Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 2
2 B
/ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1987
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Islendingar mæta
A-Þjóðveijum á morgun
ÍSLENDINGAR og Austur-
Þjóðverjar spila landsleik í
knattspyrnu á Laugardalsvelli
á morgun, miðvikudag, kl.
20.00. Þetta verður fimmti leik-
ur þessara liða í 3. riðli
Evrópukeppninnar. Tvœr
breytinar hjá íslenska liðinu frá
því í leiknum gegn Frökkum.
Islendingar tefla nú fram sínu
sterkasta liði og ætti á góðum
degi að geta lagt það austur-þýska
að velli hér heima. Austur-Þjóðveij-
ar unnu fyrri leikinn með tveimur
mörkum gegn engu. Þá lék Ásgeir
Sigurvinsson ekki með, en hann er
mættur í slginn nú. Hann á góðar
minnigar frá leik þessara liða í
Laugardalnum 1975. Þá skoraði
hann sigurmarkið í 2:1 sigri íslands.
Tvær breytingar eru á hópnum
síðan í leiknum gegn Frökkum í
vor. Lárus Guðmundsson kemur nú
inní hópinn eftir nokkurt hlé. Hann
kemur inn fyrir Sigurð Grétarsson.
Pétur Amþórsson kemur inn í liðið
eftir stórgóðan leik gegn Hollend-
ingum í undankeppni Olympíu-
leikanna á dögunum. Hann kemur
inn fyrir Pétur Ormslev, sem gaf
ekki kost á sér vegna meiðsla.
íslenska liðið tók létta æfíngu á
Laugardalsvelli í gærkvöldi og einn-
ig í gærmorgun. í dag verða tvær
æfíngar og svo ein í fyrramálið.
Það er ekkert gefíð eftir og allt
lagt í sölumar til að vinna leikinn
á morgun.
Byijunarliðið verður að öllum
líkindum skipað þessum leikmönn-
um:
Bjarni Sigurðsson, Atli Eðvalds-
son, Sævar Jonsson, Gunnar
Gíslason, Ágúst Már Jonsson,
Sigurður Jonsson, Ásgeir Sigur-
vinsson, Ómar Torfason, Ragnar
Margeirsson, Arnór Guðjohnsen
og Pétur Pétursson.
Aðrir leikmenn: Friðrik Friðriks-
son, Guðni Bergsson, Lárus
Guðmundsson, Viðar Þorkelsson
og Pétur Arnþórsson.
Þá má búast við að Siggi Held gefí
Lárasi Guðmundssyni tækifæri og
skipti honum inná fyrir Pétur Pét-
ursson, ef leikurinn þróast þannig.
Dómaratríóið kemur frá Danmörku.
Dómari verður Hennig Lund-Sör-
ensen og línuverðir Alex Jacobsen
og Ove Hust. Eftirlitsmaður UEFA
er Jacques Colling frá Luxemborg.
Leikurinn hefst stundvíslega kl.
20.00 á Laugardalsvelli. Forsala
aðgöngumiða er í Austurstræti í
dag og á morgun frá kl. 12 til 18.
og á Laugardalsvelli á morgun frá
kl. 12.00. Verð aðgöngumiða í
stúku kosta kr. 700, í stæði kr. 400
og kr. 150 fyrir böm. Homaflokkur
Kópavögs mun leika létt lög fyrir
leik og í hálfleik.
Staðan fyrir leikinn á morgun:
Sovétríkin
A-Þýskaland
Frakkland
ísland
Noregur
4 3 1 0 9:1 7
4 1 2 1 2:2 4
4 1 2 1 2:2 4
4 0 2 2 1:6 2
1 0 1 1 0:4 1
Lárus Guðmundsson:
„Gaman að vera
aftur í hópnum“
að er gaman að vera aftur
kominn í hópinn,“ sagði Lár-
us Guðmundsson, eftir æfínguna
í gær. En Láras er nú í landsliðs-
hópnum eftir nokkurt hlé.
