Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 5
sraass ^AUGARDAGUR 9. október 1965 TÍMINN 5 Útgefandl: FRAMSÚKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu iiúsinu, sfmar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 AðraT skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán innanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Verkefni Alþingis Mörg verkefni bíða Alþingis að þessu sinni, og ber þar enn sem fyrr hæst dýrtíðarmálin. Vöxtur dýrtíðar- innar hefur sjaldan verið meiri en á þessu ári og bitna afleiðingar þess ekki síður á atvinnuvegunum en almenn- ingi. Það er „óskaplegt lánleysi", eins og það var rétti- lega orðað í Mbl. fyrr á þessu ári, að þrátt fyrir betra árferði en nokkru sinni fyrr og margfalt meiri tækni en áður hefur þekkzt, „skuli stór hluti framleiðslufyrirtækj- anna ýmist berjast í bökkum eða vera rekinn með tapi, og þó skuli laun verkafólks ekki vera hærri en svo, að venju. leg daglaun hrökkva nú verr til lífsframfæris en fyrir 7 árum. Þetta „óskaplega lánleysi“ stafar af því, að hér hefur setið að völdum ríkisstjórn, sem ýmist hefur gert sig seka um ranga forystu eða forystuleysi. Afleiðing- arnar hafa orðið upplausn, ringulreið og skipulagsleysi, sem hafa magnað í sameiningu meiri dýrtíð og verðbólgu en í nokkru öðru vestrænu landi. Ósagt skal látið, hvort meirihluti Alþingis tekur þessi mál öðrum og fastari tökum en á undanförnum árum, en þörfin hefur aldrei verið meiri en nú. Annað og ekkert þýðingarminna viðfangsefni en efna- hagsmálin eru uppeldis- og skólamálin. Hinar hröðu breytingar, sem fylgia tækninni eftir, gera það óhjá- kvæmilegt, að allt skólakerfið þarf að endurskoðast frá rótum, og að skólastarfið þarf |ð stóraukast frá því, sem nú er. Þótt nokkuð hafi verið gert í þessum málúm hin síðari ár, hefur það verið alltof lítið til að full- nægja hinúm breyttu aðstæðum. Hundruð ungmenna verða því í dag án þeirrar menntunar, sem þau vilja öðl. ast og eiga rétt til að njóta. Þetta vandamál verður ekki leyst, nema með stórfelldu, nýju átaki og stórauknum framlögum til skólabygginga og kennslumála. Hlu heilli fór ríkisstjórnin hins vegar inn á þá braut á þessu ári að lækka framlög til skólabygginga um 20%. Á sama hátt þarf að hef ja stórfellda sókn á sviði rann- sókna og vísinda. Síðast en ekki sízt, er það svo verkefni Alþingis nú eins og endranær að standa vörð um íslenzka menningu og fjárhagslegt og pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar. Breyt- ingar þær, sem gera þarf á skólakerfinu í samræmi við nýjar aðstæður og nýjan tíma, verður ekki sízt að mið- ast við það, að þær treysti íslenzka menningu og tengsl- in milli fortíðar og framtíðar. Vegna ímyndaðs stundar- hags má ekki veikja í framtíðinni fjárhagslegt og pólitískt sjálfstæði þjóðarinnar. Að sjálfsögðu þurfum við um margt að samlaga okkur nýjum heimi, en það má ekki og þarf ekki að gerast með þeim hætti, að við glötum því, sem umfram allt gefur okkur réttinn til að vera sjálfstæð þjóð, en það er hin sérstæða menning okkar og einbýli okkar 1 landinu um aldaraðir. Ef þetta hvort tveggja hefði ekki verið fyrir hendi, værum við ekki sjálfstæð þjóð 1 dag. Einkaeign Broslegt er að lesa þá staðhæfingu Mbl., að það sé sönnun fyrir frjálslyndi þess, að það sé í einkaeign. Öll afturhaldssömustu blöð lýðræðisríkjanna eru nefni- lega í einkaeign Mbl hefur fj-á fvrstu tíð verið starf- rækt i anda slíkra blaða. þröngsýnt í skoðunum, ofstæk- isfullt í pólitískum málflutningi. hlutdrægt og óheiðar- legt í