Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 7

Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 B 7 Vel snyrtar neglur eru fallegastar Leitað ráða hjá Ragnhiidi Hjaltadóttur snyrtifræðingi hjá SalonVEH Til þess að fá faglegar ráðlegg- ingar og forvitnast nánar um hirðingu naglanna og handsnyrt- ingu leituðum við til Ragnhildar Hjaltadóttur, snyrtifræðings á Sal- on VEH. Við báðum hana fyrst að segja okkur í hverju handsnyrting á stofu væri falin. „Fyrst hugsa ég um að láta fara vel um viðskiptavininn, bjóða hon- um kaffi og láta viðkomandi slaka vel á. Síðan byrja ég á því að sverfa neglurnar með naglaþjöl, alltaf í átt að miðju. Eftir að negl- urnar hafa fengið þá lögun sem óskað er eftir er sett á þær nagla- bandanæring. Ég byrja á hægri höndinni og set hana síðan í bleyti í volgu vatni til að mýkja upp nagla- böndin svo auðveldara sé að ýta þeim upp. Síðan fer ég eins að með vinstri höndina og legg hana í bleyti en tek þá hægri upp og þerra hana og ber á naglabanda- eyði til þess að losa um nagla- böndin. Því næst er þeim ýtt varlega upp með þartilgerðum trépinna (orange stick). Með hin- um enda trépinnans er svo dauöa skinnið skafið varlega burt. Það er mikilvægt að fara mjög varlega með naglaböndin til þess að skaða ekki naglrótina, en heilbrigð nagl- rót er forsenda þessa að neglurnar verði fallegar. Síðan tek ég mjúkan nagla- bursta og bursta létt yfir til að hreinsa burt krem sem situr eftir og svo eru hendurnar þerraðar. Lausir endar eru nú klipptir burtu með sérstökum naglabandaskær- um en naglaböndin sjálf má ekki klippa. Að lokum strýk ég laust yfir neglurnar með fínni þjöl. Þegar neglurnar eru orðar púss- aðar og fínar er borinn á hand- áburður og gefið létt nudd til að örva blóðrásina og til þæginda og afslöppunnar. Að því loknu er öll olía og krem þurrkað af nöglunum til að koma í veg fyrir aö naglalakk- ið hlaupi í bólur eða áferðin verði ójöfn. Áður en ég lakka neglurnar ber ég á þær sérstaka næringu sem á að örva vöxt þeirra. Næringunni er nuddað á neglurnar og látin bíða smá stund meðan neglurnar eru að drekka hana í sig og svo þurrk- að yfir áður en farið er að lakka. Fyrst er borin á ein umferð af und- irlakki til að hlífa nöglunum við lakkinu sjálfu og koma í veg fyrir að þær verði gular en þær geta fengið á sig gulleitan blæ af sterkum litarefnum sem oft eru í dökku lakki. Ragnhildur Hjaltadóttir snyrtifræðingur hjá Salon VEH. Þegar komið er að því að velja lit á neglurnar ræðst litavalið fyrst og fremst af smekk viðskiptavinar- ins. Að mínum dómi koma allir (itir til greina, hvort sem neglurnar eru langar eða stuttar, svo framarlega sem þær eru vel snyrtar. Litaða lakkið er síðan borið á í tveimur umferðum og látið þorna vel á milli og að lokum er borið á yfir- lakk til að fá meiri gljáa og þá endist lakkið líka lengur. Ef við- skiptavinurinn er á hraðferð er til efni sem þurrkar lakkið hraðar". En hvað getur fólk sjálft gert til að halda nöglunum heilbrigðum og snyrtilegum? „Til þess að halda nöglunum við sjálfur er fyrst og fremst nauðsyn- legt að eiga góða naglaþjöl og sverfa neglurnar reglulega. Best er að nota pappaþjalir því þær eru mýkri ög gefa ekki eins mikil högg á neglurnar. Þjölin þarf að vera með tvenns konar grófleika til að móta og fínpússa. Það er yfirleitt betra að nota þjöl en að klippa, en ef neglurnar eru klipptar þarf aö gera það varlega því annars er hætta á að þær klofni. Til þess að neglurnar verði sterkar og heilbrigðar er nauðsyn- legt að borða hollan mat með nógu af steinefnum og vítamínum. í því sambandi er hægt að benda á þaratöflur sem fást í í apótekum en í þeim eru efni sem hafa góð áhrif á hár, húð og neglur. Ekki eiga allir jafn auðvelt með að safna löngum nöglum og kemur þar ýmislegt til. Fyrir þá sem hafa þunnar neglur höfum við sérstaka næringu og svo er hægt aö fá naglaherði sem þá er borinn á undir undirlakkið eða einn sér. Til að viðhalda nöglum og naglabönd- um er gott að venja sig á aö bursta neglurnar með mjúkum nagla- bursta í hvert skipti sem maður þvær sér um hendurnar. Til þess að koma í veg fyrir að naglaböndin vaxi fram á neglurnar á alltaf að strjúka í átt að naglrótinni, bæðj þegar burstað er og þegar maður þurrkar hendurnar. Handáburöur er nauðsynlegur til að verja hendurnar fyrir veðri og vindum og öllum þeim efnum sem fólk kemst í snertingu við yfir daginn. Helst þarf að vara sig á ilmsterkum áburði en ilmefnin vilja þurrka upp hendurnar jafn óðurn." — Flestir eru sammála um að