Tíminn - 10.10.1965, Side 11
SUNN’UDAGUR 10. október 1965
TÍMINN
11
14
tækrahverfunum, eða í óhreinum
vistarverum og fátæktin hafði allt-
af verið orsök að eymd þeirra.
— Kom hann að finna yður í
gærkvöldi?
— Hver?
— Eiginmaður yðar.
Hún hristi höfuðið.
— Kom hann stundum?
— Stöku sinnum, já, en ég
hefði viljað hann kæmi aldrei.
— Þér fóruð ekki niður í skrif-
stofu hans?
— Ég fór aldrei þangað. Það
var í skrifstofu hans, sem hann
talaði við föður minn í síðasta
skiptir og þremur klukkutímum
síðar fundu þeir föður minn —
hengdan.
Þetta virtist venjuleg regla hjá
Fumal — að gera fólk gjaldþrota,
ekki aðeins ' þá sem stóðu honum
í vegi eða móðguðu hann, heldur
bara hvern sem honum datt í hug
til að sýna vald sitt, til að sann-
færa sjálfan sig um vald sitt. j
ÚTVARPIÐ
Sunnudagur 10. október
8.30 Létt morgunlög 8.55 Fréttir
9.10 Morguntónleikar. 10.30 Messa
l Dóankirkjunni. Prestur: Séra
I Jón Auðuns
dómprófast-
________________ lur. Org-
anleikari: Dr. Páll ísólfsson. 12.
1S Hádegisútvarp. 14.00 Miðdeg
istónl'elkar: Frá tveimur tónlist
arhátiðum álfunnar. 15.30 Kaffi
tíminn. 16.00 Sunnudagslögin 16.
30 Veðurfregnir. Guðsiþjónusta
Fíladelfíusafnaðarins í útvarps-
sal, 17.30 Barnatími: Anna
Snorradóttir stjómar. 18.30 Fræg
ir söngvarar: Lauritz Melchior
syngur. 18.55 Tilkynningar. 19.20
Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 20.00
íslenzk tónlist: Verk eftir Pál
ísólfsson. 20.10 Ámar okkar Jón
Jónsson jarðfræðingur flytur
erindi um Skaptá og Hverfisfljót.
20.40 Joseph og Joliann Strauss:
Fílharmoníusveit Vínarborgar
leikur lög eftir þá bræður. 21.00
í slóð Áma Oddssonar dagskrá
með upplestri og frásögum í
umsjá Vignis Guðmundssonar,
blaðamanns. 22.00 Fréttir og veð
urfregnir. 22.10 Danslög 23.30
Dagskrárlok.
— Þér vitið ekki, hvaða gesti
hann fékk í gærkvöldi?
Síðar mundi Maigret verða að
segja aðstoðarmanni sínum að
rannsaka þessi herbergi. Sú til
hgusun að gera það sjálfur var
honum mjög ógeðfelld, en það
varð að gera. Það var. ekkert til
sem sannaði að 'þessi kona hefði
ekki í gærkveldi drukkið í sig
kjark til að drepa eiginmann sinn
og það var ekki ómögulegt, að
byssan fyndist í herbergjum henn
ar.
— Ég veit það ekki . . . Mig
langar ekki til að vita neitt leng
ur . . . Vitið þér hvað mig langar? j
Að fá að vera í friði og . . .
Maigret hafði ekkert heyrt. i
Hann stóð enn rétt við rúmið og j
sá að frú Fumal starði á eitthvað ■
að baki honum. Síðgfci glampaði
ljós og í sömu andrá þaut konan
fram úr rúminu og af ótrúleg-
um krafti réðst hún að Ijósmynd-
aranum, sem hljóðlaust hafði birzt
í dyragættinni.
Hann reyndi að hörfa undan, en
hún hafði náð haldi á vélinni hans,
henti henni ofsalega í gólfið, reif
ein-
tók
upp aftur til að grýta henni aftur
af enn meira afli.