fréttaflutningi, en þó jafnan látizt vera óskaplega Victor Vinde: Of snemmt fyrir í Grikklandi að afturhaldið fagna sigri Fylgi Konstantins konungs minna en nokkry sinni fyrr AFTURHALDSÖFLIN í Grikklandi virðast hafa borið sigur úr býtum í bráð og Georg- íos Papandreou, fyrrum leiðtogi meirihlutans, er nú kominn í stjómarandstöðu. Eftir margar misheppnaðar tilraunir hefir Konstantín konungi loks tekist að fá myndaða stjórn, sem hon um gezt að. Þingið fer nú í leyfi og er eindregið búizt við, að allt komist á ný f „röð og reglu". Þeir, sem þess óska og þann- ig hugsa gera einnig ráð fyrir, að almenningur verði leiður á stjórnmálunum, þar sem ekki sé unnt að standa í kröfugöng um látlaust. Papandreou er auk þess orðinn 77 ára að aldri og gætí þá og þegar fengið hjarta slag og horfið af vettvangi. Ef svo færi ættu afturhaldsöflin, ásamt liðhlaupunum úr mið- flokkafylkingunni, að hafa góða möguleika á að sigra í næstu kosningum. Þá ætti að mega leggja lýðveldishugmynd ina á hilluna fyrst um sinn. Vitaskuld er rangt að gefa ráð fyrir, að stjómarkreppan í Grikklandi sé ekkert annað en valdastreita milli hins unga konungs og flokksforingjans gamla. En á þeírri hlið málsins hefir borið mest út í frá, ehda ekkert launungarmál, að þeir hafa andstyggð hvor á öðr um og geta helzt ekki hitzt. KONSTANTÍN konungur á sammerkt föður sínum og öðr- um fyrirrennuram í því, að hann á bágt með að Þola vold- ugan mann í forsæti ríkisstjórn arinnar. Páll faðir hans losaði sig víð hægri-leiðtogann Kara- manlis á sinni tíð, þegar hann varð of voldugur. Vera má að Konstantín hafi flogið hið sama í hug þegar hann sá vald og áhrif Papandreous auk ast hröðum skrefum. Engin vitneskja liggur fyrir um, hvert hlutverk Friðriku drottn ingar hefir verið bak við tjöld in. Hitt er óhætt að fullyrða, að öryggisþj ónustan og hirðin hafa borið í konung alls konar óheppilegar og vafasamar sög ur um Papandreou. Hann var meðal annars sagður gersam- Iega í klóm kommúnista, sem er alrangt. Eínnig á konungi að hafa verið sagt, að Papaiidreou hafi átt aðild að samsæri um að kollvarpa konungdæminu og „byltingin“ hafi átt að hefjast 15. júlí, eða sama daginn og konungurinn fékk Papandreou pokann sinn. Hafi konungur í raun og veru trúað þessari sögu ber það dómgrelind hans miður gott vitni. SAGAN um soninn Andreas Papandreou, sem áður var hag Ifræðiprófessor við Berkley-há skóla í Bandaríkjunum, er jafnmikil fjarstæða. Hann á að hafa verið i slagtogi með lýð- veldissinnaðri herforingjaklíku, sem nefnist Aspida Svo er að sjá sem klíka þessi sé að mestu uppfinning öryggisþjónustunn- ar, en átti þó mikinn þátt í falli 1 Papandreous. Papandreou — vinsældlr hans hafa atdrei verlS melrl. Jafnvel Þó að ekki sé með neinu móti unnt að efa, að um hafi verið og sé að ræða valda baráttu milli konungsfjölskyld unnar og leiðtoga fjölmenns lýðræðisflokks, virðast fylgis- menn Papandreous hafa gert of mikið úr hlutverki konungs sjálfs. Að baki konungs hafa staðið önnur og ef til vill mátt ugri öfl, sem hafa haft áhrif á konunginn, hvert með sínum hætti. Öll afturhaldsöflín í hinu íhaldssama, gríska þjóðfélagi stefndu að falli Papandreous. Sennilega hefir Konstantín kon ungur ekki átt upptökin sjálf ur. Helzti veikleiki Papandreous var í því fólginn, að hann réði ekki og ræður ekki alls kostar við sinn eiginn flokk. Ef helztu samstarfsmenn hans og flestir ráðherrarnir hefðu ekki brugð izt honum þegar verst gegndi, hefði hann ekki þurft að láta í minni pokann fyir konungi. Þá hefði hann sennilega fengið vilja