Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.06.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 B 27 af haframjöli. Saman við þ etta er svo blandað vatni af appelsínu- blómum (fæst í apótekum) þannig að það verði álíka þykkt og skyr. Gríman er síðan borin á andlitið (varizt svæðið í kringum augun) og látið vera á því í stundarfjórð- ung áður en hún er þvegin af. Jarðarber eru gómsæt og þá ekki síður holl. í þeim er gnótt C- og E-fjörefna, auk fólínsýru sem m.a. vinnur gegn hinum hvimleiða kvilla tannsteini. Úr jarðarberjum má búa til „tannkrem" og upp- skriftin er einfaldlega sú að merja þrjú vel þroskuð ber og bursta síðan tennurnar og gómana með þeim. Notið mjúkan tannbursta. Avókadó er fullur af E-fjörefni og olíum sem hafa hin beztu áhrif á húð og hár. En þar sem mikið er af hitaeiningum í þessum vin- sæla ávexti er e.t.v. ákjósanlegra að nota hann útvortis en að snæða hann. (avókadó-ávexti eru um 300 hitaeiningar. Frábæra hárnæringu er hægt að búa til með því að setja hálfan ávöxt í kvörn ásamt 4 matskeiðum af olífuolíu. Þetta á að samlagast til fullnustu og síðan er það borið í hárið og haft í því í tvær klukkustundir. Nauðsynlegt er að hafa hettu yfir hárinu á með- an. Loks er þetta þvegið úr með hárþvottaefni og skolað rækilega. Agúrkur eru að mestu leyti vatn og safi þeirra hefur þann eiginleika að losa líkamann við vökva og úr- gangsefni sem safnast vilja fyrir þegar líkamsstarfsemin er hæg. Agúrkusafi er s.s. einskonar nátt- úrulegt bjúglyf. Margar konur kannast við það að vökvi er gjarn á að safnast fyrir í líkamanum um það leyti sem þær hafa á klæðum. Á þeim tíma er ráðlegt að borða sem mest af agúrkum. Gott er að hafa þær í salat. Þá eru gúrkurnar rifnar á járni og sítrónusafa dreypt á þær. Agúrkusafi styrkir líka húð- ina, ekki sízt í kringum augun, þar sem þreyta getur orsakað poka. Þá er gott að kæla vel þykkar ag- úrkusneiðar og leggja þær síðan á augun. Jafnóðum og þær volgna þarf að skipta um og leggja kaldar sneiðar á, en að 15 mínútum liðn- um ættu pokarnir að vera að mestu horfnir. Kamillublóm mýkja og styrkja húðina auk þess sem þau hafa sótthreinsandi áhrif. Kamillute er slakandi, ekki sízt ef það er drukk- ið fyrir svefn, en auk þess er gott að bæta því í baðið. Það dregur úr þreytu og verkjum. Með góðum árangri má bera kalda kamilluupp- lausn á upphlaupna húð og til þess að draga úr kláða. Frá fornu fari hefur kamillute verið notað til að lýsa hár og gefa því gljáa. Þá er teið haft þunnt og því hellt yfir hárið eftir að það hefur verið þveg- ið og skolað. Fífiar og þá er átt við venjulegan túnfífil, hafa hingað til verið taldir til illgresis en þetta er hin bezta nytjajurt. í fíflablöðum er mikiö af E-fjörefni og þau eru prýðileg í salat. Þá ber að velja ung og Ijós- græn blöð sem eru Ijúffeng. Úr blöðunum má líka búa til te sem kemur í veg fyrir að vökvi safnist fyrir í líkamanum. Þá eru á að gizka fjögur blöð rifin í smástykki og heitu vatni hellt yfir þau. Teið kann að þykja beizkt á bragðið en ágætt er að milda það með hunangi. Steinselja er snelsafull af fjör- efnum, steinefnum og járni og í henni er t.d. mun meira járn en í