Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 8
8 B 3H«rflun&IaÍ»ii> /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJ&DAGUR 2. JÚNÍ 1987 KNATTSPYRNA / BELGÍA ArnórGuðjohnsen Belgíumeistari með Anderlechtog markakóngurdei ÞAÐ VAR allt á suðupunkti á vellinum þegar dómari leiks Berchem og Anderlecht flaut- aði til leiksloka á laugardags- kvöldið og 5:0-sigur And- erlecht var endanlega í höfn. Anderlecht var orðið meistari og Arnór varð markahœsti leik- maður deildarinnar - skoraði 19 mörk í vetur. Áhorfendur létu ekkert aftra sér til að kom- ast að hetjum sínum. Girðingar voru rifnar niður, og lögreglu- menn, sem voru fjölmargir á leiknum, forðuðu sór á hlaup- um. Fólk var gjörsamlega tryllt. Ég reyndi að komast að Arnóri en hann bókstaflega hvarf und- ir mannfjöldann, var kaffærður. Svo var honum allt i einu lyft upp - og þá búið að tæta utan af honum skyrtuna; það voru margir sem hurfu á brott af leikvanginum þetta kvöld með smá bút úr henni sem minja- grip. Arnór var svo síðasti leikmaður liðs síns sem áhang- endur þess „hleyptu" inn í búningsklefa - þeir báru hann á höndum sér í orðanna fyllstu merkingu og öskruðu nafn hans í sigurvímunni. „Guðjo- hnsen, Guðjohnsen..." ómaði um leikvanginn lengi á eftir. Við vorum nokkur saman í bíl sem fórum frá Brussel á leikinn. Ólöf kona Amórs keyrði á undan okkur - sagðist reyndar ekki rata mjög vel en það kom á FráEinari daginn sem hún Fal Ingólfssyni hafði sagt að þetta íBelgíu yrði ekki neitt vandamál því við gætum bara fylgt aðdáendum And- erlecht. Það fór ekkert á milli mála hvar þeir voru - þeir voru auð- þekkjanlegar með alla sínu Qólu- bláu og hvítum trefla og fána í troðfullum rútum. Þegar við kom- um á völlinn var mikill fjöldi fólks fyrir utan; aðdáendur Anderlecht áttu hreinlega svæðið. Það var svo athyglisvert að sjá, er inn á leik- vanginn kom, að einhveijir And- erlehct aðdáendur voru þar með íslenska fánann. Yflrburðir Anderlecht átti leikinn alveg eins og hann lagði sig og Berchem náði aldrei að byggja neitt upp. Á fyrstu mínútunum komu tvö mörk. Ástral- inn Kmcevic skoraði fyrsta markið á 4. mín., vöminni var splundrað, hann fékk boltann fyrir opnu marki og renndi honum inn. Enzo Scifo skoraði svo annað markið á 9. mín. - með fallegu skoti utan úr teig. Það var því aldrei spuming á hvem veg úrsiitin yrðu. Þriðja markið kom rétt fyrir hlé. Anderlecht fékk hom, skallað var frá og boltinn barst til Amórs rétt fyrir innan vítateig, þar var hann frír fyrir utan þvöguna. Hann sendi þrumufleyg rakleiðis til baka að marki, knötturinn fór í gegnum þvöguna, small í höfði eins sam- heija hans (Ástralans Kmcevic) á marklínunni, fór þaðan í hendur markvarðarins og inn. Markvörður- inn sá ekki knöttinn. Amór átti allan heiðurinn af markinu en skrif- ast þó á Ástralíubúann. Áhorfendur voru heldur rólegir í fyrri hálfleiknum. Þeir ákölluðu þó alltaf sínar helstu hetjur, sungu „Enzo Scifo" og „Guðjohnsen" til skiptis. Það bar ekki mjög mikið á Amóri í fyrri hálfleik, þar sem einn andstæðingurinn var sem límdur við hann, átti að reyna að taka hann alveg úr umferð. En liðið lék vel, mikið var um stutt- ar sendingar manna á mili og boltinn stoppaði aldrei. Amór var mikið á ferðinni, skipti á milli kanta, og um leið og boltinn kom fram var hann kominn í fremstu víglínu. Amór var ógnandi þegar hann fékk boltann og skoraði mark í fyrri hálfleik en það var dæmt af vegna rangstöðu. Aukinn œsingur Strax í leikhléinu jókst æsingurinn í áhorfendum. Margir þeirra voru með útvarp til að hlusta á lýsingu af leik Mechelen og Brugge og urðu þeir mjög hrifnir er í ljós koma að staðan væri 1:1 í þeirri viðureign í leikhléi. í seinni hálfleik mættu leikmenn Anderlecht svo jafn ákveðnir til leiks og í þeim fyrri, og þá blómstr- aði Amór. Átti frábæran ieik og það var mjög gaman að sjá hann spila. Þá losnaði hann mikið úr gæslunni, lék oft