Maigret brá í brún er hann
þekkti þarna fréttamann frá einu
kvöldblaðanna. Einhver — hann
vissi ekki hver — hafði sagt blöð-
unum fréttirnar og hann myndi
rekast á allt stóðið niðri.
— Augnablik, sagði hann
arðlega.
Hann tók upp vélina og
filmuna úrJienni.
— Farið út drengur minn . . .
sagði hann við unga manninn.
Við frú Fumal sagði hann.
— Farið aftur í rúmið. Ég bið
forláts á því sem fyrir kom. Ég
mun sjá til þess, að þér verðið
látnar í friði hér eftir. En einn
af aðstoðarmönnum mínum verð-
ur.að leita í herbergjum yðar.
Hann hraðaði sér út úr herberg-
inu og hefði helzt kosið að yfir-
gefa húsið fyrir fullt og allt. Ljós-
myndarinn beið eftir honum við
stigann.
— Ég hélt ég mætti. . .
— Þér voruð einum of djarfur.
Eru fleiri fréttamenn hér.
— Nokkrir.
— Hver lét ykkur vita?
— Veit það ekki. Ritstjórinn
sendi eftir mér fyrir hálftíma.
Það hlaut að hafa verið maður-
inn frá Medico-Legal stofnuninni.
Alls staðar fyrirfinnst fólk, sem
stendur í sambandi við blöðin.
Niðri biðu sjö eða átta blaða-
menn og fleiri var sjálfsagt að
vænta.
— Hvað kom í raun og veru
f.vrir, höfuðsmaður?
— Ef ég vissi það, strákar mín-
ir, væri ég ekki lengur hérna. Ég
vil að þið gefið okkur frið til að
vinna og ég heiti því að ef við
uppgötvum eitthvað . . .
— Megum við ljósmynda K'er-
bergin?
— Verið þá fljótir að því.
Fólk það sem, yfirheyra þurfti
var of margt til að hægt væri með
góðu móti að fara með það allt
á lögreglustöðir.a. Hér voru mörg
auð herbergi. Lapointe var að
störfum og sömuleiðis Bolfils og
Torrense sem var nýkominn á
vettvang ásamt Lesueur.
Hann sagði Torrence að fara
og rannsaka þriðju hæðar her-
bergin og sendi Bonfils upp í íbúð
Monsieur Jóseps. Hinn síðar-
nefndi var ekki kominn aftur frá
Rue Rambuteau.
— Þegar hann kemur spyrjið
hann nokkurra spurninga, en ég
býst ekki við hann segi margt.
FuIItrúar hins opinbera ákær-
anda voru farnir og sömuleiðis
flestir sérfræðingar Glæpadeildar-
innar. _
— Sendið eina þjónustustúlkuna
— Noemi — til Madame Fumal
og segið hinum að bíða í dag-
stofunni.
Þegar síminn hringdi í skrif-
stofu hins látna tók Louse Bourg-
es upp tólið eins og ekkert væri
sjálfsagðara.
— Þetta er einkaritari Herra
Fumals . . . Já . . . Já, hann
er hérna. Ég skal gefa yður sam-
band.
Hún sneri sér að Maigret.
— Það er til yðar . . . Frá stöð-
inni.
— Halló?
Það var forstjóri rannsóknar-
lögreglunnar.
— Innanrjkisráðherrann var
að hingja til mín ...
— ~Er hann búinn að frétta
þetta?
— Já, allir vita um þetta.
Hafði einhver blaðamannanna
komið fréttunum í útvarpið? Mjög
sennilegt.
— Var hann bálvondur?
— Það er ekki rétta orðið.
Hann var fúll. Hann vill fá upp-
lýsingar um rannsóknina nákvæm-
lega stig af stigi. Vitið þér nokk-
uð?
— Nei.
