Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 19

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, VTÐSKBFTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 2, APRÍL 1987 B 19 tölvu á þennan hátt og hafnaði boðinu. Og ef til vill voru hugvits- mennimir ekki beinlínis traustvekj- andi, hippalegir útlits, síðhærðir báðir og berfættir að auki. Bank- arnir sögðu nei, e.t.v. af sömu sökum. Og áhættuféð, sem fór í fyrstu Apple- tölvuna, fékkst með því að þeir félagar seldu vasatölvu og Volkswagenbifreið. 1100 dollar- ar voru það. Ekki rímar þetta alveg við “Kísildalsformúluna". Það gerir saga stýrikerfanna CP/M og MS-DOS ekki heldur. Gary Kildall samdi stýrikerfið CP/M á lánaða tölvu án styrkja og aðstoðar háskóla. Og ekkert fyrir- tæki vildi kaupa það, er hann bauð það til sölu í fyrstu. Það féll í hlut áhugamannanna að þróa þetta stý- rikerfi. Þar náði það útbreiðslu, og þá fyrst tóku fyrirtæki að sýna því áhuga. Og eins og kunnugt er, em PC-DOS og MS-DOS sótt í CP/M. Þegar IBM braut odd af oflæti sínu í upphafi þessa áratugar og tók að framleiða heimilistölvur, er sagt að Gary Kildall hafi bmgðið í brún, er hann skoðaði stýrikerfið og þekkti þ^r eigin handaverk. Hvetju eigum við svo að þakka stýrikerfin MS-DOS og CP/M? Háskólum? Fyrirtækjum? Fjáraustri? Nei, Kísil- dalsformúlan er líklega eitthvað flóknari, og dæmum sem þessum mæt.ti fjölfra að mun. Og þau em líka til, dæmin um hitt, hvernig formúlan hér ofar get- ur orðið til að hindra ævintýri. Hvað á að segja um 640 kílóbæta minnismúrinn í IBM/PC-tölvum og þeirra líkum? Miðverkið í þeim tölv- um er hannað til að þjónusta 1 megabæti í minni. Og vom ekki flestar forsendur fyrir hendi, þegar tölvan IBM/PC var hönnuð? Ekki skorti fé, ekki fræði, og háskólar einatt fúsir að bjóða IBM blíðu sína. Uppskrift fengin að ævintýri. En í upphafi áratugarins ákvað IBM, að 640 kílóbæti væm yfrið minni í ein- menningstölvur um aldur og ævi. Eftir því var staðallinn sniðinn, þrátt fyrir hávær andmæli áhuga- mannahópa, og nú súpa ófáir seyðið af þessari spá IBM. Hver, sem eign- ast PC-tölvu, fær þannig heil 384 kílóbæti af ónýttu minni í kaupbæti. Hún hlýtur að vekja efasemdir, þessi formúla. Að hve miklu marki er hægt að töfra fram uppgötvanir með fé? Er það svo ömggt elds- neyti til andlegra afreka? Sumir virðast trúa því. Ég vitna í einn slíkan í lokin, bandarískan höfund, sem fjallar hér um Marie Curie og uppgötvun hennar, radíum: “En þá var hún því miður orðin of gömul til að stofna fyrirtæki, þannig að hún gaf Frönsku Akademíunni þessa uppgötvun." Opinber stjórnsýsla Afhverju opinber afskipti? Umsjón: Árni Sigfússon, stjórnsýslufræðingur, Bjami Ing- varsson, vinnusálfræðingur og Leifur Eysteinsson, við- skiptafræðingur Hið opinbera hefur afskipti af mörgum þáttum mannlífsins. Þrátt fyrir þetta em ekki margir sem spyija: Af hverju? Eflaust mættu margir forráðamenn opinberra stofnana spyija sjálfa sig þessarar spurningar og reyna þá að aðlaga rekstur að raunverulegum þörfum. Eitt þeirra ríkisfyrirtækja sem em nú í endurskoðun er Ríkismat sjáv- arafurða. Þar hefur verið unnið mikið starf til þess að gera rekstur stofnunarinnar og þjónustu mark- vissa og laga að þörfum þeirra sem njóta eiga þjónustu stofnunarinnar. Markmiðið er að gera Ríkismat sjávarafurða að stofnun sem er þjónustusinnuð, eins og það heitir í dag. í 2. tölublaði 2. árgangs fréttabréfs Ríkismat, sjávarafurða ritaði fiskmatsstjóri, Halldór Áma- son, athyglisverðan leiðara, sem bar yfirskriftina: Hvers vegna opinber afskipti af gæðamálum sjávarút- vegsins? Við fengum leyfi Halldórs til að birta leiðarann í heild sinni og fer hann hér á eftir: „Er þörf fyrir Ríkismat sjávar- afurða? Hveijir hafa þörf fyrir Ríkismatið og hver er þörfin? Þetta em brennandi og jafnvel óþægilegar spumingar sem opin- berar stofnanir