Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
Guðni Jón Guðbjartsson
og Ragnheiður Guðmunds-
dóttir opinberuðu trúlofun
sína árið 1938 og giftu sig
ári síðar. Á þeim tíma þekkt-
ist nœr ekki að fóik byggi
saman áður en það gekk f
hjónaband.
Við hittum Guðna og Ragn-
heiði á heimili þeirra í Foss-
voginum og spurðum þau
fyrst hvort þeim finndust mikl-
ar breytingar hafa orðið á
trúlofunum frá því þau voru
ung. „Þetta hefur dálítið
breyst," segir Ragnheiður. „Á
okkar tíma held ég að foreldr-
ar hafi stjórnað meira. Þeir
réðu auðvitað ekki makavali
en þeir héldu brúðkaupið fyrir
börnin sín og slíkt. Börn ráða
sér mikið meira sjálf núna og
fara jafnvel yngri að heiman.
Trúlofanir fóru fram þegar
parið var búið að ákveða að
ganga í hjónaband. Við þekkt-
um ekki dæmi þess að fólk
trúlofaði sig án þess að ætla
að giftast. Yfirleitt var gerður
dagamunur við trúlofunina.
Við Guðni trúlofuðum okkur
daginn sem hann útskrifaðist
úr Vélskólanum og þá var
haldin mikil veisla. Það þótti
sjálfsagt að fólk opinberaði
trúlofun sína áður en það gifti
sig. Þannig varð sambandið
nánara og fólk kynntist bet-
ur.“ „Síðan leið mislangur tími
þangað til fólk gifti sig,“ segir
Guðni. „Það fór mikið eftir
efnahag. Við vorum bæði í
námi og á þeim tíma voru
engin námslán veitt. Þegar ég
útskrifaðist komst ég í góða
stöðu en það þótti gott að fá
fasta atvinnu á þessum árum.
Það sem gerði út um það að
við gætum gifst fyrr en ella,
var að við á varðskipinu Ægi
björguðum norsku skipi og
fengum vegleg björgunarlaun.
Þegar við giftum okkur tókum
við á leigu eitt herbérgi með
aðgang að eldhúsi og baði og
vorum óskaplega ánægð!
Á þessum árum var algengt
að stúlkur undirbyggju sig
undir giftinguna með hús-
mæðranámi sem var næstum
eina menntunin sem stúlkum
var boðin. Ragnheiður gerði
það nú reyndar ekki því að hún
var í hjúkrunarnámi.
Okkurfinnst ekki bráðnauð-
synlegt að fólk fari að búa
saman áður en það giftir sig.
Fólk verður að geta kynnst
aðeins svo það viti að hverju
það gengur. Um þetta mál eru
auðvitað skiptar skoðanir en
það er ákaflega mikið um það
í dag að fólk þekki ekki hvort
annað og það endar oft með
skilnaði," segir Guðni. „Það
fer eftir því hvernig fólk kynn-
ist," heldurRagnheiðuráfram.
„Tímarnir hafa breyst frá því
við vorum ung. Þá þekktist
næstum ekki að fólk byggi
saman áður en það gekk í
hjónaband. Það þótti furðu-
legt. Mér finnst enn að fólk
þurfi að minnsta kosti að vera
hringtrúlofað. Barnabörn okk-
ar hafa búið með án þess að
vera hringtrúlofuð eða gift en
við getum auðvitað ekki farið
að ala upp annarra börn."
„Auk þess býður nútímaþjóð-
félagið upp á það að fólk búi
saman ógift," segir Guðni.
„Það er erfiðara fyrir hjón að
komast af vegna þess að tveir
einstaklingar fá meiri frádrátt
og lánsmöguleikar eru betri
en hjá hjónum. Það eru skipt-
ar skoðanir um það hvort það
borgi sig að ganga í hjóna-
band.“
hefur þó mikla þýðingu út á við.
Hún er staðfesting á samband-
inu og fólk sér að við tilheyrum
hvort öðru.“
Er fólk þá kannski að merkja
sig?
„Að vissu leyti," svarar Guð-
rún, „og fólk, t.d. á skemmtistöð-
um, ætti að virða það að aðili er
í föstu sambandi.
Það er mikilvægt að fólk kynn-
ist vel áður en það tekur það
stóra skref að gifta sig. Það er
auðvitað misjafnt eftir einstakl-
ingum hve langan tíma það tekur.
Gifting getur breytt heilmiklu um
samband fójks en alveg eins til
hins betra. Ég held til dæmis að
fólk beri meiri virðingu fyrir hvort
öðru og heimilinu eftir að það
er búið að binda sig í hjóna-
bandi. Þú gengur ekki eins
auðveldlega úr því. Auk þess er
litið á hjónin sem eitt en annað
gildir um sambýlisfólk."
„Sambúðin er góður reynslu-
tími,“ bætir Baldur við, „en
hjónabandið setur meiri reglu
eða formfestu á sambandið."
H.l.
GUÐRÚN Kristín Erlingsdóttir
og Baldur Ármann Steinarsson
eru búin að vera trúlofuð f rúmt
ár og eru nú að festa kaup á
fbúð f Hlíðunum.
Saga þeirra er svipuð og hjá
öðru ungu fólki. Þau voru búin
að vita hvort af öðru í nokkur ár,
áður en þau kynntust betur og
ári eftir það voru þau trúlofuð.
Nú eru þau að hefja sinn búskap
í íbúð sem þau eru að kaupa.
Ég spyr þau fyrst hvert sé við-
horf þeirra til trúlofunar. Guðrún
verður fyrir svari. „Trúlofunin er
ekki takmark í sjálfri sér heldur
lítum við á hana sem undanfara
giftingar. Við erum bæði alin upp
við það að hjónaband sé æskileg-
asta sambúðarformið. Okkur
finnst samt ekkert nauðsynlegt
að trúlofa sig áður en maður gift-
ir sig. Það hefur bara hver sinn
háttinn á.“
„Okkur langaði til þess að trú-
lofa okkur," segir Baldur, „en
sambandið breyttist í sjálfu sér
lítið við það. Við tengjumst
fastari böndum en tilfinningarnar
eru alltaf þær sömu. Trúlofunin
Guðrún og Baldur.