Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 3

Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 B 3 þau áhrif að barnið verði hugrakkt. Tvíburar eru algengari í sumum fjölskyldum en öðrum. Talið er að tilhneiging til þess að framleiða fleiri en eitt egg í einu gangi í erfð- ir. Það eru því fæðingar tvíeggja tvíbura sem fylgja ákveðnum fjöl- skyldum enda er þrisvar sinnum algengara að tvíeggja tvíburar fæðist en eineggja. Eineggja tvíburar verða til þegar egg klofnar og tvö fóstur halda áfram að þroskast. Það er ekkert undarlegt' ef eineggja tvíburar alast upp sam- an að þeir verði líkir í háttum en áhugaverðast er að rannskaka þá tvíbura sem hafa verið aðskildir frá barnæsku. í rannsókninni í Minneapolis voru rannsakaðir margir tvíburar sem þannig var ástatt um. Oscar og Jack eru 46 ára tvíburar sem vissu ekki einu sinni hvor af öðrum. Jack ólst upp í Trinidad en Oscar í Þýskalandi. Þegar þeir hittust í fyrsta sinn voru þeir með sams konar yfirvaraskegg, næstum því alveg eins gleraugu og í eins bláum skyrtum með spælum og brjóstvösum. Báðir voru vanir að smeygja teygju yfir vinstri úlnlið og báðir höfðu gaman af því að hnerra hátt í lyftum til að ergja samferðamenn sína. Mörg svipuð dæmi komu í Ijós við rannsóknina og einnig reyndist andardráttur og hjartsláttur tvíburanna vera með sömu tíðni. Ef umhverfi hefur mest að segja um hvernig einstaklingur mótast þá ættu þeir tvíburar sem ólust upp saman að vera líkari heldur en þeir sem ólust upp aðskildir. En munurinn þarna á var mun minni en menn bjuggust við. „Ef tvíburar sem alast upp aðskildir eru í raun svona líkir, þá eykur þessi rannsókn mjög skilning okk- ar á því hvernig persóngleikinn mótast" sagði Jerome Kagan við Harvard háskóla. „Svo virðist sem sumir þættir persónuleikans stjórnist að miklu leyti að erfðum." Við rannsóknina var notaður spurningalisti sem Auke Tellegen bjó til en með hjálp þessa spurn- ingalista má áætla ýmsa þætti persónuleikans eins og til dæmis árásargirni, metnaðargirni og þörf fyrir náin tengsl við aðra. Erfðir virtust ráða mestu um hluti eins og hvort menn væru íhaldssamir, með leiðtogahæfileika eða væru hlýðnir við yfirvöld. „Þetta eru ekki eiginleikar sem maður hefði búist við að myndu ganga í erfðir frekar en að vera lærðir" segir David Lykken sálfræðingur sem vann við þessa rannsókn í Minnesota há- skólanum. „En við komumst að þvf að erfðir væru ráðandi hvað þessa eiginleika varðar." Aðrir eig- inleikar, sem samkvæmt þessari rannsókn virtust í meirihluta tilvika ráðast af erfðum, voru til dæmis hvernig menn brugðust við álagi og það hvort menn væru hræddir við að taka áhættu. Sá eiginleiki að geta gleymt sér t.d. við að hlusta á faliega tónleika, virtist líka ganga í erfðir. Eiginleikar sem virt- ust ráðast í minnihluta tilfella af erfðum voru t.d. metorðagirnd og varkárni. Þörf fyrir náin tengsl við aðra virtist fremur ráðast af lífsreynslu manna en erfðaeigin- leikum. Enginn heldur því fram að eitt gen ráði einhverjum af þessum eiginleikum heldur ráðast þeir af samröðun margra gena þannig að erfðamynstrið verður flókið. Fyrri rannsóknir hafa fundið lítið sam- eiginlegt með persónuleika for- eldra og barna þeirra enda hafa börnin ekki sömu samröðun gena og foreldrarnir þó