spínati og lifur. Sem snyrtiefni hefur stenselja ýmsa eiginleika. Hún er hreinsandi, gefur raka og eyðir svitalykt. Einnig er hún ágæt við andremmu og þeir sem vilja ekki anga af hvítlauk ættu að tyggja hana. Úr steinseiju er hægt að búa til ágæta andlitsgrímu fyrir þurra eða viðkvæma húð. Sjóðið tvo bolla af jurtinni í einum bolla af ölkelduvatni í 20 mínútur og síið safann frá blööunum. Blandið síðan matskeið af hunangi í saf- ann, svo og 2 matskeiðum af haframjöli. Látið síðan eggjarauðu út í þetta og berið á andlitið á meöan „gríman" er enn volg. Látið þorna og þvoið síðan af. Blóðberg er til margra hluta nyt- samlegt. í þessari jurt er olía sem hefur ákjósanleg áhrif á sveppa- sýkta húð. Blóðbergste er bæði Ijúffengt og hollt. Það hefur róandi áhrif á meltinguna og bætir úr flök- urlelka sem hrjáir margar konur á fyrstu mánuðum meðgöngu. Litir: Bleikt - blátt - grærv - hvítt - appelsínurautt. settið ir fyrir lítið og áreiðanlega líður ekki á löngu þar til komið er í Ijós að það hefði borgað sig að kaupa ullardragtina sem hefði getað enzt ( mörg ár. Úrval af leöri er mjög fjölbreytt. Yfirleitt má segja að skinn af ungviði (kálfum, lömb- um og kiðlingum) sé mýkra en skinn af fullorönum dýrum en það endist ekki eins vel. Þegar meta skal gæði og endingu leðurs er ekki nóg að llta á það heldur er nauðsyn- legt að athuga vel hvernig það er viðkomu og athuga það á röngunni ekki síður en róttunni. Þykktin skiptir miklu máli og á saumum á hún að vera hin sama. Algengt er að föt séu saumuð úr leðurbútum sem elga fátt annað sameiginlegt en áferð og lit. Þegar byrjað er að nota þau teygjast þau ójafnt á saumunum og verða þannig allt annað en glæslleg álitum. Rétt er að vekja á því athygli að allt leður og rúskinn lætur lit við hreinsun. Hversu mikið af litnum fer þannig forgörðum fer eftir því hversu vel efnið hefur verið unnið I upphafi. Ryk og óhreinindi sem setjast á yfirborðið má auðveldlega þurrka af með klút eða mjúkum bursta en nauðsynlegt er þó að láta fagmann hreinsa flíkina stöku sinnum. Liður í þessari fagvinnu er aö lita flfkina á ný þannig að liturinn verði sem Hkastur þv( sem hann var fyrir hreinsun. Bletti sem koma á rúskinn er hægt að fjarlægja með strokleðri eða fínum sand- pappír, en nauðsynlegt er að gæta þess að ganga ekki of harkalega til verks. Ef þessi tilraun tekst ekki verður ekki hjá þvf komist aö fara meö fltkina í hrelnsun. Sjálfsagt er að gera þær kröfur til leður- fatnaðar að hann sé ekki sfður þægilegur að vera f en annar fatnaður. Það er tvfmæla- laust til bóta aö flikur séu fóðraðar, ekki sízt af því að þannig tapa þær síður lagi. Um viðhald á leðurfatnaði er það m.a. að segja að miklu máli skiptir hvernig hann er varðveittur þegar hann er ekki í notkun. Troðið leu-.fötum ekki í þröngan fataskáp. Gætið þess að þau hangi ávallt á bólstruðu herðatré og að rúmt sé um þau. Ella geta komið í þau hrukkur sem erfitt og jafnvel ómögulegt getur reynzt að ná úr. Rúskinns- föt hafa gott af því að strokið sé yfir þau með frotté-klút þegar farið er úr þeim. Hvorki leður- né rúskinnsfatnaður hefur gott af því að lenda í rigningu, en ef hann verður fyrir því að blotna þarf að leggja hann til þerris á svölum en þurrum stað og hengja hann ekki upp fyrr en hann er þorn- aður. Miklu varðar að engu öðru en færasta fagfólki sé falið að hreinsa verðmætan leð- urfatnað. Þess vegna er það ómaksins vert að kynna sér vel hvernig vinnubrögðin eru áður en flíkin er skilin eftir. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvernig staðið skal að verkinu en góða fagmenn má oft þekkja á því að þeir gera viðskiptavininum Ijósa grein fyrir þvi að eftir hreinsun og litmeðferð verö- ur fiíkin aldrei eins og ný þótt búast megi við ágætum árangri. Um skófatnað og töskur Það fer ekki á milli mála að leðurfatnaður er munaður sem ekki er víst að allir leyfi sér, en fjárfesting í góðum skóm og töskum úr leðri borgar sig tvímælalaust. Með góðri meöferð getur hvort tveggja líka enzt von úr viti, að því tilskildu að það sé vandað í upphafi. Þegar um skófatnað er að ræða er ekkert efni betra en leður vegna þess að það tekur til sfn raka þannig að loft kemst að fótunum. Leðurskór hafa auðvitað þann ókost um leið að þeir eru ekki vatnsheldir en fáanleg eru ýmis efni sem bæta úr skák. Flest hafa þau að geyma sílikón og yfirleitt er þeim úðað á leðrið. Þess ber þó að gæta að úðunarefni eru óæskileg, þar sem þau eyðileggja ekki aöeins ózon-lag jarðar- innar heldur leitar úðinn í vit þeira sem með slík efni fara. Skófatnaður úr leðri hefur gott af því að vera fægður sem oftast. Burstið fyrst af laus óhreinindi og strjúkið síðan af skónum með rökum klút, þó þannig að skórnir blotni ekki. Ef saltblettir eru á skónum þarf að ná þeim af áður en áburður er borinn á þá og það er bezt gert með blöndu af ediki og vatni til helminga. Leðursápa er einnig ágæt, en að þvotti loknum þarf að bera á skóna mýkjandi áburð og síðan venjulegan skóáburö áður en skórnir eru fægðir með bursta og mjúkum, hreinum klút. Rúskinnsskó er vitanlega ekki hægt að hreinsa á þennan hátt, en í hvert skipti sem þeir hafa verið notaðir er bezt að fara yfir þá með þurrum frotté-klút. Notið síðan ffnan sandpappfr, strokleður eða rúskinnsbursta til að ná burt blettum. Þegar skófatnaður úr leðri hefur blotnað er bezt að fara úr honum sem allra fyrst, annars teygist meira og meira á leðrinu þannig að skórnir geta hæglega eyðilagzt. Takið síðan rakan svamp og vætið allt yfir- borð skónna þannig að rakinn verði sem jafnastur. Þannig má koma í veg fyrir vatns- renndur á skónum en nær útilokaö er aö ná þeim burt eftir að skórnir eru þornaðir. Áður en skórnir eru settir á svalan stað til þerris skal troða í þá dagblöðum. Skórnir eru lengi að þorna, a.m.k. einn sólarhring og allt upp f þrjá sólarhringa ef um rúskinns- skó er að ræða. Þegar þeir eru þornaðir þarf að bera á þá mýkjandi áburð og bezt er aö gefa honum góðan tíma til að gera sitt gagn áður en venjulegur skóóburöur er borinn á skóna og þeir burstaðir og fægðir. Með leöurtöskur skal vitaskuld fara á sama hótt að öðru leyti en þvi að yfirleitt er óþarfi að bera á þær litaðan áburð og fægja þær sfðan. Töskur óhreinkast þó í meðförum eins og allt annað og leöursápa er kjörin til að ná af þeim óhreinindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.