Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 9
/ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 C 9 „SVFR býður nú upp á ódýr veiðileyfi við allra hæfi“ - segir formaðurinn Jón G Á SÍÐASTA aðalfundi Stanga- veiðifélags Reykjavíkur var gerð dulítil uppstokkun. For- maðurinn, Ólafur G. Karlsson, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og var varaformaðurinn, Jón G. Baldvinsson, einróma kjörinn til að taka við sœtinu. Þá kom nýr maður inn í emb- œtti varaformanns, Friðrik Þ. Stefánsson, og trúlega eru þeir Jón og Friðrik yngsta formannapar SVFR frá upp- hafi. Það þótti eigi ótilhlýði- legt að hitta Jón að máli í tilefni embættistöku hans, einkum vegna þess kannski, að nýir straumar eru farnir að leika um heim stangveið- innar hér á landi, mikil vakning er meðal þjóðarinnar um ágæti sportsins, en hátt verð laxveiðileyfa stoppar hins vegar marga af. Jón svar- ar hór á eftir ýmsum spurn- ingum m.a. um hvað SVFR er að gera, ætlar að gera til að koma til móts við nýja og breytta eftirspurn: Eftir sil- ungsveiði og laxveiði í ódýrari kantinum þar sem útivistin er í fyrirrúmi, góð von er á laxi án þess að fjárhagur neytenda verði lagður í rúst. Jón: „Eins og komið hefur fram, þá var samþykkt einróma til- laga frá Rafni Hafnfjörð á aðal- fundinum þess eðlis að SVFR reyndi að ná í leigu boðlegri silung- sveiði með góðri aðstöðu fyrir þá sem veiðileyfí keyptu. Það var strax farið að vinna í þessu enda lögð áhersla á að koma einhveiju slíku í gagnið fyrir sumarið. Þá var það að S VFR tók á leigu alla veiði í Geita- bergsvatni í Svínadal fyrir ofan Hvalfjörð, einnig eina stöng í Þverá í Svínadal, en hún rennur úr Geitabergsvatni til Þórisstaða- vatns. Laxastönginni í Þverá fylgja tvær silungsveiðistangir í vatninu og afnot af veiðihúsi sem félagið keypti á staðnum. Þannig var, að veiðifélagið Straumar var með þetta í leigu, en félagar Strauma eru margir eða flestir félagar í SVFR og þegar þessu máli var ýtt úr vör komu þeir til okkar og buðu okkur að ganga inn í tíu ára leigusamning sem þeir höfðu gert. Þama sýndu Straumamenn mikla félagsholl- ustu.“ Þess má geta; að mikið er af físki í Geitabergsvatni, urmull af smá- silungi og vænir fískar í bland og geta einstaklingar orðið býsna stórir. Síðustu sumur hafa veiðst allt að 8-9 punda silungar í vatn- inu, en allur þorrinn er auðvitað miklu smærri eins og gengur. Þá veiðast ævinlega síðsumars þar nokkrir laxar. Þverá er vatnslítil, en getur orðið að all stæðilegum læk í vætutíð, jafnvel smáá. Við slík skilyrði vill laxinn frekar halda til í læknum en f vatninu, enda straumsækinn fískur. Þá getur verið gott til fanga þama og oftast er það þannig, aið um jafna veiði er ekki að ræða, en einstaka menn vinna happdrættis- vinning. Mörg dæmi eru um að menn hafí dregið laxa upp í tveggja stafa tölur á einum degi í Þverá og það laxa allt að 20 pundum. I fyrra veiddust þama eitthvað um 40 laxar sem var þrælgott miðað við úrkomuleysi og af þeim sökum hreina vöntun á þeim skilyrðum sem þama þykja best. Þetta var útúrdúr blaðamanns, en þess má geta, að veiðileyfí í þessa verstöð em hræódýr miðað við það sem nú tíðkast. En hvað meira, Jón Baldvinsson? „Já, við erum búnir að ná tíu daga úthaldi í Veiðivötnum á Landmannaafrétti, 10 stöngum og afnot af þremur sumarhúsum Baldvinsson sem standa við Ijaldvatn. Þetta er mikil veiðiparadís og silungur rokvænn. Víst er að þessi leyfí eiga eftir að seljast vel, en það veiddust allt að 14 punda urriðar í Veiðivötnum í fyrra og heildar- veiði var með besta móti." Var ekki eitthvað rætt um ódýra en þó boðlega laxveiði? „Jú og við höfum nú tekið á leigu svæði í Hvítá í Ámessýslu fyrir löndum Kiðjabergs og Hests. Þama hefur til þessa einungis verið höfð netaveiði og það með góðum árangri. En það er engin reynsla komin á þetta sem lax- veiðisvæði og óvíst hvort þama veiðist umferðarfiskur eða lax sem leggst þama og heldur til. Við emm mjög bjartsýnir á að þama sé ekki einungis að hafa göngulax, landeigendur hafa sagt okkur að á minnsta kosti einum stað stökkvi laxinn mikið og það bendir eins og veiðimenn vita fremur til þess að þá sé legulax. Þá er stór hluti þessa 5-6 kíló- metra svæðis ókannaður bæði með net og stöng. Þetta veiði- svæði er á hóflegu verði, veitt er á fjórar stangir og veiðimenn fá inni í eyðibýli á staðnum. Það er dálítið frumstætt enn sem komið er, en stendur til bóta. Þama er laxinn oft mjög stór og við höfum fregnað að á þessum slóðum sé mjög svipuð aðstaða og á næsta veiðisvæði fyrir ofan, hjá Gísla- stöðum. Þar hefur verið veitt með einni stöng og veiði verið góð, vel á annað hundrað laxar í fyrra og slatti af þeim laxi alvöru stórlax, 20 pund og meira.