Morgunblaðið - 03.07.1987, Side 6

Morgunblaðið - 03.07.1987, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 Meðlimir Förðunarfélgsins ásamt hópi dansara, sem dansaði við lag Michael Jacksons, The Thriller á tfttnefndu kvöidi í Broadway. Dansararnir eru farðaðir af förðunarfrœðing- unum f anda verksins, sem er dans hinna framliðnu. Skrfmslið hennar Ragnheiðar. Japanskur strfðsmaður hannað- ur af Ragnheiði Láru. Ragnheiður Lára farðaði þessa bresku fyrirsœtu, Susan Mitzy sem er vel þekkt í sfnu heimalandi. þess að lengsta táin nái ekki alveg fram í leistann, gera þarf ráð fyrir að fóturinn renni a.m.k. tæpan sentimetra fram þegar gengið er í skónum. • Notið ekki sömu skóna dag eftir dag, og gangið á mismunandi háum hælum. • Skófatnaöur úr gerviefnum og gúmmfi er vatnsheldur og heldur líka fótraka inni. Ráðlegast er því að skipta um og fara í leðurskó þegar á áfangastað er komið, hafi maður þurft að vera í hlífðarskóm utan dyra. Þeir sem þurfa að vinna í gúmmístíg- vélum daglangt ættu að vera í sokkum úr náttúruefni. • Veljið íþrótta- og æfingaskó úr náttúru- efnum eða með loftgötum á yfirleðri svo fóturinn geti „andað". • Séu fæturnir þreyttir eftir langan vinnu- dag, en þú ætlar að fara út að skemmta þér, er gott ráð að setjast á baðkars- brúnina, láta kalt vatn úr krananum renna yfir fæturna í eina mínútu, skipta þá yfir í þolanlega heitt vatn næstu mínútu og síðan sitt á hvað 4—5 skipti og enda á köldu. Þurrkið nú fæturna vel og stráið þær með barnapúðri, leggist á bakið á gólfið og styðjiö fótunum skáhallt upp að veggn- um. Slappið þannig vel af í fimm mínútur. Þetta hefur undraverð áhrif til hvíldar og maöur getur dansað heilt kvöld á eftir. Fótasnyrting Takið til þau áhöld, sem nota á: Bala með volgu vatni, setjið í það baðsalt eða matarsóda; handklæði; feitt krem, naglal- akkseyði; fótarasp eða pimpstein; nagla- skæri eða klippur; bómull; pappírsþurrkur; naglaþjöl og trépinna; barna- eða fótapúð- ur og naglalakk. Það er gott að hafa þetta dót allt saman í lítilli körfu, þá er það allt innan seilingar. Byrjið á fótabaðinu og gefiö ykkur góðan Byrjið á fótabaðinu og gefið ykkur góðan tíma til að bleyta vel upp allt sigg. Þær sem eiga vanda til að svitna á fótunum, setja sérstakt fótasalt, eða bara matskeið af venjulegu matarsalti í vatnið, hin- ar, sem hafa of þurra húð, ættu fremur að setja nokkra dropa af bað- eða matarolíu í vatnið. Mat- arsódinn, sem minnst var á, mýkir sigg og neglur. Ætlið ykkur helst ekki skemur en 15 mínútur í fóta- baðinu til að slappa vel af. Þurrkið nú fæturna vel með handklæði. Nuddið burt sigg, með fótaraspinum eða pimp- steini. Klippið táneglurnar þvert fyrir, helst með nagla- klippum og sverfið brúnirnar sléttar. Varist að klippa niður með hliðum naglanna, þannig getið þið orðiö til að nöglin vaxi skökk fram og grói inn í holdið, (inngróin nögl). Séu naglaböndin þurr og föst á nöglinni, skal núa feitu kremi á þau og ýta þeim síðan varlega upp að naglarótinni með trépinna, sem bómullar- hnoðra hefur verið vafið um endann. Naglalakk hlífir, berið fyrst á glært lakk og síðan minnst tvær umferðir af lituðu, það gerir fæturna „líflegri". Áður en naglalakkinu er smurt á, verður að hreinsa allt krem af nöglinni. Burstið það burt með naglabursta eða pappírsþurrku og farið að lokum yfir með naglalakkseyði. Setjið pappírsvafn- inga milli tánna, áður en lakkað er. Naglalakkið verður að fá aö þorna í minnst tíu mínútur áður en áfram er haldið, en þá er fótasnyrt- ingunni lokið með að borið er feitt krem á allan fótinn, milli tánna og strjúkið upp á legg. Núið sérstaklega inn í húðina á hælum, þar er hún oft- ast þurr. Þurrkið vandlega brott kremið milli tánna, eftir nuddið, og setjið barnapúður í staöinn. Samkvæmt kenningum um svæðanudd, má á fætinum finna bletti sem svara til allra hluta líkam- ans. Tærnar tengjast t.d. höföinu, ilin maganum og hællinn mjaðmarsvæðinu. Hérfylgja því nokkrar ráðleggingar um beitingu fótanudds, sem gætu linað verki, höfuðkvalir og spennu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.