Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 12
 ■■■■HH| oMnmM • - - ; 7 ÍÞRMR ■H KNATTSPYRNA / LANDSLEIKIR „Hef aldrei séð liðið leika eins illa og í dag „ÉG hef aldrei séð liðið leika eins illa og það gerði í dag. Strák- arnir virtust þreyttir og þeir náðu aldrei upp neinni stemmningu í leiknum. Danir lóku hinsvegar vel og þeir voru ekki með sama lið og lék gegn okkur úti,“ sagði Lárus Loftsson þjálfari íslenska landsliðsins eftir að landslið okkar, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði 2:0 fyrir Dönum á Garðsvelli á mánudaginn í Evrópukeppninni. Þar með er draumur okkar um að komast áfram endanlega úr sögunni. Islenska liðið byijaði með miklum hamagangi en þó hafði maður á tilfinningunni að Danir væru með sterkara lið. Þeir voru stærri, sterk- ari og með miklu Björn Blöndal meiri liðsheild. skrifar Sóknin hjá þeim var hættuleg og ott var vamarleikur okkar manna hálf vandræðalegur. Fyrra mark leiksins skoruðu Danir eftir aðeins átta mínútur. Stuttur samleikur sóknarmanna þeirra endaði með því að Kim Petersen sendi knöttinn í netið af stuttu færi. íslenska liðið sótti mest með háum sendingum inn í vítateiginn og bar það lítinn árangur þar sem mark- vörður Dana var sterkur og öruggur. Eftir eina slíka sendingu komst Ámi Þór Ámason inn fyrir og markvörðurinn varð að fella hann. Víti! Haraldur Ingólfsson tók spymuna og skaut framhjá. í síðari hálfleik misnotuðu íslensku strákamir tvö góð færi sem þeir fengu á fystu mínútunum. Síðara mark Dana kom síðan á 60. mínútu og var það Piotr Haren sem það gerði úr opnu færi eftir fyrirgjöf. Islendingar voru einum færri á meðan þeir skoruðu því einn vamar- manna okkar var utan vallar að láta huga að meiðslum sínum. Eftir markið minnkaði spennan í leiknum enn frekar og sóknarbroddurinn fjaraði út þar til alveg í lokin að strákamir gerðu örvæntingafulla tilraun til að skora en þeim tókst ekki að bijóta sterkt lið Dana á bak aftur. Bestir í íslenska liðinu voru Valdi- mar Kristófersson úr Stjömunni og Gunnlaugur Einarsson úr Val og Ámi Þór Ámason úr Þór átti einn- ig ágætis spretti. HANDBOLTI Eitft mark vanftaði hjá Páliog félögum PÁLL Ólafsson og félag- ar hans í vestur-þýska liðinu Diisseldorf töp- uðu með einu marki fyrir Grosswaiistadt í síðari úrslitaieiknum íþýsku bikarkeppninni sem fram fór á mánudaginn. Dússeidorf skoraði 15 mörk en leikmenn Grosswaltstadt einu marki betur. Fyrri leikn- um lauk með 22:21 sigri Dússeldorf og þar sem Grosswallstadt gerði fieiri mörk á útivelli urðu þeir bikarmeistarar. Eins og oft vill verða í úrslita- leikjum sem þessum var handboltinn í sjálfú sér ekki upp á marga físka. Baráttan var þó gpHBBHB mikil og vamir FráJóhannilnga beggja liða Gunnarssynit sterkar auk þess V-Þýskalandi sem markverð- imir stóðu sig mjög vel. Grosswallstadt varð fyrir áfaili strax á fyrstu mínútunni því einn sterkasti maður þeirra, Martin Schwalb, varð að yfír- gefa leikvöllinn eftir aðeins 10 sekúndur. Hann tábrotnaði á síðustu æfingu fjrrir leik þegar þeir voru að leika sér í fótbolta. Grosswallstadt leiddi lengst af fyrrí háifleik með eínu marki en í leikhiéi var staöan þó 8:6 eftir að leikmenn Grósswallstadt höfðu skorað tvö sfðustu mörkin úr hraðaupphlaupum eftir mis- heppnaða sókn DQsseldorfara. Skömmu fyrir leikhlé meiddist landsliðsmaðurinn Walter Schu- bert og við það fékk Páll að reyna sig aðeins í sókninni en fram að þeim tíma hafði hann aðeins leikið í vöminni. Leikin var 6-0 vöm þar sem Páll stóð sig vel. Þegar rúmar sex mínútur vora til leiksloka var jaftit, 13:13, en þá tók Freisler til sinna ráða og skoraði tvívegis, annað markið eftir að markvörður Dússeldorf hafði verið vítakast en boitinn fór út til Freisler sem kastaði sér inn af línunni og skoraði. Schöne minnkaði muninn í lokin í 16:15 en Grosswallstadt hélt boltanum síðustu sekúndumar og titiliinn var þeirra. Freisler várð markahæstur hjá Grosswallstadt með 7 mörk og hinu megin skoraði Schöne einn- ig sjö mörk. Það er nú Ijóst að Kristján Ara- son og félagar hans hjá Gummersbach komast í IHF- keppnina á næsta ári fyrst Grosswallstatit vann. Grosswall- stadt tekur þátt í Evrópukeppni bikarhafa og Essen f Evrópu- keppni meistaraliða. LOTTO: 2 4 10 15 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.