Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 9. oktober .1965 TlMINN 11 GÉORGES SIMENON 13 ann láta frá sér heyra. Eins og þessi enska kona sem hvarf væri ekki alveg meira en nægjanlegt. Lonise Bourget horfði á hann frá glngganum, eins og hún reyndi að lesa hugsanir hans og það vildi svo til að hann var að hugsa um hana, hann var að hugsa um hvort h'ún hefði í raun og veru séð vinnuveitanda sinn skrifa nafnlausu hótunarbréfin. Ef ekki — myndi það ger- breyta öllu. 4. kafli. Fyrir nálega þrjátíu árum þeg- ar Maigret — þá nýkvæntur — hafði enn verið einkaritari lög- reglustjórans í Rue Rochechourt, hafði konan hans stöku sinnum komið til hans á skrifstofuna um hádegið. Þau féngu sér snarl sam- an og gáfu sér því næst tíma til að reika um stræti og götur og Maigret mundi að á einum slík- um degi — snemma vors — höfðu þau reikað á þessar slóðir. Þá höfðu verið fleiri barnfóstr- ur en núna, flestar voru í rönd- óttum einkennisbúningi. Búnaður barnanna gáfu í skyn ríkidæmi og þægindi og járnstólarnir meðfram gangstígunum voru nýmálaðir í skærgulum lit, og gömul kona með fjólur á hattinum sínum kastaði brauðmolum til fuglanna. — Þegar ég er orðinn höfðs- maður...,„ . hafði hann þá sagL í spaugi. Og þá höfðu þau tvö horft á íburðarmikil húsin sem glóðu í sól skininu og þau höfðu rabbað um hið ánægjulega og friðsæla líf, sem lifað væri innan þessara veggja. Ef nokkur í allri Parísarborg hafði kynnst ömurlegustu hliðum mannlegrar reynslu, sem dag eftir dag hafði orðið áskynja um sann- leikann að baki hlutanna, þá var það Maigret sjálfur, og samt hafði hann aldrei látið til fulls af þeirri sannfæringu sinni. ÚTVARPIÐ Laugardagur 9. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp Tónleikar. 13.00 Óskalög sjúkllnga. Kristín Anna Þórarins Idóttir kynn- ir lögin 14.20 Um- ferðarþáttur. Pétur Sveinbjarn arson hefur umsjón á hendi. 14. 30 f vikulokin þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. Tónleikar. Talað um veðrið. 15-00 Fréttir. Samtalsþættir. 16.00 Um sumar dag. Andrés Indriðason kynnir fjörug lög 16.30 Veðurfregnir Söngvar í léttum tón. 17.00 Frétt ir. Þetta vil ég heyra Friðrik Jóns son bóndi á Halldórsstöðum í Reykjadal velur sér hljómplötur 18.00 Tvítekin lög 18.50 Tilkynn- ingar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir. 20.00 ,Elskendurnir“. smásaga eftir Sinclair Lewis. Þýð andi: Torfey Steinsdóttir. Lesari: Lárus Pálsson leikari. 20.20 Lög úr ópernnni „Porgy og Bess“ eft ir George Gershwin . 21.00 Leik rit: „Hellir heimspekinganna" Leikstjóri: Jón Sigurbjömsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 10 Danslög 24.00 Dagskrárlok. Kannski gerðust harmlegri at- burðir í átta af tíu af þeim hús- um, sem lágu að garðinum. En hann hafði aldrei andað að sér eins ömurlegu andrúmslofti og ríki í þessu húsi. Allt virtist falskt og illt, frá því augnabliki að maður gekk fram hjá vistarveru dyra- varðarins og þjónsins, sem hvorki var þjónn né dyravörður þrátt fyrir einkennisbúnað sinn, heldur fyrrverandi veiðiþjófur og morðingi. — Og hvað var Herra Jósep, hinn skuggalegi fulltúi að gera uppi á efstu hæð hússins. Jafnvel Louise Bourget virtist ekki raunveruleg með drauma sína um að giftast bílstjóranum og opna veitingakrá í Giens. Hinn fyrrverandi slátrari frá Saint-Fiacre virtist þó langsízt falla inn í umhverfið hér — og þá ekki síður bólstraðir veggimir og húsgögnin sem sjálfsagt höfðu verið keypt með húsinu. Það sem kom höfuðsmanninum mest úr jafnvægi var kannski mann vonzkan sem hann skynjaði að baki hverju orði og hverri athöfn Fumals, því að hann hafði alltaf neitað að trúa að til væri hrein og upprunaleg mannvonzka. Klukkan var rúmlega tíu þegar hann fór af annarri hæð, þar sem starfsmenn hans voru enn að verki og gekk hægt upp stigann. Á hæð- inni var enginn þjónustustúlka til að hindra hann í að opna