Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 28
es a 28 B raei iwút ,g HUOAauTaö'? .oiaAjaMuo^oM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 SJÓNVARP /ÚTVARP L4UG4RD4GUR 6. júní 16.30 iþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.05 Garðrækt 6. Tómatar og gúrkur. Norskur myndaflokkur í tíu þáttum. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið.) 18.30 Leyndardómar gullborganna (Mysterious Cities of Gold). Fjórði þáttur. Teiknimyndaflokkur um þrjú börn og félaga þeirra í leit að gull- borg i Suður-Ameriku á tímum landvinninga Spánverja þar í álfu. Þýðandi Sigurgeir Steingrímsson. 19.00 Litli prinsinn Nýr, bandariskur teiknimyndaflokk- ur gerður eftir þekktri barnasögu eftir franska rithöfundinn og flug- , manninnAntoinedeSaint-Exupéry. ! 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Smellir — The The II Umsjónarmenn: Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show). Lokaþáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur með Bill Cosþy í titilhlutverki. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 21.10 Kristinn Sigmundsson Sjónvarpsþáttur um Kristin Sig- mundsson óperusöngvara. Fylgst er með Kristni við söng og undirbún- ing og talað er við nokkra sam- ferðamenn á lífsleið hans og listabraut. Þátturinn er gerður í til- efni af því að Kristinn verður fulltrúi Sjónvarpsins í árlegri söngkeppni ungra einsöngvara í Cardiff í Wales síðar í þessum mánuði. Umsjón Elísabet Þórisdóttir. Stjórn Tage Ammendrup. 21.60 Hrafninn flýgur Kvikmynd frá 1984 eftir Hrafn Gunn- laugsson, ásamt forspjalh við leik- stjórann. Aöalhlutverk: Jakob Þór Einarsson, Edda Björgvinsdóttir, Egill Ólafsson, Helgi Skúlason og Flosi Ólafsson. Kvikmyndataka Tony Forsberg. Myndin gerist á víkingaöld og lýsir því hvernig ungur (ri kemur fram hefndum fyrir grimmdarverk sem i íslendingar hafa unnið í heimkynn- um hans. 23.60 Jamaíkakráin — Fyrri hluti (Jamaica Inn). Ný, bresk sjónvarps- mynd gerð eftir samnefndri skáld- sögu eftir Daphne du Maurier sem komiö hefur út á íslensku. Leik- stjóri Lawrence Gordon Clark. Aðalhlutverk: Jane Seymour, Patrick McGoohan, Trevor Eve, John McEnery, Billie Whitelaw og Peter Vaughan. Sagan gerist á öldinni sem leið. Ung stúlka fær athvarf hjá skyldmennum sem búa á eyðilegum stað úti við hafið. Þar eru framin myrkraverk sem söguhetjan fær veður af og eftir það er líf hennar í hættu. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. Síöari hluti er á dagskrá á annan í hvítasunnu. 1.40 Dagskrárlok. SUNNUD4GUR Hvítasunnudagur 7. júní 14.15 Leöurblakan (Die Fledermaus). Óperetta eftir Jo- hann Strauss flutt í Ríkisóperunni i Munchen á nýársdag. Bæverskur kór og hljómsveit flytja ásamt ein- söngvurum. Hljómsveitarstjóri Carlos Kleiber. Leikstjóri Otto Schenk. Aðalhlutverk: Pamela Co- burn, Eberhard Wáchter, Brigitte Fassbánder, Edita Gruberova og Wolfgang Brendel. Efni: Vinirnir Eisenstein óg dr. Falke, uppnefndur Leðurblakan, fara á dansleik hjá Orlovsky prinsi sem þekktur er fyrir skemmtileg sam- kvæmi. En Eisenstein veit ekki að þetta kvöld ætlar vinur hans að launa honum Ijótan grikk. Þýðandi Óskar Ingimarsson. (Evróvisjón — Þýska sjónvarpið.) 17.00 Hátíðarmessa í Grindavíkur- kirkju. Séra Örn Bárður Jónsson predikar. 18.00 Úr myndabókinni 57. þáttur. Umsjón: Agnes Johans- en. 19.00 Fífldjarfir feðgar (Crazy Like a Fox). Fimmti þáttur. Bandarískur myndaflokkur í þrettán þáttum. Aðalhlutverk Jack Warden og John Rubinstein. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá næstu viku Kynningarþáttur um útvarps- og sjónvarpsefni. 20.40 Trúarleg dægurtónlist Umsjón: Bjarni Dagur Jónsson og Gunnbjörg Óladóttir. stjórn: Sigurð- ur Snæberg Jónsson. 21.25 Pye í leit að paradis (Mr. Pye). Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum geröur eftir skáld- sögu eftir Mervyn Peake. Aðalhlut- verk: Derek Jacobi og Judy Parfitt. Sagan gerist á eynni Sark á Ermar- sundi. Ey þessa hefur sérvitringur- inn Harold Pye valið til að birta eyjarskeggjum kærleiksboðskap sinn og gera hana að sælustað á jörðu. En margt fer ööruvísi en hann ætlar. Þýóandi Kristmann Eiðsson. 22.15 Vígsluhátíð í Vínarborg Sjónvarpsupptaka frá kvöldskemmt- un við opnun nýrrar menningarmið- stöövar 17. síðasta þessa mánaðar. Þar komu fram St. Martin in the Fields, Peter Alexander, ballett- flokkur Vínaróperunnar og annar dansflokkur til, Agnes Baltsa, Gil- bert Becaud, José Carreras, Kór alþjóðaskólans í Vín, Placido Dom- ingo, Udo Jurgens, Jerry Lewis, Barry Manilow, Alla Pugatskova, Vínardrengjakórinn og Sinfóníu- hljómsveit Vínarborgar. (Evróvisjón — Austurríska sjónvarpið.) 00.50 Dagskrárlok. AIMUD4GUR Annar í hvítasunnu 8. júní 18.30 Hringekjan (Storybreak). Sjöundi þáttur. Banda- rískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Sögumaöur Valdimar um Flygenring. 18.66 Steinn Markó Pólós (La Pietra di Marco Polo). Fjórði þáttur. ítalskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir. 19.20 Fréttaágrip á táknmáli 19.25 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kvöld í Rauðu myllunni (Femmes, femmes, femmes). ( þessum franska sjónvarpsþætti er fylgst með skemmtiatriðum á leik- sviði veitingahússins sögufræga, Rauðu myllunnar í París. Eins og hefðin býður setja fagrar konur mestan svip á sýninguna, meðal þeirra er söng- og dansmærin Debbie de Coudreaux og að sjálf- söðgu kan-kan-dansflokkurinn. 22.00 Jamaíkakráin — Síðari hluti. (Jamaica Inn.) Ný, bresk sjónvarpsmynd gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Daphne du Maurier sem komið hefur út á íslensku. Leikstjóri Lawrence Gor- don Clark. Aðalhlutverk: Jane Seymour, Patrick McGoohan, Tre- vor Eve, John McEnery, Billie Whitelaw og Peter Vaughan. Sagan gerist á öldinni sem leið. Ung stúlka fær athvarf hjá skyldmennum sem búa á eyðilegum stað úti við hafið. Þar eru framin myrkraverk sem söguhetjan fær veður af og eftir það er líf hennar í hættu. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. 23.40 Fegurðardrottning (slands 1987 Bein sending frá úrslitakeppni og krýningu. 00.15 Dagskrárlok, ÞRIÐJUDAGUR 9. júní 18.30 Villi spæta og vinir hans. 21. þáttur. Bandarískur teikni- myndaflokkur. Þýðandi: Ragnar Ólafsson. 18.55 Unglingarnir í hverfinu. Annar þáttur. Kanadískur mynda- flokkur í þrettán þáttum. Hér eru á ferðinni gamlir kunningjar, Krakk- arnir i hverfinu, sem nú eru búin að slíta barnsskónum og komin í unglingaskóla. Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðar- son, Ragnar Halldórsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Vestræn veröld. (Triumph of the West.) Lokaþáttur: Framtíðin á næsta leik. Heimildamyndaflokkur frá breska sjónvarpinu (BBC). Umsjónarmað- ur: John Roberts sagnfræðingur. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimars- son. 21.36 Morðstundin. (Time for Murd- er.) Lokaþáttur — Þrettándinn. Breskt sakamálaleikrit. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Þátturinn er alls ekki við barna hæfi. 22.25 Nýjasta tækni og vísindi. Efni: Veðurspár í sjónvarpi, korta- gerð, stöðlun og ný mynd um rannsóknir í Laxeldisstöðinni í Kolla- firði. Umsjón: Sigurður H. Richter. 23.00 Dagskrárlok,___________________ AHCNIKUDKGUR 10. júní 18.30 Úr myndabókinni. Endursýndur þáttur frú 7. júní. Umsjón: Agnes Johansen. 19.30 Hver á að ráða? (Who’s The Boss?) 12. þáttur. Bandarískur gaman- myndaflokkur um einstæðan föður sem vinnur eldhússtörfin fyrir önn- um kafna móður. Aðalhlutverk: Tony Danza, Judith Light og Kather- ine Helmond. Þýðandi: Ýrr Bertels- dóttir. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Spurt úr spjörunum. Átjándi þáttur. Spyrlar: Ómar Ragn- arsson/Kjartan Bjargmundsson. Dómari: Baldur Hermannsson. Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartans- dóttir. 21.15 Garðastræti 79 (79 Park MICHAEL LAIUDON SNÝR AFTUR Af nokkrum nýjum þáttum á Stöð 2 Michael Landon á Miklubrautinni. Michael Landon, dýrlingur- inn úr sunnudagsþáttunum Húsið á sléttunni, er aftur kom- inn í sjónvarpiö og í þetta sinn er hann engill. Nýjustu þættirn- ir hans eru nú sýndir á Stöð 2, heita Miklabraut (Highway to Heaven) og í þeim leikur hann engilinn Jonathan Smith, sem sendur hefur verið á jörð- ina til að sýna verðleika sína og væntanlega sanna að hann eigi fullan rétt á himnaríkisvist. Eða eins og hann segir sjálfur: „Stjóri sendir mig að hjálpa fólki á ýmsum stöðum." Þættir Landons eru hluti af margskonar nýmeti sem Stöð 2 hefur nýlga tekið til sýninga eða er að taka til sýninga þessa dagana. Þáttur Landons er einn af fjórum nýjum framhalds- þáttum. Hinir þrír eru: Dagar og nætur Molly Dodd (The Da- ys and Nights of Molly Dodd), Dagbók Lyttons (Lytton’s Diary) og Flugumenn (I Spy). Að auki mun Stöð 2 sýna þætti Lucille Ball vikulega í sumar. „Molly Dodd" er gaman- myndaflokkur og fer Blair Brown með titilhlutverkið í hon- um. Dodd vinnur á fasteigna- sölu. Mamma hennar botnar ekkert í hinum hraða New York-stíl dóttur sinnar, lyftu- vörðurinn í húsi Dodd hatar Ijóðin hennar svona eins mikið og hún hatar lyftustjórnina hans og yfirmaðurinn hennar er fyrrum elskhugi sem langar til að drepa sig. Dodd er skilin við eiginmann sinn en hann er sífellt að heimsækja hana. Flor- ence mamma hennar finnur litla gleði í þeirri staðreynd að dóttir hennar vill ekki giftast aftur eða eignast börn; lyftu- Peter Bowles í Dagbók Lyttons. vörðurinn Davey hefur enga formlega þjálfun fengið í þeirri list að stjórna lyftu og fólk þarf ýmist að klifra uppúr lyftunni hans eða hoppa oní hana og þrátt fyrir sjálfsmorðshótanir frá yfirmanninum sínum á skrif- stofunni er Dodd ákveðin í því að láta hann sigla sinn sjó. Sumsé, amerískir gamanþætt- ir. Það má vera að fóik eigi í erfiðleikum með að ímynda sér Bill Fyrirmyndarföður Cosby í leyniþjónustuleik með byssu í hönd eða i karate- og júdóstell- ingum. En vegir sjónvarpsins eru órannsakanlegir. Flugu- menn eru meira en tuttugu ára gamlir spennuþættir með Cos- by og Robert Culp í aöalhlut- verkum en í þeim leika þeir leyniþjónustumenn í gerfi tenn- isleikara (Culp) og þjálfara hans (Cosby), sem ferðast um heim- inn og lenda í ýmsum ævintýr- um. Leikurinn berst víða, til Indlands og Japan, Ástralíu og Evrópu, en í kynningu með þáttunum er tekið fram að Flugumenn séu fyrstu hasar- þættirnir fyrir sjónvarp sem teknir eru á tökustöðum í þeim löndum sem þeir gerast í en ekki í upptökuverum. Og að lokum er það Dagbók Lyttons. Það eru spennuþættir sem gerast í breska blaðaheim- inum og með aðalhlutverkið fer annar góðkunningi úr sjón- varpinu, nefnilega Peter Bowles sem lék herragarðs- eigandann í gamanþáttunum Ættaróðalið. í þetta sinn leikur hann Ne- vill Lytton, slúðurdálkahöfund á Fleet Street, sem fremstur er á meðal jafningja í að bera slúð- ur til fólksins. Hann er því hataður og dáður í senn en hann lendir í vondum málum þegar í Ijós kemur að einhver safaríkasta slúðursagan hans til þessa er lygi frá rótum. Lög- sókn fylgir í kjölfarið og er staða Lyttons og orðstír í veði. Til að bjarga sér leitar hann uppi heimildarmenn sína og kemst að því að hann var sjálfur fórn- arlamb samsæris en spurning- in er hvort hægt sé að birta sannleikann, eins og segir í dagskrárkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.