í dag
morgun
Mánudagur 11. október
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútvarp 13.00 Við vinnuna. 15.00
16.30 Síðdegisútvarp. 18.20 Þing
Ifréttir. Tón-
leikar. 18.45
Tilkynningar
19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir
20.00 Um daginn og veginn Ingi
björg Þorgeirsdóttir talar. 20.20
„Heitt ég ann þér, ættland kæra“
Áskell Snorrason tónskáld leikur
frumsamin lög á orkel Kópavogs
kirkju. 20.45 Pósthólf 120 Lárus
Halldórsson les bréf frá hlustend
um. 21.05 „Valkyrjan“ óperu-
atriði eftir Wagner. 21.30 Útvarps
sagan; ..Vegir og vegleysur" Ing
ólfur Kristjánsson les (7) 22.00
Fréttir og veðurfregnir 22.10 Á
leikvanginum Sigurður Sigurðs
son talar um íþróttir. 22.25
Kammertónleikar. 23.15 Dag-
skrárlok.
VALERIY TARSIS
lifa. Hann gerði það sem hann gat fyrir „sjúklingana“,
gætti þess að „lækingin“ yrði þeim ekki skaðleg og fékk
þá látna lausa eftir nokkra mánuði, sem geðheila. Virð-
ingin fyrir honum var slík, að enginn dirfðist að mótmæla
gerðum hans eða spyrja um ástæðurnar fyrir þeim. Auk
þess, hvað yrði sagt í Evrópu? Það var eitt að hirða ekki
um skoðanir heima fyrir eða að verða brennimerktur sem
barbari erlendis og af öllum heiminum.
Þegar Nezhevsky talaði um ágæti sovétskra geðlækninga,
brosti hann og sagði góðlátlega: — Við erum komnir fram
úr sjúkradeild 6, það er geðslegra á þeirri 7.
— Og hún er enn hryllilegri, bætti hann við i hugan-
um, hann mundi eftir öllum þægindunum í Sing-Sang. Hon-
um fannst ályktun læknisins í sögu Chekhovs enn þá við-
eigandi: —Eftir að hafa skoðað hælið, komst hann að þeirri
niðurstöðu að þetta væri siðspillandi stofnun, sem hefði
hin verstu áhrif á geðheilsu sjúklinganna.
Það eina, sem gat talizt skynsamlegt var að loka stofn-
uninni og hleypa sjúklingum út. En til þessa hafði hann
ekki vald. Það höfðu orðið nokkrar framfarir, 7. sjúkradeild-
in var hrein og þokkaleg, en hún var þó enn svívirðilegri
stofnun en sú 6., því að hér var beinlínis reynt að eyði-
leggja menn en ekki að lækna þá.
Nezhevsky fannst það ískyggileg tilviljun að hann bar
sama nafn og föðurnafn og læknirinn í sögu Chekhovs og
hann fann til samvizkubits þegar hann las: — Andrey
Erfimovich var heiðarlegur og skynsamur maður en hann
skorti skapfestu og skoðanafestu til þess að bæta lífskjör
og aðstöðu þeirra sem byggðu hælið.
Þótt hann væri kominn á eftirlaunaaldur (eftirlaunin
myndu hrökkva fyrir fábreyttum þörfum hans) vissi hann
að iðjuleysið myndi verða honum ömurlegt og því myndi
fvlgja svartsýni og depurð. Hann reyndi því að „láta gott
af sér leiða“ eins og þeir frjálslyndu á síðasta hluta nítjándu
aldar nefndu þá stefnu sína. Þeir álitu byltingu vonlausa og
reyndu því að vinna að stefnu sinni með því, sem þeir
nefndu: „að láta gott af sér leiða“. Hann hafði þá hneykslazt
á þeim en nú var hann orðinn gamall og þreyttur. Þótt
hann gæti aðeins bjargað fáeinum einstaklingum á ári frá
hælisvist var nokkuð unnið með þvi, hælisvistin var jafn
þjakandi og fangabúðavistin. Og það mátti teljást árangur,
að bjarga þó ekki væri nema einum manni.