dyrnar á dagstofuhni með hinum fimm- tán eða sextán auðu hægindastól- um og hann hóstaði til að* til- kvnna nærveru sína. Enginn kom. Enginn hreyfði sig. Hann gekk yfir gólfið að dyr- um sem stóðu í hálfa gátt og lágu að minni dagstofu, þar sem bakki með morgunverði - stóð á litlu borði. Hann barði á þriðju dyrnar, lagði við hlustir og fannst hann heyra niðurbældan hósta og loks tík hann í snerilinn. — Þetta var herbergi frú Fum- als og hún lá í rúminu og horfði á hann ganga inn, andlitssvipur hennar bar vott um kæruleysislega undrun. — Ég bið afsökunar. Ég sá enga þjónustustúlku til að til- D 7 TARSIS í dag voru annaðhvort drepnar af Stalin eða þá þær dvelja á hæli eins og þessu eða einhverju svipuðu hæli. Og ég skal segja þér eitt í trúnaði, börn þeirra eru mörgum sinnum fremri okkur. Þau vita hvað gerðist og hvað gerist og leggja rétt mat á það og þau vita hvernig á að snúast við þessu — Og hvernig? — Þú ættir ekki að spyrja. Þú hefur kennt mér heilmikið um þetta sjálfur. Þessir ungu menn voru margir komnir á hælið, fyrir tilverknað fjölskyldna þeirra, eins og nokkrir eldri sjúkling- arnir til dæmis Samdelov og Zagogulin, og þar eð þeim var komið þarna fyrir óviljugum, litu þeir á sig sem fanga. Læknarnir virtust hafa sömu skoðun, þótt þeir væru illa að sér þá virtust þeir átta sig á því að þetta fólk væri ekki sjúklingar. í raun og veru voru þarna hvorki sjúklingar né læknar, heldur aðeins fangaverðir sem gættu óæskilegra þjóðfélagsþegna. Þetta átti ekki aðeins við 39 álmuna, hælið var meira og minna skipað slíkum „sjúklingum." Þetta hæli var reist fyrir byltingu fyrir eitt þúsund sjúklinga, nú voru þarna sex sinnum fleiri. Á sjöundu deildinni og einnig á öðrum deildum voru læknarnir „vrachi nefndir „yragi“ eða óvinirnir, og á morgnana upphófst söngur stemrau, undir laginu „fram þjáðir menn í þúsund löndum,“ sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: Rísið upp af beðum ykkar, armingjar rísið upp sálsýkisþrælar eymdarinnar, skynsemin vekur ógnþrungna byltingu gegn fjandmönnunum, sálfræðingunum . . . Yfirlæknirinn á deildinni var kona, sem erfitt var að segja hvað væri gömul, hún hét Lydía Kizyak, hún starfaði þarna sem lögreglukona og þóttist örugg um að slíkir söngvar væru ortir af Almazov og ákærði hann fyrir að dreifa and- sovétskum áróðri. Hann leit undrandi á haaa: — Heldurðu í raun og veru að ég myndi eyða tíma mín- um til slíkrar viltleysu? — Hvort sem það er vitleysa eða ekki, þá bætirðu ekkert fýrir þér með því. Andsovézkur áróður stjórnarinnar undanfarna hálfa öld, hefur verið svo áhrifamikilí, að mig dreymir ekki um að keppa við hann. kynna komu mína. Ég geri ráð fyrir að þjónarnir séu allir niðri ásamt lögregluþjónunum mínum. Hár hennar var úfið og hún hafði ekki þvegið sér. Náttkjóll- inn var fráflakandi og sýndi öxl hennar og slappleg og lítt eggj- andi brjóst. Daginn áður hefði hann verið í nokkrum vafa. En nú var hann viss um að konan sem þarna lá hafði verið að drekka, ekki aðeins áður en hún fór í rúmið, heldur einnig þennan sama morgun og sterk- ur áfengisþefur var í herberginu. Eiginkona slátrarans horfði enn á hann tvíráðu augnaráði eins og hún væri enn ekki viss í sinni sök. — Ég býst við yður hafi verið sagt, hvað komið hefur fyrir. Hún kinkaði kolli og það var engin sorg sjáanleg í augum henn ar. — Eiginmaður yðar er dáinn. Hann var myrtur. Við þessu svaraði hún rámri röddu: — Ég hef alltaf búizt við það endaði þannig. Og hún drafaði talsvert — hún var miklu ölvaðri en honum hafði virzt þegar hann kom inn. — Þér bjuggust við morði? — Ég bjóst við öllu, þegar hann var annars vegar. Hún benti á tætingslegt rúmið og ruslulegt herbergið og sagði óskýrý: — Ég bið yður afsökunar . . . — Þér höfðuð ekki áhuga á að fara niður? y — Því skyldi ég gera það? — Hann er áreiðanlega dáinn, er það ekki. Þegar Maigret kinkaði