svo að genin komi frá þeim. En eineggja tvíbur- ar hafa sömu erfðaeiginleika og það gæti skýrt hvers vegna þeir eru svona líkir. Þótt flestir fræði- menn viðurkenni gildi tvíburarann- sókna við að sjá hvort eiginleikar séu arfgengir eða ekki, þá eru nokkrir sem treysta ekki þessari aðferð til að áætla hlut erfða í fló- knu hegðunarmynstri, né þeim niðurstöðum sem eru dregnar af rannsóknunum. Auk þess finnst sumum sérfræðingum að ekki sé hægt að reiða sig á niðurstöður rannsókna sem fara fram þannig að fólk svarar spurningum um sjálft sig enda geta þær gefið vill- andi mynd af einstaklingunum^. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrir það að þátttakendurnir hafi komið úr of líku umhverfi.„ Ef rann- sóknin hefði líka tekið til fólks eins og dvergsvertingja og eskimóa, hefði umhverfið virst ráða meiru um persónuleikann. Jafnvel meiru en erfðirnar," segir Seymor Ep- stein, persónuleikasálfræðingur við háskólann í Massachusetts. En David Lykken sálfræðingur seg- ir að af þessari rannsókn megi foreldrar draga þann lærdóm að miða uppeldi hvers barns við þá skapgerð sem það er fætt með. „Það má enginn halda að það skipti ekki máli hvernig hlúð er að börnum en foreldrar verða að skilja að það er ekki rétt að ala öll börn upp eins. Til að leiðbeina og móta barn þá verður að virða einstakl- ingseðli hvers og eins, aðlaga sig að því og rækta með barninu þá eiginleika sem geta hjálpað því síðar á lífsleiðinni. Þýtt: H.l. Alexandre de Paris hársnyrtistofurnar eru meðal þeirra sem leggja línurnar í hártískuheiminum. Þær sjá um hárgreiðslu fyrir ýmsa þekkta hönnuði og tískuhús svo sem Chanel, Christian Lacroix, Yves Saint-Laurent, Jean-Louis Scerrer og Emanuel Ungaro, svo einhverjir sáu nefndir. Alexandre hefur nú sent frá sér haust- og vetrartískuna í klippingu og greiðslu og einkennist hún öðru fremur af mýkt og miklu lokkaflóði og í hárlitun eru rauðir og gylitir tónar ríkjandi. Fyrir veturinn er mælt með millisfðu hári sem þynnt er með skærum. Til að hárlð fái meiri fyllingu og sé viðráðanlegra eru settir í það stórir permanentliðir. Þessi sídd gefurýmsa mögu- leika í greiðslu; hægt er að hafa hárið laust og láta það falla frjálslega fram í vöngunum. Einnig er hægt að taka það saman í hnút í hnakkanum eða setja það upp eins og sýnt er á með- fylgjandi mynd. Háralitir vetrarins eru í heitum, sterkum tónum, allt frá gullinbrúnu og yfir í dökk-rauðbrúnt. Fyrir þær sem eru Ijóshærðar mælir Alexandre með öskuljósu með regn- bogalitbrigðum eða gullinljósu með roðagylltum strípum. Andlitsförðunin þarf helst að vera í stíl við háralitinn. Við rautt og gyllt hár fer best að nota Ijósan andlitsfarða, gjarnan í svolítið rauðbleikum tón sem síðan er lífgað uppá með græn- um eða rauðgullnum augnskuggum og appelsínugulum eða hárauðum varalit. Hárskraut eins og spennur, slaufur, kambar og hárbönd setja oft skemmtilegan svip á greiðsluna og eru tiskulitir vetrarins í hárskrauti svart, rautt, blátt, sinnepsgult, dökkfjólublátt og grænt og sömuleiðis kemur brúnt aftur fram á sjónarsviðið en sá litur hefur ekki verið hátt skrifaður í tísku- heiminum undanfarin misseri. Vetrarklipplngin frá Alexandre de Paris. f rauðleitum litasamsetningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.