Morgunblaðið - 30.08.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.08.1987, Blaðsíða 64
 Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! öfðar til __fólksíöllum starfsgreinum! SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. t Símamynd/Morgunblaðið/KGA Tekið á móti forsetanum Akureyri. FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heiðraði Akureyringa með nærveru sinni á 125 ára kaupstaðarafmæli bæjarins I gær. Fjöldi bæjarbúa tók á móti og hyllti forsetann á Akureyrarflugvelli í gærmorgun, en með þessari móttðku hófst hátíðardagskrá sem stóð fram yfir miðnætti og lauk í Lystigarðinum. Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjómar, tók á móti Vigdísi á flugvellinum ásamt bæjarstjóra og fleiri ráðamönnum. Jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla: Framkvæmd- ir hefjast á næstaári LÍKLEGT er að framkvæmdir hefjist við jarðgöng í Ólafsfjarð- armúla á næsta ári og er fyrir- hugað að þeim Ijúki árið 1992. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er einn hrikalegasti fjallvegur á landinu og liggur hann hæstur i 260 metra hæð yfir sjávarmáli. Jón Birgir Jónsson forstjóri fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir í samtali við Morgunblaðið í dag að sennilega verði forval verk- taka fyrir jarðgöngin í haust og útboð í vetur. Hann segir að göngin verði alls 3,4 kílómetrar að lengd og áætlaður stofnkostnaður við þau og aðra vegagerð beggja vegna þeirra sé um 510 milljónir króna. Jón segir að með göngunum sé hægt að lækka viðhaldskostnað um 40% og miðað við núverandi veg með bundnu slitlagi skili jarðganga- framkvæmdin 47% stofnkostnaðar á 30 árum. Jarðgöngunum er ætlað að anna 90 bílum á klukkustund, en á sumrin fara að jafnaði 227 bílar um Ólafsfjarðarmúla á degi hveijum. Sjá nánar á bls. 12B og 13B. Bikarúrslit í dag Úrslitaleikur Mjólkurbikarkeppni KSÍ fer fram á Laugardalsvellinum í dag klukkan 14. Til úrslita leika Víðir úr Garði og Pram úr Reykjavík. Dómari verður Guðmundur Haralds- son. Sjá nánar bls. 62 og 63. Akureyri: Samþykkt að byggja við Amtsbókasafnið BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á hátíðarfundi sinum í gærmorgun að stækka hús Amtsbókasafnsins við Brekku- götu á næstu árum og í tilefni 125 ára afmælis bæjarins veita tveimur milljónum króna til að hefjast handa við hönnun bygg- ingarinnar. Viðbyggingin á að risa norðan megin við Amts- bókasafnið og tengjast því með tengibyggingu. Menningarmálanefnd Akureyrar lagði til fyrr í sumar að reist yrði 1000 fermetra hús við Amtsbóka- safnið og var í þeirri tillögu gert ráð fyrir 250 fermetra sýninga- og tónleikasal, og í samþykkt bæjar- stjómar segir að í viðbyggingunni verði gert ráð fyrir fjölbreyttari menningarstarfsemi þar en nú er. A hátíðarfundinum var einnig gerð samþykkt um stjóm Akur- eyrarbæjar, en slík samþykkt var síðast gerð árið 1962, þegar Akur- eyri átti 100 ár kaupstaðarafmæli. Ólæti unglinga með mesta móti í miðbænum: JVÍaður skorinn á háls með eggvopni RÁÐIST var aftan að 25 ára I gömlum manni í Austurstræti 3R*r0isttMi&ifr * FRÁ OG með 1. september verður verðlag Morgun- blaðsins sem hér segir: Mánaðaráskrift kr. 600. Grunnverð dálksentimetra auglýsinga kr. 400 á virkum dögum, en kr. 420 á sunnu- dögum. í lausasölu kr. 55 eintakið. í Reylgavík í fyrrinótt og hon- um veittir áverkar á háls með eggvopni. Maðurinn var flutt- ur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans og mun litlu hafa munað að hálsslagæðin færi ( sundur. Maðurinn gat ekki gert sér grein fyrir hver hefði ráðist að sér eða með hveiju hann var skorinn en af sárinu mátti ráða að það væri hárbeitt eggvopn. Lögreglan í Reykjavík hafði nóg að gera í miðborg Reykjavík- ur aðfaranótt laugardagsins vegna mikils fjölda unglinga sem þar safnaðist saman og voru ólæt- in í miðbænum með mesta móti þessa nótt. Að minnsta kosti 8 rúður voru brotnar í verslunum í Austurstræti. Lögreglan taldi að nú hefði hópurinn verið stærri en ella vegna þess að skólar eru að byija eftir helgina og unglingar því flestir hættir í sumarvinnunni. Að sögn lögreglu voru flestir unglinganna á aldrinum 13-16 ára og virtist ölvun vera nokkuð al- menn meðal þeirra. Morgunbiaóio/uunniaugur Kognvaiasaon Sérkennileg mistök í Ljómarallinu: Vatn í stað bensins SÉRKENNILEG mistök voru gerð ( Ljómarallinu í gærmorg- un. í viðgerðarhléi á Laugar- vatni átti að setja bensin á keppnisbil Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar. I flýtinum gripu aðstoðarmenn rangan brúsa og helltu vatni á geyminn. Þegar aka átti af stað fór billinn hvergi og ekkert breyttist þótt reynt væri að ýta honum í gang. Var farið að kanna málið og kom þá sannleik- urinn í Ijós. Ljómarallinu lauk síðdegis í gær við Hótel Loftleiðir. Sigurvegarar urðu íslandsmeistaramir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson. Þeir tóku forystuna S byijun og héldu henni alla keppnina. Sjá nánar um sigur feðganna á bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.