Andrey Efimovich var einmana.Hann þótti oft sýna sam-
starfsmönnum sínum hroka, en það var ekki af meðfædd-
um hroka, heldur stafaði það af því að hann hafði hina
mestu ömun á embættismannalýðnum og einkum og sér í
Iaglyá l8ek.nu.þi. Þíjð sn,aBt hann ónotalega. þegar. hgnn las
1^:, ofð;;:.Andrey:,lErimóiVich J .sögu Chekhovs: — Ég vinn hinu
illa, ég tek við óverðskulduðum launum, ég er óhéiðárlegur.
Við erum það allir, hinir opinberu embættismenn. Ég er að-
eins hluti og þáttur mikils félagslegs ó.réttlætis, sem ekki
verður komizt hjá . . . Óheiðarleiki minn er orsök tím-
anna . . . Læknirinn í sögu Chekhovs óskaði sér, „að hann
hefði lifað fyrir nokkrum öldum, Nezhevsky hafði kosið
sér líf fyrir nokkrum þúsundum ára, í Hellas, landi skálda
og heimspekinga. Hann var umkringdur hafsjó meðalmennsk-
unnar. Hann átti ekki samleið með neinum. gat ekki talað
við neinn . . . Það voru allir önnum kafnir við að vinna
sér inn peninga, útvega sér húsnæði eða þægilega stöðu og
þessu fylgdi rógburður, öfund og meinsemi. Tímarnir fyrir
byltingu voru ólíkt geðslegri, Merezhkovsky hafði á réttu
að standa, þegar hann spáði „komu þursanna." Nezhev-
sky las aldrei bækur Sovéthöfunda, því að hann leit á þá
sem nokkurs konar ríkisstarfsmenn. Fjölskylda hans var
dreifð og hann átti enga nána vini, en hann var nýlega
tekinn að veita Zoya Makhova athygli.
Zoya var tuttugu og níu ára gömul og ókunnugum leizt
hún stolt. Hún var dökk yfirlitum, hávaxin og bar sig vel. 0
Augu hennar voru svört, valdsmannsleg og köld. Menn álitu §
hana kaldrifjaða og einbeitta, sjálfsnægjufulla og stíflund-
aða. En í rauninni var hún kona, sem kvaldist og þoldi
ekki ómennskuna og gat ekki einangrað sig því að hún
elskaði mannkynið í fjÖlþreýtileika sínum. Hún elskaði það
því meir, þar sem hún hafði orðið að fara á mis við eigin
hamingju. Eiginmaður hennar var smámunasamur emb-
ættismaður, læknisnefna, sem gretti sig í hvert sinn sem
hann heyrði orðin, „hjarta, sál og andi.“ Þau voru barnlaus,
hann áleit að börn myndu „hamla þjónustu þeirra hjón-
anna við land þeirra og vísindin." Hann gat því einskorðað
sig við starfa sinn. Þótt hann væri tæplega fertugur, var
hann þegar aðalaðstoðarmaður heilbrigðismálaráðherrans og
eftirlitsmaður allra geðveikishæla landsins.
Zoya var kona hans að nafni til. Eins og þúsundir annarra
hjúa deildu þau íbúð, þar sem það gat tekið allt upp undir
tuttugu ár að fá íhúðir á löglegan hátt. Ýmsir kunnu ráð
til þess að komast fram hjá reglugerðum og fyrirmælum um
þessi efni, en Zoya var barn í slíku.
Eiginmaður hennar var flokksfélagi og óttaðist að skiln-
aður myndi spilla framavonum sínum, Zoyju var sama. Þau
áttu fátt sameiginlegt og umgengust sem herbergisfélagar,
henni fannst hún ekki vera honum á neinn hátt skuld-
bundinn.
Hún naut vinnu sinnar, tignaði vísindi og harmaði að í
stað þess að notfæra sér árangur þeirra, giltu aðeins þurr-
lc) Colllns and Harvill Press 1965