Leikurinn leggst vel í mig. Von-
andi fæ ég tækifæri til að spreyta
mig í leiknum. Ég á 'þó ekki von
á því að verða í byijunarliðinu,"
sagði Láras.
Hann á að baki 14 landsleiki, sem
þykir kanski ekki mikið, en hann
átti ekki upp á pallborðið hjá Tony
Knapp þegar hann var iandsliðs-
þjálfari. En vonandi er Láras
kominn í hópinn til að vera.
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
íslenska landsliðið í knattspymu æfði tvívegis í gær. Þessi mynd var tekin á seinni æfíngunni í Laugardal. Á myndinni
eru þeir Pétur Pétursson, Ásgeir Sigurvinsson og Lárus Guðmundsson.
A-Þjódveijar sterkir
AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR koma
með sitt sterkasta iiö í leikinn
á morgun. Liðið kemur til ís-
lands i dag með leiguflugvél frá
Berlín.
Flestir leikmanna liðsins ieika
með Dynamo Berlin og Loko-
motiv Lapzig. Lokomotiv lék
einmitt til úrslita í Evrópukeppni
bikarhafa við Ajax á dögunum og
tapaði með einu marki gegn engu.
Þetta segir töluvert um styrkleika
liðsins.
Austur-þýska landsliðið er þannig
skipað:
Markverðir:
Rene Muller
JörgWeissflog
Aðrir ieikmenn:
Matthias Döschner
Rainer Emst
Ulf Kirsten
Matthias Liebers
Matthias Lindner
Lokomotiv Leipzig
Wismut Aue
Dynamo Dresden
Dynamo Berlin
Dynamo Dresden
Lokomotiv Leipzig
Lokomotiv Leipzig
Pran Pastor
Frank Rohde
Carsten Sánger
Dirk Stahmann
Rico Steinmann
Jörg Stöbner
Andreas Thom
Uwe Zötsche
Detler Schössler
Christian Backs
Hans Richter
Thomas Doll
Matthias Sammer
Dynamo Dresden
Dynamo Berlin
Rot Weiss Erfurt
Magdeburg
F.C. Karl Marx Stad
Dynamo Dresden
Dynamo Berlin
Lokomotiv Leipzig
Magdeburg
Dynamo Berlin
’jokomotiv Leipzig
Dynamo Berlin
Kynamo Dresden
Þjálfari: Bemd Strange.
SPURT ER /
Hvernig fer landsleikur íslands og Austur-Þýskalands?
Helga M.
Gylfadóttir
„ÉG veit varla hvað ég á
að segja þvf ég fylgist lítið
með knattspymu. En spái
þó að íslendingar vinni 1:0.
Mér fínnst Amór Guðjo-
hnsen vera besti knatt-
spymu maður íslands."
Markús
Hauksson
„Austur-Þjóðveijar vinna
2:1 í skemmtilegum leik.
Þeir hafa á að skipa betra
liði en við. Ætli það verði
ekki Amór Guðjohnsen
sem skori mark íslend-
inga.“
Sigurjón
IMilsen
„ÉG spái 1:0 fyrir ísland.
Strákamir hafa staðið sig
vel að undanfomu. Ég held
að A-Þjóðveijar séu ekki
svo sterkir að við getum
ekki unnið þá á heima-
velli.“
Dagur
Agnarsson
„ÞETTA verður erfiður
leikur fyrir íslendinga. Ég
held að Austur-Þjóðveijar
vinni með tveimur mörkum
gegn engu. Þeir era miklu
betri en við.“
Guðrún J.
Bragadóttir
ÉG segi bara 2:1 fyrir
Island. Annars fylgist ég
ekkert með fótbolta og hef
ekki hundsvit á honum.
Þekki varla íslensku leik-
mennina."
Sigurgeir
Bjarnason
„ÉG vona að íslands vinni,
segjum 3:2. Ég hef ekkert
vit á knattspymu og pæli
ekki mikið í henni."