Alþýðublaðið - 12.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.10.1920, Blaðsíða 2
2 A L í> Y Ð U BrL A Ð IÐ talaðsms er í Alþýðuhúsiau wið lngólfsstræti og Hverfisgötu. Sími Ö88. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. to árdegis, þann dag, sem þær eiga að korna i biaðið. Áskriftargjald eiu l£r. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. dndálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil & afgreiðsiunnar, að minsta kosti ársQórðungslega. er álíka á sig komiim, eins og unglömb með broddskitu. Það er kunnara en frá megi segja, að Eau de Quinin, Bay- Rhum, Eau de Cologne og fleiri fegurðarvökvar eru druknir í stór- um stfl, jafnvel ilmvötn og brensiu- spiritus. Það er ekki fárast yfir því, þó að þessir vökvar séu seid- ir f fjölda mörgum verziunum um land alt, en ef þeir aðeins væru seldir í lyfjabúðum, þá gæti mað- ur ímyndað sér hvemig dómurinn yrði. Greinarhöfundur þarf ekki sð ómaka sig langt til þess, að sjá þessa fegurðarvökva, því þeir ffiunu vera seldir í nágrenninu við hann, en í lyfjabúðinni á Akur- eyri hafa þessir vökvar, eftir því sem eg bezt veit, aidrei verið seidir. Það mundi furðu sæta, ef Iyfja- búð leyfði sér að selja „Ægta Fransk Bræadevin , með fyrir- sögninni; styrkir hárið o. s. frv., en þó að verzlanirnar leyfi sér það, þá gerir það ekkert til. Eg faefi sjálfur, og það síðast nú í dag, séð */* liter glpsum stilt út í verzlunarglugga hér í Reykjavík á 5 krónur glasið, og þar sem þessi sama verzlun hefir útibú á Akureyri, þá er ekki langt frá því að áætia, að þetta sama ekta franska brennivín sé tii sölu þar á 20 krónur literinn. Er þarna ddd eitthvað fyrir hina röggsam- íega!! bæjarfógeta á Akureyri? Þá er mér ámælt fyrir að hafa selt Vanilledropa, og það jafnframt gefið í skyn, að Cognac hafi ver- ið í flöskunum. Eg lýsi það hér- með tilhæfulaus ósannindi, og kaila mjög ómerkilegt af greinarhöfundi, að koma fram með slíka óhæfu. Öllum landslýð mun vera það kunnugt, að Vanilledropar hafa verið verzlunarvara hér á landi síðan byrjað var að verzla með kryddvörur, og það, að þeir hafi aldrei verið seidir í heildsölu í stærri íiátum en 5 eða 10 gramma glösum er ekki rétt. Eg get frætt greinarhöfund um það, að á síð- ast liðnu ári flutti einn kaupmað- ur inn nálægt 200 Gallon af Van- illedropum í einu, á Gallons flösk- um, sem jafngildir nálægt 800 litrum. Einnig mun Samb. ísl. samvinnuféiaga hafa flutt inn álit- legan litrafjölda, og svo mun um fleiri heildverzlanir. Aldrei hefi eg heyrt eða séð neinstaðar amast við þessu, en ef lyfjabúð selur eitthvað af þessari vöru, þá er eins og rnenra fái hitasótt af ilsku, Greinarhöfund fýsir mjög til að sjá áfengisbókina, það skyldi verða mér sönra ánægja að verða við þeirri ósk hans. Mig furðar stór- lega á, að haran skuli ekki gera sér ferð suður fyrst áhuginn er svona raikill, til þess að fá að rannsaka bókina. Að svo mæltu skal eg ekki fara fleirum orðum um grein þessa nú eða síðar. Þvættingur sá og sú persónulega illviijun, sem kera- ur frara í greininni, er ekki svara verð. Frá minni hálfu verður ekki svarað oítar, hversu orðfúll sem greinarhöfundur mun verða. Stefán Thorarensen. ízvisi pólverja. Khöfn, 11. oktbr.x Símað er frá London, að þrátt fyrir það, þó Pólverjar hafi undir- skrifað frið við Litháa og gefið þjóðasambandirau yfirlýsingu um að halda hann, hafi þeir umkringt Vilna höfuðborg Lithá á föstu- daginn, og hafa síðar tekið hana. Stjórnin í Lithá farin til Kovno. Yeitti ekki af hreinsnn. Sigga er orðið æði tamt út að þynna svaðið. Hann hefir étið hundaskamt. — Horfið á Morgunblaðiðl] Snjólfur. €rleni simskeytl Khöfn, 11. okt. Námurekstnr hættur. Símað er frá Kristianfu, að eir- raátnið við Röros sé hætt vegna hækkaðra launa verkamanna. Jafnaðarmenn í Sviss eru á móti samþyktununs á Moskvafundinum. Um daginn 09 vegiim, Kveibja ber á hjólreiða- og bifreiðaijóskerum eigi sfðar en kl. 53/4 í lcvöld. Bíóin. Nýja bíó sýrair; „Maður frá Wall Street". Gamla bfó sýnir: „Innsigluð fyrirskipura". Yeðrið í morgun. Stoð Loftvog m. m. Vindur Átt Magn Loft Hitastig Vm. 7675 N 5 O 4.0 Rv. 7682 ssv 1 3 3>3 ísf. 7667 logn 0 2 3,8 Ak, 7671 S 1 I 2,5 Gst. 7680 iogn O 0 -5-2,© Sf. 7693 logc1 0 O 6,6 Þ.F. 7658 logn 0 4 9>l Stm. 7660 ASA 1 4 46 Rh. 7671 SSA 3 1 1.4 Magn vindsiras í tölum frá o—12 þýðir: logra, andvari, kul, gola, kaldi, stinnings gola, stinnings kaldi, snarpur vindur, hvassviðri, rok- stormur, fárviðri. — Loft í tölunx frá o~8 þýðir: Heiðskýrt, Iétt- skýjað, hálfheiðskýrt, skýjað, at- skýjað, regn, snjór, móða, þoka. -5- þýðir frost. Loftvægishæð yfir austanverðu íslandi, ioftvog slöðug eða stíg* andi. Stilt veður. Útlit fyrir stilt veður, breytilega vindstöðu. Slys. Á miðvikudaginn var datt Sigurður Guðmundsson, rúmiega sjötugur, út af bfyggju á SiglU' firði og dtuknnði. Hann var bróð- ir Jóns verzlunarstjóra Sameinuðu vetzlananna á Sigiufirði. Yísir segir þau tíðindi í fyt&' dag, að fléstir kaupmenn hér hafi hætt að selja rúgmjöi, eftir að hámarksverð kom á það. Líklega

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.