Morgunblaðið - 02.06.1987, Side 13
I
lilormmliltitut. /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
B 13
Corvettan
fullþroskuð
T-KORT
• /
lönaóarbankinn
-hútima kttfki
Mikið vatn er til sjávar run-
nið og margir bílar af færibönd-
unum komnir síðan fyrsta
Corvettan leit dagsins Ijós árið
1953, með blóðlatri sexstrokka
vél og bíllinn talinn hálf mis-
lukkaður. Síðan hefur hún
gengið í gegnum öll breytinga-
skeið amerísks bílaiðnaðar og
haldið velli, með fáum, en rót-
tækum breytingum. Tvennt má
telja að einkenni jafnt fyrstu,
sem hina nýjustu Vettu og allar
þar á milli: Boddýið er úr plasti
og afturljósin eru tvö hvorum
megin og kringlótt! Flest annað
hefur tekið breytingum.
Ameríkanar hafa verið stoltir
af Vettunni sinni og kallað
hana eina ameríska sportbílinn.
Ekki er það nú allskostar rétt, þ.e.
hún verðskuldaði
lengst af ekki þann
titil, að kallast
sportbíll, sumar
Jósepsson gerðirnar voru
skrifar hreint ókeyrandi ef
vegurinn var ekki
beint af augum, aðrar voru svona
þokkalegar, ekkert meira og Evr-
ópumenn brostu í kampinn á sínum
„alvöru" sportbílum.
En 1984, þegar Corvettan hafði
verið framleidd nánast óbreytt síðan
BÍLAR
Morgunblaðiö/Sverrir
Rennilegur
vagn
Corvettan er rennileg hvar sem á hana
er litið og aksturseiginleikar hennar
eru mu'n betri en búast mætti við.
Sannkallaður sportbíll!
1967, urðu heldur betur umskipti.
Vettan hafði hamskipti og fékk
ítalskan svip, án þess þó að týna
alveg svipmóti fyrirrennarans, og
það sem mest er um vert, hún fékk
alla aksturseiginleika sportbílsins.
Þá loksins gátu Kanar með sanni
talað um sportbílinn sinn.
Ein snjóhvíf á íslandi
Fyrir nokkrum dögum kom hingað
til lands Vetta af þessari nýju kyn-
slóð og að sjálfsögðu fórum við á
stúfana að kanna gripinn. Það var
auðsótt mál hjá eigandanum að fá
að taka í bílinn. Skemmst er frá
því að segja, að bílinn reyndist
miklu betri og skemmtilegri en
maður ímyndaði sér af lestri blaða-
dóma erlendra. Vélaraflið er feiki-
nóg frá V-8 5,7 lítra vélinni (það
er gamla góða 350-rellan með öllum
nýmóðins rafeindabúnaði),
fimmgíra sjálfskiptingin tekur við
eins og beinskipting, ABS-hemla-
kerfið er frábært, maður traðkar
af öllu afli á bremsunum og bíllinn
stoppar á undrastuttri vegalengd
og virðist ekkert vera að gerast.
Fjöðrunin er engu lík, gefur vel
eftir þegar ójöfnur vegarins eru
aflíðandi, en þó stinn eins og á að
vera í sportbíl, og í beygjum leggst
bíllinn hreinlega ekki neitt! Og svo
má ekki gleyma einu því mikilvæg-
asta í slíku tæki: Röddin er ekta!
Djúpar, fjarlægar drunur, þrungnar
orku sem verða hæfilega sterkar á
gjöfínni. Þessi bíll er hreinasti-
draumur bflaáhugamannsins, en
líklega aðeins draumur — fyrir
flesta a.m.k. Nýr kostar hann ein-
hvers staðar á bilinu tvær til tvær
og hálf milljón, þessi var fluttur inn
notaður og kostaði eitthvað minna.
Nú er því miður ekki rúm til að
gera ítarlega grein fyrir nýju Vett-
unni, verður vonandi hægt síðar,
við skulum láta myndirnar tala og
fá helstu staðreyndimar um vagn-
inn:
Vél: V-8,5,71234 hö DIN, bein innsp.
Hröðun 0-100: 6,8 sek.
Hám.hraði: 240 km/klst.
Pjöðrun: Glertreflastyrkt blaðfjöður úr
plasti, þverstæð.
Lengd/breidd/hæð: 4483/1804/1186 mm
Hemlar: Diskar við öll hjól, kældir, ABS.
Eigin þyngd: 1407 kg.
Dekk: Good Year Eagle P245/50 VR 16.
Morgunblaðið/Sverrir
Draumur!
Bíliinn er hreinasti
draumur bíla-
áhugamannsins, en
nokkuð dýr.