“ Fleiri svæði? „Ekki sem stend- ur, en auðvitað eram við sífellt að líta í kringum okkur en við verðum að feta okkur áfram var- lega og varast að láta ekki nota okkur til þess eins að sprengja upp verð á einstökum ám, en slíkt hefur borið við. Við höfum á hinn bóginn einbeitt okkur að því að bæta aðstöðuna við rótgrónu stað- ina okkar, þannig höfum við nýlokið við að setja niður merki við alla veiðistaði Norðurár í Borgarfirði og unnið er að því að koma upp leiðbeiningum um vega- kerfíð til veiðistaða í Elliðaánum, en það er vægast sagt flókið mál fyrir marga að rata þar um, enda alltaf verið að brejrta vegum eða loka á þessum slóðum. Svo má ekki gleyma öðra í sambandi við Norðurá. Við höfum ákveðið að lækka fæðiskostnað um helming eftir 15. ágúst og er það gert til að gefa fleiram kost á að veiða í ánni, gjarnan fólki sem vildi frek- ar fara í Norðurá en þarf að halda fast um budduna. Ef tveir fara saman myndu þannig sparast 9.000 krónur." Að lokum, er hægt að fá ein- hver veiðileyfí ennþá? „Ég er að vísu aðeins með lista yfír það sem var fáanlegt 1. maí síðastliðinn, en eftir að veiðin byijaði fór strax að hreyfast salan aftur. En miðað við þennan lista var enn hægt að fá leyfi í ám eins og Norðurá, Leirvogsá, Stóra-Laxá, Ásgarðs-, Bfldfells- og Syðri-Brúarveiðum í Soginu, Gljúfurá, Miðá í Dölum, Laugar- bakkasvæðinu í Ölfusá, Snæfoks- staðasvæðinu í Hvítá, Langá á Mýram, Blöndu o.fl., að ógleymd- um auðvitað nýju svæðunum, Kiðjabergi í Hvítá og Geitabergs- vatni og Þverá í Svínadal." Formenn á góðri stund Nýkjörinn formaður, Jón G. Baidvinsson, t.h. og fráfarandi formaður, Ólaf- ur G. Karlsson, á góðri stund i opnun I Norðurá. Veiði Guðmundur Guðjónsson skrifar KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Bird fór á kostum og Boston vann Lakers Larry Bird fór á kostum í þriðja úrslitaleiknum í NBA-deildinni um helgina og var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston gegn Lakers. Staðan í einvíginu er nú 2-1 fyrir Lakers og tveir næstu leikir verða leiknir í Boston og verður fróð- legt að fylgjast með þeim. Boston náði að stöðva sigur- göngu Lakers BOSTON Celtics tókst það ótrúlega og sigraði Los Ange- les Lakers, 109:103, íBoston Garden f úrslitum NBA á laug- ardaginn. Þetta var þriðji leikur þessara liða, en Lakers vann tvo fyrstu leikina með nokkrum yfirburðum. Með þessum sigri gera leikmenn Boston sár von- ir um að hljóta „heimsmeist- aratitilinn“ f 17. sinn. En það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki stendur uppi sem sigurvegari. Boston hefur verið mjög sterkt á heimavelli og hefur aðeins tapað þremur leikjum þar í tvö ár. Næstu tveir leikir fara fram á ■■■■■■ heimavelli þeirra, Frá Gunnari Boston Garden. Valgeirssyni i Lakers byrjaði betur Bandarikjunum og hafði 29:22 ^ eftir fyrsta leik- hluta. í öðram leikhluta náði Boston mjög góðum leik og náði þá 80 prósent skotnýtingu og komst yfír 60:56 í hálfleik. Boston hélt uppteknum hætti í þriðja leikhluta og hafði 13 stiga forskot eftir hann, 87:74. í íj'órða leikhluta leiddi Boston með 8 til 10 stigum þar til 3 mínútur vora eftir að Lakers náði að minnka muninn í 5 stig, 104:99. Þá tók Boston leik- hlé og hélt síðan forskotinu út leikinn. Larry Bird var bestur í liði Boston og skoraði 30 stig. Bakvörðurinn, Dennis Johnson, kom næstur með 26 stig. Gamla kempan Kareem Abdul Jabbar var stigahæstur hjá Lakers með 32 stig. Magic Johnson gerði 27 stig og tók 11 fráköst og átti 9 stoðsendingar og var bestur. James Worthy, sem hefur verið jafnbestur hjá Lakers, brárt hins- vegar í þessum leik. Hann skoraði 9 stig í fyrsta leikhluta, en aðeins tvær körfur eftir það. Útslagið í þessum leik gerði góð sóknamýting Boston og eins réðu þeir hraðanum í leiknum eftir fyrsta leikhluta. Þeir náðu 17 sóknarfrá- köstum á móti 8 hjá Lakers. Þetta var tvímælalaust langbesti ieikur Boston í ár. Fjórði leikurinn fer fram í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.