Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
B 11
c
Rætt við foreldra drengs sem er með gluten-óþol
Morgunblaðið/BAR
Húgó Þórisson og Ragnheiður Hermannsdóttir ásamt börnunum,
Hróari og Dögg.
Margir hafa eflaust heyrt um
börn meö mjólkuróþol, það er
þau verða veik af mjólk. Fœrri
hafa líklega heyrt um gluten-
óþol. Það hefur lítt eða ekki
verið greint f fslenskum börnum
svo vitað só en er afturámóti
talsvert algengt, bœði f Banda-
ríkjunum, Evrópu og á Norður-
löndunum.
Gluten er prótein sem finnst
í korni. Það er bindiefnið í hveit-
inu sem gerir það að verkum að
hægt er baka úr því. Þeir sem
haldnir eru gluten-óþoli geta ekki
melt glutenið í hveiti eða korni
og það skemmir þarmatoturnar
svo öll melting fer úr skorðum
og veldur það stöðugum niður-
gangi og öðrum ofnæmisein-
kennum. Þeir sem eru með
gluten-óþol mega því ekki borða
hveiti nó neina þá fæðutegund
sem hveiti er blandað í, og eru
þær ekki fáar.
Húgó Þórisson og Ragnheiður
Hermannsdóttir eiga son sem
er með gluten-óþol. Það er fæðu-
ofnæmi, svipað og mjólkuróþol.
Nú eru liðin tvö og hálft ár síðan
þau uppgötvuðu hvaða sjúk-
dómur var á ferðinni en fram til
tveggja og hálfs árs aldurs hafði
ekki fengist nein viðunandi skýr-
ing á því hvað amaði að drengn-
um og var helst haldið að hann
væri með barna-astma.
„Við uppgötvuðum snemma
að Hróar væri eitthvað lasinn.
Við höfum sjálf reynslu af ofnæmi
og könnuðumst við einkennin.
Hann var oft slappur og þreyttur
og svitnaði mikið og sömuleiðis
var hann andstuttur. Hann var
líka alltaf með niðurgang sem
okkur fannst ekki alveg eölilegt,
a.m.k. ekki þegar hann var orðinn
þetta gamall. Þar sem okkur
grunaði að hann væri með of-
næmi fórum við með hann til
sérfræðings þar sem gerð voru
ofnæmispróf á húð og kom ekk-
ert út úr þeim og var helst haldið
að hann væri með barna astma.
Hann var meir að segja farinn
að taka astmalyf. Okkur grunaði
samt alltaf að eitthvað meira hlyti
að vera að því niðurgangurinn
hélt áfram og hann var enn
slappur.
Það var svo einhverntíman þar
sem ég sat á læknabiðstofu og
er að blaða í Hjemmet að ég
rekst á viðtal við sænsk hjón sem
eiga barn með gluten-óþol. Þar
er einkennunum lýst og kemur
það allt heim og saman við það
sem við þekktum. Við höfðum
reyndar áður prófað að sleppa
ýmsum efnum úr fæðunni, bæði
mjólk og sykri, eggjahvítu eða
kolvetnum en fengum enga nið-
urstöðu. Eftir að ég las þessa
grein um gluten-óþolið ákváðum
við að athuga það nánar. Ég fór
að spyrjast fyrir um hvað þetta
gluten væri og fann að lokum í
Náttúrulækningabúðinni bók
sem hét „Gluten-free cooking".
Svo fórum við og keyptum gular
hálfbaunir , hrísmjöl, sojamjöl og
kartöflumjöl og fórum að reyna
að búa til brauð úr því. Það leit
að vísu ekki sérlega girnilega út
en eftir að Hróar var búinn að
vera í eina viku á þessu gluten-
lausa fæði var meltingin komin í
lag og hann fór allur að hress-
ast. Hann er nú búinn að vera á
gluten-lausu fæði í tvö og hálft
ár og er alveg hraustur ef engin
slys veröa. Um leið og hann óvart
fær eitthvað sem inniheldur
hveiti verður hann veikur. Það
getur verið sleikibrjóstsykur eða
karamellu sósa eða kjöthakk sem
hveiti er blandað í.
Það eru tvær aðferðir sem
hægt er að nota til að greina
gluten-óþol. Annarsvegar geta
læknar tekið sýni úr þörmum og
greint það þannig og hins vegar
er hægt að sleppa gluteni úr
fæðunni. Ef um gluten-óþol er
að ræða dugir það, eins og í
okkar tilfelli.
