndar að það hafi skipt miklu máli að hráefnisöfl- unin skuli hafa komist á eina hendi: „En það var ekki farið í grafgötur með að sameiningin hefði í för með sér miklar breytingar fyrir starfs- fólkið. I upphafi var ákveðið að auka sjálfvirkni og sérhæfíngu — það hefur verið mottó fyrirtækis- ins;“ I þessu sambandi bendir Bry- njólfur á að vinnslunni í Granda- garði hafi verið breytt þannig að hún varð mjög sérhæfð. Karfinn fer alfarið í Grandagarð, þar er hann unninn í japanskarfa. Þá var laus- frystir fluttur úr Norðurgarði í Grandagarð, þar sem unnin eru lausfrvst karfaflök fyrir markað í Bandaríkjunum og Frakklandi. I Norðurgarði er áherslan lögð á vinnslu á bolfíski, þorski og ufa, sem húsið er sniðið fyrir. Brynjólfur er sannfærður um að auka verði sérhæfíngu verulega í fískvinnslu. Það þarf oft að skipta um á milli tegunda og lotuskipti eru dýr. Sérhæfíngin hjá Granda þýddi að starfsmenn urðu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum, þar sem þeir fóru að vinna við ákveðna físk- tegund. „Það hefur sýnt sig að sérhæfíngin hefur borið þann ár- angur sem að var stefnt," segir Brynjólfur og bætir við: „Þetta hafði í för með sér að mikil breyt- ing varð á starfsliði. Það var tekin ákvörðun um það í ársbytjun 1986 að afhenda 180 manns uppsagnar- bréf, en 90 voru endurráðnir. Þetta tímabil, janúar, febrúar, og mars, var afskaplega sársaukafullt fyrir allt starfsfólkið og ég óska engum stjómanda að ganga í gegnum svona endurskipulagningu. Hún var hins vegar nauðsynleg, og til henn- ar var gengið í framhaldi af stofnun fyrirtækisins." Framan af árinu skapaði þetta ástand mikinn óróa í fyrirtækinu, en Brynjólfur segist trúa því að nú, ári síðar, sé samstaða meðal starfs- manna fyrirtækisins og að það sé einhugur um að vinna að velgengni Granda. Aðspurður segir Brynjólfur að oólitískar umræður um fyrirtækið í kringum borgarstjómarkosning- amar, síðastliðið vor, hafi haft slæm áhrif á andann innan þess. Og í beinu framhaldi bendir hann á að fyrirtækjarekstur í höndum sveitar- félaga verði aldrei sá sami og hjá einkaaðilum: „Sjónarmið fyrirtækja í opinberri eigu fara ekki alltaf sam- an við markmið fyrirtækja, sem er arðsemi. Stjórnmálamennimir þurfa að sækja um endurráðningu á fjögurra ára fresti. Ákvörðunar- taka í opinberu fyrirtæki, _er allt önnur en í einkafyrirtæki. Ákvarð- anir þurfa að vera teknar mjög skjótt og sveiganleiki fyrirtækisins að vera mikill." Brynjólfur segir að í framtíðinni muni fólki í fiskvinnslu fækka hér á landi en að fískvinnslufólk verði faglært: „Liður í þessu eru nám- skeið sem við stóðum fyrir og fólk útskrifaðist sem sérhæft físk- vinnslufólk." Jafnframt því sem sjálfvirkni og sérhæfíng er aukinn telur Brynjólf- ur að huga beri að betri nýtingu sjávarafla. „Nýting á sjávarafla er mjög mikilvæg og það verður að vinna að henni með rannsóknum og vömþróun. Til gamans má benda á þá breytingu sem átt hefur sér stað í kjötvinnslu sem eitt sinn var á svipuðu stigi og vinnsla sjávar- afurða. Þar hefur orðið gífurleg breyting og svipuð breyting verður í sjávarútvegi og reyndar er hún hafín.“ Selt á þessu ári? „Já alveg tvímælalaust,“ svarar Brynjólfur þegar hann er spurður um hvort selja eigi hlut borgarinnar í Granda: „Það skilyrði, var sett við samþykkt borgarstjómar um sam- eininguna að hlutur borgarinnar yrði seldur. Ég tel að borgarsjóður eigi að hefjast handa um sölu á einhverjum hluta á þessu ári. Það verður ef til vill að bíða fram yfír mitt ár til að sjá afkomu fyrirtækis- ins. En það er ekki markmið að borgin eigi stóran hlut í Granda." „Við ætlum að grynnka nokkuð á skuldum, og fömm varlega í fjár- festingar. Ef þetta ár gengur eins og ætlast er til, verðum við í stakk búnir að takast á við ýmis framtíð- arverkefni á næsta ári,“ sagði Brynjólfur Bjamason. Morgunblaðid/Bjarai UTGERÐ — Aðeins einn togari, Snorri Sturluson, af