kolli, laumaði hún hendinni undir dýn- una, dró fram flösku og setti stút- inn á munn sér. — Ég drekk hans skál! sagði hún illgirnislega. En meira að segja dauður hafði Fumal skelfandi áhrif á hana, því að hún leit óttaslegin til dyra og spurði Maigret. — Er hann enn í húsinu? — Þeir eru nýfamir með líkið til krufningar. — Hvað á að gera? — Kryfja hann. Voru það fréttirnar um að lík- ami eiginmanns hennar yrði bút- aður þvers og kruss sem olli köldu brosinu andliti hennar?. Leit hún á það sem eins konar hefnd — sárabætur fyrir allar þær kvald ir sem hún hafði liðið hans vegna. Sem ung stúlka hafði hún sjálf sagt verið eins og hver önnur manneskja. Hvers konar líf hafði Fumal boðið henni — svo að hún endaði sem þetta ömurlega hrak. Maigret hafði hitt manneskjur sem svo illa höfðu farið út úr líf- inu, en þáð var venjulega í fá- Hún var alveg slegin út af laginu með þessu og gekk út úr herberginu og forðaðist stofu númer 7 eftir þetta. Hún var hrædd við sjúklingana, var helzt aldrei ein með þeim og þóttist ekki heyra þegar þeir reyndu að tala við hana þegar hún hraðaði sér eftir ganginum. Stein prófessor var svipaður henni. Hann neitaði alveg sem góður marxisti að hafa nokkur afskipti af sálinni, hann áleit að allar geðveilur orsökuðust af einhverjum dularfull- um truflunum á starfsemi líkamans: sálin, það var einhver andsovézkur blær yfir orðinu. Hann var bæði hrokafullur og ruddalegur í framkomu og sjúklingarnir höfðu hina mestu ömun á honum. Flestir í hjúkrunarliðinu voru steypt- ir í samma mót og Stein-Kizyak. Þær fáu undantekningar voru, Andrey Nezhevsky prófessor, aðalráðunautur heilbirgð- ismálaráðuneytisins og ungur læknir, Zoya Makhova, sem var einn yfirlækna hælisins. Nezhevsky var maður hávaxinn, gráhærður og með gáfu- leg augu, hann virtist fullur af lífsþrótti, þrátt fyrir aldurinn, hann var sjötíu og þriggja ára. Hann var heimsfrægur geð- læknir og sat oft alþjóðaráðstefnur erlendis. Læknar hælisins ráðfærðu sig stundum við hann um tilfelli, sem þeir vissu að læknuðust ekki með aminodin. Nezhevsky vissi hvaða lækning dygði, en hann vissi einnig að slík aðferð yrði ekki leyfð við sovét aðstæður. Hann var fylgismaður Ghandi og hann skildi að eftir fjóra áratugi ógnarstjórnar, stríða, kúgunar og öryggisleysis var enginn í Rússlandi í andlegu jafnvægi (normal) eða gat verið það. Hann vissi að eina leiðin til þess að lækna geðveilur sem orsökuðust af andlegu áfalli, var að gefa sjúklingunum færi á að lifa óttalausu og eðlilegu lífi. Honum fannst fráleitt að nefna þetta „ofsóknarbrjálæði“ hjá fólki; sem hafði verið ofsótt undanfarin fjörutíu ár og feður þess höfðu verið skotnir eða þá látizt í fangabúðum. Það var kominn tími til þess að hætta að ofsækja þá, sem voru aðeins sekir um það að dást ekki nógsamlega að ríkjandi stjórnarfari. Það var kominn tími til þess að veita fólki frelsi, til að byrja með mátti veita því frelsi til þess að ferðast, því að dvöl þess í Sovétparadísinni varð til þess að gera það brjálað eða þvinga það til sjálfsmorðs. Það voru sögur á kreiki 'um það, að helmingur íbúa Moskvu hefðu leitað til geð- lækna. Sautján þúsund- sóttu Kanatchikov villuna á ári, og þetta var aðeins eitt hælanna. Hið fræga Dubny-hæli húsaði tuttugu þúsund á ári. Það gengu þrálátar sögusagnir af því að mörg þúsund pólitískir fangar væru í haldi í gríðar- stóru hæli í Kazan. Nezhevsky vissi auðvitað að geðveikra- hæli væru notuð sem fangelsi og hann hneykslaðist ekki lítið á fullyrðingu valdhafanna um að þar væru engir póli- tískir fangar heldur aðeins „geðsjúklingar,“ sem væru þar til lækninga. Honum sveið að geta ekkert gert til þess að koma í veg fyrir þessa svívirðu, hefði hann mótmælt, yrði hann látinn fara og hann varð að halda stöðu sinni til að (e) Colltns and Harvill Press 1965

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.