sínum framgengt. Hægri armur flokksins sveik Papan dreou, ásamt nokkrum vinstrí- sinnuðum mönnum. En ekki hefir það stafað af hollustu við konungsvaldið. Þessir aðilar vildu aðeins losa sig við flokks foríngjann fyrir þá sök, að hann var í þeirra augum of máttugur og þeir höfðu engin tök á að setja honum stólinn fyrir dyrnar í flokksforustunni. Auðvitað átti persónuleg frama gimi sinn þátt í öllu saman, enda vildi margur taka við af Papandreou. MEÐ HLIÐSJON af Því, sem gerðist í frjálslynda flokknum í sambandi við stjórnarkrepp una ,virðist mjög líklegt, að íhaldsöflin hafi verið búin að undírbúa hana vel og lengi og sennilega í náinni samvinnu við hirðina og herinn. Tilviljunin ein virðist ekki hafa valdið stjórnarkreppunni, heldur hef- ir ráðið úrslitum, að fóstrið var einfaldlega orðið fullburða og margt steðjaði að í einu. Svo sem kunnugt er hefir Papandreou sætt mikílli gagn rýni. Sagt hefir verið, að hann væri lélegur stjórnarformað- ur og linur flokksleiðtogi, en ræðumaður af guðs náð. Hann á að hafa verið einstrengings- legur og erfiður í samvinnu, og viljað ráða yfir öllu, jafnvel hernum. Þegar þar var komið á konungur að hafa sagt hingað og ekki lengra. Gagnrýnendurnir hafa ekki getið þess, að í augum alþýð- unnar er Papandreou tákn lýð ræðissigurs í landi, sem lotíð hefir afturhaldsöflum í þrjá- tíu ár. Þetta er hægt að fá staðfest hjá hvaða óbreyttum Grikkja sem er. Liðið er knapp lega hálft annað ár síðan að hin hataða íhaldsstjórn var að velli lögð, en á valdatíð hennar ríkti pólitísk ógnaröld í land- inu. Fólk mátti ekki lesa þau blöð, sem það óskaði og stjórn málafundi mátti ekki halda- Ekki var unnt að fá vegabréf, ökuskírteini eða starf hjá rík isstofnun eða stærri einkafyrir tækjum nema lögreglan gæfi út svonefnt hollustuvottorð. Sá, sem las ,,rangt“ dagblað eða lét í ljós fylgi við „villukenn- ingar“, gat ekki vænzt þess, að lögreglustjórinn í heimahéraði hans gæfi honum hollustuvott- orð. Hann var umsvifalaust stimplaður sem kommúnistí. HVAÐ sem almennu mati á efnahagsstefnu Papandreous líð ur er óhætt að fullyrða, að honum ber að þakka að bænd ur öðluðust nokkra kaupgetu í fyrsta sinni í sögu Grikklands. Hátt verð búsafurða og styrkir höfðu í för með sér, að íbúar sveitaþorpanna fengu loks fé milli handa. Þeir voru allt í einu metnír sem menn. Önnur umbót hans varð einn ig til hagsbóta fyrir hinn hlunn farna meirihluta í landinu, eða skólalögin, sem kváðu svo á, að öll kennsla skyldi vera ó- keypis. Þetta, ásamt ókeypis máltíð í almennum skólum, gjör bylti aðstöðu íbúa sveitanna. Hinn óbreytti almenningur , leit á valdatöku Papandreous ' sem lýðræðislega byltingu, en hinir betur megandi litu aftur á móti á hana sem ógnun við gildandi Þjóðfélagsform og öll sérréttindin, sem því fylgja. Meðal „heldra' fólks í Aþenu er hlegið að hinum „hálfrugl- aða“ Papandreou, sem þeytíst um landið þvert og endilangt og talar yfir múgnum. Það álít- ur hann lýðskramara og draum óramann, en gerir sér enga grein fyrir, hvílíkan hljóm- grunn hann fær hjá grískri al- þýðu. EG var viðstaddur fjöldafund inn, sem Papandreou hélt í Sal oniki um daginn, en það er sennilega fjölmennasti fundur, sem nokkra' sinni hefur verið haldinn í Grikklandi. Lögreglan sagði, að fundarmenn hefðu verið 80 þúsund, við blaðamenn irnir gizkuðum á fjórðung úr milljón, en fylgismenn Papan- dreous sögðu 350 þúsund. En fjórðungur úr milljón er allt á nokkuð, þegar Þess er gætt, að 1 Framhald á 6. síðu. H sfí I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.