sjö sem Grandi gerði út var rekinn með hagn- aði. Þetta í fyrsta skipti sem Snorri skilar hagnaði frá því að hann kom til landsins árið 1973. Ástæða þessa er fyrst og fremst tíðar siglingar Snorra. MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn/AIVINNULlF FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 B 11 in kosta eftir- litsaðila sinn AÐALFUNDUR Sambands íslenskra tryggingafélaga var haldinn 4. mars sl. að því er kem- ur fram í frétt frá sambandinu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Erlendur Lámsson, forstöðu- maður Tryggingaeftirlitsins, erindi á fundinum. Ræddi hann þar starf- semi eftirlitsins frá því að það var sett á laggimar með lögum frá ár- inu 1973, en þá var sett hér á landi fyrsta heildstæða löggjöfín um vá- tryggingarstarfsemi. Athyglisvert er, segir í fréttinni, að löggjöf þessi, og þar með stofn- un Tryggingaeftirlitsins, var sett fyrir fmmkvæði vátryggingarfélag- anna gjálfra og samtaka þeirra. „Tryggingaeftirlitið er opinber stofnun, sem starfar undir yfir- stjóm tryggingamálaráðherra og ráðuneytis hans. Eftirtektarvert er einnig, að stofnunin er rekin fyrir fé, sem vátryggingarfélögin er skylt að greiða lögum samkvæmt. Fram- lög á íjárlögum til eftirlitsins em á hinn bóginn engin. Það em því vá- tryggingarfélögum sjálf, sem standa að öllu leyti undir rekstri opinbers eftirlitsaðila síns.“ Núgildandi löggjöf um vátrygg- ingarstarfsemi er frá árinu 1978. í máli sínu vék Erlendur að nokkmm atriðum í löggjöfinni, sem að mati hans þyrfti athugunar við. Hallgrímur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga g.t., sem setið hefur í stjóm Sam- bands íslenskra tryggingafélaga síðastliðin 3 ár, gekk úr stjóminni skv. lögum. Vom honum þökkuð ágæt störf í þágu SÍT. Núverandi stjóm Sambands íslenskra tryggingafélaga er þannig skipuð: Formaður: Bjarni Þórðarson, framkvæmdastjóri íslenzkrar end- urtryggingar. Varaformaður: Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjó- vátryggingafélags íslands hf. Meðstjómandi: Páll Sigurðsson, for- Bjami Þórðarson, formaður Sambands ísl tryggingafélaga. stjóri Samábyrgðar íslands á físki- skipum. Varamenn: Jóhann Bjömsson, forstjóri Ábyrgðar hf. Ingi R. Helgason, forstjóri Bmna- bótafélags Islands. Innan vébanda Sambands íslenskra tryggingafélaga em nú 15 vátiyggingarfélög. Samkvæmt könnun SIT á sl. hausti var heildar- starfsmannafjöldi (ársverk) aðild- arfélaganna tæplega 390 manns. Á undanfömum ámm hefur starfs- mönnum í vátryggingarstarfsemi ekki ijölgað, þrátt fyrir aukin um- svif. Jafnvel hefur verið um nokkra fækkun að ræða. Verða ástæður þessa sjálfsagt raktar til tölvuvæð- ingar og ýmiss konar hagræðingar félaganna, segir í fréttinni. Súper-túpuljós Sœnska Ijósakerfið fró ateljé Lyktan ab. Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 Sími 622434. Súper-túpuljós gefa þér nœr ótakmarkað frelsi til að skapa þitt eigið Ijósakerfi. Þú fœrð ekki aðeins góða lýsingu heldur gefa fallegu Súper-túpuljósin hýbýlum þínum smekklegan og fógaðan svip. Hœgt er að velja um nokkrar gerðir, ótal liti, kaupa stók Ijós eða samtengd meðtilheyrandi tengingum og beygjum, bœta inn í kósturum og upplýsingaskiltum eftir hentugleikum. yrirtœki. Komum ó staðinn og gerum verðtilboð. Meö reglubundnum siglingum beintfrá Fredriksstad í Noregi til Reykjavíkur, bjóöum viö íslenskum innflytjendum dýrmæta hraðbraut yfir haf ið. Vara sem fer um borö í Reykjafoss eöa Skógafoss í Fredriksstad er komin til íslands um 87 klukku- stundum síðar. Þess vegna flytjum við matvörur, varahluti, efnavörur, hráefni til iðnaðar, umbúðir, byggingavörurog ótal margt fleira frá Fredriksstad í hverri viku ocj höldum hrað- brautinni frá Noregi í stöðugri notkun fyrir alla Islendinga. BEINT FRA NOREGIIHVERRIVIKU! EIMSKIP - þegar hraðirm skiptir máli. WONUSTAN / SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.