nagaðari neglur séu til mikillar óprýði, en hvað getur fók gert til að venja sig af þessum ósið? „Að naga neglurnar er fyst og fremst ávani, svipað og reykingar t.d. Það eru til bragðvond efni til að bera á neglurnar en sumir geta vanið sig á bragðið og fer jafnvel að finnast það gott. Ef fólk virki- lega vill hætta að naga kann ég eitt ráð sem hefur reynst mörgum vet. Það er að ganga alltaf með naglaþjalir á sér og taka þær upp og sverfa neglurnar þegar löngun- in til að naga gerir vart við sig. Og þetta ráð er ekki síður fyrir karlmenn en konur. Þeir þurfa ekk- ert að skammast sín fyrir að taka upp naglaþjöl á almannafæri, snyrting er ekki lengur neitt feimn- ismál fyrir þá. Það færist nú sífellt í vöxt að karlmenn komi í handsn- yrtingu reglulega, og jafnframt alla almenna snyrtingu, enda ekki síður þörf á að þeir hugsi vel um hend- urnar. Það á ekki hvað síst við um þá sem vinna óþrifaleg störf og störf þar sem þeir þurfa mikið að nota hendurnar eins og t.d. verka- menn og bifvélavikjar". vaknaði á smá athugasemd í greininni varðandi meinta plágu mannkynsins — hita. Hækkun hita í sambandi við sjúkdóma hefur verið mönnum Ijós gegnum söguna, sagði í greininni en þó hefur enginn sýnt óumdeilanlega fram á að hitahækkunin sé í raun skaðleg. Kluger fór að velta því fyrir sér hvernig komast mætti að þessu. Það sem hann þurfti var tilraunadýr þeim hæfileikum búið að stjórna mætti líkamshita þess. „Allt í einu þegar ég var að hlusta á hund- leiðinlegan fyrirlestur," segir Kluger „datt mér í hug að Igu- ana sand- eðlan, sem ég hafði gert til- raunir með í framhalds- pámi mínu við lllinois háskólann, hentaði vel í þessu skyni." Dýr með mis- heitt blóð — frábrugðin manninum sem er með jafnheitt blóð þurfa að snúa sér eða breyta um umhverfi til að hita eða kæla sig. Ef unnt væri að stjórna hitanum í um- hverfi sandeðlunnar, hugsaði Kluger, mætti hækka eða lækka líkamshita hennar. Svo þyrfti aðeins að fylgjast með framvindunni. „Þau Linda Vaughn og Harry Bernheim, sem bæði voru að búa sig undir doktorspróf, unnu með mér allt sumarið 1973 að undirbúningi," segir Kluger. Fyrst smíðuðu þau 150 sentí- metra langan sandkassa. í öðrum enda hans var 50 stiga hiti, en í hinum venjuiegur stofuhiti. Hitamæli var komið fyrir í maganum á eðlu og henni síðan sleppt í kassann, þar sem hún skreið um til að halda líkamshita stnum eðlilegum í rúmum 30 gráöum. Næst sýndu þessir þrír vísindamenn fram á að sand- eðlur, eins og raunar flest önnur hryggdýr, fengu hækkað- an líkamshita við sýkingu. Tilraunadýrin voru sprautuð með sýklaafbrigðum, sem vitað var að yllu sýkingu í skriðdýr- um. Eins og við var búizt héldu eðlurnar sig þá lengur f heitari hluta kassans — þar til þær höfðu þannig náð að lækka líkamshita sinn um tvær gráður umfram eðlilegan hita. ( lokatilraun sinni athuguðu vísindamennirnir þrír áhrif hit- ans á lífslíkur eðlanna. Á næstu mánuðum gerðu þeir svo til- raunir með 33 eðlur, sem höfðu verið sýktar. Sumum eðlunum var gefið lyf til að halda líkams- hitanum niðri. Aðrar fengu. engin lyf, og þær voru með hita í fimm daga áður en þær leit- uðu á ný í svalara umhvefi. Niðurstöðurnar voru mjög at- hyglisverðar. Af þeim eðlum sem fengu hita, lifðu allar nema ein sjúkdóminn af. En hjá þeim sem fengu hitastillandi lyf dó helmingurinn. Kluger vann að Iguana-til- raunum sínum í rúm þrjú ár; þegar hann birti niðurstöður sínar stóð ekki á viðbrögðum vísindamanna. Virtir vísinda- menn hafa lagt út af niðurstöð- um Klugers og aðrir hafa sýnt fram á að niðurstöðurnar gilda einnig fyrir aðrar dýrategundir. „Það stórkostlega við starf Klugers," segir Norberg J. Ro- berts jr., sérfræðingur í smit- sjúkdómum við læknadeild Rochester háskóla í New York, „er að þetta var bæði svo einf- alt og svo augljóst. Hann tók vissan fjölda dýra og sýkti þau; þau sem fengu hita lifðu, þau sem fengu ekki hita dóu. Kluger hefur hjálpað til að gjörbreyta áliti okkar á hita. Ekki er lengur litið á hita út af fyrir sig sem neitt hættulegt. Það á ekki aö halda honum í skefjum aðeins vegna þess að við vitum hvern- ig það er unnt." Patrick Murphy við læknadeild John Hopkins- háskólann segir: „Hugsandi menn líta nú á hita sem varnar- tæki líkamans en ekki skað- vald." Kluger er hógvær í túlkun á skoðunum sínum á hita. „Eðlur hafa verið hér á jörðu í hundruð milljónir ára," segir hann, „og ég get ekki trúað því að ekki sé einhver ástæða fyrir því að náttúran hafi viðhaldið við- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.