Morgunblaðið - 02.06.1987, Side 16

Morgunblaðið - 02.06.1987, Side 16
FRJALSAR Moses sigraði í 122. skipti í röð EDWIN Moses hljóp 400 metra grindahlaup sem gestur í landskeppni Ítalíu og Sovétríkjanna um helg- ina og sigraði. Moses hefur verið ósigrandi í greininni síðasta áratug og var þetta 122. sigur hans í röð. Moses hljóp á 48.9 sekúnd- um, en Vladimir Budko frá Sovétríkjunum hafnaði í 2. sæti á 50.61. Tvær sovéskar stúlkur náðu besta árangri ársins á mótinu. Maria Pinigina hljóp 400 metr- ana á 50.04 og Natalia Lisov- skaja varpaði kúlunni 21.51 meter. Heimsmet Hinn tvítugi Tékki, Jan Zelezny, bætti heimsmetið í spjótkasti um tæpa tvo metra á móti í Tékko- slóvakíu á sunnudaginn. Zelezny kastaði spjótinu 87.66 í þriðju tilraun, en met Klaus Tafelmei- ers frá Vestur-Þýskalandi var 85.74. Met Uwe Hohn, Austur- Þýskalandi, með gamla spjótinu er 104.8 metrar. Evrópumet í Búlgaríu bætti Khristo Markov Evrópumet sitt í þrístökki um einn sentimeter, stökk 17.81 meter. Það er besti árangur, sem náðst hefur í ár, en langt frá heimsmeti Willie Banks frá Bandaríkjunum, sem er 17.97. Þá kastaði vestur-þýski ólympíumeistarinn Rolf Danne- berg kringlunni 67.60 metra á móti í Vestur-Berlín og er það besti árangur, sem náðst hefur í greininni í ár. Símamynd/Reuter. Tékkinn Jan Zalezny fagnar hér heimsmeti sínu í spjótkasti um helgina, hann kastaði 87,65 metra. íuémR Morgunblaöið/Júlíus Kátir vinningshafar með Iþróttamanni ársins Eðvarð Þór Eðvarðsson, íþróttamaður ársins, er hér ásamt þremenningunum heppnu, sem hann afhenti viðurkenningar. á sunnudaginn. Til vinstri er Sigurður Samúelsson, á herðum Eðvarðs er ívar Öm Benediktsson og til hægri er Gústaf' Elí Teitsson. IÞROTTAGETRAUN MORGUNBLAÐSINS Fjórtán ára ísfirð- ingur fyrstur til að hreppa Lundúnaferð FYRSTA hluta íþróttagetraun- ar Morgunblaðsins er nú lokið, og annar hluti hefst í blaðinu í dag, eins og sjá má á bls. 3 B. Á sunnudaginn var sigurveg- urum í fyrsta hlutanum af- hentar viðurkenningar sínar. Þeir heppnu að þessu sinni voru Sigurður Samúelsson, 14 ára frá ísafirði, Gústaf Elí Teitsson, 13 ára úr Reykjavík og Ivar Om Ben- ediktsson, 9 ára frá Akranesi. Dregið var úr réttum lausnum í lok síðustu viku og þá kom nafn Sigurð- ar Samúelssonar fyrst upp úr bunkanum. Hann hlýtur því að launum ferð til Lundúna í ágúst- mánuði næstkomandi þar sem farið verður á Wembley-leikvanginn og fylgst með viðureign Englands- meistara Everton og bikarmeistara Coventry um góðgerðarskjöldinn. Sigurður, Gústaf Elí og ívar Örn fengu svo allir æfingagalla og íþróttatösku frá Henson, Morgun- blaðsklukku og Morgunblaðsbol. Það var Eðvárð Þór Eðvarsson, íþróttamaður ársins 1986, sem af- henti þremenningunum viðurkenn- ingamar. Sem fyrr segir hefst annar hluti íþróttagetraunarinnar af þremur í blaðinu í dag og em böm og ungl- ingar hvattir til að taka þátt - enn á eftir að draga um tvær Lundúna- ferðir. Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni í Þýskalandi HANDBOLTI Pállog félagar unnu fyrri úrslita- leikinn Páll marka- hæstur með fimm PÁLL Ólafsson varð marka- hæstur í liði Dusseldorf um helginar er liðið vann fyrri úrslitaleik vestur-þýsku bik- arkeppninnar í handknatt- leik gegn Grosswaldstadt. Þetta var heimaleikur Dus- seldorf, en leikið var í Krefeld í Uerdingen. Úrslitin urðu 22:21 eftir að Gross- waldstadt hafði verið yfir, 12:8, f leikhléi. Það var einmitt ekki fyrr en Páll Ólafsson fékk að spreyta sig af alvöru, í seinni hálfleiknum, að lið Diisseldorf fór almennilega í gang. Leikur- inn var jafn í byrjun, staðan var 4:4, en síðan sýndi Grosswaldstadt að liðið eitt það besta í Þýskalandi. Lið- ið náði góðri forystu og hafði yfir 12:8 í hálfleik sem fyrr seg- ir. Mér fannst leikmenn Diisseldorf bera allt of mikla virðingu fyrir leikmönnum Grosswaldstadt. Þeir notuðu hraðaupphlaup allt of lítið og agaleysi var í sókn- inni hvað skot varðaði. Þá var markvarsla liðsins lítil sem eng- in í fyrri hálfleik. En leikmenn Diisseldorf komu svo sannarlega tvíefldir til leiks eftir hlé. Páll lék meira og það skilaði sér - baráttan var miklu meiri. Staðan var 9:14 fyrir Grosswaldstadt snemma í hálf- leiknum en þá snérist leikurinn við. Þegar fimm mín. voru til leiksloka komst Diisseldorf svo yfir í fyrsta skipti, 21:20 og það var einmitt Páll Ólafsson sem skoraði 21. markið. Diisseldorf skoraði svo aftur, komst í 22:20, en Grosswaldstadt minnkaði muninn í 21:22 fyrir leikslok. Það má segja að miðað við hvemig leikurinn var í fyrri hálf- leik geti leikmenn Dusseldorf verið ánægðir með úrslitin. Það hefur oft verið þannig í vetur að lið Diisseldorf hefur leikið betur á útivelli en heima. Liðið tapaði t.d. aðeins með eins marks mun á útivelli gegn Grosswaldstadt í deildinni, og kæmi mér ekki á óvart þó þeir yrðu bikarmeistarar. Flestir hallast þó að því að Grosswald- stadt sigri og það getur kannski einmitt reynst Diisseldorf að enginn býst við neinu af liðinu. Páll varð markahæstur í liðinu sem fyrr segir, skoraði 5 mörk. Schoene og Töpfer gerðu einnig 5 mörk en hjá Grosswaldstadt varð landsliðsmaðurinn Schwalb markahæstur með 7. Seinni úrslitaleikur iiðanna verður í Grosswaldstadt mánu- daginn 8. júní næstkomandi. LOTTO: 3 5 8 10 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.