vamarmenn af sér. Amór skoraði flórða markið, skall- aði í mark af stuttu færi, óveijandi. Hann var ekkert að leyna gleði sinni - var vægast sagt rosalega glaður eftir að hafa skorað; hann hljóp þá ekki til að fagna með hinum leik- mönnunum heldur beint að stú- kunni þar sem dyggustu aðdáendur liðsins vom, og þeir tiylltust af fögnuði. Eftir markið jókst sjálfstraustið hjá Amóri, hann fór að leyfa sér meira og lék sig oft glæsilega gegnum vömina. Mörkin hefðu getað orðið mun fleiri en seint í leiknum kom fimmta markið eftir góða sendingu frá Ar- nóri. Hann tætti framhjá þremur vamarmönnum á glæsilegan hátt og sendi á Nilis sem gat eki annað en skorað. Mjög vel gert hjá Amóri. 40 mínútur tók að komast í sturtu Sem fyrr segir tók það sinn tíma fyrir Amór að komast inn í búnings- klefa eftir leikinn en þegar þangað kom var ekki allt búið. Ægileg þvaga blaðamanna og ljósmyndara var í klefanum og þrír vinsælustu leikmennimir, Amór, Scifo og fyrir- liðinn Vercauteren, komust ekki í sturtu fyrr en eftir 40 mínútur. Þeir voru hreinlega kaffærðir í spumingum. Hafí verið hægt að rata til Ant- werpen með því að fylgja aðdáend- um Anderlecht var ekki erfiðara að rata til Brussel á ný um kvöldið er leiknum var lokið. Alla leið milli borganna, tæplega 50 kílómetra leið, vom syngjandi og dansandi Brussel-búar, með trefla og veifur á lofti. -öskruðu áhangendur Anderlecht eftir að Amór hylttur Áhangendur Anderlecht báru Amór á höndum sér eftir leikinn, í bókstaflegri merk leikmaður meistaranna sem áhorfendur „hleyptu" þangað inn. Já, það tók sinn tín „Ólýsanieg tilfinning er i -sagði Arnór Guðjohnsen í samtali við Morgunblaðið „ÞAÐ VAR skemmtileg tilfinn- ing, alveg ólýsanleg, þegar flautað var til leiksloka á laug- ardaginn. Ég vissi að við vorum orðnir meistarar og ég marka- kóngur. Þetta er skemmtilegt og mér hefur gengið mjög vel í vetur. Það má segja að þetta sé toppurinn á mínum ferli. Amór hefur sem kunnugt er verið mjög óheppinn undan- farin vegna meiðsla. Hann meiddist í landsleik gegn íram á Laugardals- ^g^ggHi vellinum haustið Skapti 1983 og hefur verið Hallgrímsson frá meira og minna skrifar frá þeim tíma þar til í fyrravor, er hann var kominn í sitt besta form og tók þá þátt í síðustu leikjum Anderlecht i deildinni. „Ég fór í tvo uppskurði í hittifyrra og svo aftur í fyrravet- Þetta náðist með harðri vinnu. Ég hef ekki átt við nein meiðsli að stríða í vetur; verið alheill, og það hefur sitt að segja," sagði Arnór Guðjohnsen, ný- bakaður Belgíumeistari í knattspyrnu og markakóngur landsins, í samtali við Morgun- blaðið um helgina. ur, alltaf vegna sömu meiðslanna í vinstra hné. En ég náði mér svo loksins góðum í fyrravor." Ætlaðl sér þessa stóru hlutl fyrir þremur árum Amór hóf feril sinn í Belgíu sem kunnugt er hjá Lokeren en skipti til Anderlecht árið 1983. „Þá ætl- aði ég mér stóra hluti - hluti sem ég er loksins að ná nú,“ sagði hann. Amór sagði viðureignina við Berc- hem á laugardag hafa verið létta. „Það var aldrei spuming um hvem- ig leikurinn færi eftir að við voram komnir í 3:0 í hálfleik. Þá var það spumingin um hinn leikinn og við gátum fylgst með honum í gegnum áhorfendur. Við vissum að staðan þar var 1:1 í hálfleik og þegar stað- an var orðin 5:0 í seinni hálfleik þá heyrðum við allt i einu fagnaðar- læti á horfendapöllunum. Þá vissum við að Bragge var komið yfir og stuttu seinna varð hreinlega allt bijálað á áhorfendapöllunum. Þá var öraggt að Bragge hafði skorað aftur og titilinn því í höfn hjá okk- ur,“ sagði Amór. Varö aö skora í leiknum Hann sagði það ekki hafa verið mikið metnaðarmál fyrir sig að verða markahæstur í 1. deildinni - „en fólk í kringum mig talaði mikið um þetta; sagði að ég yrði að ná markakóngstitlinum. Eg varð þvi Amór á fullri ferð með knöttinn í leiknum - rétt áður en hann lagði upp fim

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.