Hingað til höfum við ekki frétt
af nema einu öðru íslensku barni
með gluten-óþol. Samt sem áður
teljum við mjög líklegt að hér séu
fleiri börn eða fullorðnir sem hafa
þennan sjúkdóm því hann er tals-
vert útbreiddur, m.a. á íriandi og
á Norðurlöndunum.
Erlendis er hægt að kaupa
allskyns gluten-laust kex og
brauð og sömuleiöis hefur verið
hægt að finna gluten-lausar vör-
ur í einstaka verslunum hér. En
þessar vörur eru mjög dýrar og
þess vegna, m.a. vildum við
gjarnan komast í samband við
aðra sem kynnu að eiga við sama
vanda að stíða og e.t.v. bindast
einhverskonar samtökum. Þann-
ig væri hægt að hafa samvinnu
um innkaup á gluten-lausu fæði
erlendis frá. Við erum nýkomin
frá Finnlandi þar sem við versluð-
um dálítið því þar var mjög gott
úrval af glutenlausum vörum, en
eins og fyrr segir er talsvert
erfitt að fá þessar vörur hérlend-
is m.a. vegna þess að sjúk-
dómurinn er svotil óþekktur.
Margir halda að þetta hljóti
að vera óskaplega erfitt en hja
okkur er þetta orðinn svo sjálf-
sagður hlutur að við tökum varla
eftir því. Hróar veit að hann má
ekki borða hveiti eöa „hveiti-
nammi" og treystir okkur alveg
til að ákveða hvað hann má
borða. En við erum nú ekki alveg
óskeikul og stundum er merking-
um ábótavant. Við verðum að
treysta algerlega á vörumerking-
ar því ef eitthvað fer úrskeiðis
þá kostar það vökunótt og maga-
kveisu. Þess vegna förum við
mjög varlega svo hann geti treyst
okkur þó hann verði auðvitað
smám saman að læra sjálfur að
fylgjast með því hvað hann borð-
ar. Gluten-óþo! hverfur ekki með
aldrinum eins og sumt mjólkuró-
þol og því verður hann væntan-
lega að vera á gluten-lausu fæði
alla æfi. Einu skiptin sem við
verðum fyrir óþægindum er þeg-
ar við þurfum að spyrja af-
greiðslufólk á veitingastöðum
eða sælgætisverslunum hvað sé
í hinu og þessu. Það er oft
ekki fyrr en maður hefur sagt
alla sjúkrasöguna að maður fær
skýr svör um það hvort sé nú
örugglega ekkert hveiti í sós-
unni, karamella í brjóstsykrinum
eða hveiti í hamborgurunum. Það
getur veriö dálítið hvimleitt til
lengdar. Annars mætir maður
víða miklum skilningi og t.d. hafa
Nói og Sírius næringarfræðing á
sínum snærum sem getur gefið
nákvæmar upplýsingar um inni-
hald sælgætisins, en karamellur,
lakkrís og fleira þess hátta er á
bannlista. Hveiti er í ólíklegustu
hlutum og það getur verið erfitt
að forðast það. Því eru góðar og
réttar vörumerkingar nauðsyn-
legar og oft það eina sem við
höfum til að styðjast við.
Þar sem gluten-óþol er svotil
óþekkt hér á landi, a.m.k. svo við
vitum, vildum við gjarnan koma
þessu á framfæri. Bæði til þess
að fólk viti að þetta er til og eins
ef einhver kannast við einkennin,
annaðhvort sjálfur eöa á barn
sem er með þetta. V'ðkomandi
væri velkomið að hafa samband
við okkur. Það væri mikið hags-
munamál, bæði fyrir okkur og
aðra sem kunna að vera með
gluten-óþol að bindast einhvers-
konar samtökum eða hafa a.m.k.
samvinnu um innkaup á gluten-
lausu fæði“. .uc
FALLEGUR FJÖLSKYLDUBÍLL
i BIFREIDAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur
lÉÍiHsir
Blaðió sem þú vaknar við!
Viljum selja nokkra tugi
af þessum gámum
Lengd er 6,1 metri, breidd 2,44
metrar og hæð 2,44 metrar.
Gámarnir eru opnir að ofan og
með hurð í enda, trégólf.
Hafa verið teknir úr umferð vegna
lélegs ásigkomulags en má nýta
undir rusl, sem brýr yfir skurði
o.m.fl.
Okkar frábæra verð er kr. 16.408
pr. gámur í núverandi ásigkomu-
lagi. Flutningur frá Sundahafnar-
svæði á kostnað kaupenda.
Þeim sem áhuga hafa er bent á að snúa sér til
stjórnstöðvar í Sundahöfn.