Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 w fyrirkonur á miðjum aldri „Áður var ég ung og fögur, en nú er ég bara fögur“ var haft eftir þekktrí kvikmyndastjömu sem komin var af sínu léttasta skeiði. Og víst er að þó árin færist yfir halda sum- ar konur glæsileika sínum og hafa jafnvel aldrei veríð fegurri. Þegar Ijallað er um tfsku, þá er það tíska unga fölksins sem höfð er í huga. Og tíðum er það þannig að ungar manneskjur geta fylgt þeim tískukenjum sem uppi eru og klætt sig i næstum hvað sem er og alitaf verið fínar. En er til einhver sérstök tíska fyrir þær konur sem komn- ar eru á miðjan aldur og þurfa kannski stundum að veita því fyrir sér hvað dregur fram það besta ffari þeirra? Morgunblaðið/Árni Sæberg Gengið uppað altarinu Með hlýnandi veðri og hækkandi sól, fuglak- vaki og löngum björtum sumarnóttum, byrja hjörtun að slá og rómantíkin svífur yfir vötn- unum. Ástin kviknar í hjörtum okkar mannanna. Þetta er sá árstími sem mest er um brúðkaup og það er ekkert ný bóla. — Þessi kynslóð sem nú er í óða önn að hreiðra um sig í þjóðfélaginu er ekkert að finna sumarbrúðkaup upp fyrst kyn- slóða, ýmsir siðir og venjur eru enn við lýði hvað brúðkaup varð- ar, ekki verður fjölyrt um það hér, en allir fá sér tilhlýðilegan klæðnað. Brúðarkjólar eiga sér langa sögu, en ekkert er tískunni heilagt, tiskan skiptir sér líka af því hverju þú klæðist á sjálfan brúðkaupsdaginn. Rómantíkin sem skáldin yrkja um og ungu stúlkurnar dreymir um, er í algleymingi þegar leitað er rétta brúðarkjólsins. Brúðarklæðnaðurinn er háður tískuduttlungum rétt eins og ann- ar fatnaður. í ár birtist okkur rómantísk tíska þar sem kvenleg- ur yndisþokki er undirstrikaður með blúndum, pífum, útsaumi, perlum og pallíettum. Stórkost- legir kjólar, með ennþá stórkost- legri baksvip. Það er jú bak brúðarinnar sem mest ber á þeg- ar ástfangin brúðurin gengur inn kirkjugólfið og einnig er hún stendur uppi við altarið með draumaprinsinn sér við hlið. Það er ekki bara klassíska brúðarslörið sem brúðurin gæti dregið inn kirkjugólfið, heldur getur hún líka dregið á eftir sér stórar slaufur, pífur og fellingar auk þess að hafa bakið flegið, hvort sem hún kýs að hafa það bert eða hulið gegnsærri blúndu. Áhrif liðinna tfma eru vel sjáan- leg, tískuhönnuðir leita rómantík- ur allt aftur til Viktoríu-tímabilsins og áratugurinn milli ’50—’60 heill-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.