Tíminn - 09.10.1965, Side 3

Tíminn - 09.10.1965, Side 3
3 LAUGARDAGUR 9. október 1965 TÍMINN Myndirnar hér á síðunnl voru telcnar við setningu Alþingis í gær. Að ofan sést hvar hópur þing manna gengur til þingsalarins, eft tr að hafa verið við guðsþjónustu í Dómkirkjunni, talið frá vinstri, Björn Fr. Björnsson, Þórarlnn Þór arinsson, sr. Gunnar Gíslason, Hail dór E. Sigurðsson. Ágúst Þorvalds son, Friðjón Skarphéðinsson og Hannibal Valdlmarsson. Myndin til hliðar er af sjálfri þingsetningunni. Þórður Eyjólfsson er í ræðustól. Til hliðar eru m. a. ráðherrarnir Eggert G. Þorsteinsson og Magnús Jónsson, sem sltja .í réöherrastólum x fyrsta sinn. Að "hfeðan eru sendimenn er- lendra ríkja, ásamt Agnari Kl. Jóns syni, efst fll 'Vlnstri og Ingibjörgu Magnúsdóttur konu fjármálaráð- herra. Á myndinni vinstya megin neðst ræðast þeir við, Halldór Ás- grímsson og Ólafur Jóhannesson, en á myndinni til hægri eru þeir Her mann Jónasson og Einar Ágústsson. Á víðavangí^ Árétting SigurSur A. Magnússon, blaSa maður við Morgunblaðio, stendur vel í því stykki sínu að vera frjálslyndisstimpill á þessu íhaldsblaði og óvandað- asta blekkingamálgagni, sem gefið er út á íslandi. Ilann sendir Tímanum hvatskeytlega kveðju í gær og áfellist blaðið fyrir það að vekja athygli á frjálslegum og inyndarlegum gagnrýniskrifum hans f Morg- unblaðinu. Sigurður sakar Tím ann um að fella niður „í miðri málsgrein“ og „án nokkurra úrf ellingarmerk j a setningar, sem víkja að einum forkólfi Framsóknarflokksins“ Um þetta er rétt al taka fram, að það er rangt, að Tim- inn hafi fellt nokkuð úr „miðj- um málsgreinum“ í greín Sig- urðar. Aðeins voru felldar nið ur heilar og sjálfstæðar máls- greinar, og Tíminn neitar því algerlega að hafa tínt úr setn- ingar með tilliti til Framsókn- armanna, og því til sönnunar skal þetta tekið fram: í því skyni að koma tilvitnunum fyr ir í því rými, sem þættinum „Á víðavangi" er markaður, voru felldar nokkrar heilar málsgreinar niður, og fjölluðu þær um eftirfarandi atriði, eins og hver maður getur séð, sem bera vill saman: Ríkis- starfsmenn í hæstu launaflokk- um, sem bæru minni skatta en vinnukonur. Skattskrána í heild, sem væri forvitnileg/ heimild um sjálfsvirðingu fs- Iendinga. Vinnusvik og vinnu- okur faglærðra stétta og há- láunastéttir, sem halda árlega fram nýjum kröfum um minni vinnu og meira kaup. Land- búnaðarpólitíkina, sem væri sérstakur þáttur óperettunnar. Fyrr má nú rota en dauð- rota, ef því á að lialda fram, að úrfelling oftantalinna atriða sé gerð til þess að hreinsa úr grein Sigurðar ámæli um Frain sóknarmenn, og fjölmennir mega þeir þá vera, eiga jafn- vel hvern mann í heilum og stórum stéttum! Úrfellingar þær, sem að of- an getur, voru gerðar á fveim- ur stöðum, tvær sjálfstæöar málsgreinar á hvorum stað, og það er rétt, að punktalína, sem tákna skyldi úrfellingu, f-^ll niður á öðrum staðnum, en liún féll niður í prentun en ekki handriti, en að sjálfsögðu er réttmætt að biðja velvirð- ingar á því. Sönnun Annars sannar upphlauns- grein Sigurðar það bezt sjálf, Ihve skýring Tímans á nlutvcúii hans með gagnrýniskrifunum í Mbl. er — að vera eins konar öryggisventill til þess að hleypa út óánægjuþrýstingi í Sjálfstæðisflokknum, og það hefur komið í ljós, að slíkt hlutverk hafa þar fleiri, enda ekki vanþörf á. Til mats á réttmæti þeirrar ásökunar, að sérstakt skoðanaófrelsi ríki við Tímann, skal Sigurði bent á að líta á álit húsbænda sinna við Mbl., sem skrifa linnulílið urn „tvísönginn" í Tímanum, að hinu Ieytinu japlar Þjóð- viljinn á því, að Framsóknar- ! flokkurinn geri það að sér- | grein að hafa tvær eða fleiri skoðanir á hverju máli. Virð- 'f ist þetta lélegur vitnisburður um einstefnuakstur Tímans j ^ málflutningi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.