Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 B 23 var fleira sem vakti athygli okkar í búðinni en þessi egypsku og afrísku áhrif. Gamaldags hringir, iokkarog hálsfestir héngu þarna upp á vegg innan um krómaðar keðjur og nútímalegar nælur. — Eruðþið kannski farin að flytja inn erlenda aettargripi? spurðum við í sakleysi okkar. „Nei, ekki er það nú al- veg,“ svaraði Guðfinna hlæjandi, „þetta eru allt nýir gripir, þó þeir virðist ævagamíir." — En svo við snúum okkur aftur að frumskóg- artískunni, kaupa konur á öllum aldri þessa stóru skartgripi? „Auðvita eru yngri konurnar al- mennt hrifnari af þessu en hinar eldri" viðurkenndi Guðfinna. „Konur á miðjum aldri vilja venju- lega fíngerðari hluti, en þetta er þó ekki algilt. Það eru til konur á öllum aldri, sem eru óhræddar við Þrátt fyrir fornlegt útlit eru þetta ekki ævafornir ættargrip- ir heldur splunkunýtt skart frá versluninni Messing. að breyta til. Eina skiptingin, sem ég hef orðið vör við er sú að yngri konurnar virðast hrifnari af silfri, þær eldri kjósa heldur gullið. En „demantaralþýðumannsins", blessaðar semalíurnar, eru hins- vegar sígildar, nokkuð sem allar konur kaupa, hvort sem þær eru ungar eða fullorðnar," sagði Guð- finna Svavarsdóttir. „Skartgripatískan er flókið fyrirbæri" — f ullyrðir Sigurður G. Stein- þórsson, gullsmíðameistari „Já, skartgripatískan er skemmtilega flókið fyrirbæri, svo ekki sé nú meira sagt," sagði Sig- urður G. Steinþórsson, gullsmíða- meistari hjá Gulli og silfri, er hann var inntur eftir skoðun sinni á straumum og stefnum í greininni. „Það má eiginlega segja að hún breytist á svona 3ja—5 ára fresti," bætti hann við. „En orsakir breyt- inganna eru oft æði langsóttar. Fæstir gera sér t.d. grein fyrir því að sennilega eru þeir Reagan og Gorbatsjof einhverjir mestu áhrifavaldar á skartgripasviðinu í dag. Þeir geta gerbreytt verðinu á gulli með einni eða tveimur setningum og það hefur svo aftur áhrif á alla skartgripahönnun og sölu í heiminum. Ef gullið hækk- ar, þá smækka gripirnir og öfugt. Giftingarhringirnir eru eitt besta dæmið um þetta. Meðan gullverð- ið var hvað lægst hefðu þessir örmjóu og fíngerðu hringir, sem eru hvað vinsælastir í dag, þótt ósköp aumingjalegir, bera vott um lítil fjárráð, ef ekki bara fá- tækt," sagði Sigurðurog brosti út í annað. „Annars gildir það um þessa tísku eins og alla aðra að hún gengur í hringi. Þessu til sönnunar get ég nefnt að hlutir eins og skyrtuhnappar og bindis- prjónar sem sáust varla í fjölda ára eru nú aftur orðnir geysivin- sælir." — En nú hefur framleiðsla á „gervi-skartgripum" aukist mjög. Hefur þetta ekki komið niður á sölugullsog silfurs? „Nei, þófurðulegt sé, þá virðist þetta gervigull vera hrein viðbót. Eftirspurnin eftir vönduðum skartgripum hefurekki minnkað, þrátt fyrir allt. Ætli við séum ekki bara glysgjarnari nú en áður, eig- um meira af öllu," svavarði hann oghló. — En er þá ekkert sem mótarskartgripatískuna öðru fremur í dag? „Jú, sennilega eru demantar og perlur meira áber- andi nú en oft áður," svaraði Sigurður eftir svolitla umhugsun. „Salan á þeim hefur aukist veru- lega. Annars held ég að flestir, konur sem og karlar, fylgi bara sinni eigin stefnu í skartgripavali, hafi fyrirfram mótaða skoðun á hvað þeim finnst fallegt. Sumir vilja jafnvel ná hughrifum sínum fram í skartgripunum og til að koma til móts við þá bjóðum við t.d. upp á teikniþjónustu hérna. Fólk getur látið okkur fá skissur af hlutnum og við teiknum hann upp, reynum að ná þvífram, sem viðskiptavinurinn vill, það skiptir nefnilega höfuðmáli að hann sé ánægður þegar upp er staðið," sagði Sigurður G. Steinþórsson að lokum. Texti: INGER ANNA AIKMAN Hársnyrtistofan Snyrtistofan SALOON RITZ Laugavegi 66, 2.h S: 22460 og 22622 Vantar þig faglegar ráöleggingar? Þá erum við ávallt til reiðu. Hárgreiðslu- og hárskerameistarar, snyrtifræðingar og fótaaðgerðameistari. Höfum opið í aHt sumar. Tískuföt fyrir stóra „VERSLUNIN Manda tóktil starfa fyrir tæpum tveim árum, en frá því f september á sl. ári höfum viö eingöngu verið meö kvenfatn- að í yfirstæröum" segir María Manda ívarsdóttir, eigandi versl- unarinnar M. Möndu í Kjörgaröi. María Manda segist hafa orðið vör, hve erfitt það var fyrir stúlkur og konur sem þurftu á yfirstærðum að halda að fá á sig föt. „Ég fór því smátt og smátt að panta inn meira í yfirstærðum, og frá því í september hef ég eingöngu verið með fatnað í stærðunum 44-56, en mesta salan er í númerum frá 48-52." -Eru það konur á einhverjum ákveðnum aldri sem koma til þín? „Nei, það koma hingað ungar stúlkur jafnt sem eldri konur. Við verslum föt okkar aðallega inn frá Frakklandi og Ítalíu, frá fyrirtækj- um sem framleiða eingöngu föt í yfirstærðum. Þá látum við einnig sauma hluta af fatnaðinum hér heima. Við reynum að bjóða upp á tískufatnað, því konur hafa kvart- að yfir því að hann hafi ekki fengist í yfirstærðum fram að þessu." - vj J.S. HELGASON HF. Draghálsi 4. Símar: 91-37450 & 91-35395.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.