ættu stöðugt að leita svara við. Þær, rétt eins og fyrirtæki, veita þjónustu sem þörf er fyrir á markaði. Munurinn er hins vegar sá að ef ekki er lengur þörf fyrir þjónustu fyrirtækisins kaupir enginn hana og það líður undir lok. Opinberar stofnanir sem fjármagnaðar em úr ríkissjóði geta hins vegar lifað lengi eftir að ekki er lengur þörf fyrir þjónustu, þeirra, þótt þær hafi í upphafi verið settar á fót til að leysa knýjandi vandamál. Ef Ríkismatið veitir þjónustu sem þörf er fyrir á markaði, hver er þá markaðurinn og hveijir þarfnast hennar? í framhaldi af nýlegum breyting- um á lögum um Ríkismatið er nú unnið að gagngem endurmati á starfsemi stofnunarinnar. Vinnan byijaði með því að markaðurinn var skilgreindur. Honum má skipta í tvo hluta. í fyrsta lagi þarf að svara því hvort stjómvöld og sjávarút- vegsráðuneytið hafa þörf fyrir Ríkismatið sem tæki til að beita við stjómun á nýtingu auðlindarinnar, svo að ná megi settum markmiðum um hámarksafrakstur hennar. I öðm lagi þarf að svara því hvort fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þörf fyrir Ríkismatið til að auðvelda þeim að bjóða vömgæði sem mark- aðurinn telur áreiðanleg. Með því að greina hvernig eða hvaða fyrir- tæki það em sem hér um ræðir er búið að skilgreina hveijum stofnun- in á að þjóna, þ.e.a.s. hveijir em viðskiptavinimir. En þá þarf að skilgreina nákvæmlega þarfirnar og hvernig hægt er að uppfylla þær. Leitað hefur verið eftir áliti stjómvalda og stjómenda fyrir- tækja á því hvort þörf sé fyrir opinbera stofnun sem veitir þjón- ustu varðandi gæðamál í sjávar- útveginum og þá hvers vegna. Hvaða þarfir eru það sem bet- ur verða leystar af opinberri stofnun en af fyrirtækjunum sjálfum? Þessar athuganir sýna að bæði stjómvöld og stjómendur flestra fyrirtækja í sjávarútvegi telja að þörf sé á stofnun sem hefur svipað hlutverk og Ríkismatið, en sú stofn- un eigi að vera öðmvísi, minni og virkari en Ríkismatið er í dag. Markmið með rekstrinum og hvaða ieiðir eigi að fara þurfa að vera betur skilgreind og beita á nútíma- legum aðferðum. Ábyrgðin á gæðamálunum eigi að liggja í fyrir- tækjunum og þeim sem vinna við sjávarútveg. Hið opinbera á að tryggja að allar íslenskar sjávaraf- urðir séu framleiddar undir virkri gæðastjórnun og gæðaeftirliti, en ekki reka sjálft gæðaeftirlitið." Halldór Árnason Með þeirri vinnu sem unnin er í Ríkismati sjávarafurða er markmið- ið að gera stofnunina nútímalegri þar sem reynt verður að veita þá þjónustu sem þörf er á. Þessi pist- iil Halldórs Árnasonar minnir á mikilvægi þess að endurskoða verði sífellt rekstur opinberra stofnana þannig að þær þjóni þeim tilgangi að veita þá virku þjónustu í sam- félaginu sem þeim ber. HLUTftBRÉF Kaupum og seljum hlutabréf Hlutafélag Kaupgengi* Sölugengi* Breyting frá 19/3 ’87 Eimskipafélag íslands hf 1,95 2,08 +2 % Flugleiðir hf 1,56 1,65 -h0,8% Iðnaðarbankinn hf 1,28 1,35 Verslunarbankinn hf 1,22 1,28 +2,5% Hlutabréfasjóðurinn hf 1,08 +1,0% • Á aðalfundi Eimskips hf. þann 25.03. var samþykkt 50% aukning hlutafjár með útgáfu jöfnunarbréfa. Hlutafé fé- lagsiné er því í dag 270 milljónir. • Aðalfundur Iðnaðarbankans verður þann 3. apríl. • Aðalfundur Verslunarbankans verður þann 11. apríl. Qh FJÁRFESTINGARFÉIACIÐ UERÐBRÉFAMARKAÐURINN Hafnarstræti 7 101 Reykjavík S> (91) 28566 * Að lokinni ákvörðun um útgáfu jöfnunarhlutabréfa * Margfeldisstuðull á nafnverð Tilboð óskast í hlutabréf ÍSLENSKS MARKAÐAR HF. að nafnvirði 296.470 kr. (1,43% heildarhlutafjár). Tilboðum undir tólf-földu nafnverði ekki tekið. Réttur áskilinn til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Hlutabréfafréttir • Á aðalfundi Flugleiða hf. þann 20.03. var samþykkt að þrefalda hlutafé fé- lagsins með útgáfu jöfnunarbréfa. Hlutafé félagsins er því 315 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.